Morgunblaðið - 15.01.1980, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
29
gera tilraun til að mynda þjóð-
stjórn. Forystumenn annarra
flokka gátu því ekki verið í
neinum vafa um áform hans.
Tíminn til 8. janúar var notaður
til óformlegra viðræðna. Síðan
settust formenn stjórnmálaflokk-
anna niður á formlegum fundi og
skipaðir voru tveir menn frá
hverjum flokki til að ræða um
efnahagsmálin. Á sex dögum
fékkst sú niðurstaða, að ekki væri
á þessu stigi grundvöllur fyrir
þjóðstjórninni. Greinargerð Geirs
Hallgrímssonar um stjórnar-
myndunarviðræður sínar gefur til
kynna, að ekki hefur verið setið
auðum höndum.
En á hverju strandaði? Þessari
spurningu er ekki unnt að svara
með því að benda á eitt atriði.
Líklega verður henni best svarað
með því að segja, að skort hafi,
pólitískan vilja. Forsenda þess, að
raunhæfur árangur næðist, var,
að óformlegu viðræðurnar leiddu
til þess, að meirihlutasamstaða
myndaðist milli stjórnmálafor-
ingjanna, tveggja eða fleiri, um að
láta slag standa og leita eftir fylgi
við fastmótaða lausn innan flokka
sinna.
íslands Lúðvík Jósepssyni næst að
reyna myndun meirihlutastjórnar
eða einhverjum fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins, ef Lúðvík tilnefnir
hann í sinn stað. Alþýðubandalag-
ið hefur ekki sett fram neinar
fastmótaðar tillögur í viðræðum
flokkanna til þessa. Kommúnistar
telja áreiðanlega nauðsynlegt að
reyna að nýju mvndun vinstri
stjórnar. Litlar líkur eru á að það
takist.
Mun Alþýðubandalagið snúa sér
til Sjálfstæðisflokksins? Svar við
þessari spurningu veltur á því,
hvaða armur innan bandalagsins
ræður mestu. Forystusveit Al-
þýðubandalagsins er ljóst, að
Sjálfstæðisflokkurinn tekur ekki
þátt í ríkisstjórn undir forsæti
Alþýðubandalagsmanns. Grípi
hún þannig á málum, að ekki skuli
ræða við Sjálfstæðisflokkinn af
þessum sökum, fær sú röksemd
ekki staðist á sama tíma og rætt
er við Benedikt Gröndal, sem
sagði 1978, að ekki væri unnt fyrir
forsætisráðherra að stjórna ráðu-
neyti, sem hefði aðra skoðun en
hann í utanríkismálum. Þetta er
grundvallarforsenda, sem ekki
verður sniðgengin nú á tímum,
LOKIÐ
Við slíkum árekstrum var að
búast, því að það er mennta-
mannaklíkan, sem vill að Alþýðu-
bandalagið sé „stikkfrí" í íslensk-
um stjórnmálum og taki helst
aldrei þátt í stjórn landsins. Þessi
klíka vill vera í flokki, þar sem
hún hefur samband við „vitundar-
hreyfingarnar" á tyllidögum og
segir þeim, hvað þær skuli gera,
en þess á milli fái hún að ráðskast
með flokkinn. Sem dæmi um þá,
sem falla undir hugtakið „vitund-
arhreyfingar", má nefna auk
verkalýðshreyfingarinnar, her-
stöðvaandstæðinga, rauðsokka,
stúdenta og nú síðast farand-
verkamenn.
Innan Alþýðubandalagsins eru
stöðug átök milli verkalýðsarms-
ins og menntamannaklíkunnar.
Þeir fyrrnefndu vita sem er, að án
áhrifa á landsstjórnina geta þeir
ekki haldið velli í samtökum
sínum. Hugsjónabarátta hinna
síðarnefndu rekst á veruleikann í
íslensku þjóðfélagi. í þingliði Al-
þýðubandalagsins eru harðnandi
átök milli þingmanna af lands-
byggðinni og úr Reykjavík. Þegar
litið er til Alþýðubandalagsins,
geta menn ekki heldur sniðgengið
gömlu harðlínumennina, sem telja
til dæmis Rauða herínn vera að
rétta Afghanistan hjálparhönd,
þegar hann leggur landið undir
sig. Alþýðubandalagið er stjórn-
/málaflokkur í þeirri einkennilegu
stöðu að hafa ekki gert það upp
við sig, hvort hann vill vera
þátttakandi í því þjóðskipulagi,
sem hann eru hluti af, eða um-
bylta því. í kosningabaráttunni
kom þessi tvískinnungur til dæmis
fram í sjónvarpsþætti, þegar
Ragnar Arnalds vildi ekki kannast
við byltingarkaflann í stefnuskrá
flokksins.
Þjóðstjórn
Svarthöfði Vísis nefndi sam-
starf Sjálfstæðisflokksins og Al-
þýðubandalagsins „banvænt
faðmlag". Með þeim orðum er
glögglega lýst viðhorfi margra til
þessarar samstarfshugmyndar.
En menn geta ekki leyft sér þann
munað að ímynda sér, að unnt sé
að ná friði við núverandi aðstæður
í efnahagsmálum nema allir
flokkar séu með einum eða öðrum
hætti reiðubúnir til að axla
nokkra ábyrgð.
Strax 30. desember gaf Geir
Hallgrímsson opinberlega til
kynna, að hann hefði hug á því að
Á þeirri stundu, sem menn fóru
að skiptast á formlegum tillögum
og senda þær til einkunnagjafar í
Þjóðhagsstofnun við Rauðarár-
stíg, byrjaði að halla undan fæti. í
þessum viðræðum sannaðist enn,
að það leiðir ekki til neinnar
niðurstöðu að eiga skrifleg sam-
skipti við efnahagsráðgjafa. Þótt
þau tryggi, að allir hafi sömu
upplýsingar, geta þau einnig leitt
til óeðlilegs metings og tortryggni
jafnvel út af blaðsíðutali, eins og
nú mun hafa gerst. Þá hefur það
komið fram hér í blaðinu, að
Þjóðhagsstofnun og hagfræðideild
Seðlabanka íslands greinir á um
niðurstöður.
Hvað tekur við?
Sé tekið mið af því, sem gerðist
við stjórnarmyndunarviðræðurn-
ar sumarið 1978, felur forseti
þegar það er æ algengara að
stjórnarleiðtogar komi saman til
alþjóðlegra funda. Ræði Alþýðu-
bandalagið ekki við Sjálfstæðis-
flokkinn, á meðan það hefur um-
boð frá forseta Islands, er þýð-
ingarlaust og raunar aðeins
tímasóun að gefa því boltann, ef
þannig má að orði komast.
Lengra verður ekki litið að
sinni. Á eftir Alþýðubandalaginu
kemur Alþýðuflokkurinn. Tals-
menn bæði framsóknar og krata
hafa borið af sér, að þeir séu
óformlega að þreifa fyrir sér um
minnihlutastjórn inni við Rauðar-
árstíg, þar sem Framkvæmda-
stofnun ríkisins og Þjóðhagsstofn-
un eru til húsa. Er ennþá „allt
betra en íhaldið" í augum
Steingríms Hermannssonar?
Björn Bjarnason
trandaði
ágreiningi
ítjórnarmyndunarviðræður
Geir Hallgrímsson les blaðamönnum greinargerð sína
um stjórnarmyndunarviðræðurnar
flokkanna lagði ég fram hug-
myndir til málamiðlunar sem um-
ræðugrundvöll að myndun þjóð-
stjórnar. Hér verður gerð grein
fyrir þeim hugmyndum.
Þjóðstjórn, ríkisstjórn allra
þeirra stjórnmalaflokka, sem full-
trúa eiga á Alþingi íslendinga,
verði mynduð til þess einkum að
gangast fyrir breytingum á kjör-
dæmaskipun og kosningalögum og
ná verðbólgunni niður í 15—20%.
Eðlilegt er, að starfsemi þjóð-
stjórnar miðist við, að ná ofan-
greindum markmiðum.
Kjördæmamál
Þess er ekki að vænta, að nú sé
unnt að koma sér saman um
efnislega niðurstöðu um kjör-
dæmaskipun og kosningalög.
Stjórnarskrárnefnd situr að störf-
um og mun senda stjórnmála-
flokkum ábendingar sínar varð-
andi efnisatriði nú næstu vikurn-
ar og skila síðan störfum fyrir
árslok. Ástæða er því til að ætla,
að alþingismenn geti fjallað um
þessi mál á þessu og næsta ári og
komist að niðurstöðu.
Að svo stöddu getur ríkisstjórn
allra þingflokka lýst því yfir, að
kjördæmaskipun og kosningalög-
um verði breytt til þess að tryggja
jafnrétti milli stjórnmálaflokka,
rétta hlut þeirra kjördæma, sem
hafa færri þingmenn en kjósenda-
fjöldi gefur rétt til og gefa kjós-
endum kost á persónuvali í ríkara
mæli en nú er.
Efnahagsmál
Verðbólgunni verði náð niður í
15—29% með því annars vegar að
draga úr tengslum milli kauplags
og verðlags en hins vegar með
ströngu aðhaldi í fjármálum og
peningamálum.
I. Ríkisfjármál
Varið sé 18 milljörðum kr. til
lækkunar beinna skatta og/eða
hækkunar tryggingarbóta miðað
við fjárlagafrv. 102. þings til að
vega á móti niðurfellingu 15 pró-
sentustiga í verðbótum á laun.
Upphæð þessarar sé aflað með
lækkun útgjalda, 8 milljarðar kr.;
útgáfu skuldabréfa á innlendum
markaði umfram það, sem áður
hefur verið ráðgert, 5 milljarðar
kr.; og sölu skuldabréfa til banka
og annarra fjármálastofnana, 5
milljarðar kr.
Hraðað sé athugúnum á rekstri
ríkisins og stofnunum þess með
það fyrir augum að draga úr
útgjöldum með breytingum og
umbótum er komi til framkvæ.mda
sem fyrst og einkum á árinu 1981.
II. Peningamál
Áherzla sé lögð á innlendan
sparnað og aukið aðhald í útlán-
um.
Vextir verði ekki hækkaðir frek-
ar í febrúar og þeim haldið
óbreyttum fyrst í stað þar til
verðbólgustigið er komið niður
fyrir núverandi viðmiðunarvexti,
sem eru 36,5%, en vextir verði þá
lækkaðir verulega og eigt síðar en
í ágúst—september n.k.
Svigrúm til stýringar á út-
streymi fjár úr Seðlabankanum
verði aukið með rýmkun á heimild
til innlánsbindingar og flutningi á
fjármögnun afurðalána til við-
skiptabanka í áföngum.
Teknir verði upp samningar við
innlánastofnanir til kaupa á
ríkisskuldabréfum og ríkissjóðs-
víxlum til að jafna sveiflur í
ríkisfjármálum innan almanaks-
ársins.
Erlendum lántökum verði stillt
í hóf og fari ekki yfir 70—75
milljarða kr. sbr. greinargerð um
fjárfestingar- og lánsfjáráætlun
1980: Markmið um erlendar lán-
tökur dags. 9. október 1979.
III. Kjaramál
Stefnt sé að því í samráði við
aðila vinnumarkaðarins að verð-
lagsuppbót á laun verði samanlagt
15 prósentustigum minni 1. marz
og 1. júní n.k. en samkvæmt
núverandi fyrirkomulagi. Þetta sé
bætt með þeim skattlækkunum og
bótahækkunum, sem getið er um
hér á undan í I.
Jafnframt sé stefnt að því, ekki
sízt að launasamningum opin-
berra aðila sjálfra, að grunn-
kaupshækkanir eigi sér ekki stað á
árinu 1980.
IV. Verðlagsmál.
Samansöfnuðum verðhækkun-
artilefnum og óhjákvæmilegu
gengissigi sé hleypt í gegn sem
allra fyrst á árinu 1980. Á hinn
bóginn sé reynt að stilla slíkum
hækkunum í hóf og að þeim
loknum verði strangt aðhald að
verðlagi. Jafnframt verði fyrir-
komulagi verðlagseftiriits, gjald-
eyris-, tolla- og innflutningsmála
breytt til að or--\ samkeppni.