Morgunblaðið - 15.01.1980, Page 44

Morgunblaðið - 15.01.1980, Page 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 Lögreglan tók UBK mjög föstum tökum BREIÐABLIKSMENN með sína yfirburðastöðu í 3. deildinni máttu þola jafntefli gegn lög- reglumönnunum í óðni á heima- velli sínum uppi í Mosfellssveit á föstudagskvöldið. Þar töpuðu Breiðabliksmenn sínu fyrsta stigi í deildinni í vetur og máttu þakka fyrir hitt stigið bæði fyrir eigið kæruleysi og undramark- vörslu nýliða í marki óðins- manna. í Njarðvík töpuðu Keflvíkingar hins vegar fyrir Akurnesingum. svo að enn held- ur Breiðablik þriggja stiga for- ystu. Heppnir að vinna upp 8 marka mun Leikur Breiðabliks og Óðins í Varmá á föstudagskvöldið hófst með þeim ósköpum að Breiða- bliksmenn ætluðu greinilega að kaffæra Óðinsmenn hið snarasta. En það fór á annan veg. Leikmenn Breiðabliks gerðu næstum allt vitlaust meðan leikmönnum Óðins heppnaðist næstum allt. Breiðabliksmenn byrjuðu á því að misnota fimm dauðafæri, en Óðinsmenn skoruðu úr hverri sókn, jafnvel úr vonlausum fær- um. Og meðan markvarslan var engin hjá Breiðabliki var hún næstum pottþétt hjá Óðni. Þegar komið var undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 7:15 fyrir gestina, Óðinn. En á augnabliki skoruðu Breiðabliksmenn þrjú mörk, með litlu sýnishorni af því sem þeir hafa gert í vetur, og staðan var því 10:15 í leikhléi fyrir Óðin. Seinni hálfleikurinn var allt annar, þótt óðagot Breiðabliks- manna væri enn ótrúlegt. Nú varði markmaður þeirra líka vel og átti hverja sendinguna annarri betri í hraðaupphlaupum. En allt kom fyrir ekki, ennþá skiptust á mistök Breiðabliksmanna í dauða- færum, einum 18 alls í leiknum sem ekki tókst að skora úr, og frábær markvarsla Óðinsmanna og furðuheppni þeirra í skotum. Samt tókst Breiðabliksmönnum að jafna í 17:17 og 18:18 og úr 18:20 í 20.20. En síðustu mínúturnar var þrek lögreglumannanna líka ger- samlega fullnýtt og þeir orðnir því sem næst kyrrstæðir. Enda þótt Breiðabliksmenn gerðu nú álíka mörg mistök í þessum eina leik og 6 fyrri leikum sínum í deildinni í vetur saman- lagt, stendur markvörður Óðins- manna upp úr sem maður leiksins, gersamlega óþekktur og lék nú sinn fyrsta alvöruleik í hand- knattleik, Ellert Vigfússon. Hann var bókstaflega alltaf á staðnum, þótt hann hreyfði sig varla! En markvörður Breiðabliks, Heimir Guðmundsson, komst líka í takt í seinni hálfleik og fékk þá aðeins á sig 5 mörk og átti margar frábær- ar langsendingar, þótt þær nýtt- ust ekki nema að hálfu. Breiðablik mátti þannig þakka fyrir jafnteflið, þótt leikmenn félagsins væru að drukkna í tæki- færum til þess að skora. Það var fljótfærni í sókn og stífni í vörn, auk óvæntrar mótstöðu í marki andstæðinganna, sem skapaði þeim tap á stigi að þessu sinni. Að öðru leyti er meira en stigsmunur á þessum liðum. Og hvernig hefði farið aðeins ef Breiðablik hefði beitt fjölbreyttari varnarleik og bætt þannig upp misheppnaðan sóknarleik? Mörk Breiðabliks: Hörður Már Kristjánsson 4, Hallvarður Sig- urðsson, Hannes Eyvindsson og Kristján Halldórsson 3 hver, Brynjar Björnsson, Sigurður Sveinsson og Sigurjón Rannvers- son 2 hver og Hilmar Hreinsson 1. Mörk Óðins: Jakob Þórðarson 5, Gunnlaugur Jónsson 4, Frosti Sæmundsson og Haukur Sigurðs- son 3 hvor, Guðmundur Baldurs- son og Óskar Bjartmarz 2 hvor og Hörður Sigurðsson 1. Keflvíkingar í sárum og töpuðu Akurnesingar — Skagamenn — hrepptu sigur yfir Keflvíkingum í Njarðvík á laugardaginn í nokkuð jöfnum leik, þar sem þeir höfðu þó alltaf frumkvæðið. Akurnesingar mættu án Jóns Hjaltalín móti Keflvíkingum án þriggja mátt- arstólpa, sem áður hefur verið greint frá. Þó var leikurinn í járnum framan af og aðeins rétt undir lok fyrri hálfleiks tókst Akurnesingum að síga fram úr í 7:9. Þeir héldu síðan í stöðuna fyrri helming seinni hálfleiks og kom- ust í sex marka forystu þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Þá tóku Keflvíkingar fjörkipp og í lokin skildu þrjú mörk, 14:17. Með þessum leik töpuðu Kefl- víkingar þeirri stöðu sinni að vera í öðru sæti í deildinni með tilliti til tapaðra stiga. Þeir hafa því orðið fyrir miklum áföllum hvað eftir annað, fyrst orðið að þola svik um að fá inni í íþróttahúsinu sem er í byggingu í Keflavík, síðan missi margra máttarstólpa sinna úr landi og loks þetta tap, sem í og með má telja beint framhald fyrri áfallanna. Akurnesingar aftur á móti náðu öðru sætinu í deildinni með þess- um útisigri og voru vel að því komnir. Þetta var jafn varnarleikur öðru fremur, og Akurnesingar einfaldlega seigari í sókninni. Mörk Keflvíkinga: Björn Blönd- al, Björn Jónsson og Jón Ólsen 3 hver, Örnólfur Oddsson 2, Magnús Garðarsson, Jón Magnússon og Kári Gunnlaugsson 1 hver. fslandsmótið 3. deild k--------------—________J Nýtingin var frambærileg HÉR að neðan má skoða ýmsa þætti leiksins í tölum. NAFN SKOT MÖRK Sigurður Sveinss. 7/3 4/2 Þorbergur Aðalsteinss. 8 3 Atli Hilmarsson 1 0 ólafur Jónsson 5 4 Sigurður Gunnarsson 8 5 Steindór Gunnarsson 2 0 Bjarni Guðmundsson 3 3 Þorbjörn Jensson 0 0 Andrés Kristjánsson 0 0 Stefán Halldórsson 2 1 KNETTI GLATAÐ einu sinni tvisvar aldrei þrisvar einu sinni aldrei aldrei einu sinni aldrei aldrei Auk þessa glataði Kristján Sigmundsson knettinum einu sinni með sendingu á mótherja er hann hóf hraðaupphlaup. Þess ber hér að geta og á við um hliðstæðar töflur sem birst hafa eftir landsleiki islenska liðsins í þessari keppni, að undir dálkinum „knetti glatað“ eru færð þau skipti sem leikmenn glata knettinum á annan hátt en með markskotum sem hafna ekki i netinu, t.d. með þvi að stiga á iinu, skref, ruðningur, svo ekki ée minnst á blessaðar feilsendingarnar o.fl. o.fl. Kristján Sigmundsson varði 9 skot i leiknum, þ.á m. eitt vfti. Jens varði 4 skot. Mörk Akurnesinga: Guðjón Engilbertsson 7, Haukur Sigurðs- son 4, Kristján Hannibalsson 2, Daði Halldórsson, Hlynur Hin- riksson, Óli.Páll Engilbertsson og Þórður Elíasson 1 hver. Leik frestað Dalvík og Selfoss áttu að leika á laugardaginn, en þar sem ekki var flogið norður þann dag var leikn- um frestað um tvær vikur. Staðan í deildinni Ástæða er til þess, að gefnu tilefni, að gefa skýringar á stiga- tölum aftast í töflunni. Þar eru birt bæði unnin stig og töpuð stig. vegna þess hve keppnin í deildinni gengur misjafnlega skv. skipulag- inu frá tíma til tíma og að þar bætast við frestanir leikja. Breiðablik 7 610 198:136 13:1 Akranes 7 4 21 153:13510:4 Óðinn 7 3 31 164:147 9:5 Stjarnan 6 3 21 141:119 8:4 Keflavík 6 3 1 2 129:111 7:5 Grótta 7 1 1 5 153:176 3:11 Dalvík 6 1 0 5 123:159 2:10 Selfoss 6 0 0 6 100:180 0:12 Með því að skoða saman leikja- fjöldann og tapstigin fæst raun- veruleg staða liðanna. Steindór Gunnarsson, Þorbergur Aöalsteinsson, Jens Einarsson og Sigurður Sveinsson voru allir reknir af leikvelli í 2 minútur, en Skaarup (4 min.) og Michel Berg (2 min.) hvildu fyrir Dani. Þeir Fríðrik Þorbjörnsson, Guðmundur Magnússon og Brynjar Kvaran hvildu að þessu sinni, auk þess sem Viggó Sigurðsson lék ekki með, farínn heim til Spánar. Framhaldið Miðvikudagur 16.1. Stjarnan — Keflavík í Ásgarði kl. 20.00. Föstudagur 18. 1. Akranes — Breiðablik á Akranesi kl. 19.45. • Viggó Sigurðsson (með knöttinn) var fjarri góðu gamr íslands í keppninni. Varnarleikurim því átta marka 1 íslendingar töpuðu fyrir Dönum í síðasta leik sínum í Baltic- keppninni og höfnuðu því i 6. sætinu, sama sætinu og í síðustu Baltic-keppni. ísland hlaut slæman skell gegn Dönum að þessu sinni, 20—28, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14—9 fyrir Dani. Það verður að segjast eins og er, að ísland átti aldrei möguleika gegn Dönum að þessu sinni, það varð fijótlega ljóst, að úrslitin frá síðustu Baltic-keppni. þegar Island vann Danmörku í fyrsta skipti í Danmörku, yrðu ekki endurtekin. Það verður að bíða betri tíma. Það var einkum og sér í lagi varnarleikur ísienska liðsins sem brást, í þessum leik, einkum vinstri armur varnarinnar, en Danirnir fóru þar oft um eins og þeir ættu heiminn. Vantaði alla baráttu og samstöðu í vörninni og er slíkt fljótt að spila inn i gang leiks. Sóknarleikurinn var hins vegar þokkalegur, þ.e.a.s. nýtingin var góð. 43.5 prósent. Þrátt fyrir það mátti finna ýmislegt í ólagi í sókninni, eins og t.d. tiihneigingu ýmissa til þess að ætla að gera hlutina upp á eigin spýtur í stað þess að iáta knöttinn ganga og freista þess að láta hraðar sóknarfléttur opna vörn andstæðinganna. Mikill kraftur var í íslenska liðinu fyrstu mínúturnar og Ólaf- ur fyrirliði Jónsson skoraði tvívegis með því að hlaupa út með vörninni og skjóta utan af velli, í stað þess að fara inn úr bláhorn- inu eins og hann er vanur. En þetta var skammlífur fjörkippur, Danir jöfnuðu og gott betur, komust í 5—2. Óheppni elti íslenska liðið um þessar mundir og meðan Danir skoruðu þessi mörk áttu íslendingar tvö stang- arskot. Sigurður Gunnarsson skoraði þá sitt fyrsta mark í ferðinni, en Steindór var rekinn af leikvelli og Danir svöruðu fljót- lega með tveimur mörkum, staðan orðin 7—3 fyrir Dani. Nokkru síðar var enn fjögurra marka munur, 10—6, en þá náðu íslend- ingar besta leikkafla sínum. Sig- urður Gunnarsson skoraði fyrst með mikilli neglingu og í kjölfarið fylgdu tvö leiftursnögg hraðaupp- hlaup sem þeir Stefán Halldórs- son og Ólafur Jónsson nýttu til fullnustu, staðan því orðin 10—9 fyrir Dani. Michel Berg skoraði þá ellefta mark Dana, en öll nótt átti ekki að vera úti, því að Skaarup var fljótlega rekinn réttilega af leik- velli fyrir ódrengilegan leikara- skap. íslendingar, einum fleiri, reyndu hins vegar tvö vægast sagt ótímabær skot og fengu að laun- um á sig tvö mörk úr hraðaupp- hlaupum. í síðustu sókn íslend- inga sveif Steindór síðan inn í teiginn með knöttinn, er þrifið var í hönd hans, en dómurunum þótti það ekkert tiltökumál og enn eitt hraðaupphlaup Dana endaði í netamöskvum íslands, 14—9 í hálfleik. Merkilegt nokk var upphaf síð- ari hálfleiks vel leikið af hálfu íslands. Staðan breyttist úr 9—14 í 13—16 og íslendingar virtust raunverulega vera að ná sér á strik. Hér breytti það mestu, að Kristján Sigmundsson var kominn í markið í stað Jens, sem varið hafði lítið. Kristján varði hins vegar mjög vel framan af hálf- leiknum. En þessum takti tókst ekki að halda, tvö hraðaupphlaup fóru í súginn, knetti var glatað klaufalega í sókninni auk þess sem Kai Jörgenson varði vítakast Sig- urðar Sverrissonar og staðan breyttist í 14—20 þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Og það þrátt fyrir að Danir hefðu um tíma verið einum færri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.