Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
+ Eiginmaöur minn, ÓSKAR SNORRASON, Eyjahrauni 41, Þorlákshöfn, andaöist á Borgarspítalanum 13. janúar. Margrét Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
t Eiginmaöur minn, HELGI SÍMONARSON Grænukinn 18, Hafnarfirði, lést á Borgarspítalanum þann 12. janúar. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna Jóhanna Bjarnadóttir.
+ Sonur minn, faöir okkar og bróöir, ÁRNI HLÖOVER ÁRNASON, lést 11. janúar. Kristín Bjarnadóttir, Sigurgeir Árnason, Reynir Árnason.
+ Faðir okkar, GUNNAR JÚLÍUSSON, lést í Landakotsspítalanum 13. janúar. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna, Dagrún Gunnarsdóttir, Hjalti Gunnarsson.
+ Eiginmaöur minn, SÆMUNDUR SÍMONARSON, fyrrv. símritarí Dunhaga 11, andaöist í Landspftalanum 11. janúar. Svanhildur Guðmundsdóttír.
+ SALVÖR ÁGÚSTA ÓFEIGSDÓTTIR fré Borgarkoti, Skeiðum, andaöist aö morgni 13. janúar á Landspítaianum. Aðstandendur.
+ Konan mín, GUOBJÖRG BRYNJÓLFSDÓTTIR, Austurgötu 19, Keflavík sem andaöist 8. janúar, veröur jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 16. janúar kl. 2 e.h. Siguröur Sigurðsson.
Sonur okkar og bróöir, JÓHANNES OLSEN, Meistaravöllum 25 er lést af slysförum 7. janúar, verður jarðsunginn frá Neskirkju miövikudaginn 16. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Ýr, fjölskyldufélag Landhelgisgæslumanna, njóta þess. Karl H. Olsen, Anna Jóhannesdóttir, og systkini hins létna.
Minning:
Ólafur Björns-
son kaupmaður
Fæddur 18. marz 1920.
Dáinn 28. des. 1979.
Kveðja írá systkinum
Ólafur Björnsson, bróðir minn,
var næst-yngstur okkar systkin-
anna sem erum Hrefna, Einar
Örn, Hjalti, Ari og Fjölnir, einnig
tvö hálfsystkini frá fyrra hjóna-
bandi föður okkar, Leifur og
Kristín, sem bæði eru látin. Ólafur
var fæddur að Stóra-Sandfelli í
Skriðdal, S-Múl., 18. marz 1920.
Foreldrar voru Guðrún Einars-
dóttir og Björn Antoníusson. Þau
fluttu að Mýnesi í Eiðaþinghá
vorið 1921 og var þá Ólafur
rúmlega eins árs. Þar ólst hann
upp með foreldrum og systkinum
en var liðlega 10 ára gamall er
faðir hans lézt í Reykjavík vorið
1930. Það var mikið áfall fyrir
okkur systkinin, móður okkar og
móðursystur, en ákveðið var að
halda áfram búskap og reyna með
þeim hætti að varðveita sam-
heldni fjölskyldunnar. Það tókst
þótt dökkt væri í álinn og reyndi
hver og einn að vinna heimilinu
eftir beztu getu.
Kreppuárin og afleiðingar
þeirra voru hlutskipti fólksins í
sveitunum á fjórða áratugnum en
samheldni, elja og atgervi svarið
til að halda velli og hafa fram-
tíðarsýn um betra og bjartara líf.
í þessu andrúmslofti. ólst Ólafur
upp í hópi systkina og foreldra
sem sýndu okkur mikla alúð og
umhyggju sem endurspeglaðist í
fögru umhverfi og víðum sjón-
hring á okkar fagra Héraði, en
Mýnes stendur í miðju þess austan
Lagarfljóts. Stóra-Sandfell var
fæðingarstaðurinn og æskuheimili
móður okkar en hún var af hinni
kunnu vefaraætt. Faðir okkar var
ættaður frá Flögustöðum í Álfta-
firði.
Snemma bar á fjölbreyttum
hæfileikum Ólafs í öllu starfi, allt
lék í höndum hans og móðir okkar
kenndi honum á orgel og kom
honum í nám hjá Matthildi
Matthíasson Einarsdóttur Kvar-
an, er kenndi honum píanóleik og
fleira enda var Ólafur músíkalsk-
ur og söngvinn svo af bar. Ólafur
flutti til Reykjavíkur 1941 og
stundaði fyrstu árin alls konar
störf, meðal annars leigubílaakst-
ur og akstur strætisvagna. Vann
hann að píanóviðgerðum, stilling-
um hljóðfæra og uppsetningu
kirkjuorgela með Pálmari ísólfs-
syni. Einnig vann hann sjálfstætt.
En aðalævistörf Ólafs voru verzl-
Kveðja:
Vignir Andrésson
Vignir Andrésson, vinur og
skólabróðir, lést 31. desember 1979
og hafa birst eftirmælisgreinar
um hérveru hans í þessu lífi í
Morgunblaðinu og Dagblaðinu
sem ég hefi ekki neinu við að
bæta. Þessar greinar rekja ævifer-
il Vignis vel viðvíkjandi ætterni,
uppeldi, menntun og ævistarfi,
þar til heilsa hans varð svo aum,
að starfskraftar hans voru þrotn-
ir. Ég þarf hér engu við að bæta,
ætla aðeins með þessum fáu línum
að lýsa nokkuð fyrstu kynnum
okkar Vignis og hvernig vinátta og
virðing fyrir hverjum öðrum hélst
þar til „kallið" kom fyrir hann á
undan mér.
Við Vignir hittumst fyrst í
heimavist Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar 1921 og vorum við, endan-
lega, sérstaklega nátengdir her-
bergisfélögum mínum á suðurvist
skólans, Bergi Björnssyni, Þor-
steini Símonarsyni og Sigurmoni
Hartmannssyni. (Veit, að Þor-
steinn er dáinn, en bið Berg og
Sigurmon (Mona) að minnast
Vignis ef þeir eru ennþá lifandi.)
Eftir skólavistina á Akureyri
skildu leiðir okkar Vignis um hríð,
en við mættumst aftur sem ná-
búar, hann með konu sinni Þór-
unni á Egilsgötu 22 og ég með
konu minni, Elnu, í næsta núsi nr.
24. Vantar hér orð til að lýsa
fögnuði mínum að hafa Vigni og
Tótu sem nábúa, en sambúðin
entist ekki nema frá 1938 til 1944,
er konan mín og ég fluttum til
Ameríku og vorum þar í 23 ár.
Samt sem áður héldum við vin-
áttutengslum okkar við, því við
Elna komum vanalega á hverju
ári til íslands og bar þá oftast
t
Þökkum auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför móöur
okkar, tengdamóöur og ömmu
RAGNHILDAR ÓLAFAR GOTTSKÁLKSDÓTTUR,
Tjarnargötu 5, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum viö kór Frímúrarareglunnar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför
fööur okkar
SKARPHÉÐINS VEMUNDSSONAR
sem lést 31. des. síöastliöinn.
Sérstakar þakkir til allra vina hans, sem heimsóttu hann og
hjálpuöu í veikindum hans.
Bragi, Þráinn og Ómar Skarphéöinssynir.
t
Þakka af alhug auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför
sonar míns
GÍSLA DAN DANÍELSSONAR.
Sérstakar þakkir vil ég færa verkstjórum og starfsfólki fsbjarnarins
hf.
Dýrley Siguröardóttir.
unarstörf og rak hann umfangs-
mikinn verzlunarrekstur í skó-
fatnaði hér í borg í meira en tvo
áratugi. Kona hans, Jörgína R.
Júlíusdóttir, var við hlið hans og
hvatti til dáða allt sem var til
hags í hinum mikla verzlunar-
rekstri og þjónustu við viðskipta-
vini. Umsvif Ólafs voru honum
aflgjafi í þeirri viðleitni að láta
muna um sig og láta ekki deigan
síga. Þetta er saga sveitadrengs er
kom úr heimahögum með hug-
myndir sínar og atgervi að leiðar-
ljósi.
Fyrri kona Ólafs var Ragnhild-
ur Ölafsdóttir en þau slitu sam-
vistum. Börn þeirra eru Kristín,
Ragnheiður, Bergþór og Anna.
Seinni kona hans var Jörgína R.
Júlíusdóttir en hún lézt hinn 5.
maí 1976. Börn þeirra eru Jú.líus
og Alma.
Á ferðum mínum til Reykja-
víkur kom ég ævinlega til Ólafs og
Ragnhildar og átti þar góðu að
fagna. Einnig kom ég á heimili
þeirra Gínu og Ólafs í hvert sinn
er ég var hér á ferð og átti þar
margar ánægjulegar stundir. Þar
var spilað og sungið og málin
rædd og margt geft að gamni sínu.
Við systkini Ölafs þökkum hon-
um samveruna og vitum að lífið
heldur áfram sinni för og lifir í
eftirkomendunum og viðkynningu
við gott fólk. Þess vegna tek ég
undir þessi orð „Við lifum þótt við
deyjum".
Við sendum börnum Ólafs og
barnabörnum innilegar samúð-
arkveðjur og biðjum þeim bless-
unar á komandi tíð. Einnig send-
um við venzlafólki hans hugheilar
kveðjur og samúð.
Blessuð sé minningin um Ólaf
og Gínu konu hans.
Þökk fyrir allt.
Reykjavík, 10. janúar 1980.
Einar Örn Björnsson
Mýnesi.
Útför Ólafs Björnssonar fer
fram í Fossvogskirkju þriðjudag-
inn 15. þessa mánaðar klukkan
13.30.
fundum saman. Við töluðum þá
mest um að hafa verið skólabræð-
ur og nábúar og að vinskapurinn
hefði haldist í svo mörg ár.
Ætlunin var að halda öllu í sama
horfi þegar Elna og ég kæmum
heim eftir útivistina í Ameríku.
Því miður, við Elna komum of
seint heim, heilsa Vignis var á
niðurleið. Við nutum samt í nokk-
ur ár hans óumræðanlega krafts í
að vera þjóðfélaginu til góðs og
okkur til skemmtunar og blessun-
ar. Hann kenndi síðustu ár sín
slökunaræfingar og var ég einn af
nemendum hans.
Nú er vinur minn Vignir And-
résson, horfinn af sjónarsviði
mannlegs lífs. Ég og fjölskylda
mín sakna hans, þar sem nú
verður ekki um samverustundir að
ræða. Að endalokum vil ég taka
mér „bessaleyfi" og vitna í ljóðlín-
ur í lok kvæðis Einars Benedikts-
sonar, „Norðurljós":
. Hve voldugt og djúpt er ei
himinsins haf og voldugar snekkj-
ur, sem leiðina þreyta." Minn
gamli vinur var alltaf voldug
snekkja, sem leitaði að höfn við
sitt hæfi og nú hefur hann fundið
þá höfn er honum hæfir, íslenskri
mold er hann óx upp úr og nú
endanlega vefur hann að sér.
Þökkum gömul kynni og óskum
Tótu alls hins besta.
Elna og Bjarni Guðjónsson.