Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 37 I STUTTU MALI Kvikmyndaannall 1979 ; Á nýbyrjuðu sumri hófust svo sýningar á óumdeilanlega „mynd ársins", The Deer Hunter. Sígildri mynd um grimmd og djöfulskap styrj- aldar, hvar sem er og hvenær sem er. Ekki síður fagur óður um ást, tryggð og vináttu. Það er reykvískum kvik- myndahúsgestum góður vitn- isburður, að þetta stórkost- lega verk skuli ganga enn í dag, hálfu ári eftir frumsýn- ingu. Önnur mynd sem naut mik- illa vinsælda á árinu, og í sama kvikmyndahúsi, var Convoy, ári hressileg átaka- mynd gerð af Peekinpah. Byggð að nokkru á hinu samnefnda vinsæla country- lagi McCalls. „Arizona at Noon/on the Seventh of June... Og um svipað leyti var einmitt sýnd talsvert athyglisverð b-mynd um country söngvara, Outlaw Blues, með Peter Fonda. Ein- hvers staðar rakst ég á það á prenti að þar hefði uppá- haldssöngvari minn um ára- bil, Willie Nelson, (sem loks núna er orðinn frægur á Fróni), arkað út og inn. Tóm- ar ofsjónir. Willie lék í sinni fyrstu mynd á síðasta ári, það var The Electric Horseman, i góðum selskap þeirra Roberts Redford og Jane Fonda. Fun With Dick and Jane, var bráðskemmtileg gaman- mynd með Jane Fonda og George Segal. Það var amer- íski draumurinn sýndur frá nýrri hlið... Júlí var fátæk- legur, eftirminnilegust er kannski yfirlætislaus smá- mynd, Nunzio, sem fór við- kvæmum höndum um lítil- magnann í þjóðfélaginu — þann þroskahefta. Þá var og sýnd myndin Looking For Mr. Goddbar, sem ég missti því miður af. Ágúst bauð uppá hina margfrægu, (sökum endema) mynd Friedkins, The Sorcer- er, sem hét hingað komin frá Englandi, allmikið stytt frá upprunalegu útgáfunni, The Wages of Fear. Eftir allt saman, eftirminnileg. The Turning Point var stórmynd af hinni gömlu gerð, með hinum stórbrotnu leikkonum Shirley MacLaine og Anne Bancroft. Þá var og boðið uppá Oscarsverðlaunamynd- ina Black and White In Color, sem náði ekki til mín. 1 september gerðist það hvað markverðast að opnað var nýtt kvikmyndahús á Reykjvíkursvæðinu, en með lítilli reisn — kvikmyndalega séð. Hún eykst, vonandi. í október vænkaðist hagur strympu; þá var frumsýnd bráðskemmtileg, en furðu klúðurslega gerð gaman- mynd, sem allstaðar hefur gengið vel — National’s Lampoon Animal House. Þá var og sýnd franska perlan Cousin, Cousine, ein besta mynd ársins, næstum óséð af Reykvíkingum. Undir mán- aðamótin hófust svo sýningar á gegnumgóðri, bandarískri stórmynd, Julia, byggð á kafla úr sjálfsævisögu hinnar virtu skáldkonu Lillian Hellman og sagði frá sér- stæðum vináttuböndum tveggja kvenna. í nóvember var frumsýnd hin stórkostlega spæjaram- ynd The Late Show, með Lily Tomlin og Art Carney. í flesta staði harla óvenjuleg mynd, einskonar lofsöngur ungs og efnilegs kvikmynda- gerðarmanns, Roberts Bent- on, um þessa gerð mynda, sem stóð í mestum blóma á fjórða og fimmta áratugnum. Önnur ágætismynd var og frumsýnd í mánuðinum, Pretty Baby, e. Louis Malle. Kvikmyndatakan í sérgæða- flokki, saga og bakgrunnur allsérstæður. New York, New York, olli undirr. frekar vonbrigðum en hitt, utan leikur De Niros, sem aldrei bregst. í desember helltust svo yfir okkur jólamyndirnar, sem voru frekar bragðlitlar. High Anxiety háðfuglsins Mel Brooks, skar sig úr, eins og við var að búast. Þá voru og sýndar fyrr í mánuðinum, tvær all-góðar myndir: Oh, God og The One and Only, báðar gamanmyndir vel yfir meðallagi. Margar mánudagsmyndir stóðu fyrir sínu, aðrar ekki. Minnisstæðastar eru Mean Streets, endurreisn Christu Klages, Elvis, Elvis og Provi- dence. Nokkrar ágætar endursýn- ingar lífguðu uppá kvikmyndahúslífið, þ.á.m. 1, 2, 3, hin gamalkunna mynd Wilders, með Cagney í topp- formi. Ivanhoe, Giant og The Hoffa-manngerðin Kovaks i FIST. / A NÆSTUNNI TÓNABÍO: F.I.S.T. HER er í uppsiglingu mynd með Sylvester (Rocky) Stallone, Rod Steiger og Peter Boyle, stjórnað af Norman Jewison, kvikmyndataka í höndum Laszlo Kovacs. Segir frá uppgangi verkalýðsleiðtoga úr röðum vöruflutningabíl- , stjóra. Hvernig hann breytist úr heiðarlegum baráttumanni í ósvifinn valdamann sem lætur ánetjast Mafíunni. Chase, með Brando og fleir- Sjónvarpið olli meira von- brigðum en hitt, þrátt fyrir margar afbragðsmyndir, sem þakka ber. En einhvern veg- inn hefur maður á tilfinning- unni að það geti gert betur úr þeim ósköpum sjónvarps- mynda og gamalla mynda, sem það hefur úr að moða. Það væri sjálfsagt ekki vel séð af einhverjum ef ég færi að pikka út verstu mynd ársins, enda erfitt verk. Þó má ég til með að geta einnar, þar sem hún var gerð af metnaði og, að því er virtist nægum fjárafla. Það var The Passage, sem var útbíuð í dæmalausum atriðum. Þar tölti sá annars agæti leikari, James Mason, yfir Pyranea- fjallgarðinn með Borsalino- hatt á höfði og flest á þá bókina lært. Og það lýsir gerð myndarinnar all-vel að gerðir voru tveir endar á myndina, en framleiðendum og leik- stjóra kom engan veginn saman um hvorn skyldi nota. Og þar er komin skýringin á furðulegum lokum þessarar sérstöku myndar, sem sjálf- sagt hefur valdið fleirum en mér heilabrotum; þeir voru sem sagt notaðir báðir! Chevy Chase og Goldie Hawn í LJÓTUM LEIK. Ljótur leikur HÁSKÓLABÍÓ LJÓTUR LEIKUR („Foul PIay“) Leikstj. og handrit: Colin Higgins. Kvikmyndataka: David M. Walsh. Tónlist: Charles Fox, flutt af Barry Manilow. Hópur öfgamanna hyggst ráða páfann af dögum er hann kemur í opinbera heím- sókn til San Francisco. Áður en til kastanna kemur, flæk- ist ung stúlka, Goldie Hawn, inn í málið og fyrir hennar orð kemur lögreglan til skjal- anna og eftir hin margvísleg- ustu ævintýr fær hún afstýrt tilræðinu. Engan veginn getur þessi frumraun Higgins talist frumleg á nokkurn hátt. Myndin, sem má segja að sé ástum blandinn grínþriller, minnir jafnvel á HIGH ANX- IETY, svo mikið fær hann að láni frá meistara Hitchcock. Munurinn er bara sá að Brooks er að leika sér en Higgins á í vandræðum. Eftir því sem ég best veit, þá er þetta önnur myndin sem Higgins er viðriðinn, og hefur eitthvað látið að sér kveða. Sú fyrsta var SILVER STREAK, sem gekk vel í Nýja Bíó, sem annars staðar, í hitteðfyrra. Þar lagði Higgins til handrit- ið. Þokkaleg mynd. Að þessu sinni tekst ekki eins vel til. Reyndar er hlut- verk Goldie Hawn sæmilega bitastætt, en það virðist vera á kostnað hins skemmtilega og efnilega leikara (og frægu sjónvarpsstjörnu, víðast hvar um hinn vestræna heim, nema hér), Chevy Chase, sem tæpast fær eina kjarngóða setningu til þess að hressa sig á í allri myndinni. Okkur er boðið uppá enn eina „Bullitaksturs“-stæl- ingu, hér kryddað með jap- önskum gamalmennum í aft- ursæti. San Francisco er með alfegurstu borgum Banda- ríkjanna, einstaklega mynd- ræn, og hefur prýtt fjölmarg- ar góðar myndir, eins og VERTIGO, WHAT’S UP, DOC? POINT BLANK, PET- ULIA o.fl. En það fer einkar lítið fyrir fegurð hennar að þessu sinni, ef undan er skilið eitt skot af Golden Gate brúnni, og þyrluskot af strandlengjunni norðan hennar. En þrátt fyrir að myndin sé nú svoldið gloppótt, þá er hún samt lengst af skemmtileg á að horfa og það er jú einmitt tilgangur hennar. Goldie Hawn er nú blessunarlega vaxin uppúr sleikjupinna- ímyndinni í föngulega konu, og hæfileikarnir hafa alltaf verið fyrir hendi. Chase fær, eins og áður segir, úr litlu að moða í sínu fyrsta hlutverki í kvikmynd, en kemst þó vel frá sínu. Það lofar miklu. Burgess Meredidth er hressi- legur að vanda og karate- slagur hans og Rachel Ro- berts hápunktur myndarinn- ar. Dudley Moore, hinn smá- vaxni, snjalli gamanleikari, sem úm þessar mundir slær í gegn vestan hafs í nýjustu, feikivinsælli mynd Billy Wilders, 10, bjargar því sem bjargað verður í fáránlegum atriðum, vægast sagt. Kemur áhorfendum í hressilegt hlát- ursstuð. Og yfirhöfuð, þrátt fyirr rislítið hugmyndaflug þá er LJÓTUR LEIKUR hin ágæt- asta skemmtun, mynd sem allir geta hlegið að. Tíu bestu myndir ársins 1979 (í stafrófsröð) Álice Doesn't Live Here Anymore, bandarísk, ^larion Scorsese.WB. Annie Hall, bandarísk, Woody Allen. UA. Cousin, Cousine, frönsk. Jean-Charles Tacchella. The Deer Hunter, bresk-bandarísk. Michael Cimino. EMI/ Universal. Dersu Uzala, rússnesk. Akiro Kurosawa. High Anxiety, bandarísk. Mel Brookes, 20th — Fox. Julia, bandarísk. Fred Zinneman. 20th — Fox. The Late Show, bandarísk. Robert Benton. WB. Pretty Baby, bandarísk. Lois Malle. Paramount. Three Women, bandarísk. Robert Altman. 20th — Fox. HÁSKÓLABlÓ: HVlTI VEGGURINN („Den Vita Vðggen“) Áferðarfalleg og kunnáttusamlega gerð mynd af Stig Björkman, sem sagður er lærisveinn meistara Bergmans. Það sýnir sig þó ekki þrátt fyrir að Björkman hafi lag á leikurum (Harriet Anderson er frábær í túlkun sinni á hinni einmana, ráðvilltu, nýskildu konu), og oft bregði fyrir laglegum, snöggum atriðum. Myndin er orðin fimm ára gömul og hefur elst hálf-illa. Heldur efnisrýr og illa fjarri þeim sterku, andlegu átökum persónanna sem löngum hafa verið aðalsmerki Bergmans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.