Morgunblaðið - 15.01.1980, Page 40
iEva
QUARTZ — úr
Þessi heimsþekktu
úr fást hjá flestum
úrsmiöum.
á ritstjórn og skrifstofu:
10100
JlUreunbUtbid
Geir Hallgrímsson um þjóðstjórnarviÖræðurnar:
Sýndu að allir flokkar
eiga að geta rætt saman
„ÉG KANNAÐI auðvitað þá mögu-
leika, en niðurstaðan varð sú að
nauðsynlegur undanfari slíks sam-
starfs lá í gegn um þjóðstjórnar-
viðræður á því stigi málsins,“ sagði
Geir Hallgrímsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins, er hann var á
blaðamannafundi í gær spurður að
því, hvort hann hefði kannað aðra
stjórnarmyndunarmöguleika en
þjóðstjórn.
Sagði Geir að það hefði orðið sitt
Pétur Thorsteins-
son býður sig fram
PÉTUR Thorsteinsson, sendi-
herra tiikynnti á sunnudag að
hann gæfi kost á sér til framboðs
við forsetakosningarnar í sumar.
Pétur sendi frá sér eftirfarandi
yfirlýsingu:
hópi áskorendanna frá því, að ég
muni verða í framboði við þær
kosningar."
mat, að ekki þýddi á þessu stigi að
taka upp viðræður um samstjórn
tveggja eða þriggja flokka, heldur
væri rétt að einbeita sér að sam-
stjórn allra flokka. Sagðist Geir,
þrátt fyrir úrslit þesoarar tilraunar
alls ekki vei i vonlaua um að þjóð-
stjórnarmöguleikitii' ætti eftir að
koma aftur við sögu. Um framhaldið
nú kvaðst Geir engu vilja spá.
„Þessar viðræður hafa leitt í ljós, að
allir flokkar eiga að geta rætt
saman, hvort samstarf í ríkisstjórn
verður árangurinn er svo annað
mál.“
Sjá greinargerð Geirs á bls. 20 og
frásögn af blaðamannafundi hans í
gær á bls. 18 og 19.
Albýðubandalagið:
Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins gekk í gærmorgun á
fund forseta íslands, herra Kristjáns Eldjárns, og tilkynnti honum að
að svo stöddu væri ekki að vænta árangurs af frekari stjórnarmyndun-
artilraunum hans. Skilaði Geir þar með stjórnarmyndunarumboðinu,
sem forsetinn fól honum 27. desember sl. Ljósm. Mbl. Kristján.
Ágreiningur hvort Svavar
eða Ragnar eigi að f á umboðið
FORSETI íslands ræddi í gær við alla flokksformenn stjórnmálaflokkanna
og er búizt við því, að hann muni í dag fela Lúðvík Jósepssyni, formanni
Alþýðubandalagsins umboð til myndunar meirihlutastjórnar. Lúðvik mun
þá taka sér frest eða mælast undan því að takast slikt umboð á hendur og
vísa á annað hvort Svavar Gestsson eða Ragnar Arnalds. í gærkveldi var
óljóst á hvorn hann myndi benda og var um það ágreiningur innan
Alþýðubandalagsins.
„í tilefni af fjölmörgum áskor-
unum, skriflegum og munnlegum,
þess efnis, að ég gefi kost á mér til
framboðs við forsetakosningar
þær sem fram eiga að fara í
júnímánuði, hefi ég í dag skýrt
Pétur Thorsteinsson
Lúðvík Jósepsson mun hafa til-
kynnt þingflokknum, að hann myndi
ekki taka við umboðinu, heldur
benda á Ragnar Arnalds, formann
þingflokksins í sinn stað. Kom þá
upp mikill ágreiningur milli þeirra,
sem vildu fremur, að Svavar Gests-
son tækist umboðið á hendur og
reyndu menn að telja Lúðvík hug-
hvarf. Voru það einkum þeir menn,
sem fremur kjósa samstjórn með
Sjálfstæðisflokknum, en Framsókn-
arflokki og Alþýðuflokki, en talið er,
að Ragnar Arnalds, fái hann umboð
til stjórnarmyndunar, muni hefja
nýjar vinstri viðræður.
Niðurstaða þessara viðræðna inn-
an Alþýðubandalagsins í gærkveldi
varð sú, að þingflokkurinn kvæði
upp úr um, hvor þeirra tveggja gerði
stjórnarmyndunartilraunina. Er
boðaður þingflokksfundur klukkan
10.30 í dag, þar sem málið verður
væntanlega útkljáð. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins, mun
Svavar eiga vísan stuðning Ólafs
Ragnars Grímssonar, Guðmundar J.
Guðmundssonar, Guðrúnar Helga-
dóttur og Hjörleifs Guttormssonar.
Ragnar Arnalds mun eiga að stuðn-
ingsmönnum þá Stefán Jónsson,
Skúla Alexandersson, Helga Seljan,
Garðar Sigurðsson og Geir Gunn-
arsson.
Samkvæmt þessu vinnur Ragnar
atkvæðagreiðsluna, en heimildar-
menn Mbl. kváðu stuðningsmenn
Svavars harðari en stuðningsmenn
Ragnars og því gæti kosningin orðið
mjög tvísýn. Mun Geir Gunnarsson
GUÐLAUGUR Þorvaldsson,
sáttasemjari ríkisins, tiikynnti
einkum vera vafaatkvæði í þessari
kosningu og er talið allt eins víst, að
hann greiði Svavari atkvæði.
Þá munu alþýðubandalagsmenn
velta því fyrir sér, hvort þeir eigi að
gera öðrum flokkum bein tilboð um
viðræður eða senda hinum flokkun-
um tillögur sínar í efnahagsmálum,
sem kynntar voru á miðstjórnar-
fundi flokksins um helgina, og láta
ráðast af viðbrögðum þeirra til
hvers konar viðræðna yrði stofnað.
í gær að hann myndi gefa kost
á sér í forsetakosningunum í
júní í sumar ef nægur stuðning-
ur fengist. Guðlaugur sagði
fyrir helgi, að hann myndi taka
ákvörðun um framboð um helg-
ina og tilkynna ákvörðun sína
á mánudag.
Guðlaugur Þorvaldsson
Er Morgunblaðið ræddi við
Guðlaug í gær var svar hans
svohljóðandi: „Ég hef ákveðið að
gefa kost á mér við forsetakjör
ef nægur stuðningur fæst.“
Hann vildi ekki tjá sig frekar
um framboð sitt á þessu stigi.
Davíð vill iá ölið sem
hann keypti í Fríhöfninni
- með dómi ef þörf krefur
„Ég álít að samkvæmt stjórnarskránni sé óheimilt að mismuna
þegnunum, eftir því hvaða starfi þeir gegna, algjörlega óheimilt,“
sagði Davíð Scheving-Thorsteinsson iðnrekandi i samtali við
Morgunblaðið í gær, er hann var spurður um atvik sem gerðist í
toilgæslunni á Keflavíkurflugvelli hinn 15. desember síðastliðinn.
„Það sem gerðist þennan dag,“ kynnti honum að ég ætlaði að
sagði Davíð, „var að ég var að
koma heim frá útlöndum og
keypti þá, eins og fólk sem
vinnur hjá öðru hlutafélagi en ég
geri, kassa af bjór er ég fór í
gegnum Fríhöfnina. Þarna voru
einnig starfsmenn annars hluta-
félags hér á landi að kaupa kassa
af bjór, og ég gerði sem sagt slíkt
hið sama.
Afgreiðslumaður Fríhafnar-
innar sagði mér að þetta væri
aðeins fyrir áhafnir, og ég spurði
hann þá hvort ekki væri sama
hjá hvaða hlutafélagi maður
starfaði. Hann brást mjög kurt-
eislega við þessari spurningu
minni, og seldi mér bjórkassann.
Því næst gekk ég að tollverði
sem þarna var á vakt, og til-
hafa bjórkassann með mér inn í
landið. Hann sagði mér hins
vegar að ekki væri heimilt að
fara með kassann, og hittist
þannig á að rétt í sömu mund
voru starfsmenn annars hluta-
félags að ganga í gegn með sinn
bjór. Ég vildi ekki sætta mig við
þessi málalok, og bað tollvörður-
inn mig þá að fara til yfirtoll-
varðar, hvað 'ég gerði. Sá til-
kynnti mér að ég yrði að skila
sér þessum bjór, þar sem mér
væri óheimilt að fara með hann í
gegn, þar sem ég væri ekki
starfsmaður þessa tiltekna
hlutafélags, og ekki flugliði.
Nú, ég afhenti honum bjór-
kassann, og hann bauð mér upp
á utanréttarsátt, sem ég hafnaði.
Þess í stað gerði ég kröfu um að
mér yrði afhentur kassinn. Það
gekk þó ekki, kassinn var af mér
tekinn, og ég fór í gegn án þess
að hafa nokkurt áfengi meðferð-
is, þar sem ég keypti mér ekkert
annað áfengi í Fríhöfninni. —
Bíð ég nú eftir að fá þennan
kassa afhentan, með dómi ef
ekki vill betur til.“
Davíð Scheving-Thorsteinsson
sagðist hafa verið kallaður fyrir
Rannsóknarlögreglu ríkisins,
þar sem tekin hafi verið skýrsla,
og væri hún mjög samhljóða
framangreindri frásögn. „Og nú
bíð ég eftir því að verða kallaður
fyrir dómstóla til að skýra þetta
mál. — Verði ég ekki kallaður
fyrir mun ég hins vegar að
sjálfsögðu höfða mál til að
heimta eigur mínar úr vörslu
tollgæslunnar á Keflavíkur-
flugvelli."
Kristinn Ólafsson tollgæslu-
stjóri sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi, að þarna
væri byggt á reglugerð um
tollfrjálsan farangur farmanna
og ferðamanna frá útlöndum,
sem ekki leyfði almennum ferða-
mönnum að taka áfengan bjór
meðferðis. Kristinn sagðist ekki
vita til þess að mál af þessu tagi
hefði komið upp áður, þrátt fyrir
að oft hefði heyrst að menn
hygðu láta reyna á framan-
greinda reglugerð.
Guðlaugur Þorvalds-
son gefur kost á sér