Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 27 r UNDIRBÚNINGUR að íþrótta- hátíð ÍSÍ er nú í fullum gangi, en íþróttahátíðin mun skiptast í vetrariþróttahátið sem haldin verður á Akureyri og sumar- íþróttahátíð sem haldin verður í Reykjavík, sumarið 1980. Er Íetta önnur iþróttahátiðin sem SÍ gengst fyrir en hin fyrri var haldin veturinn og sumarið 1970, og þótti heppnast mað afbrigðum vel. Aðaltilgangurinn með íþróttahátíðinni er að vekja at- hygli á hinu fjölbreytta íþrótta- starfi sem fram fer í landinu og glæða almennan áhuga á íþrótt- um. Hefur íþróttahátíðarnefnd í hyggju að reyna að fá sem allra flesta til beinnar eða óbeinnar þáttöku i hátiðinni, og munu fulitrúar sérsambandanna innan ÍSÍ taka virkan þátt í undirbún- ingnum. Iþróttahátíðarnefnd var skipuð í ársbyrjun 1978 og eiga eftirtaldir sæti í henni: Sveinn Björnsson, varaforseti ÍSÍ, sem jafnframt er formaður nefndarinnar; Hermann Sigtryggsson, Akureyri; Óskar Ágústsson, Laugum; Sigurjón Bjarnason, Egilsstöðum, Þórður Þorkelsson, Reykjavík; Þröstur Stefánsson, Akranesi; Hörður Óskarsson, Selfossi; Ingvi Rafn Baldvinsson, Hafnarfirði; Jón Guðjónsson, Veðraá; Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisins og Sigurgeir Guðmannsson, Reykjavík. Íþróttahátíðarnefnd valdi sér síðan framkvæmdanefnd og eiga sæti í henni þeir Sveinn Björns- son, Þorsteinn Einarsson og Þórð- ur Þorkelsson. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar verður Sigurður Magnússon, skrifstofustjóri ISI. -O- Hnefaleikakappinn Muhammed AIi er nú loks hættur að keppa. Hann er orðinn 37 ára gamall og býr í Los Angeles. Ali trimmar þó þegar hann hefur tima til, þvi að hann eins og fleiri á hans aldri á við það vandamál að striða að gildna um of. Á myndinni er Ali sjálfsagt að athuga hvort einhver árangur hafi orðið af trimminu. Vetrarhátíðin á Akureyri Svo sem fyrr segir verður vetr- arhátíðin haldin á Akureyri. Verð- ur þar starfandi sérstök hátíðar- nefnd og eiga sæti í henni þeir Hermann Sigtryggsson, ívar Sig- mundsson, Guðmundur Pétursson, Magnús Ingólfsson og Gísli Kr. Lorenzson. Vetrarhátíðin fer fram dagar.a 28. febrúar til 2. marz. Er allur undirbúningur í fullum gangi og margt er á döfinni sem greint verður síðar frá. - þr- Akrueyrarmótinu í innanhússknattspyrnu er nýlokið. Þar var keppt i öllum flokkum og var keppnin afarjöfn og spennandi eins og fram hefur komið á iþróttasíðu blaðsins. Hér að ofan eru sigurvegarar í tveimur flokkum. Á eftir myndinni eru piltar sem skipa 2. flokk hjá Þór ásamt liðsstjóra sínum og á neðri myndinni eru sigurvegarar í 4. flokki. ungir Þórsarar, sem eflaust eiga eftir að iáta meira að sér kveða. Ljósm. SOR. • Hér má sjá Gúnther Lohre frá Vestur-Þýskalandi hefja sig til flugs í stangarstökkinu og yfir 5,52 metra og var þetta sjötti besti árangur sem náðist í stang- arstökki árið 1979. Lohre, sem er fyrirliði landsliðs Þjóðverja í frjálsum íþróttum, hefur sett stefnuna á Ólympíugull næsta sumars, hyggst hann þar setja heimsmet. Teija fróðir menn ekki loku fyrir það skotið. Tvíburabræður: Það fór vel á með þeim tvíburabræðrum Óskari og Þráni þegar þeir mættust í kappleik í Vestmannaeyjum nú fyrir skömmu. Báðir eru þeir miklir handknattleiksmenn. Ánnar þeirra leikur með Tý frá Vestmannaeyjum en hinn með Ármanni. Myndin var tekin er liðin mættust í bikarleik fyrir skömmu og hafði Týr betur í viðureigninni. sigraði með 26 mörkum gegn 21. Ljósm. Sigurgeir. Erlendu leikmennirnir vinsælir MIKLAR umræður hafa spunnist í dagblöðunum í vetur um erlendu þjálfarana sem hér á landi dvelja, og hafa þær ekki allar verið jákvæðar. Voru því vinsældir þeirra kannaðar hjá áhorfendum. í áðurnefndri könnun var yfir- gnæfandi meirihluti áhorfenda fylgjandi erlendum þjálfurum og leikmönnum, eða 94%. Einungis 3% voru andvígir. Vinsældir amerísku leikmann- anna meðal áhorfenda eru því hafnar yfir allan grun, líkt og hin aukna aðsókn á körfuknattleiks- leiki benti til. íslenska drengjalandsliðið í knattspyrnu, sem gerði garðinn frægan milli jóla og nýárs í Frakklandi, en þar náðu drengirnir góðum árangri. Lengst til vinstri er þjálfari liðsins, Lárus Loftsson, og lengst til hægri er Gyifi Þórðarson. ÞEGAR Valur og KR léku í Úrvaldseildinni fyrir jólin var gerð könnun meðal áhorfenda. 400 blöðum með 9 spurningum var dreift meðal áhorfenda, sem voru um 900 talsins. 100 blöðum var skilað útfylltum. KR-ingar voru i meirihluta meðal áhorfenda að þessum marg- fræga leik, eða 56%. Valsaðdáend- ur voru einungis 21%, en 23% fylgdu öðrum liðum. Leikur Vals og Hauka í hand- knattleik þetta sama kvöld hefur ef til viH dregið eitthvað úr aðsókn. Við töldum víst að körfuknatt- leikur væri hvað vinsælastur með- al ungs fólks, en þrátt fyrir það kom okkur mjög á óvart að flestir áhorfenda voru á aldrinum frá fermingu að tvítugu. Einnig kom okkur skemmtilega á óvart hversu kvenþjóðin var fjölmenn á leiknum, en þriðji hver áhorfandi var kvenkyns. • Það er orðin tiska um næstum alian heim að skokka sér tii heilsubótar. Mynd þessi er af möppudýrum í Hannover í Vest- ur-Þiskalandi, en gæti verið tekin hvar sem er á Vesturlöndum eða í Bandarikjunum og jafnvel víðar. Þeir sem hafa ráð á því, brosa í kampinn og segja að mennirnir séu á fiótta undan hjartabilun. Flestir áhorfenda, eða 60%, horfa oft á körfuknattleik, 35% horfa „stundum" og 5% sjaldan á körfuknattleiksleiki. Mikill meirihluti áhorfenda fylgist með öðrum boltaíþróttum. Flestir, eða 85%, horfa á knatt- spyrnu en færri á handknattleik, eða um 60%. Þegar litið er nánar á þann hóp áhorfenda sem fylgist jafnframt með handknattleik kemur í ljós, að meðal þeirra eru allir þeir sem „sjaldan" koma á körfuknattleiki og 65% þeirra sem „stundum" mæta og fylgjast með körfubolta. Það virðist engin goðgá að draga þá ályktun af því sem hér hefur verið tekið fram, að við körfuknattleiksmenn eigum okkur nokkuð tryggan hóp áhorfenda, sem koma reglulega á kappleiki. Einnig má álykta að stór hópur íþróttaunnenda horfi jöfnum höndum á leiki í handknattleik og körfuknattleik, það er helstu úr- slitaleiki. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.