Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980
Þorskaflinn
348 þús. tonn
á síðasta ári
ÞORSKAFLINN varð á síðasta
ári tæplega 348 þúsund lestir,
samkvæmt upplýsingum. sem
Mbl. heíur aflað sér. Er þá miðað
við óslægðan fisk, en inni í
þessari tölu er ekki reiknaður
afli erlendra fiskiskipa hér við
land.
Á síðasta ári var stefnt að því,
að þorskafli færi ekki yfir 280—
290 þúsund lestir og fyrir þetta ár
hafa fiskifræðingar lagt til að
heildarþorskafli fari ekki yfir 300
þúsund lestir. Sjávarútvegsráð-
herra hefur ekki tilkynnt leiðir til
takmörkunar þorskafla á þessu
ári og ekki hvert æskilegt hámark
skuli vera á árinu. Fundir hafa
verið haldnir með hagsmunaaðil-
um um þessi mál undanfarið.
Heildarafli íslendinga á síðasta
ári nam tæplega 1.628 þúsund
lestum og var loðnuafli tæplega
964 þúsund lestir.
Höfn í Hornafirði:
Hákur dýpkar
innsiglinguna
Höfn. HornafirAi. 14. janúar.
RÉTT íyrir áramót kom dýpkun-
arskipið Hákur hingað til Hafnar
og hefur siðan verið unnið að
samsetningu á dæluleiðslum og
annari undirbúningsvinnu fyrir
dýpkun. Hákur hefur nú byrjað
þær framkvæmdir og er hann nú
að dýpka innsiglingarrennuna,
en mun síðan dýpka við löndun-
arbryggjuna og nýja viðlegu-
kantinn, sem byggður var fyrr í
vetur.
Allt það efni, sem Hákur dælir
upp, verður notað til uppfyllingar
í nýja viðlegukantinn. Samkvæmt
upplýsingum Jóns Sveinssonar,
formanns hafnarnefndar, mun
vera í athugun að koma upp nýrri
aðstöðu fyrir bátaflota við upp-
fyllinguna. Jón sagði, að Hákur
myndi dæla upp um 45 þúsund
rúmmetrum að þessu sinni og
væri kostnaður við verkið áætl-
aður 90 milljónir króna.
Aðspurður um ástand óssins
sagði Jón, að ósinn væri nú mjög
góður og hefði verið það í vetur.
-Einar
Hákur við dýpkunarframkvæmdir í innsiglingarennunni í Hornafirði.
Ljósm. Einar.
„Myrkir músíkdagar“:
Holmboe: Zeit op. 94 (frumflutn-
ingur á Islandi). 3. Miklos Maros:
Sembalkonsert (frumflutning-
ur). 4. Páll P. Pálsson: Nýtt verk
(frumflutt). 5. Jón Nordal: Con-
certo lirico.
Miðvikudaginn 23. jan. kl.
20:30 í Félagsstofnun stúdenta
flytja nemendur Söngskólans,
Þuríður Pálsdóttir og undirleik-
arar sönglög eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, Markús Krist-
jánsson, Inga T. Lárusson, Sig-
valda Kaldalóns, Emil Thor-
pddsen, Karl O. Runólfsson, Pál
Isólfsson og Jórunni Viðar.
Föstudaginn 25. jan. kl. 20:30
að Kjarvalsstöðum, strokkvart-
ett: Guðný Guðmundsdóttir,
fiðla, Mark Riedman, fiðla,
Helga Þórarinsdóttir, lágfiðla og
Carmel Russil selló:
1. Þorkell Sigurbjörnsson:
Hasselby—kvartett (1969). 2.
Hjálmar Ragnarsson: Movement
fyrir strokkvartett (1976). 3.
Snorri Sigfús Birgisson: Kvart-
ett (1977, frumflutningur á
íslandi). 4. Simitri Sjostakovitz:
Kvartett nr. 15 (frumflutningur
á íslandi).
Sunnudaginn 27. jan. kl. 20:30
í Bústaðakirkju: Kammermúsík-
klúbburinn, Manuela Wiesler
flautuleikari og Helga Ingólfs-
dóttir semballeikari:
1. J. Mattheson: Sónata í
e-moll. 2. Leifur Þórarinsson:
„Da“, fantasía fyrir sembal
(frumflutningur). 3. Páll P.
Pálsson: Stúlkan og vindurinn. 4.
Mörg íslensk tón
verk frumflutt
DAGANA 17.—27. janúar fer
fram í Reykjavík tónlistarhátíð
er hlotið hefur nafnið „Myrkir
músíkdagar“, og er það Tón-
skáldafélag íslands sem hefur
þar gengist fyrir samvinnu
ýmissa aðila til að standa að
tónleikahaldi. Hugmyndin varð
til i fyrravetur og er nafn
hátíðarinnar tengt skammdeg-
inu, árstímanum, sem tónleika-
haldið fer fram á.
Tónskáldafélagið kynnti hug-
myndina að „Myrkum músíkdög-
um“ fyrir fjölmörgum aðilum og
hafa eftirtaldir lagt hönd á
plóginn: Sinfóníuhljómsveit
Islands, Kammersveit Reykja-
víkur, Kammermúsíkklúbbur-
inn, Kjarvalsstaðir, Félagsstofn-
un stúdenta, Söngskólinn,
menntamálaráðuneytið, Ríkis-
útvarpið og fjöldi listamanna.
Pantaði félagið fjögur ný verk af
þessu tilefni, eftir þau Pál P.
Pálsson, Karólínu Eiríksdóttur
og tvö eftir Leif Þórarinsson.
Einnig verður frumfluttur semb-
alkonsert eftir sænska tónskáld-
ið Miklos Maros, sem NOMUS
pantaði fyrir Kammersveit
Reykjavíkur.
Dagskrá „Myrkra músíkdaga“
verður sem hér segir:
Fimmtudaginn 17. jan. ki.
20:30 í Menntaskólanum við
Hamrahlíð leikur Sinfóníu-
hljómsveitin undir stjórn Paul
Zukofskys, einsöngvari Ruth L.
Magnússon:
1. Jón Ásgeirsson: Sjö-
strengjaljóð. 2. Atli Heimir
Sveinsson: Hreinn: Súm: 74
(frumflutningur). 3. Jón Þórar-
insson: Um ástina og dauðann. 4.
Jón Leifs: Þrjár myndir op. 44. 5.
Herbert H. Ágústsson: Sinfóní-
etta. 6. Snorri Sigfús Birgisson:
Þáttur (frumflutningur á
íslandi).
Sunnudaginn 20. jan. kl. 17 í
Bústaðakirkju kemur fram
Kammersveit Reykjavíkur undir
stjórn Páls P. Pálssonar. Ein-
söngvari Ruth L. Magnúson og
einleikari Helga Ingólfsdóttir:
1. Karólína Eiríksdóttir: Nýtt
verk (frumflutningur). 2. Vagn
Leifur Þórarinsson: Sonata per
Manuela (frumflutningur). 5.
J.S.Bach: Sónata í h-moll.
í frétt frá Tónskáldafélaginu
segir m.a. að á undanförnum
áratug hafi verið mikil gróska í
tónsköpun hérlendis, eldri höf-
undum hafi vaxið ásmegin og ný
kynslóð hafi haslað sér völl.
„Islensk tónlist hefur vakið
mikla athygli erlendis. Nú er svo
komið að við eigum fjölda prýði-
legra tónverka: hin eldri söng-
og kórlög, gott safn hljómsveit-
arverka, sem til hafa orðið vegna
starfsemi Sinfóníuhljómsveitar-
innar, kammerverk og elektrón-
íska tónlist. Einnig hafa íslensk
tónskáld fengist við óperu- og
ballettgerð. Þennan menningar-
arf verður að leggja rækt við og
hlúa um leið að nýsköpun.
Islenskir flytjendur eiga mikinn
þátt í þessari grósku. Samvinna
þeirra og tónskálda hefur ávallt
verið mjög góð og hafa flytjénd-
ur jafnan sýnt starfi tónskálda
mikinn áhuga,“ segir m.a. í frétt
Tónskáldafélagsins.
„Grunaði að þjað væri
dýrt að lifa á íslandi“
Porlákshófn. 14. jan.
HÉR í frystihúsi Meitilsins
hf. vinna 18 erlendar stúlkur
svo sem áður hefur verið
skýrt frá í blaðinu. Þær
fengu aðstöðu i húsakynnum
fyrirtækisins ásamt öllu sem
til þurfti til að halda þar sín
JóL
Þær voru við aftansöng á
aðfangadag kl. 6. Það var
enginn viðvaningsbragur á
matargerðinni hjá þeim þegar
undirrituð heimsótti þær og
fékk að bragða á réttunum á
jóladag rétt áður en þær
settust að borðum kl. 14.30.
Þær sögðu eftirfarandi: Jólin
hérna eru yndisleg en ólík því
sem við eigum að venjast því
nú er hásumar heima. ísland
er fallegt land en kalt, okkur
líkar mjög vel við fólkið. Við
vissum sama og ekkert um
landið áður en við réðumst
hingað. Okkur grunaði þó að
það væri dýrt að lifa á íslandi,
en svona dýrt, nei, ekki svona
dýrt!
Þær stunda þó mjög vel
sína vinnu að sögn verkstjór-
ans. Þessi 18 stúlkna hópur er
að mati þeirra sem umgang-
ast þær daglega til fyrir-
myndar um prúðmannlega
framkomu og elskulegt við-
mót. Þær eru löndum sínum
og þjóðum til sóma en þær eru
frá þremur löndum: 9 eru frá
Ástralíu, 6 frá Nýja-Sjálandi
og 3 frá Suður-Afríku. Þegar
þær voru spurðar um hvaða
ósk þær ættu á jólunum sögðu
þær: Við óskum þess að við
værum komnar heim til
mömmu og pabba og allra
vinanna heima.
Ragnheiður.
Stúlkan i jólasveinabúningnum er fyrirliði þeirra, Nina heitir hún.
Myndina tók Jóhann Sveinsson.