Morgunblaðið - 15.01.1980, Page 46

Morgunblaðið - 15.01.1980, Page 46
Fólk MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 -O- Úrslitaleikirnir í Evrópumótun- um í knattspyrnu fara fram í maímánuði. Úrslitaleikur meist- arakeppninnar fer fram 28. maí í Madrid, en úrslitaleikurinn í bik- arkeppninni fer aftur á móti fram í Brussel í Belgíu 14. maí. -O- George Armstrong sem varð tvöfaldur meistari með Arsenal er liðið sigraði bæði í bikarkeppninni og deildinni mun fara til Noregs nú næstu daga og gerast þjálfari og framkvæmdastjóri hjá norsku félagi. -O- Allan Simonsen og félagar hans í Barcelona fengu einá milljón íslenskra króna fyrir að slá Akra- nes út úr Evrópukeppninni. Og bættu við þá upphæð öðru eins er sigur vannst á Aris Bonnewg frá Luxemborg. Það er gróðavænlegt að vera í Evrópukeppni. -O- ÞAÐ hefur vakið nokkra athygli að knattspyrnumaðurinn snjalli Hálfdán Örlygsson sem leikið hef- ur með meistaraflokki Vals í knattspyrnu undanfarin ár hefur nú snúið aftur til KR. Sagt er að Hálfdán hafi verið orðinn hálf þreyttur á Nemes fyrrverandi þjálfara Valsmanna og því ákveð- ið að skipta þegar Magnús Jóna- tansson þjálfari KR-inga hafi sett sig í samband við piltinn og boðið honum fasta stöðu í liði KR. Staðan bíður eftir þér og þú færð að leika meira en þú fékkst með Val. -O- ÞEGAR hafa farið fram allmargir leikir í 2. deildinni í körfuknatt- leik. Þeir hafa margir hverjir verið afar spennandi og vel leikn- ir. Athyglisvert er hversu vel lið Hauka kemur frá leikjum þessum. Þeir hafa ekki tapað leik til þessa. Hér á eftir fara úrslit í þeim leikjum sem fram hafa farið til þessa. Úrslit í 2. deild. Haukar — Esja 69—60 Esja — ÍA 78—33 Esja — Léttir 73—44 Esja — ÍA 106-39 Léttir — Haukar 58—101 Haukar — ÍA 2—0 Haukar — Esja 57—55 ÍA- Esja 60-59 Bjarni Guðmundsson landsliðs- maðurinn snjalli i handknattleik hefur þarna fengið slæman skell. Það fengu reyndar félagar hans lika í flestum leikjum sínum i Baitic-keppninni í handknattleik sem nú er nýlokið. En leikmenn- irnir eru ungir og það er verið að byggja upp. Það er athyglisvert að landslið Norðmanna sem sigur vannst á er nú að undirbúa sig fyrir C-keppnina i handknatt- leik sem fram fer í Færeyjum. Liðið hefur leikið 22 landsleiki á undanförnum mánuðum og ekki tekist að sigra nema í einum þeirra. Sigruðu hollenskt ungl- ingalið með nokkrum mun. — O — Margir bíða nú spenntir að sjá hvort stórveldin geri alvöru úr hótunum sínum og mæti ekki með íþróttafólk sitt á Olympíuleikana í Rússlandi. Bandaríkjamenn, V-Þjóðverjar og fleiri íhuga nú málin af mikilli gaumgæfni. íþróttir og pólitík fara ekki saman segir íþróttafólkið. -O- Lyftingamót fatlaðra sem fram fór í sjónvarpssal um síðustu helgi fór vel fram og sýndi fram á mikla grósku í lyftingaíþróttinni meðal fatlaðs fólks. Það var athyglisvert hversu margir nýjir þátttakendur komu fram. Fatlað fólk er oft á tíðum utangarðs og því er fátt heppilegra en þátttaka þess í íþróttum og leikjum meðal jafn- ingja sinna með allri þeirri ánægju og eftirvæntingu sem því er samfara. Höldum áfram á sömu braut. 9 Tugþrautarkappinn Bruce Jenn- ^ er sem sigraði á Olympíuleikun- h um í Montreal, hefur eindregið I lagst gegn því að Bandaríkin ^ hætti við þátttöku i Olympíuleik- • unum í Moskvu. Hann er þeirrar 9 skoðunar að ekki eigi að blanda ^ saman iþróttum og pólitík. Jenn- h er vinnur nú hjá stóru auglýs- I ingafyrirtæki sem heitir Akja. * Og fær dágóðan skilding út á ■ sjálfan sig sem auglýsingafyrir- Q sæta. Júgóslavneski þjálfarinn Branko Zebec, tekur konu sína Dusica aldrei með sér er lið hans Hamburger SV fer í keppnisferðir. Hins vegar gerði hann undantekn- ingu er lið hans lék í Reykjavík á mpti Val. Þá fór frúin með. Leikurinn fór nefniiega fram á 26 ára brúðkaupsafmæli hjónanna. -O- Nú bendir ýmislegt til þess að Frans Beckenbauer hætti að leika með Cosmos í Bandaríkjunum og fari aftur til Evrópu. Beckenbauer sem er orðinn 34 ára gamall og hefur leikið 103 landsleiki fyrir V-Þýskaland er með mörg góð tilboð í vasanum. Frönsku félögin AS Monaco og Paris ST Germain hafa boðið honum háar upphæðir svo að dæmi séu nefnd. Áhugi á trimmi og skokki fer sffellt vaxandi i nágrannalöndum okkar. Enda er þátttaka almenning í viðavangshlaupum með einsdæmum. Myndin er frá einu slíku hlaupi í Svíþjóð og tóku 2790 manns þátt. Mikið öngþveiti varð i miðasölu Wembley-leikvangsins í London er leik Englands og Búlgaríu var frestað vegna þoku. Allir vildu að sjálfsögðu fá endurgreitt. Eins og sjá má á myndinni var í nógu að snúast. Fyrirliði Englands, Keegan, er heldur ekki ánægður. Skíðamaðurinn Peter Luscher var kjörinn íþróttamaður ársins í Sviss. Peter er nú mjög framar- lega í keppninni um heimsbikar- inn á skíðum. -O- Mjög mikil óánægja ríkir nú hjá yngri flokkunum í handknattleik hjá hinum ýmsu félögum hér í Reykjavík og úti á landi vegna slælegrar frammistöðu dómara. Kemur það fyrir aftur og aftur að unga fólkið þarf að fara heim án þess að leikir þess geti farið fram vegna dómaraleysis. Nú er svo komið að til hreinna vandræða horfir. Hvernig væri nú að forráð- amenn íþróttarinnar reyndu að kippa þessu í liðinn. Það er ekki til að auka vinsældir íþróttarinnar meðal unga fólksins þegar svona er staðið að málum. Nú nýverið barst Judoráði Ak- ureyrar tilkynning þess efnis að Þorsteinn Hjaltason hefði verið valinn í landslið íslands í judo, en hann er íslandsmeistari sveina í judo og núverandi handhafi tækniverðlauna JSÍ: Hann Gunter Netzer fram- kvæmdastjóri Hamburger SV sem nú stefnir að þvi að hreppa Evrópumeistaratitilinn í knatt- spyrnu situr ekki bara við skrif- borðið sitt. Hann er þekktur fyrir að vera mikið upp á kven- höndina. Hér sést svo fram- kvæmdastjórinn með nýjustu vinkonu sinni, Elviru Lang. Þau eru sögð stunda nýjasta diskótek Hamborgar, Trinity, af miklum krafti. Það er von JRA að vel verði stutt við bakið á Þorsteini fjár- hagslega. Bæði er. að æfingar landsliðsins fara fram í Reykjavík og einnig má gera ráð fyrir að það haldi utan einhverntíma á næst- unni. Kostnaður verður því ærinn en hann verður á einhvern hátt að kljúfa, svo Þorsteini verði unnt að halda sínu sæti í Judo-landsliði íslands. Allt eins má búast við þvi að Mario Kempes verði þá búinn að fá spánskan rikisborgararétt og leiki fyrir Spánverja. Kempes varð heimsmeistari með Arg- entinu í siðustu keppni. :r ESPANA 82 Hér að ofan má sjá eitt af mörgum merkjum sem koma til með að auglýsa heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu sem fram fer á Spáni 1982. VIGGÓ Sigurðsson handknattleiksmaður sem leikur nú með F.C. Barcelona hefur fullan hug á því að reyna fyrir sér í Vestur-Þýska- landi næsta keppnistimabil. Er Viggó ekki alls kostar ánægður með hversu mikið einstaklingsframtakið er látið ráða í leikjum á Spáni. Á myndinni er Viggó með fyrirliða spánska landsliðsins i handknattleik en hann leikur einnig með Barcelona-liðinu. Spánverjar taka þátt í handknattleikskeppni Olympíuleikanna. Þeir undirbúa sig vel undir þá keppni og eru sagðir vera með gott lið. Ljósm. ÞR: fréttir úr vmsum áttum r m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.