Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980 Blómapressuþrykk Eggert Pétursson við tvö verka sinna í sýningarsalnum að Suðurgötu 7. NÝLISTARMÖNNUM dettur sitthvað í hug varð mér hugsað, er ég leit inn í sýningarsalinn að Suðurgötu 7 á dögunum en þar sýnir nú ungur maður allnokkur blómapressuþrykk. Eg skrifa all- nokkur, vegna þess að oft má sjá sýnu færri verk sem tilefni sýningar á þessum stað. Ungi maðurinn er hér um ræðir nefn- ist Eggert Pétursson og mun hafa stundað nám í nýHstadeild Myndlista- og handíðaskólans á síðastliðnum árum. Verkin eru ekki númeruð, engin nöfn munu á þeim og sýningarskrá er engin, þannig er erfitt að benda á einstök verk og vísa til úrsker- andi tilþrifa, en það kemur ekki að sök, vegna þess að sýningin er sem stef við eitt heildarþema og Mynflllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON þannig skera sig fá verk úr, ef nokkur. Á miða einum, er hangir á hliðarvegg, skilgreinir ungi maðurinn tilorðningu myndanna þannig: „Verkin á sýningunni eru þrykk mismunandi plöntu- tegunda í vatnslitapappír. Hvert eintak er geymt í blómapressu í um það bil viku og síðan fjar- lægt. Plantan skilur þá för eftir sig í pappírinn sem umlykur hana. Hver bók inniheldur þrykk 18 eintaka einnar tegundar. Verkin voru öll unnin síðastliðið sumar." — Þetta er þannig eins konar grafík-tækni en heldur er þrykkmátinn seinvirkur og ein- hæfur. Verkin eru mjög keimlík hvert öðru þegar á heildina er litið en frá þeim stafar þó viss tegund náttúrurómantíkur, sem alltaf á rétt á sér. Bækurnar eru vel gerðar en heldur fáskrúðugar til uppflettingar eins og margt annað líkrar tegundar, en þetta eru jú ekki bækur í venjulegum skilningi eins og ég hefi áður skilgreint í öðrum listdómi, og að ég held oftar en einu sinni, — endurtek það því ekki hér. Þegar á heildina er litið eru myndirnar snotrar og ljóðrænar, — bylgjur og misfellur í pappírnum auðga á tilbrigðin en ekki veit ég hvort það hafi verið hinn upprunalegi tilgangur eða hvort þær hafi komið fyrir handvömm í innrömmun, en, á hvorn veginn sem er, þá virkar þetta sem innlegg í myndheild- ina, — óprýðir allténd ekki. Ekki verður mikið ráðið um það hvað í þessum unga manni raunverulega býr, en hann fer snoturlega af stað þótt þetta sé þegar allt er á botninn hvolft ekki ýkja frumlegt. Ástæða er þó til að óska hinum unga manni alls góðs í framtíðinni og von- andi heldur hann jafnan vakandi tengslum við móður náttúru. Guðjón F. Teitsson: Svar til ísfirðings Hinn 28. nóv. sl. birtist í Morg- unblaðinu grein undir fyrirsögn- inni ,;Grjóti kastað úr glerhúsi" eftir Olaf B. Halldórsson, sem mér samkvæmt greininni skilst vera kaupsýslumaður á Isafirði, og hyggst hann þar svara að nokkru gagnrýni minni út af breytingu leiðakerfis strandferðaskipa ríkis- ins á árinu 1978. Grein þessi veldur mér engri undrun, þar eð mér hefir alltaf verið það ljóst, að væri ferðafélög- um á þjóðarskútunni skammtað misjafnlega, jafnvel af naumum kosti, eins og hér er um að ræða, þá myndu jafnan einhverjir þeirra, sem sérréttinda nutu, eða' jafnvel af skynvillu teldu sig njóta, verða til þess að hæla skömmtuninni og skömmtunar-' stjórninni. Mér er ókunnugt hvers konar viðskipti ÓBH hefir með höndum, en ég gef mér það, að þau tengist f.vrst og fremst Reykjavík, og sé hann því anægður yfir fjölgun ferða strandferðaskipanna milli Reykjavíkur og ísafjarðar, þótt reglubundið samband milli hafa allt í kringum land hafi beðið hnekki og rekstrarhalli skipanna aukist um 166 millj. kr. eða 76% á einu ári. Agreiningur um grundvallaratriðið Milli mín og eftirmanns míns í forstöðu Skipaútgerðar ríkisins er ágreiningur um stefnu í grund- vallaratriðum. Mín stefna var sú, að með aðeins tveim skipum, fyrst og fremst til vöruflutninga kringum land og með þeirri flutningahæfni, sem Esja og Hekla hafa— og var ekki ákveðin út i bláinn— væri réttlátast og jafnframt einna hagstæðast rekstrarlega að Iáta skipin fara hringferðir hvort á móti öðru með sem jöfnusut millibili, og hefðu þá flestar hafnir í umferð- arhring skipanna nokkurn veg- inn jafna aðstöðu til viðskipta innbyrðis án umhleðslu. Af flutningum, sem mjög koma til greina í þessu sambandi, má m.a. nefna beitu frá Suðvest.ur- og Austurlandi til Norðurlands og Vestfjarða, síld frá sama svæði til niðurlagningar á Norðurlandi, til- fallandi flutninga rafvéla og stundum staura fyrir raflínur og síma, einnig vega- og hafnavinnu- tæki, efni og búnað, flutning kjöts og fisks í frystilestum, flutning ullar til þvotta og iðnaðar, einkum á Akureyri, flutning Jiúseininga, rúðuglers og margs konar iðnað- arvarnings, sem t.d. er þegar framleiddur með ágætum á Ákur- eyri, svo sem kjötiðnaðarvörur, smjörlíki, fatnaður, skótau, máln- ing, hreinlætisvörur, brennt og malað kaffi. o.fl., sem ósanngjarnt er, að Skipaútgerðin, á allháum þjónustustyrk af almannafé, setji í tapstöðu gagnvart Rvík vegna mun minni tíðni ferða á mark- aðssvæði, sem skipin þjóna. Með þeirri ferðaskipan strand- ferðaskipanna tveggja, sem upp var tekin 1978, var hið fyrra sjónarmið um jafnrétti ekki virt og leiðakerfið brotið niður, mest til tjóns fyrir þá, sem að sjóvega- lengd búa fjærst Rvík. Þetta skyldi gert til að stórauka flutn- inga hinna tveggja skipa — og þar með sjálfsagt bæta rekstrarútk- omuna, en fór á annan veg. Aukning flutninga sem verið hafði að meðaltali sem næst 13% á ári næstu þrjú árin fyrir breytinguna, dróst saman um nærri helming, rekstrarhallinn jókst stórlega svo og misrétti í þjónustu við hinar ýmsu hafnir. Ég áleit, að hringferðir Esju og Heklu kringum land á nokkurn veginn hálfsmánaðarfresti, sitt í hvora átt, væri hrein lágmarks- þjónusta þessarar tegundar, sem ekki mætti skerða. En þar sem skipin þyrftu ávallt sína meira eða minna reglubundnu viðgerðatíma, auk hugsanlegra tilfallandi sigl- ingaúrfalla vegna bilana eða tjóna, væri í raun og veru nauð- synlegt að hafa þriðja skipið með líkri og e.t.v. heldur meiri flutn- ingahæfni (loka- hlífðarþilfar- skip) til að hlaupa í skörðin. Mætti þá væntanlega beita viðbótar- eða varaskipinu inn á milli meira í siglingar á hinar stærri hafnir og í óreglubundna meiri háttar flutn- inga, sem til féllu, og myndu oftast gefa betri rekstrarútkomu en hinar venjulegu strandferðir. Þetta taldi ég næsta æskilega skrefið til uppbótar og öryggis í strandferðaþjónustunni, en ekki það, meðan Esja og Hekla væru einar í hinum víðtækari strand- ferðum, að ráðast á jafnréttið í þjónustunni og mest á kostnað hinna lakast settu. — Þeir, sem vilja, mega hæla slíku, en aldrei mun ég verða bandamaður þeirra. Ferjuskipin og landsfjórðungaskip Þegar verið var að bræða kaup ferjuskipanna, Akraborgar og Herjólfs, í kringum 1974, sem forgöngumenn töldu sumpart að ættu að græða (þau tóku til sín samtals 554 millj. kr. af almanna- fé á árinu 1978), þá kom upp sterk hreyfing um sérstök strandferða- skip fyrir Vestfirði og Austfirði, eitt skip fyrir hvorn landshluta og auðvitað fyrst og fremst til reglu- bundinna ferða milli Reykjavíkur annars vegar og hafna á nefndum farsvæðum hins vegar, en svo var helst gert ráð fyrir að láta flóa- bátinn Drang sjá um strandferð- irnar fyrir Norðurlandi og tengja Norðurlandshafnir við skip Aust- fjarða og Vestfjarða. Ég var undrandi yfir þessum hugmyndum og mótmælti þeim, eftir því sem ég hafði aðstöðu til. Benti ég á, að flóabáturinn Drang- ur hefði ekkert frystirúm og litla lyftigetu og burðarhæfni á móti skipum eins og t.d. Esju og Heklu. Yrði því Norðurlandsskip að vera ekki síður búið og hæft til flutn- inga en hin skipin, en þó svo værin næði engri átt að byggja yfirleitt á umhleðslu í stórum stíl milli umræddra skipa. Mikil vandkvæði myndu einnig skapast, þegar hin einstöku skip forfölluðust vegna vemjubundins viðhalds, bilana eða tjóna, (hver átti þá að lána sitt skip?) og myndi umrætt fyrirkomulag reynast þjóðhags- lega mjög óhagkvæmt samanborið við hringferðir tveggja hæfra skipa og hins þriðja til uppbóta, öryggis og nota á þann hátt, sem áður er að vikið. Þjónusta og olíueyðsla í umræddri grein talar ÓBH um það, að samkvæmt leiðakerfinu fyrir breytingu 1978 hafi skipin stundum þurft að sigla tugi sjó- mílna inn á langa firði með lítinn varning, og hafi þetta haft í för með sér mikilnn olíukostnað. Er hér um ósköp venjuleg slagorð að ræða, sem ýmsum er tamt að nota gagnvart áætlunarbundnum þjón- ustusamgöngum, hvort sem þær nú eru á sjó, landi eða í lofti. Það kerfi strandferðasam- gangna, sem ég hefi mælt með, mæli ég ekki undan gagnrýni á nokkurn hátt og síst á því sviði, sem hér er rætt um. M.a. þess vegna óskaði ég eftir upplýsingum um sigldar mílur og klukkustundir 1978, samkv. hinu nýja leiðakerfi, til samanburðar við hið fyrra, því að það er heildin, sem skiptir mestu máli, en ekki tittlingaskít- ur, sem hægt er að tína úr hvoru kerfinu sem er. Nefndar umbeðn- ar upplýsingar hafa samt enn ekki fengist né um viðkomur á hafnir. — Til hvers bendir það? Þykir ekki þörf að leyna einhverju? Samkvæmt leiðakerfinu, sem upp var tekið 1978, minnir mig að algengar væru sérstakar Vest- fjarðaferðir frá Rvík um hafnir frá Patreksfirði til Isafjarðar, og síðan önnur ferð á hæla hinnar fram hjá bæjardyrum suðurhafna Vestfjarða beint til Isafjarðar, og þá áfram norður fyrir land. Tel ég, að í báðum ferðum nefndrar tegundar hafi yfirleitt verið allt of lítill farmur miðað við siglingu og það annars vegar að safna í skipið fyrir stærra svæði, jafnvel alían hringinn eða til norðanverðra Austfjarða, ef „vest- urskip" frá Rvík kom þangað á undan „austurskipi". Kemur olíueyðslan mjög inn í þetta dæmi. Ganghraði Heklu og Esju við góð skilyrði á að geta verið 13 sjóm. á klst. með fullu álagi á vélar, en slíkt kostar nú í olíueyðslu mjög nálægt 52 þús. kr. á klst. Myndi því með nefndum ganghraða og álagi á vélar taka þessi skip 13 klst. að sigla vega- Íengdina Rvík-Ísafjörður (177 sjóm. aðra leiðina) og kosta í olíu 676 þús. kr. ÓBH virðist reikna með því að heildarflutningar strandferða- skipanna 1978 hefðu orðið minni með fyrra leiðakerfi en því, sem upp var tekið 1978, og fyrir þetta telur hann, að vöruflutningabíl- stjórarnir hefðu orðið þakklátir. En þetta eru aðeins hugarórar, þar eð beinar líkur eru til þess, að heildarflutningar skipanna hefðu orðið meiri með fyrra leiðakerfi, að vísu ekki í sambandi við ísafjörð einan, þar sem Skipaút- gerðin með sinn litla skipakost hljóp í kapp við auglýstar viku- legar ferðir Eimskips á kostnað smærri hafna. En það hefði varla haft mikil áhrif á flutninga land- leiðina né á vaxtakostnað verzlana á ísafirði hvernig flutningar skiptust milli Skipaútgerðarinnar og Eimskips. En hvernig væri nú, að víðsýnir menn um þjóðarhag settust niður til að hugleiða og ræða möguleika aukinnar samvinnu útgerða mjlli- landaskipanna og Skipaútgerðar ríkisins um skipulega, bætta þjón- ustu við hafnir kringum landið? Flutningar í gámum Svo má skilja af viðtölum ÓBH við ýmsa verzlunarmenn á Vest- fjörðum, að notkun gáma til flutn- ings vara með strandferðaskipun- um milli hafna hafi hafizt með komu eftirmanns míns í stöðu forstjóra Skipaútgerðarinnar, en næstum allir gámar í eigu Skipa- útgerðarinnar, sem notaðir hafa verið á undanförnum árum, eru frá mínum forstjóratíma. Eftir gaumgæfilega athugun í nálægum löndum í kringum 1965, lét ég kaupa 30 gáma í Danmörku af sömu gerð og Sameinaða (DPDS) hafði notað í allstórum stíl til innanlandsflutninga í Danmörku, og síðan lét ég í áföngum smíða um það bil 300 gáma sömu gerðar (og þó nokkuð endurbætta) hér heima. Var ég mjög ánægður yfir því, hvað þessi íslenzka iðnaðar- framleiðsla og vinna var á allan hátt samkeppnisfær miðað við erlenda, og svo var sérstaklega auðvelt að gera við nefnda tegund gáma, þegar skemmdir urðu. Til gamans vil ég svo minna á það, að ég valdi á sínum tíma orðið gámur fyrir umrædda tegund flutningaumbúða, og hefir það orð nú þegar unnið fastan sess í málinu fyrir hið enska orð con- tainer. Sínum augum lítur hver á silfrið ÓBH kallar mig „sjálfskipaðan talnaspeking", og er auðskilið, að honum þykir óviðfelldið, að maður — ekki sízt eftirlaunamaður, sem ætti helzt að vera dauður til að íþyngja ekki lífeyrissjóðnum — skuli láta í ljós sjálfstæðar skoð- anir, án einhverskonar opinbers leyfis, þótt um sé að ræða efni, sem hlutaðeigandi hefir aðallega fengizt við í 50 ár. Ég er öllu meira ósammála ÓBH um þetta en samgöngumálið, og einmitt af því að ég er eftirlaunamaður, enn með „tals- verða ónotaða starfsorku", eins og ÓBH getur sér til, vil ég láta launagreiðanda minn (almenning, utan við hreppapólitík) njóta nokkurs þar af. Bjarnargreiði við Stein Svo er það að lokum tilvitnun í skáldskap Steins Steinars, sem hugleikin er ÓBH. Ég þekkti Stein nokkuð og hefi að ýmsu leyti sérstakar mætur á mörgum skáldskap hans, skrifum og birtum viðtölum. En Steinn átti það til, einkum á yngri árum, að vera um of ádeilugjarn og dóm- harður, og sýnishorn af því tagi er skáldskapur hans um Hall- grímskirkju. Þar verður honum það á, undir áhrifum áróðurs af miður hólsverðum hvötum, að fara niðrandi orðum um hinn stór- brotna meistara í húsagerðarlist, Guðjón Samúelsson, sem með verkum sínum hefir reist sér óbrotgjarnan minnisvarða í sögu þjóðarinnar, enda sagður hinn eini íslenzkra stéttarbræðra sem nafnkunnur sé í erlendum háskól- um. Má minna á brautryðjandastarf GS að skapa sérstæðan íslenzkan byggingastíl, svo sem að koma hinni fögru stuðlabergslíkingu að í stórbyggingum og draga úr einhæfni og drunga steinsteyptra húsa með glitrandi íslenzkum steinefnum í húðun. Beindist at- hyglin í upphafi að hrafntinnu og silfurbergi, en síðar kom notkun skeljasands, sem var auðfengnari og ódýrari. GS var listhneigð í blóð borin, og stundum þegar hann sat við hljóðfærið sitt, fékk hann hugljómun, sem leiddi af sér fagrar línur í kirkju eða annars konar byggingu í undirbúningi. Það er því bjargargreiði af hálfu ÓBH við minningu um Stein Steinar að rifja sérstaklega upp skáldskap hans um Hall- grímskirkju og hinn mikilhæfa höfund hennar. Önnur minning myndi eiga betur við. Des. 1979 Guðjón F. Teitsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.