Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 Tito Júgóslaviuforseti. Sjónvarp í kvöld klukkan 20.40: Þáttur um Tito forseta Júgóslavíu Myndaflokkurinn um þjóðskör- unga tuttugustu aldarinnar er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld, og hefst þátturinn klukkan 20.40. I þessum þætti er fjallað um mann sem mikið hefur verið i fréttum að undanförnu vegna lasleika, Josip Broz Tito, leiðtoga Júgóslavíu. Tito er nú kominn vel á níræðisaldur, en hefur verið heilsuhraustur fram á þennan dag, eða þar til taka þurfti af honum fót um helgina. Tito barðist á sínum tíma með herjum Austurríkis og Ungverja- lands í fyrri heimsstyrjöldinni, og var um hríð fangi Rússa. í síðari heimsstyrjöldinni barðist hann svo með júgóslavneskum skæruliðum, sem hann raunar stjórnaði, gegn Þjóðverjum. Síðar varð hann svo leiðtogi Júgóslavíu, og hefur alla tíð reynt að halda ríki sínu sem sjálfstæðustu og varist ásókn ann- arra, einkum Sovétmanna. Atburðarásin í Júgóslavíu hefur veríð með ýmsum hætti á þessari öld, og margt hefur breyst frá því Tito leit fyrst dagsins ljós. Áður voru þarna þrjú sjálfstæð ríki, Serbía, Svartfjallaland og Króatía, en þau sameinuðust ekki í Júgó- slavíu fyrr en að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni. Þegar amma og afi voru ung var því ekkert land til sem hét Júgóslavía. Innan landa- mæra Júgóslavíu eru svo einnig hiutar annarra ríkja, sem áður fyrr settu mark á veraldarsöguna, svo sem Makedónía. í einkalífi Titos hefur einnig gengið á ýmsu, og er þess skemmst að minnast að eiginkona hans, sem er mörgum árum yngri en hann, var sett í stofufangelsi fyrir nokkr- um árum. En óhætt mun að mæla með þættinum í kvöld, sem Gylfi Páls- son skólastjóri hefur þýtt. Er hann einnig þulur. Sjónvarp í kvöld: Nýtur Alþingi virð- ingar þjóðarinnar? í sjónvarpi í kvöld er Ingvi Hrafn Jónsson með þátt um Alþingi, þar sem fjallað verður um veg og virðingu Alþingis í augum þjóðarinnar. Er þáttur- inn á dagskrá klukkan 21.55, og ber nafnið Þingsjá. Því hefur oft verið haldið fram á liðnum árum, að Alþingi sem stofnun, og alþingismenn, njóti lítillar virðingar með þjóðinni. Aðrir hafa aftur haldið því fram að svo sé alls ekki, heldur sé þjóðin að baki þingmönnum sínum, og telji þá vera að gera sitt besta ekki síður en aðrir þj óðf élagsþegnar. Um þetta og margt fleira verður væntanlega fjallað í þættinum í kvöld. Svipmynd úr sölum Alþingis. Alþingishúsið við Austurvöll. útvarp Reykjavlk ÞRIÐJUDKGUR 22. janúar. MORGUNNINN__________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.it00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Kristján Guðlaugsson heldur áfram lestri þýðingar sinnar á sögunni „Veröldin er fuli af vinum“ eftir Ingrid Sjöstrand (2). 9.20 Leikfimi. 9.30. Tilkynn- ingar. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregn- ir. 10.25 „Man ég það sem löngu leið“ Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.00 Sjávarútvegur og sigling- ar. Umsjónarmaðurinn. Guð- mundur Hallvarðsson, talar við Kristján Sveinsson skip- stjóra í björgunarskipinu Goðanum.' 11.15 Morguntónleikar Anna Aslaug Ragnarsdóttir leikur sónötu fyrir píanó eftir Leif Þórarinsson / Beaux Arts tríóið leikur Píanótríó nr. 2 op. 67 eftir Sjostakovitsj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregn- ir. Tilkynningar. Á Frívaktinni Sigrún Sig- urðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.40 íslenzkt mál. Endurtekinn þáttur Gunn- laugs Ingólfssonar frá 19. þ.m. 15.00 Tónleikasyrpa Tónlist úr ýmsum áttum og lög leikin á ólík hljóðfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Ungir pennar Harpa Jósefsdóttir Amin les efni eftir börn og unglinga. 16.35 Tónhornið Sverrir Gauti Diego sér um þáttinn. 17.00 Síðdegistónleikar Einar Markússon leikur á píanó Rómönsu eftir sjálfan sig og Pastorale eftir Hallgrím Helgason / Heinz Holliger og Fnska kammer- sveitin leika Öbókonsert nr. 2 i B-dúr eftir Hándel; Ray- mond Leppard stj. / Kenneth Sillito og Enska kammer- sveitin leika Sónötu í B-dúr fyrir einleiksfiðlu og strengi eftir Hándel; Raymond Lepp- ard stj. / Matti Talvela og Irwin Gage flytja sjö lög úr Ljóðsöngvum op. 35 eftir Schumann. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. KVÖLDID____________________ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.50 Til- kynningar. 20.00 Nútímatónlist ÞOrkell Sigurbjörnsson kynnir. 20.30 Á hvítum reitum og svört- um ÞRIÐJUDAGUR 22. janúar 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- ski*á 20.30 Múmín-álfarnir. Sjöundi þáttur. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Sögu- maður Ragnheiður Stein- dórsdóttir. 20.40 Þjóðskörungar tuttug- ustu aldar. Josip Broz Tito (1893- ). Josip Broz barðist með herjum Austurrikis og Ungverjalands í heims- styrjöldinni fyrri og var tekinn til fanga af Rússum. í síðari heimsstyrjöld stjórnaði hann herjum júgóslavneskra skæruliða gegn nasistum, varð leið- togi þjóðar sinnar og stóð þá föstum fótum gegn drottnunargirni Sovét- manna. Þýðandí og þulur Gylfi Pálsson. 21.05 Dýrlingurinn Vítahringur. Þýðandi Guðni Koibeins- son. 21.55 Þingsjá. Sjónvarpið hleypir nú af stokkunum mánaðarlegum þætti um þingmál. í þættin- um verður fjallað um veg Alþingis í augum þjóðar- innar. Umsjónarmaður Ingvi Ilrafn Jónsson þing- fréttamaður Sjónvarpsins. 22.45 Dagskrárlok Guðmundur Arnlaugsson rektor flytur skákþátt. 21.00 Nýjar stefnur í franskri sagnfræði Einar Már Jónsson flytur annað erindi sitt. 21.30 Einsöngur: Régine Cresp- in syngur lög eftir Poulenc, Jon Wustman leikur á pianó. 21.45 Útvarpssagan: „Sólon lslandus“ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Þorsteinn ö. Stephensen les (2). 22.15 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Þjóðleg tónlist frá ýmsum löndum Áskell Másson fjallar um tónlist frá Kóreu. 23.00Á hljóðbergi. Umsjónarmaður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. Zwei ergötzliche Geshichten — Tvær blautlegar sögur — upp úr Decamerone Boccac- cios: Garðyrkjumaðurinn Daufdumbi og Mærin og ein- setumaðurinn. Ursula Ptischel bjó til flutnings á þýzku, en lesarar eru Renata Thormelen, Gúnter Haack og Wolf Kaiser. 23.25 Harmonikulög a. Fred Hector leikur ásamt félögum sinum. b. Andrew Walter og Walter Eiríksson lcika. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.