Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 Austur-Þjéðverjar verða al iþróttasigrum vegna flótta íþróttamanna til Vesturlanda Er Austurþýzka íþrótta- vélin að missa máttinn? Örugg gullverðlaun tapast vegna fjöldaflótta til vesturs. Þcííar Austurþýzki meistarinn f svifflugi hinn 31 árs Odo Elke flýði sumarið 1973 yfir til Vest- ur-Þýzkalands með því að fljúga í fjóra tíma, var hann einn hinna fyrstu, sem hófðu flúið. í datí hafa rúmlega 50 topp iþróttamcnn ok konur, sem mörg eru í olympíukeppenda flokki. auk álíka margra topp þjálfara flúið yfir til Vestur-Þýzkalands. Rúmlega 100 þegar, og þeir halda áfram að flýja. Þctta getur haft þær afleið- ingar að DDR tapi af nokkrum verðlaunum í Moskva, sem þeir hefðu annars unnið. Svo til daglega flýr fólk yfir og eru ástæðurnar margvíslegar enda þótt oftast sé borið við pólitiskum ástæðum eða því, að fólkið geti ekki fellt sig við stjórn landsins. Það íþróttafólk í stjörnuklass- anum, sem flýr austrið, er af allt öðru sauðahúsi, ef svo má segja, því það tilheyrir sérréttindahópi, yfirstétt Austur-Þýzkalands. Heimili þeirra. bílar og líf er fullkomlega samanburðarhæft við flokksbroddana. Allt frá því að Austur-Þýzka- land var lýst sjálfstætt ríki fyrir 30 árum hefur landið lagt mciri áherzlu á að skapa íþróttastjörn- ur, en nokkuð annað riki í heiminum. Og ef litið er á úrslit Olympísku leikanna má sjá, að þeim hefur heppnast ætlunarverk sitt. Á 01- ympíuleikunum í Montreal unnu þeir 40 gullverðlaun. Fengu allir gullverðlaunahafarnir er heim kom, sem svarar 5 milljónum króna, sem er nokkuð góð búbót þar í landi. Austurþýzka íþróttafólkið, sem hefur í huga að flýja, hefur allt önnur tækifæri til þess, en alþýð- an. Svo til allir íþróttamennirnir hafa flúið, þegar þeir hafa verið við keppni utan landsins. Þeir hafa ekki þurft að taka þá áhæitu, sem því er samfara að fara yfir landamærin milli austurs og vest- urs sem svo rækilega er gætt. En þetta flóttafólk hefur enga möguleika til þess að taka með sér neitt af eignum sínum, né peninga. Það þorir ekki að taka út peninga sína úr bankareikningum, því slíkt er samstundis tilkynnt öryggis- lögreglunni, sem myndi þegar í stað athuga hvað væri á seiði. Þessi hræðsla þeirra við að vekja á sér athygli, verður til þess, að þau neyðast til að flýja eins og þau eru, þegar flóttinn kemur til framkvæmda. Og þegar þau koma yfir fá þau bústað í flóttamanna- búðum, einn umgang fata, mat meðan þau eru þar og 5000 kr í vasapening á viku, frá flótta- mannahjálpinni, þar til búið er að útvega því atvinnu og bústað. Meðal þeirra íþróttamanna, sem bezt hefur farnast, eftir flóttann, er læknirinn og prófessorinn Manfred Steinbach. Hann var langstökkvari, einn þeirra beztu í heimi og stökk lengst 8,14 m. en það fékkst ekki viðurkennt sem met. Hann skýrir flótta austur- þýzku íþróttastjarnanna svo: „Austur-Þýzkaland er eina land heimsins, þar sem ríkið hefur tekið íþróttirnar upp á arma sína eins og önnur menningarmál. Ekki einu sinni í Rússlandi, né í neinu öðru landi austan tjalds, hefur verið lagt eins mikið af mörkum, nefeins mikil áherzla lögð á að skapa afreksfólk í íþróttum og í A-Þýzkalandi. Þetta er gert, eins og allir vita, með því að beita öllum tiltækum vísindamætti landsins. Það er því ekkert undarlegt að læknirinn skuli vera jafn mikil- væg persóna og þjálfarinn, þegar unnið er að því að íþróttamaður- inn nái toppárangri. Fyrir íþróttastjörnuna táknar þetta að hann eða hún verður að gefa sig á vald, ekki aðeins hinni pólitísku hugmyndaítroðslu, held- ur að gefa sig á vald sem þræll, allra skipana frá félagi, þjálfara eða lækni. Og í stað þessarar fullkomnu undirgefni öðlast íþróttastjarnan öfundsvert líf í Austur-Þýzka- landi. Þægilega íbúð, bifreið og ferðalög til útlanda. Og þrátt fyrir þetta nota marg- ar íþróttastjörnurnar tækifærið, þegar þeir eru erlendis til að flýja. Ákvörðun, sem hefur það í för með sér að þeir hlaupa frá lífi, sem út á við virðist vera mjög gott, fyrir mun ótryggari lífsaf- komu. Álit mitt er að flestir þeirra, sem flýja, þoli einfaldlega ekki að afmá persónuleika sinn, eða að þurfa að éta meðul eða taka sprautur til þess að geta gert betur, þegar þeim er skipai að gera svo. Enda þótt mismunandi mikið meðalaát íþróttafólks eigi sér stað víðsvegar í heiminum, til þess að auka íþróttagetu þeirra, þá er það þrátt fyrir allt persónurnar sjálf- • Stjörnurnar neyö- ast til aö flýja, eins og þeir eru klæddir — síðan fá þeir 5000 krónur í vasa- pening á viku. ar, sem endanlega ákveða hvort þær taka þessi efni. En þannig er því ekki háttað í A-Þýzkalandi, því þar verður íþróttafólkið að gera það, sem því er sagt.“ Knattspyrnumaðurinn Lutz Eigendorf, sem nú leikur með FC Kaiserslautern hefur skýrt flótta sinn á eftirfarandi hátt: „Enda þótt ég hafi drjúgar tekjur, sem atvinnumaður í dag, þá lifi ég ekki neitt betur nú en ég gerði í DDR. Mismunurinn liggur í því að nú get ég tekið eigin ákvarðanir. Mér er ekki stjórnað af leiðtogunum, sem væri ég vélmenni. Hafi ég t.d. meiðst eitthvað get ég nú ákveðið sjálfur hvort ég tel mig geta tekið þátt í næsta leik eða ekki.“ • íþróttastjörnurnar í DDR eru orðnar þreyttar á aö taka á móti skipunum lækna og þjálfara, sem væru þeir þrælar. íþróttafólk- ið er orðið hrætt um að missa per- sónuleika sinn. Einn þeirra sem flýðu frá Austur-Þýskalandi og á vit frelsisins, fyrrum heimsmethafinn i 1000 metra hlaupi og Evrópumeistari í 1500 metra hlaupi. austur-þýski hiaupagarpurinn Jurgen May. Hann býr nú í Vestur-Þýskalandi og starfar þar sem blaðamaður. Renate Vogel-Heinrich, sund- konan sem vann 5 gullverðlaun og ein silfurverðlaun á árunum 1971—1974 flúði í september sl. sagði: „Ég var hætt að keppa í sundi og starfaði við íþróttaháskóla. En ég vildi ekki eiga lengur þátt í þeim aðferðum, sem nú er beitt við að fá fram sundkonur. Strax á fyrstu árunum eru börnin skoðuð með hliðsjón af því, hvort þau hafi hæfileika til að verða sundfólk. Þau, sem lækn- arnir álíta að hafi bezta hæfileik- ana, eru þá sett í sérstaka skóla. Af hverjum 1000 stúlkum eru alltaf nokkrar, sem ná alþjóða toppklassa. Þetta hefur meira með ríkisstjórnmál að gera en íþróttir. Áð þurfa stöðugt að hlýða pólitískum ákvörðunum og að taka við skipunum frá öðrum var líf, sem ég gat að lokum ekki þolað, og því greip ég tækifærið, þegar það bauðst og flýði vestur." Gunther Zöller, listhlaupari á skautum, flúði þegar hann var staddur í Gautaborg 1972, starfar nú sem þjálfari í Vestur Þýzkalandi, skýrir flótta sinn þannig: „Mér leið óbærilega illa yfir því að fá, bókstaflega talað, aldrei að vera í friði. Eftir hinar Manfred Steinbach, einn besti langstökkvari heims á sinum tíma, stökk lengst 8,14 metra. Hann flúði eins og margir aust- ur-þýskir íþróttamenn undan áþján kommúnismans. daglegu æfingar var skyldu- tími í pólitískum fræðum, og það var þjálfarinn, sem ákvað hverja ég mætti hitta að máli og hverja ekki.“ Bobo Bockenauer er annar list- hlaupari á skautum, sem hefur flúið vestur. Hann hefur nú alveg hætt öllum íþróttaiðkunum og er í dag velmetinn listmálari. Að- spurður svaraði hann: „Ég var í listaskóla í Austur Þýskalandi þegar ég vann mín fyrstu verðlaun, og þegar yfirvöld- in höfðu ákveðið að ég væri mjög góður listhlaupari, átti ég einskis annars úrkosta, en taka því. Eftir því sem ég varð oftar framarlega á alþjóðlegum mótum listhlaup- ara, þeim mun ómögulegra varð það fyrir mig að fá að stunda neitt annað. Það var því eingöngu til þess að geta snúið mér að því að mála, sem ég flýði.“ Fyrrverandi Evrópumeistari í 1500 m og heimsmethafi í 1200 m hlauparinn Jurgen May, starfar í dag, sem blaðamaður í Vestur Þýskalandi, segir svo: „Ég hafði lengi ráðgert flótta minn. Ég vissi að öryggislögreglan fylgdist með mér vegna þess að ég hafði hitt og talað við allt of marga útlendinga á ferðum mínum og keppnum. Samtöl, sem ég hafði átt við fólk, höfðu verið hleruð, og það var aðeins tímaspursmál, hvenær stjórnvöld gripu inn í. • Flóttinn til Vestur- Þýskalands eykst. Og blöðin þar slá því fram í stórum fyrirsögnum, sem auðvitað er beint að þeim ffyrir aust- an að „Bezta íþróttafólk ykkar er í vestri“. Það var aðeins vegna heimsmets míns að ég hafði ekki verið handtekinn, en ég vissi einnig að það var aðeins spurning hvenær mér yrði bannað að keppa erlend- is.“ Renate Neufeld, sem flúði 1978, var ein af skærustu stjörnum A-Þýzkalands í frjálsum íþrótt- um, segir: „Ég flúði, vegna þess að ég vildi ekki lengur þurfa að taka allar þær pillur og þau meðul, sem þjálfarinn og læknirinn ákváðu að ég ætti að taka. Pillur þær, sem ég neyddist til að taka, gerðu mig t.d. ófrjóa, og það var fyrst eftir flóttann, eftir að ég hafði hætt pilluátinu, að okkur hjónunum auðnaðist að eignast barn það, sem við þráðum svo mjög." Skíðamaðurinn Rolf Pöhland og listhlauparinn Bárbel Wolf eru einnig tvær íþróttastjörnur, sem flýðu vegna þess að þau voru neydd til að taka ýmiskonar með- ul, gegn vilja sínum. Vegna þessara flóttamanna og kvenna hefur A-Þýzkaland lent í pólitískum væringum við ýmsa nágranna sína. Hvaða áhrif þetta á eftir að hafa á Olympíuleikana í Moskvu, er ekki séð fyrir enn. Samkvæmt þeim reglum, sem í gildi eru, getur það flóttafólk, sem búið hefur í Vestur-Þýzkalandi í þrjú ár, keppt í landsliði þeirra. Hvort þeir fái það, án þess að allri Olympíuhugmyndinni sé stefnt í voða, er hin stóra spurning. Trú- lega mótmæla þeir fyrir austan þátttöku þeirra, svo trúlega munu hinir ekki taka þá áhættu að nota flóttafólkið. En það er ekki hægt að vera alveg öruggur enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.