Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1980 37 Istöðuleysi Indiru í Aíganistan-málinu YFIRLÝSING fulltrúa Indlands varðandi Afgan- istan — að undirlagi Ind- iru Gandhi, hins nýja for- sætisráðherra — vakti undrun og vonbrigði á Vesturlöndum og í þeim löndum Asíu, sem stendur stuggur af útþenslustefnu Sovétríkjanna, ekki sízt eftir innrás þeirra í Afg- anistan. í ræðu á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir síðustu helgi sagði Brajash Mishra: „Við höfum enga ástæðu til vantrausts, sízt þegar í hlut á vinveitt ríki eins og Sovétríkin“. Full- trúinn bætti gráu ofan á svart með því að staðhæfa að Sovétherinn hefði ráð- izt inn í Afganistan að beiðni stjórnar Afganist- ans, og mundi herinn hverfa úr landi þegar ósk- að yrði. Mishra rakti ennfremur, og gerði að sínum yfirlýsingar Sovét- stjórnarinnar til réttlæt- ingar innrásinni, og vitn- aði m.a. til „tilrauna sumra utanaðkomandi ríkja (Kína og Bandaríkj- anna) til íhlutunar í inn- anríkismál Afganistans með því að þjálfa, vopn- væða og hvetja undirróð- ursöflin." Skýrara gat það ekki verið. Þessi boðskapur var fluttur með vitund og vilja Irfiiru Gandhi, rétt áður en hún tók formlega við forsætisráðherraembættinu, en fáeinum dögum áður hafði forsætisráðherra bráðabirgða- stjórnarinnar krafizt brottflutn- ings alls sovézks herliðs frá Afganistan, þannig að hér var tvímælalaust um að ræða af- dráttarlausa stefnubreytingu Indlans í Afganistanmálinu. Indira Gandhi hefur löngum fengið orð fyrir að vera hliðholl Sovétríkjunum, >g þegar úrslit þingkosninganna lágu fyrir var þess beðið með mikilli eftirvænt- ingu hvað hún hefði að segja um innrásina. Margir töldu að hún mundi skjóta sér undan því að taka afstöðu, a.m.k. fyrst um sinn, en sú varð ekki raunin. Ekki dró það úr undrun manna þegar Indira gaf út nýja yfirlýsingu á miðvikudagskvöld að loknu samtali við Carrington utanríkisráðherra Breta, sem er á ferðalagi í Austurlöndum. Þá krafðist Indira Gandhi þess að Sovétmenn hyrfu þegar í stað á brott frá Afganistan og að íhlut- un þeirra í landinu væri óafsak- anleg. Ekki er enn vitað hvaða fortölum Carrington hefur beitt frúna, en skýringin á fyrstu viðbrögðum hennar er ekki fólg- in í því eingöngu að hún sé svo fylgispök Sovétstjórninni, held- ur mun hin stirða sambúð við Pakistan sem tvívegis hefur or- sakað styrjöld, sennilega vera þung á metunum. Indverjar hafa leitazt við að einangra Pakist- ani, ekki sízt með því að reyna að spilla fyrir vinfengi þeirra við Kínverja. Indverjum hefur held- ur ekki tekizt að dylja óánægju sína með þá alúð sem Banda- ríkjastjórn hefur skyndilega tek- ið að sýna Pakistönum og við- ræðurnar í Peking á dögunum þar sem Pakistönum var heitið aukinni aðstoð. Skýringin á þessari afstöðu Indiru Gandhi er ekki fólgin í því eingöngu að hún sé svo fylgispök Sovétstjórninni, held- ur mun hin stirða sambúð við Pakistan sem tvívegis hefur or- sakað styrjöld, sennilega vera þung á metunum. Indverjar hafa leitazt við að einangra Pakist- ani, ekki sízt með því að reyna að spilla fyrir vinfengi þeirra við Kínverja. Indverjum hefur held- ur ekki tekizt að dylja óánægju sína með þá alúð sem Banda- ríkjastjórn hefur skyndilega tek- ið að sýna Pakistönum og við- ræðurnar í Peking á dögunum þar sem Pakistönum var heitið aukinni aðstoð. Eftir ýmsum sólarmerkjum að dæma má ætla að Bandaríkja- stjórn muni á næstunni leggja mikla áherzlu á að afla sér trausts í Nýju Delhí, og muni ekki láta Indiru Gandhi gjalda þess að hún hafi borið blak af Sovétríkjunum með svo eftir- minnilegum hætti. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa látið í það skína að verði vopn send til Pakistans fari ekki hjá því að Indverjar njóti samskonar fyrir- greiðslu. Þá sé orðið tímabært að senda Indverjum kjarnorku- eldsneyti, sem lengi hefur verið á döfinni, en afgreiðslu málsins var á sínum tíma slegið á frest vegna hins ótrygga stjórnmála- ástands í Indlandi og ágreinings um málið í Washington. Hvað sem yfirlýstu hlutleysi Indlands í utanríkismálum líður, og fyrirsjáanlegri samkeppni Sovétríkjanna og Bandaríkjanna um hylli landsstjórnarinnar þar á næstu misserum, þá er vináttusamningur Indlands og Sovétríkjanna í fullu gildi, en þar kveður á um gagnkvæma skyldu þessara ríkja til að koma til hjálpar er ráðizt sé á annað. Vináttusamningurinn hefur þótt stangazt á við hlutleysisyf- irlýsingar Indverja, en þegar allt er með tiltölulega kyrrum kjör- um, miðað við það sem gengur og gerist í þessum heimshluta, er þessi mótsögn í indverskri utan- ríkisstefnu lítt áberandi. Við þær aðstæður, sem orðnar eru eftir innrás Sovétríkjanna í Af- ghanistan, kemur mótsögnin óhjákvæmilega upp á yfirborðið og hlýtur að draga að sér sérstaka athygli þar sem allar aðstæður á þessum slóðum hafa gjörbreytzt á einu ári. í upphafi síðasta árs var enn við lýði í Iran stjórn, sem vinveitt var Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum. A þeim tíma hallaðist stjórn Ind- lands fremur á sveif með Vestur- veldunum en Sovétríkjunum, þótt reynt væri að leggja áherzlu á hlutleysi. Þá var Afghanistan enn sjálfstætt ríki, þótt sjálf- stæðið héngi að vísu á bláþræði vegna ítaka Sovétríkjanna. Nú hafa veður hins vegar skipazt í lofti, þann veg að nú er við völd í íran stjórn, sem er til alls vís, og enginn getur treyst, hvorki Sovétríkin né Bandaríkin. Nú er Indira Gandhi á ný komin til skjalanna í Indlandi, og hefur ítrekað fyrri samstöðu sína með Sovétríkjunum, og Afghanistan er algjörlega á valdi Sovétríkj- anna. Ekki verður hjá því komizt að gera sér grein fyrir því hver sé tilgangur Sovétríkjanna með út- þenslunni og þeirri áherzlu, sem Sovétmenn leggja á að efla áhrif sín í þessum heimshluta. Frá ómunatíð hafa þeir liðið fyrir það að hafa ekki beinan og óheftan aðgang að heimshöfun- um allan ársins hring, en hafnir þeirra í norðri eru ísi lagðar marga mánuði á ári. Nú hillir loks undir hnossið. Þeir eiga ekki eftir nema spölkorn að strönd Arabíuhafs, hliðinu að heims- höfunum. Sú leið, sem þeir eiga enn ófarna, liggur um Pakistan, þann hluta landsins, sem Balúk- istan heitir. Balúkar í Pakistan eru 2,5 milljónir, en þessi her- skái þjóðflokkur byggir einnig suðausturhorn írans, suðurhluta Afghanistans og vesturhluta Pakistans. Afghanistan hefur aldrei viðurkennt landamærin að Pakistan og hefur um langt skeið ríkt þar ótryggt ástand. Það er því ekki að undra þótt áhyggjur Pakistana hafi aukizt mjög að undanförnu, ekki sízt eftir að Karmal, sem sovézki innrásarherinn setti á forseta- stól í Afghanistan á dögunum, vitnaði til „lögmætra hags- muna“ Balúka, sem ekki væri hægt að láta lönd og leið. Andrea Þórðardóttir: Tengslin við fanga í fangelsmn Hafnarfirði. 18. janúar 1980. Ég fer þess á leit við Morgun- blaðið að birta þessa athugasemd vegna skrifa Tímans og Þjóðvilj- ans um Guðmundar- og Geirfinns- málið, þar sem nafn mitt er birt sem eitt af vitnum. Ég finn mig knúna til að útskýra tengsl mín við fanga í fangelsum. Svo að ég byrji nú á réttum enda vil ég fara svolítið aftur í tímann. Fyrir um það bil 3 árum fór ég að Litla- Hrauni í þeim tilgangi að gera útvarpsþátt um fangelsið. Þar hitti ég forstöðumann heimilisins 'Helga Gunnarsson, ræddum við þá vítt og breitt um starfsemina á staðnum og aðstæður þeirra manna er þar dveljast. Eftir þá samræðu vaknaði skilningur minn á því að ýmislegt væri hægt að gera þessum mönnum til aðstoðar. Byrjaði ég þá í sjálfboðavinnu að fá ýmsa aðila til að koma með mér austur á Litla-Hraun með fræðsluefni, svo og þekkta skemmtikrafta. Hafa allir þessir aðilar tekið málaleitan minni mjög vel og eiga þeir bestu þakkir fyrir. Fljótlega varð ég vör við þörf fanga að ræða við mig um sín mál, sem hlutlausan aðila. Oft báðu þeir mig að hafa samband við aðstandendur eða ráðuneyti vegna sinna mála, ásamt því að reyna að útvega þeim húsnæði og vinnu er út kæmu. Þetta hef ég reynt eftir bestu getu. Þessar ferðir leiddu til þess að ég hitti Sævar Marínó Ciesielski. í mínum augum var hann einungis einn úr hópnum. Mér var ekki kunnugt um að gæsla hans væri frábrugðin öðrum, nema að hann og aðrir sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu mættu ekki hitt- ast. Hins vegar var mér kunnugt um að þeir máttu fá heimsóknir og símhringingar eins og aðrir fangar. I eitt skiptið bað Sævar mig um að hringja í stúlku og biðja hana um að skrifa sér-og staðfesta að hann hefði verið í starfsmannabústaðnum við Kópa- vogshæli hjá henni umrædda nótt. Stúlkan svaraði að hún vildi ekkert hafa með málið að gera, en ég hvatti hana ekki til að fara að málaleitun hans. Símaði ég Sæv- ari svar hennar og meira var það ekki rætt. Þetta átti sér stað snemma árs 1979. Ég hef haft af því mikla ánægju að fylgjast með þeim breytingum sem orðið hafa á Litla-Hrauni að undanförnu, sem ég veit að eru til góðs. Það má helst þakka forstöðumanni og starfsmönnum og ef til vill 2 ráðstefnum sem haldnar voru um fangamál. Að lokum aðeins þetta: Sam- starf mitt við þá menn sem vinna að fangamálum hefur verið mjög gott, læt ég þá ásamt föngum um að dæma hvort þetta litla framlag mitt hafi borið örlítinn árangur. Ef svo er þá er það vel, því að öll vitum við að hver heilbrigður einstaklingur er þjóðfélaginu ómetanlegur. Með þökk fyrir birtinguna, Andrea Þórðardóttir Frá lögreglunni: Vitni vantar að ákeyrslum RANNSÓKNADEILD lögregl- unnar í Reykjavík hcíur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum í borginni að undanförnu: Þann 10.1. s.l. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifr. R-56106, sem er Lada oranges lituð. Átti sér stað á eftirtöldum stöðum, Lindargötu við Frakkastíg þann 9.1. við Engjasel 56, aðfaranótt þann 10.1. eða við Skemmuveg 30 að morgni þess 10.1. Skemmd á bifr. er á vélarloki grilli og svuntu. Á staðnum voru málningarfliksur af brúnleitri bifreið. Þann 11.1. s.l. var tilk.vnnt að ekið hefði verið á bifr. R-57390, sem er Subaru blá að lit, fyrir utan HringbraUt 54 Rvík. Átti sér stað frá kl. 14.30 til 15.20. Talið að tjónvaldur geti verið Skodabifr. Skemmd á R-57390 er, framhögg- vari og aðalljós. Þann 1.1. s.l. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifr. R-3226, sem er Toyota Cresseda, blá að lit. Skemmd á bifr. er á grilli og svuntu. Átti sér stað á eftirtöldum stöðum. Frá kl. 21.00 og til 23.30 þann 10.1. á bifr.st. við Krumma- hóla 4, aðfaranótt 11.1. á Suður- götu við hús nr. 26, Kirkjugarðs- stígsmegin, að morgni þess 11.1. bifr. við Skaftahlíð 20 eða við Menntaskólann við Hamrahlíð þann sama dag. Þann 12.1. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifr. Ö-4445, sem er Hornet hvítur að lit á bifr.stæði austan við Regnbogann á Hverfis- götu. Átti sér stað þann 11.1. frá kl. 23.00 til 01.00 um nóttina. Hægri hurð er skemmd á bifr. Þann 12.1. var tilk.vnnt að ekið hefði verið á bifr. A-5481 sem er Skoda bifr. rauð að lit á bifr.stæði við Ljósheima 12. Átti sér stað frá kl. 03.00 um nóttina og fram til kl. 10.00 uin morguninn. Vinstri framhurð er skemmd afbifr. og er gul málning í skemmdinni. Þann 14.1. s.l. var tilkynnt um skemmd á bifreiðina R-20420, sem er Citroen brún að lit, þar sem bifreiðin var við hús nr. 79 við Bergstaðastræti. Átti sér stað um kl. 15.00 þann 13. jan. Skemmd á bifr. er á vinstrr framhurð. Þann 14.1. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifr. R-20032, sem er Datsun ljósgræn að lit við hús nr. 35 við Keilufell. Mun liklega hafa átt sér stað um miðnættið, eða frá kl. 20.00 til kl. 24.00 þann 13.1. Skemmd á bifr. er á framhurð og framaurbretti. Þann 18.1. var tilkynnt að ekið hefði verið á bifr. R-Í0990 sem er Volkswagen græn að lit. Átti sér stað á bifr.stæði við Fjölbraut- arskólann í Breiðholti frá kl. 14.30 til kl. 17.00 þennan sama dag. Skemmd á bifreiðinni er vinstra afturaurbretti. Leiðrétting í greinarstúf mínum, Fjölmiðl- ar og litilmagni. Mbl. 19. jan. s.l., eru eftirfarandi villur: Dómari og þjónn hans ræða hlutskipti dæmds manns í umboði samfélags. Les: Dómari og þjónn hans ráða hlutskipti dæmds manns í umboði samfélags. Þar sem umdæmi lagastarfs þrýtur, tekur við æðsti réttur hins viti gædda manns. Les: Þar sem umdæmi lagastafs þrýtur, tekur við æðsti réttur hins viti gædda manns. ... eru leyst úr þeim skorpum, ... Les: ... eru leyst úr þeim skorðum ... í æsku kynnist hann lögmætum aðgerðum dómsvald og löggæzlu, ... Les: I æsku kynnist hann lögmætum aðgerðum dómsvalds og löggæzlu,... Broddi Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.