Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 Ærleg borsteinn Antonsson: BÍLABULLUR, sögur. ÚtK. Fjölvi 1979. ÞORSTEINN Antonsson er ákaf- lega ærlegur rithöfundur og ákaf- lega alvörugefinn í skrifum sínum. Honum liggur mikið á hjarta og hann hefur hæfni til að koma því frá sér, sem hann vill segja, á býsna áhrifamikinn hátt. Þó eru þessar sögur í Bílabullum nokkuð ósamstæðar, sögurnar í fyrri hluta bókarinnar eru í raun og veru af öðrum toga en þær seinni; þegar hann fer út í það að skrifa um það sem er raunar titiil einnar sögunn- ar, „Lýðveldiskynslóðin". Þorsteinn Antonsson sendi frá sér fyrstu bók sína, Vetrarbros, árið 1967. Þá bók las ég á sínum tíma, en síðan hef ég ekki lesið bækur Þorsteins fyrr en Bílabuliur nú og hefur hann þó sent frá sér aðskiljaniegar bækur, m.a. minnist ég þess, að Sálumessa hans, sem kom út 1978, var töluvert umtöluð Fordæmi Flugna SKlRNIR. Tímarit Ilins íslenska bókmenntafélags. 153. ár. Ritstjóri Óiafur Jónsson. Reykjavík 1979. í Skírni að þessu sinni er margt girnilegt efni um íslensk fræði. Eg nefni ítarlega grein Kristínar Geirsdóttur: Fáein alþýðleg orð sem fjallar um heimildargildi fornsagna, hvort þær séu sannar eða lognar ef svo má að orði komast. Kristín biðst afsökunar á framhleypni sinni vegna þess að hún mun vera lítt skólagengin eins og hún segir sjálf. En mér er næst að halda að brennandi áhugi hennar á viðfangsefninu jafngildi ýmsum ályktunum fræðimanna sem Kristín hefur greinilega kynnt sér rækilega. Lýður Björnsson heldur áfram könnun sinni á Reykjavík í erind- inu Reykjavík — upphaf höfuð- staðar. Það er ómaksins vert að velta fyrir sér hvers vegna Jón Sigurðs- son var ekki á þjóðhátíðinni 1874, en það gerir Lúðvík Kristjánsson. Eg hafði gaman af að lesa grein Hermanns Pálssonar Forkunnar- sýn í Sörla þætti, en þar er af nærfærni fjallað um tengsl skáld- skapar út frá því sem segir frá Sörla sem reið í garð : sólskini og sunnanvindi. Sveinbjörn Rafnsson víkur í grein sinni Um kristnitökufrásögn Ara prests Þorgilssonar að efni sem ætlar að endast fræði- mönnum lengi, enda ekki svo veigalítið þegar alls er gætt. Fengur er í grein Gísla Pálsson- ai Vont mál og vond málfræði, en hann tekur fyrir svokallaða mál- veirufræði og er ekki á sömu skoðun og málhreinsunarmenn. Honum tekst að sýna fram á að Bðkmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON skoðanir þeirra sumra eru fullar af hroka, ef ekki mannfyrirlitn- ingu. Hér verður ekki lýst efni eins og bréfi til tímaritsins, ágreiningi um íslandssögu eða ritdómum. En meðal ritdóma sem á má græða er það sem Sveinn Skorri Höskulds- son skrifar um Strauma og stefn- ur eftir Heimi Páls3on. alvara bók. Því er ég ekki fær um að tjá mig um hvernig ferill hans hefur verið, en er enn í minni hvað mér þótti Vetrarbros alvarleg bók. Það er ekki ástæða til að fara að tíunda sögurnar í bókinni ná- kvæmlega og merkja þær einkunn- um, en ég get ekki neitað því, að mér finnst Þorsteini takast bezt upp þegar hann skrifar einfalt og blátt áfram og segir ekki allt. Þá nær hann góðum tökum á efninu og lesandinn skynjar milli orðanna og línanna stemmningu sem verður yfirkeyrð í sumum hinna orðfleiri og fjálgari sagna hans. Dæmi um þessar fyrrnefndu er sagan Kerfið, verulega snjöll saga og listilega uppdregin, kannski einmitt af því að þar er ekki allt borið á borð og lesandi ekki mataður eins ákaft og í sumum öðrum sögunum. Það er að mínum dómi einmitt það, sem Þorsteinn flaskar á, hann er of nákvæmur og útskýringafús. Hins vegar dylst það engum, að Þor- steinn hefur óvenjulega mikinn orðaforða og kann með þann forða skálds Þá er komið að því efni sem einna veigamest er að þessu sinni í Skírni: Perlan og blómið. Nokkr- ar hugleiðingar um Jón Thor- oddsen yngra og verk hans eftir Svein Skorra Höskuldsson. Sveinn Skorri færir fyrir þvi gild rök að Jón Skúlason Thoroddsen var nýj- ungamaður í íslenskri ljóðagerð, bók hans Flugur (1922) merkilegt verk þótt áhrif þess á aðra höf- unda væru einkum fólgin í því fordæmi sem Jón gaf með prósa- Ijóðagerð sinni. Flugur einkennast. mjög af þeirri bókmenntastefnu sem alda- lokaskáld hófu til vegs með róm- antískri dulhyggju sinni og speki austurlandamanna. Það er rétt sem Sveinn Skorri segir að „hinn ljóðræni prósastíll Flugna er upp- hafinn, spámannlegur og spak- mælakenndur, en yfirleitt rökleg- ur“. Þess vegna orkar það tvímæl- is að Jón hafi orðið „einna fyrstur íslenskra höfunda til að tjá i ljóði þá lífsskynjun sem kennd hefur Jón Skúlason Thoroddsen verið við firringu“. Bölmóður hans er fremur • í ætt við þunglyndi aldamótanna sem jafnframt ein- kenndist af fegurðardýrkun. Tvö áður óbirt kvæði eftir Jón: í Flærðarhvammi og Þula skera sig ekki úr skáldskap þeirra skálda sem fram komu á fyrstu áratugum þessarar aldar. Flugur standa aftur á móti sér í íslenskum skáldskap þótt nefna megi í sömu andrá Fornar ástir Sigurðar Nor- dals og fleiri verk. Að einu leyti er Jón Thoroddsen frábrugðinn flest- um öðrum skáldum: hispursleysi hans og kaldhæðni, leikur í ætt við absúrdisma nútímans fá honum sérstöðu. Ekki má þó gleyma fútúrisma Þórbergs Þórðarsonar, hvernig hann storkaði oft grát- klökkri tísku síns tíma og hæddist að hefðbundinni ljóðasmíð.’ Perlan og blómið er yfirgrips- mikil ritgerð sem ætti að stuðla að því að framlag Jóns Thoroddsens yngra sé metið að verðleikum. Stundin okkar Þorsteinn Antonsson að fara svo að oft er gaman að lesa texta hans til þess að skynja einmitt það. Sagan Móðurhlutverkið er líka harla athyglisverð saga og þó að hún sé eins og fleiri sögur Þor- steins nokkuð myrk er það enginn ókostur. Lífið er ekki alltaf ljúft og bjart. En Þorsteinn mætti hins vegar skynja oftar að lífið getur nú samt stundum verið pínulífið skemmtilegt. Þorsteinn Antonsson hefur væntanlega enn styrkt stöðu sína í Bókmennllr eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR hópi athyglisverðra höfunda með þessari bók, þótt ég sé út af fyrir sig nokkurn veginn viss um að hún er ekki að allra skapi. En hvað með það? Ýmsir höfundar: SÓL SKAL RÁÐA, ljóð 130 bls. Mál og menning ’79 Bók þessi, sem ber undirtitilinn „Ljóð gegn her og hervaldi 1954— 1979“ mun gefin út til að styrkja fjárhagslega stöðu Samtaka herstöðvaandstæðinga og hafa all- ir höfundarnir gefið eftir ritlaun sín til að svo mætti verða. Jón Guðni Kristjánsson, Gunnar Skarphéðinsson og Einar Ólafsson hafa valið ljóðin og sá síðast nefndi ritar einnig inngang. Fyrirfram hafði ég búist við því að í þessari bók gæfi að líta svo sem eins og hundrað tilbrigði við stefið „Island úr nató herinn burt“, en svo er reyndar ekki. Mér sýnist að hér sé eiginlega frekar um að ræða tilbrigði við eitthvert þjóðernisrómantískt stef eins og „Blessuð sértu sveitin mín“. Það eru allmörg ágæt ljóð í þessu safni, enda um að ræða ljóð eftir mörg af helstu ljóðskáldum síðari ára, eins og til dæmis Jóhannes úr Kötlum, Hannes Sig- fússon, Sigfús Daðason, Þorstein frá Hamri og fleiri, þar sem list og boðun haldast í hendur, en inn á milli finnst mér töluvert af fá- dæma leiðinlegum og jafnvel vondum kveðskap og þá meira að segja eftir ágæt skáld. Til dæmis þetta, eftir Þorstein Valdimars- son. Hún Snotra cr móðir aft Snató en Snató er undan Plató. Hann er skelfilegt svin, en þó skammast hann sin niðr'i skott. ef við kóllum hann Nató. Þetta minnir mig meira á Stundina okkar en baráttu gegn yfirgangi stórvelda, og svo er um fleiri ljóð í safninu. Það voru einkum tvö ljóð í bókinni sem hrifu mig, annað eftir Ara Jósefsson, en hitt eftir Birgi Svan Símonarson. Ljóð Ara nefn- ist Stríð og er svona: UndarleKÍr eru menn sem ráða íyrir þjóðum Þeir berjast fyrir föðurlandi eða fyrir hugsjón og drepa okkur sem eigum ekkert föðurland nema jörðina einga hugsjón nema lífið í ljóði Birgis segir frá því er skáldið dvaldi í Póllandi og spurði þarlenda vini sína hverju það Bökmenntir eftir SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON sætti að á strætunum væru rúss- neskir hermenn og vígvélar og fékk þá tvírætt bros og það svar að þetta væru vinir þeirra og verndarar. Síðan segir: I>au létu pússa sig saman í vetur Makograza og Zbigniew fái þau tilskilin leyfi ætla þau að vera gestir mínir í sumar eyða hér einskonar hveitibrauðsdögum og hafa fengið vilyrði fyrir fiskvinnu Væntanlega lendir flugvél þeirra á Keflavíkurflugvelli Þá munu þau fyrst af öllu reka augu í herflugvélar og hermenn gráa fyrir járnum og væntanlega spyrja hverju þetta sæti Ég tel ekki ástæðu til að fjöl- yrða um önnur ljóð í þessu úrvali, enda hafa öll þessi ljóð birst áður í bókum eða blöðum. Sum þeirra fara vel í þessu ritverki sem öðrum enda góð vísa aldrei of oft kveðin. Önnur finnst mér hins vegar að hefðu vel mátt hvíla í friði þar sem þau voru komin. Um inngang Einars Ólafssonar er það að segja að mér fannst hann mærðarlegur og bestu hlutar hans vera tilvitnanirnar. Mislitt og marglitt STEINUNN Þ. Guðmundsdóttir: Niður fljótsins. Smásögur. Gefið út á kostnað höfundar, Reykjavík 1979. Höfundur þessarar bókar sendi mér hana ásamt skáldsögu, sem hún hafði gefið út árið 1976. Þá sögu hafði ég ekki áður séð eða vitað að hún væri til, og hef ég ekki haft tóm til að lesa hana. En hins vegar hef ég lesið „smásög- urnar" í bókinni Niður fljótsins mjög vandlega, en þær eru hvorki fleiri né færri en nítjan, þó að bókin sé aðeins hálftíunda örk. Ef ég kalla hana skammrif, get ég sagt, að böggull hafi fylgt í rifinu, sem sé sendibréfskorn frá höf- undi, þar sem eftirfarandi orð verða að teljast aðalatriðið: „Ég trúi því, að þú minir ræða um hana réttlátlega.“ Og það hyggst ég gera, en tek það fyrst alls fram, að gjarnan hefði ég viljað hafa fengið að líta yfir handritið, áður en það fór í prentun, og ekki síður en ella fyrir þær sakir, að ég sé í einni „smásögunni", að höfundur- inn er kona vestfirzk, nánar til tekið fædd og uppalin í Tálkna- firði. Svo er þá að láta á mér sannast það, sem blessuð myndarfrúin segir um mig sem dómara. Því aðeins hef ég sett gæsalapp- ir við orðið smásögur, að það er víðs fjarri sanni, að allt efni bókarinnar sé í því formi, sem kallað er smásaga. Sumt af því er hugleiðingar, sumt frásagnir, sem ekki eru formaðar sem smásögur, og loks er sumt þannig ritað, að það nálgast lausrímað ljóðform, ef það væri birt í ljóðlínum með nokkrum úrbótum og þó einkum úrfellingum. En þess skal þegar getið að í bókinni, eru nokkrar haglega gerðar smásögur, svo sem Þú komst og en frekar Fjölskyld- an hans Runka gamla, Báturinn hans afa og Bláa skelin... Svo vil ég taka það fram, áður en ég byrja að „brúka munn“, að allt efni bókarinnar ber því ljóst vitni, að höfundur hennar er góð kona, sem vill vel og finnur sárt til með þeim, sem aumir eru eða lítils- megandi, hvort heldur það eru menn eða dýr. Þá er og ljóst, að Steinunn kann vel að meta fegurð Steinunn Þ. Guðmundsdóttir ísienzkrar náttúru og lýsir henni víða af djúptækri tilfinningu. En hún er orðrík og orðglöð, og sums staðar hefði farið betur á því, að sleppt hefði verið sumum setning- unum og klippt af öðrum, og nú kem ég að atriði, sem ég legg ærna áherslu á: Steinunn er yfirleitt ekki listfeng á samtöl. Aldrað alþýðufólk talar með hennar eigin orðaforða og tungutaki og í viðtali við börn lætur hún þau nota orð, sem eru of fágæt og langsótt til þess að jafnvel greind og allstálp- uð börn skilji þau. Ég læt hér nægja aðeins eitt dæmi. Það er úr fyrstu sögunni. Bjartur gamli seg- ir: „Folaldið mitt var hvítt, það hafði björt og gáfuleg augu, litlu hófarnir þess voru silfurlitaðir og flipinn eins og döggvað rósar- blað...“ Þá vildi ég geta þess út af samtölunum, að bezt fer á, að þar sem tveir eða fleiri tala, sé mál þeirra hvers fyrir sig greint í sundur með greinaskilum. Þá má það ekki gleymast að kommur og punktar eru fyrst og fremst lesmerki. Hérna er eitt dæmi um vöntun á kommu: „.. .Ég skipulegg allt, byrja svo snemma að hugsa um jólin," mælti önnur. „Ég raða niður öllu, sem ég þarf að vinna á dagana og bý til svo nákvæma áætlun...“ Loks kem ég svo að því, sem lýtir bókina mest, og það er sá skortur á rökvísi í notkun orða, sem er þar víða áberandi, og hefst raunar í fyrstu línum þess, sem skáldkonan hefur látið prenta aftan á bókarkápuna. Þar segir svo: „Nú þegar ég sendi þessar sögur frá mér vil ég viðurkenna að smásagan er mér kær. Hún hefur orðið mitt yrkisefni (leturbr. mín. G.G.H.) Satt að segja leizt mér þegar miður vel á innihald bókarinnar, þegar ég hafði lesið þetta og fleira; sem er þar skrýtilega orðað. I lesmáli bókarinnar er og sums staðar svipuðu til að dreifa. Þar stendur: „Því þetta var orðið vægast sagt mjög vangefið hús- hald, eins og sálfræðingar mundu hafa orðað það. „Þeir um það, bannsettir, en ég held að frú Steinunn hefði átt að láta þeim eftir þessa notkun orðsins vangef-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.