Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIOJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 27 Velta KSÍ um 122 milljónir í ÍÞRÓTTAHREYFINGIN berst í bökkum fjárhagslega og er þá sama hvort rætt er um einstök félög eða stór sérsambönd. Knattspyrnusambandið stendur þó betur að vígi en flestir aðrir aðilar í íþróttahreyfingunni og hefur orðið merkileg þróun hjá KSÍ síðasta áratuginn. Er Frið- jón Friðjónsson tók við gjald- kerastörfum fyrir réttum 10 ár- um hafði sambandið verið rekið með liðiega 300 þúsund króna tapi árið á undan. Sá halli réttist þó fljótlega af og á fyrstu reikn- ingum Friðjóns var hagnaður fyrra orðinn hálf milljón. Síðan hefur sambandið ávallt verið rekið með hagnaði nema 1978. Síðastliðið ár var rúmlega 4,6 milljón króna hagnaður á starfi KSÍ. Veltan nam 122 milljónum króna, en niðurstöðutölur hljóð- uðu þó ekki upp á nema 66 milljónir, þar sem aðeins er t.d. getið nettó-talna af landsleikjum. A þessu ári er útlitið ekki eins bjart og reiknað er með tæplega 6 milljón króna halla. Er það m.a. vegna þess hve dýrar lands- liðsferðir eru framundan. — áij. ÍBK og Magni prúðustu liðin AÐ VENJU voru Drago-stytturn- ar svonefndu afhentar á KSÍ-þinginu um helgina, en þær hljóta þau lið í 1. og 2. deild, sem sýna prúðmannlegasta fram- komu á leikvelli, „fair-play“. Að þessu sinni komu stytturnar glæsilegu í hlut leikmanna Kefla- víkur í 1. deild og Magna frá Grenivík í 2. deild. Sigurlás Þorleifsson, marka- kóngur 1. deildar síðasta ár, byrjar næsta keppnistímabil með tveggja leikja banni og Eyjólfur Ágústsson KA með 1 leiks banni. - áij. Þingfulltrúar á KSl-þinginu, fyrir miðju eru fulltrúar Austfirðinga og í ræðustóli Baldvin Jónsson, Reykjavík. Tekjuskiptingu breytt á KSÍ-þinginu: Heimaliðið fær nú allar tekjur • Landsliðsþjálfarinn Guðni Kjartansson lengst t.v. ásamt Eggert Jóhannessyni formanni Knattspyrnuþjálfarafélagsins og Lárusi Loftssyni unglingalandsliðsþjálfara. (Ljósm.: RAX). ÞAÐ MÁL, sem umdeildast var á KSÍ-þinginu um helgina, var breytt tekjuskipting á leikjum íslandsmótsins. Fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að hver deild fyrir sig réði tekjuskiptingu hjá sér, en í meðförum þingsins var tillögunni breytt á þá leið, að heimalið hirti allan ágóða af sínum leikjum, nema útvarps- og Þórsarar sigruðu IBK sjónvarpstekjur. Þessi tillaga var samþykkt með 70 atkvæðum gegn 60. Helztu talsmenn þessar- ar tillögu voru fulltrúar Vals, KR og Fram í 1. deild, Akureyringar og Austfirðingar. Á móti voru einkum fulltrúar Vestmannaeyja og Akraness. Á þinginu var lögð fram tafla yfir tekjuskiptingu í 1. og 2. deild 1979 og hverjar tekjur hefðu orðið ef um breytt fyrirkomulag hefði verið að raeða. Lítur sú tafla svo út: brotnar. Reynir tapaði þessum leik eftir vítaspyrnukeppni, en kærði síðan úrslitin. Bæði dómstig dæmdu að úrslitin skyldu standa, enda höfðu leikmenn og forystu- menn beggja liða óskað eftir því skriflega fyrir leikinn að leikið skyldi til þrautar. í framhaldi af þessum umræðum var samþykkt á þinginu að óheimilt væri að brjóta lög sambandsins! Samþykkt var að beina þeim tilmælum til sveitarstjórna, að vallaleiga verði lækkuð úr 17% í Þórsarar voru sterkari á loka- mínútunum er þeir mættu Keflvíkingum í 1. deild íslands- mótsins í körfuknattleik um helgina á Akureyri. Áhorfendur urðu vitni að spennandi leik, en ekki að sama skapi vel leiknum, (iar sem vart mátti á milli sjá. BK hafði fimm stiga forustu í leikhléi 41—36, það dugði þó ekki til, Þórsarar unnu upp það forskot og sigruðu naumlega 75 stig gegn 72. Keflvíkingum gekk afar iila að finna réttu leiðina í körfuna í upphafi og skoruðu þeir sín fyrstu stig er fimm mínútur voru af leik, en þá var staðan 6—2 Þór í vil. Þórsarar voru sterkari aðilinn framan af, leiddu 10—2 og síðan 16—8, en eftir það tók að draga saman með liðunum. Um miðjan fyrri hálfleikinn komst ÍBK yfir 23—22 og juku þeir þá forustu í 41—36 í hálfleik, sem fyrr segir. Keflvíkingar héldu forustunni IBK sigraði slakt lið Tindastóls Keflvíkingar unnu góðan sigur i 1. deildinni i körfuknattleikn- um er þeir mættu liði Tindastóls frá Sauðárkróki um helgina. Leikið var á Akureyri, en þar spila Tindastóls-menn sína heimaleiki. Það var fátt um fína drætti að ræða í leiknum, til þess voru yfirburðir ÍBK of miklir og við litla mótspyrnu að etja. Tindastóll hefur oft leikið betur, en þeir báru of mikla virðingu fyrir mótherjanum og með því hugarfari næst ekki árangur. í upphafi leiks var jafnræði með liðunum, ÍBK hafði þó frumkvæð- ið og eftir átta mínútna leik var staðan 18—15 ÍBK í vii. Eftir það skildu leiðir ÍBK skoraði næstu fimmtán stig gegn aðeins tveimur stigum Tindastólsmanna svo auð- séð var í hvað stefndi. í leikhléi hafði Keflavíkurliðið tryggt sér yfirburða stöðu 55 stig gegn 27. Síðari hálfleikurinn var því nán- ast sagt formsatriði, Keflavíkur- liðið leyfði skiptimönnunum að spreyta sig en við það lifnaði aðeins yfir leikmönnum Tinda- stóls. ÍBK liðinu tókst þó að rjúfa hundrað stiga múrinn afsíðustu sekúndum leiksins og skora 101 stig móti 61 stigi Sauðkræklinga. Monnie Ostrom lék við hvern sinn fingur í liði Keflavíkur og skoraði 32 stig, en næstur honum skoraði Jón Kr. Gíslason 16 stig, aðrir leikmenn voru nokkuð jafnir að getu að þessu sinni. Hjá Tindastóli bar mest á Kára Maríussyni, sem skoraði 26 stig og sýndi marga góða takta sem fyrrverandi lands- liðsmanni sæmdi. Leikinn dæmdu þeir Hörður Túliníus og Rafn Benediktsson. framan af seinni hálfleiknum og fór munurinn mest í sjö stig. Þórsarar með Bandaríkjamanninn Gary W. Schwartz í broddi fylk- ingar voru ekki á því að gefast upp, jöfnuðu leikinn og komust yfir er tíu mínútur voru til leiksloka. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi, þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka var staðan 70—69 Þór í vil. Monnie Ostrom bandaríski leikmaðurinn í liði ÍBK fékk þá tækifæri á að koma liði sínu yfir, er hann fékk vítaköst, en brást þá bogalistin og hitti ekki og Þórsarar komust þrjú stig yfir. Liðin skoruðu þrjú stig hvort á þeim sekúndum sem eftir voru og var Þröstur Guðjónsson sterkur fyrir Þór með einstakl ingsframtaki sínu á lokamínút- unni. Bandaríkjamennirnir í báð- um liðum settu mjög svip sinn á leikinn og eru yfirburðamenn, Gary W Schwartz hjá Þór er vel hittinn og hefur ótrúlega yfirferð, oftast kominn á staðinn að ná frákasti ef skot geigar. Hann ásamt Alfreð Túliníus voru bestu menn Þórsliðsins. Hjá ÍBK gerði Monnie Ostrom marga góða hluti og var hann ásamt Birni Skúla- syni og Sigurði Sigurðssyni besti maður Keflavíkurliðsins að þessu sinni. Stigahæstu menn Þórs voru: Gary W. Schwartz 44, Eiríkur Sigurðsson 12 og Alfreð Túliníus 8 stig. Hjá ÍBK skoruðu mest: Monnie Ostrom 27, Björn Skúla- son 16 og Sigurður Sigurðsson 12 stig. Þeir Hörður Tuliníus og Rafn Benediktsson dæmdu leikinn og gerðu honum góð skil. Tekjuskiptintt 1979 I. deild Óbreytt Aukaleikur Breytt Aukaleikur Valur 7.531.635 (8.604.270) 9.202.220 (10.274.855)+22% (19.4%)+ Í.A. 6.133.562 (7.206.197) 4.658.764 ( 5.731.399)+24% (19.6%)+ Fram 5.487.238 6.001.792 + 9.0% K.R. 5.231.326 4.827.297 + 7.7% Í.B.V. 3.908.345 3.262.644 +16.5% Víkingur 3.865.594 3.634.198 + 6.0% Í.B.K. 3.938.964 3.510.160 +10.8% K.A. 3.264.767 3.476.254 + 6.5% Þróttur 2.588.893 2.105.388 +18.6% Haukar 1.549.953 1.081.528 +30.0% Tekjuskipting 1979 II. deild. Þróttur 703.761 965.128 +37.0% Fylkir 342.828 324.724 + 5.3% Reynir 530.194 430.992 +18.7% Selfoss 451.811 311.588 +31.0% Þór 641.831 965.784 +50.0% Austri 409.071 288.862 +29.5% F.H. 667.068 564.732 +15.0% Í.B.Í. 300.875 194.610 +35.4% U.B.K. 985.964 1.152.468 +17.0% Ákveðið var á þinginu að fella meistarakeppni KSI niður, en taka upp leik á milli íslandsmeist- ara og bikarmeistara. Skal leikur- inn fara fram í fyrrihluta júní- mánaðar á grasvelli. Þá var á þinginu samþykkt, að ef lið úr 1. deild dregst gegn liði úr undan- keppninni í fyrstu umferð aðal- keppni bikarkeppninnar skal leik- ið á heimavelli þess liðs, sem tók þátt í undankeppninni. I öðrum tilfellum skal leikið á heimavelli þess liðs, sem á undan er dregið. Samþykkt var að leika tvöfalda umferð heima og heiman í úrslita- keppni þriðju deildar í tveimur riðlum eins og áður. Mikið var rætt um leik Austra og Reynis um 8. sætið í 2. deild síðastliðið haust og þingheimur sammála um að með því að þeim leik var fram- lengt og síðan háð vítaspyrnu- keppni hefðu reglur KSÍ verið 15% og til héraðssambanda, að gjald til knattspyrnuráðs heima- liðs verði lækkað úr 7% í 3%. Sektargjöld voru hækkuð á þing- inu í samræmi við verðlagsþróun síðustu ára og var á þinginu lögð fram skrá frá síðasta ári yfir sektir, sem renna til mótsaðila. Kemur þar fram að af 28 málum eiga FH-ingar hlut að sex. Framkvæmdastjórn KSÍ var einróma endurkjörin. Hana skipa EUert B. Schram formaður, Jens Sumarliðason, Friðjón Friðjóns- son, Helgi Daníelsson, Árni Þ. Þorgrímsson, Gylfi Þórðarson og Hilmar Svavarsson. í varastjórn eiga sæti Bergþór Jónsson, Karl Guðmundsson og Helgi Þorvalds- son. I landsstjórninni eru einnig þeir Jóhann Ólafsson, Gunnar Sigurðsson, Rafn Hjaltalín og Guðmundur Bjarnason. - áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.