Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980
47
féll í mái 1963 og tveir er hluti
brúar milli Alneyju og Hást-
holmans í Karlskrona hrapaði
í sama mánuði. Allar voru
brýrnar í smíðum.
Fjöldi brúa hefur brotnað
og hrapað fyrirvaralaust í
Svíþjóð, og dæmi eru um að
skip hafi siglt á brýr þar í
landi. Árið 1972 fórust 145
manns er brú hrapaði á Filips-
eyjum, og 140 manns fórust í
Nepal er hengibrú hrapaði þar
1974.
Verkfræðingur sem vann við
hönnun brúarinnar á sjötta
áratugnum sagði í blaðaviðtali
um helgina að við hönnun
brúarinnar hefði ekki verið
hugsað um að fyrirbyggja að
óhapp sem þetta gæti átt sér
stað. Hann sagði að viðhorfin
hefðu breyst eftir slys í sam-
bandi við ásiglingar í lok
sjötta og byrjun sjöunda ára-
tugarins, t.d. ásiglingin á brú í
Maracaibosundi í Venezuela.
Og þegar ný brú yfir Almo-
sund yrði hönnuð yrði reynt að
fyrirbyggja að óhapp af þessu
tagi gæti gerst aftur.
Yfir helgina var unnið að
því að fjarlægja úr sundinu
þann hluta brúarinnar sem
féll svo að skipum yrði kleift
að sigla um það. Minni skip
gátu komist leiðar sinnar um
önnur sund, en varasöm.
Hver borgar?
Ljóst er að það kemur að
mestu leyti í hlut sænskra
stjórnvalda að kosta gerð
nýrrar brúar í stað þeirrar er
hrundi, en talið er að um tvö
ár taki að smíða nýja brú.
Tryggingafélag skipsins borg-
ar aðeins sem svarar einum
tíunda af væntanlegum bygg-
ingarkostnaði, eða um fimm
milljónir sænskra króna. Hins
vegar verða bótagreiðslur
tryggingafélagsins vegna
manntjóns sem varð er bílar
óku fram af brúnni talsvert
hærra, eða um 10,5 milljónir
sænskra króna, um milljarður
íslenskra króna.
Askeröfjorden-
278meter brett stálspann
50meter bred farled
MotTjöm
41 meter segelfri höjd
40 meterdjup i farleden
Kallön
Stálrör med 3,8 meters diameterSL;; j ?
Stálplátens tjocklek 14-22 mm.
Norska skipið Star Clipper, sem er 27.000 smálesta skip, nálgast Almösubrúna og er 40 metra fyrir
utan rennu sem skipum er ætlað að sigla um. Lestar skipsins eru tómar.
Vinstri brúarvængurinn á Star Clipper rekst í boga brúarinnar og stálrörin sem mynda bogann gefa
sig. Tíu metra frá strönd er dýpið undir brúnni 40 metrar og af þeim sökum tók Star Clipper ekki
niðri áður en bað rakst á brúna.
Misjafnlega tekið und-
ir ákvörðun Carters
Washington, Osló, Bonn, París,
21. janúar AP.
ÁKVÖRÐUN Jimmy Carters, for-
seta Bandaríkjanna, um að mæl-
ast til þess aö bandariskir
íþróttamenn taki ekki þátt í
Olympiuleikunum i Moskvu i
sumar, hefur mælst misjafnlega
fyrir. Jimmy Carter mæltist til
GULLVERÐ hækkaði enn í dag á
helztu mörkuðum Evrópu. Við lok-
un markaðanna í London og Sviss
var verðið hærra en nokkru sinni
fyrr eða 850 dollarar í Zurich, og
838,50 dollarar í London fyrir
hverja únsu (31,103 grömm).
Sagt er að orðrómur um að
Sovétríkin séu að efla herstyrk sinn
í Suður-Jemen, á landamærum Afg-
anistan og Irans, og á landamærum
Búlgaríu og Júgóslavíu hafi aukið
mjög eftirspurnina eftir gulli. Bent
er á að þegar óvissa ríkir í heiminum
festi einstaklingar og ríki gjarnan
fjármuni sína í gulli, og nú sé óttazt
að Sovétríkin stefni að yfirráðum á
olíusvæðunum í Mið-Austurlöndum
til að geta stöðvað olíuflutninga til
vestrænna ríkja. Einnig ríkir nokkur
óvissa um þróun mála í Júgóslavíu
vegna vanheilsu Titos forseta, sem
orðinn er 87 ára.
að Olympíuleikunum yrði
frestað, eða þeir færðir til annars
lands, nema allir sovéskir her-
menn yrðu á brott frá Afganistan
innan mánaðar.
Formaður frönsku Olympíu-
nefndarinnar, Claude Collard,
sagði í dag, að Frakkar myndu
Blaðið The Times í London hefur
það eftir James Sinclair, sem er
kunnur fjárfestingaráðgjafi í New
York, að atburðirnir í Iran og
Afganistan og ótti við að Sovétríkin
kunni að ráðast gegn Pakistan og
Tyrklandi hafi valdið „Fjármagns-
flótta“ frá olíuveldunum Kuwait,
Saudi-Arabíu og Sameinuðu fursta-
dæmunum við Persaflóa. Segir hann
að hugsanlega komist gullverðið upp
i fjögurra stafa tölu, það er yfir 1.000
dollara þegar á þessu ári.
Venjulega lækkar gengi dollars
þegar gullverð hækkar, en svo er
ekki nú. Hefur gengi dollars haldizt
stöðugt í dag gagnvart öðrum gjald-
miðlum, nema sterlingspundinu, sem
er mjög sterkt um þessar mundir.
Var pundið skráð á 2,2929 dollara í
dag, en var á föstudag 2,28 dollarar.
Á flestum öðrum mörkuðum hækk-
aði dollarinn lítillega.
senda íþróttafólk sitt til Moskvu.
Hann sagði ennfremur að ef
Bandaríkin og fleiri ríki tækju
ekki þátt í leikunum þýddi það
dauðadóma yfir Olympíuleikunum
eins og þeir hefðu verið haldnir.
Hann sagði í viðtali við franska
útvarpsstöð að svo gæti farið að
ákveðið yrði í framtíðinni, að
Olympíuleikarnir yrðu ávallt
haldnir í sama landinu. „Við
lögðum fram tillögu fyrir nokkr-
um árum um að Olympíuleikarnir
færu framvegis fram í sama
landinu. Þá var það kallað fjar-
stæðukennt en í dag hefur það
sannast að sá möguleiki virðist nú
einna líklegastur", sagði Claude
Collard. Killanin lávarður formað-
ur alþjóða Olympíunefndarinnar,
tók ákvörðun Carters illa. Hann
kallaði ákvörðun Carters „fljót-
færnislega“ og myndi skaða
Olympíuhreyfinguna fremur en
sovésku stjórnina.
Helmut Schmidt, kanslari
V-Þýskalands, sagði í dag að
stjórn hans mundi ræða ákvörðun
Bandaríkjamanna. Hann sagði að
v-þýska stjórnin mýndi ekki gera
neitt nema ráðfæra sig við banda-
menn sína í V-Evrópu. Norska
stjórnin hélt í dag fund um
ákvörðun Carters. Talsmaður
stjórnarinnar sagði að norska
stjórnin myndi skoða málið betur
og ráðfæra sig við bandamenn
sína í Evrópu áður en nokkur
ákvörðun yrð: tekin.
Veður
Akureyrí -4 snjókoma
Amsterdam 5 alskýjað
Aþena 13 heiðskirt
Berlín -4 heiðskírt
BrUseel 6 alskýjað
Buenos Aires 31 léttskýjað
Chicago 1 skýjað
Feneyjar 4 alskýjað
Frankfurt 0 heiðskírt
Genf 5 snjókoma
Helsinki -4 heiðskírt
Jerúsalem 13 heiðskírt
Jóhannesarborg 24 heiðskírt
Kaupmannahöfn i 0 alskýjað
Las Palmas 19 skýjað
Lissabon 16 heiðskírt
London 8 rígning
Los Angeles 21 heiðskírt
Madríd 7 skýjað
Malaga 16 heiðskirt
Mallorca 14 léttskýjað
Miami 22 skýjaö
Moskva -7 heiðskírt
New York 5 heiðskírt
Ósló -2 skýjað
París 6 rigning
Reykjavík -3 téttskýjaö
Rio de Janeiro 36 skýjað
Rómaborg 7 skýjað
Slokkhólmur 0 alskýjaö
Sydney 24 heiöskírt
Tel Aviv 18 heiðskírt
Tókýó 8 heiðskirt
Vancouver 4 alskýjað
Vínarborg -1 skýjað
Fimm
börn
myrt
Manila, Filipseyjum, 21. jan. — AP.
FIMM börn fórust og þrír
fullorðnir særðust þegar
handsprengju var varpað
inn i íbúðarhús í borginni
Davao á Filipseyjum á
sunnudagskvöld. Er þetta
önnur sprengjuárásin þar í
borg á fáum dögum, en á
fimmtudag var handsprengj-
um varpað inn í lögreglustöð
þar, og fórust þá þrír, en 20
særðust.
Lögreglustjórinn í Davao
telur að skæruliðar úr sam-
tökum Maó-ista hafi staðið að
árásinni á lögreglustöðina á
fimmtudag, en segir að
barnamorðin á sunnudag hafi
átt rætur að rekja til fjöl-
skyldudeilna. Sprengingin
varð í húsi Bonite-fjölskyld-
unnar í Davao, en sú fjöl-
skylda hefur átt í erjum við
nágranna sína, Banzon fjöl-
skylduna. Var sprengjunni
varpað inn í húsið þegar
Bonite fjölskyldan va>* að
ganga til náða.
Óttinn við Rússa
hækkar gullverðið
London. 21. jan. AP.