Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 48
AKAI
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980
7Eva
QUARTZ — úr
Þessi heimsþekktu
úr fást hjá flestum
>ff úrsmiöum.
Landsleikur
við Græn-
lendinga
í sumar
NÆSTU nágrannar okkar, Græn-
lendinKar, hafa óskað eftir lands-
leik við íslendinga næsta sumar
og hafa þeir hu« á að leika í
Reykjavík í júlímánuði. Til ferð-
arinnar hafa grænlenskir
knattspyrnumenn fengið rífleg-
an styrk, er, KSÍ myndi greiða
ferðastyrk. Þessi ósk Grænlend-
inga er nýlega komin til Knatt-
spyrnusambandsins, en forystu-
menn þess hafa mikinn áhuga á
að koma á samskiptum við Græn-
lendinga, sem fram til þessa hafa
ekki leikið landsleik í knatt-
spyrnu.
Á þingi Knattspyrnusambands
íslands um helgina fjallaði for-
maðurinn, Ellert B. Schram, með-
al annars um starf landsliðsþjálf-
arans, dr. Youri Ilytchev, sem hélt
heimleiðis til Sovétríkjanna
skömmu fyrir jól. Sagði Ellert að
þessi mikli íslandsvinur hefði
reynst íslenzkri knattspyrnu
drjúgur liðsmaður, knattspyrnu-
hreyfingin væri honum þakklát og
sendi honum sínar beztu kveðjur.
Síðan sagði Ellert Schram:
„Það er söknuður meðal okkar
við brottför hans og þótt bæði
hann og KSÍ hafi ekki óskað eftir
þeirri þróun mála, sem orðið
hefur, verður ekki við það ráðið
þegar menn eru ekki frjálsir ferða
sinna. Þetta skiljum við ekki alltaf
íslendingar, en mættum þó vera
þess minnugir á stundum, að
frelsið er það dýrmætasta, sem við
eigum."
Sjá nánar á íþróttasíðum.
(Ljósmynd Mbl.: RAX).
Skilar Svavar Gestsson umboði sinuidag?
Áframhald-
andi kuldi
HIÐ versta veður var
víðast hvar á landinu í
gær, bæði mjög hvasst
og töluvert frost. Sam-
kvæmt upplýsingum
Veðurstofunnar má
búast við áframhald-
andi kulda í dag og
norðanátt og á morgun
er búist við köldu veðri
og snjókomu víðast
hvar á landinu.
Benedikt mun kanna
„Stefaníu“ eða nýsköpun
— fái hann umboð til stjórnarmyndunar
EFTIR dræmar undirtektir Fi .imsóknarflokks og Alþýðuflokks við
tillögum Alþýðubandalagsins f vinstri stjórnar viðræðunum sem
Svavar Gestsson hefur stýrt að undanförnu, mun Svavar ganga á fund
forseta íslands kl. 9 í dag og kynna honum gang viðræðnanna og
stöðu og mun Svavar að öllum líkindum skila af sér stjórnarmyndun-
arumboðinu. í samtali í gær sagðist Svavar fyrst kynna forsetanum
stöðuna i viðræðunum áður en hann ræddi við fréttamenn.
í viðtali við Steingrím Her-
mannsson á bls. 2 í dag segir
Steingrímur að það vanti grund-
völlinn fyrir ýmsar tillögur Al-
þýðubandalagsins í mikilvægustu
málaflokkum og því sé niðurstað-
an skrítin og Magnús H. Magnús-
son segir að tillögurnar séu of
langt frá raunveruleikanum og
líkist fremur óskalista.
Benedikt Gröndal formaður Al-
þýðuflokksins mun stefna að því,
fái hann umboð forseta til stjórn-
armyndunarviðræðna, að þreifa á
ýmsum málefnum sem efst eru á
baugi fremur en að kanna í
upphafi viðræður milli flokka.
Hyggst Benedikt vinna úr hinum
fjölmörgu hugmyndum og tillög-
um sem fram hafa komið á síðustu
Erfiðlega gengur að selja loðnuhrogn í Japan:
„Samdráttur fyrirsjáan-
legur í framleiðslunni“
„ÞVÍ er ekki að neita að róðurinn
hefur verið mjög þungur, við
höfum rætt um sölu á 1500
tonnum af frystum loðnuhrogn-
um á móti því að við seldum 3000
tonn á s.l. ári, auk þess sem við
höfum ekki komið okkur saman
um neitt verð ennþá," sagði
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson for-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna er Morgunblaðið ræddi
við hann símleiðis í Japan í
gærkvöldi.
„Þaðerþví fyrirsjáanlegt að
— segir Eyjólfur
ísfeld Eyjólfsson,
forstjóri SH, sem
staddur er í Japan
draga verður verulega úr þessari
framleiðslu á þessu ári, því ekki er
í önnur hús að venda með sölu á
frystum loðnuhrognum.
Annars má segja að um árs-
birgðir af frystum loðnuhrognum
séu í landinu og mikil ásókn er inn
á markaðinn bæði af Norðmönn-
um og Sovétmönnum.
Þá er það ljóst að ekki verður
gengið endanlega frá þessu áður
en ég fer heimleiðis, en við
stefnum eigi að síður að því að
ljúka samningum fyrir mánaða-
mótin.“ sagði Eyjólfur ennfremur.
Þá kom fram hjá Eyjólfi að
tekist hefði að semja um sölu á
6000 tonnum af frystri loðnu á
þessu ári.
vikum hjá öllum stjórnmá'aflokk-
unum og setja niðurstöðuna upp í
eins konar sáttatillöguformi,
senda þennan tillögulista síðan út
til allra flokka með spurningu um
það hvort þessar tillögur geti
orðið grundvöllur stjórnarmynd-
unarviðræðna við viðkomandi
flokk. í bakhöndinni mun Bene-
dikt hins vegar hafa í huga
mögulegar viðræður um „Stefa-
níu“ eða nýsköpun.
Sævar sleginn
í andlitið við
yfirheyrslu
— sagði verjandi hans í gær
SÆVAR Marínó Ciesielski var
sleginn i andlitið við yfirheyrslu,
sem fram fór í Guðmundar- og
Geirfinnsmálunum í maí 1976. Jón
Oddsson hrl. verjandi Sævars
skýrði frá þessu í gær i Hæsta-
rétti. Nefndi Jón þetta og önnur
atvik sem dæmi um það harðræði
og þvinganir, sem hann taldi
sakborninga málsins hafa orðið
fyrir við rannsókn þess.
Jón Oddsson lauk varnarræðu
sinni í gær. Talaði hann í 5%
klukkustund. Næstur talaði Hilmar
Ingimundarson verjandi Tryggva
Rúnars Leifssonar. Gerði hann þær
kröfur fyrir dómi að Tryggvi Rúnar
yrði sýknaður af ákæru um að hafa
orðið Guðmundi Einarssyni að
bana og ákæru um nauðgun. Þá
krafðist hann lægstu refsingar
vegna annarra ákæruliða, sem taka
til íkveikju í Litla Hrauni og
þjófnaðarbrota.
Hilmar Ingimundarson heldur
áfram flutningi varnarræðu sinnar
í dag. Talið er líklegt að málflutn-
ingi ljúki seint á miðvikudag eða á
fimmtudag.
Sjá „Tímamælingarnar
staðfesta fjarvist Sævars“
á bls. 18 og 19.
Fiskverð er
enn óákveðið
FUNDIR voru í yfirnefnd verð-
lagsráðs sjávarútvegsins fyrir al-
mennt fiskverð í gærdag, bæði um
almennt fiskverð svo og um loðnu-
verð. Ekki fékkst nein niðurstaða
á fundunum í gærdag, en helzt var
rætt um olíugjaldið, sem hefur
verið helzta ágreiningsmálið und-
anfarna daga.