Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 24
24 25 Ljósm: Guðjón Birgisson. Hilmar Sigurgíslason reynir skot í gegn. Hann skoraði sigurmarkið í leiknum í gærkvöldi er 30 sekúndur voru eftir af leiknum. HK sigraði Fram í æsispennandi leik Lið HK krækti sér í sín fyrstu stig í 1. deild er liðið lagði Fram að velli 17—16 í gærkvöldi í æsispennandi leik. Ivokamínútur leiksins eru þær mest spennandi sem upp hafa komið í vetur í Islandsmótinu. Þegar fjórar og Jhálf mínúta voru eftir af leiknum jvar staðan jöfn 16—16, HK fær Ivítakast. Ragnar Ólafsson fram- kvæmir það en Gissur markvörður Fram ver vel. HK-menn fá bolt- ann og tekst að brjótast aftur í gegn en illa er brotið á þeim og aftur dæmt vítakast. Enn reynir Ragnar og aftur bregst honum, skýtur nú í þverslá. HK-menn fá samt boltann aftur og leika rólega saman, tíminn líður og Ragnar reynir að brjótast í gegn en dæmdur ruðningur. Framarar hefja sókn og tvær mínútur eru eftir af leiknum. Þeim tekst að næla sér í vítakast þegar 1,30 sek eru eftir. Andrés Bridde tekur vítið, og það bregst líka. Einar Þorvarðarson varði glæsilega. Taugaspennan er í algleymingi. Fram tekst að ná boltanum eftir frákastið og Birgir Jóhannsson fær góða sendingu á línu í dauða- færi, hann reynir að fippa boltan- um yfir Einar í marki HK, það mistekst og HK brunar upp og þegar aðeins 30 sekúndur eru eftir -m 16:17 sendir Hilmar Sigurgíslason bolt- ann í net Fram með lúmsku undirskoti. Mikill darraðadans var svo stiginn lokasekúndur leiksins en HK hafði það og gleði þeirra var mikil. HK-liðið barðist af feikilegum dugnaði í leiknum og vann oft meira af kappi en forsjá. HK-ingar gáfu Frömurum aldrei frið í sókninni og virtist það koma þeim nokkuð á óvart. HK náði forystunni í leiknum um miðjan fyrri hálfleik og komst mest þrjú mörk yfir um miðjan hálfleikinn en Fram náði að jafna metin rétt fyrir leikhlé. Fyrstu 10 mínútur síðari hálf- leiksins var aðeins skorað eitt mark, en allan hálfleikinn á enda var hart barist og mjótt á munun- um. Oftast skildi eitt mark liðin að. Besti maður HK í leiknum var Kristján Þór Gunnarsson sem skoraði falleg mörk, svo og Einar markvörður. Þá átti Jón Einars- son ágætan leik. Ragnar var sterkur í vörninni en brást illa í lokin í vítaköstunum. Lið Fram var frekar slakt, og varla að nokkur hafi risið upp úr meðalmennskunni. Sóknarleikur liðsins var afar fálmkenndur og vörnin og markvarslan ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hannes Leifsson var einna skástur af leikmönnum liðsins. En lið Fram er nú í fallhættu í 1. deildinni. Mörk HK: Kristján Þór Gunnars- son 5, Ragnar Ólafsson 4 (2 v), Hilmar Sigurgíslason 3, Jón Ein- arsson 3, Kristinn Ólafsson 2. Mörk Fram: Hannes Leifsson 3, Atli Hilmarsson 3, Andrés Bridde 3 (2 V), Egill Jóhannesson 2, Rúnar Guðlaugsson 2, Sigurberg- ur Sigsteinsson 1, Jón Árni Rún- arsson 2. Brottvísun af leikvelli: Kristinn Ólafsson og Kristján Þór, báðir í HK í 2 mín. hvor. Andrés Bridde og Egill Jóhannesson Fram, báðir í 2 mín. Misheppnuð vítaköst: Andrés Bridde Fram skaut yfir á 23. mín. og lét Einar verja hjá sér á 38 mín. Gissur varði hjá Ragnari Ólafs- syni HK á 57. mín og Ragnar skaut í stöng á 58. mín. Dómarar voru þeir Björn Kristjánsson og Gunnlaugur Hjálmarsson og komust þeir þokkalega frá leiknum. -þr. Þorbergur Aðalsteinsson hefur snúið á vörn ÍR-inga og stekkur inn í teiginn. Víkingar með fullt hús stiga eftir f yrri umf erðina VÍKINGUR vann yfirburðasigur gegn ÍR í 1. deildinni á laugardag- inn 26:15, eftir að staðan hafði verið 11:6 í hálfleik. Þar með hafa Víkingarnir 14 stig út úr fyrri umferðinni eða fullt hús stiga. Þeir standa því óneitanlega vel að vígi þegar seinni umferðin hefst en það er þó langt í frá að öll spenna sé úr mótinu, FH-ingarnir koma ekki langt á eftir og ætla örugglega ekki að gefa eftir sinn hlut. Víkingur — ÍR 26:15 Yfirburðir Víkinga voru miklir á laugardaginn og eiginlega aldrei vafi á því hvort liðið myndi bera sigúr úr býtum. Þó komu kaflar í leiknum þegar Víkingsvélin hikst- aði en hún fór ætíð í gang aftur og mörkin komu þá á færibandi. Víkingarnir náðu góðu forskoti í byrjun leiksins og staðan var orðin 3:0 eftir 14 mínútna leik. Þá komust ÍR-ingar loksins á blað með marki Bjarna Hákonarsonar úr vítakasti. IR-ingarnir hresstust nokkuð við markið og á næstu mínútum fundu þeir leiðina fram- hjá fyrrum félaga sínum Jens Einarssyni í marki Víkings, sem hafði reynzt þeim erfiður fyrstu mínúturnar. En Víkingarnir svör- uðu með þremur mörkum í röð og í hálfleik höfðu þeir góða forystu, 11:6. í upphafi seinni hálfleiks skor- uðu Víkingarnir strax mark en því næst kom bezti leikkafli ÍR-inga. Þeir börðust mjög vel í vörninni og næstu 9 mínúturnar héldu þeir markinu hreinu en skoruðu þrjú mörk hjá Víkingunum og staðan var orðin 12:9. En þá hrökk Víkingsvélin aftur í gang og síðustu 20 mínútur leiksins skor- uðu Víkingarnir 14 mörk gegn 6 mörkum íR-inga. Þegar 10 mínút- ur voru til leiksloka var staðan 21:13 og þá leyfði Bogdan þjálfari varamönnum sínum að spreyta sig og þeir brugðust ekki traustinu því Víkingur skoraði 5 mörk gegn 2 mörkum ÍR-inga á meðan þeir voru inná. Eins og í flestum fyrri leikjum sínum sýndu Víkingarnir heil- steyptan og jafnan leik. Sömu mennirnir voru notaðir lengst af og stóðu þeir sig allir með mestu prýði en enginn skaraði sérstak- lega framúr. Jens, Ólafur, Páll, Árni, Sigurður G., Þorbergur, Steinar og Erlendur, allt eru þetta reyndir og góðir leikmenn sem sjaldan sýna lélega leiki. ÍR- ingarnir voru fremur einhæfir í sóknarleik sínum að þessu sinni og ekki bætti úr skák að þeirra helsti sóknarmaður til þessa, Bjarni Bessason, var eitthvað miður sín og skoraði ekkert mark. Bjarni Hákonarson var öruggur í vítak- östunum og Sigurður Svavarsson átti einnig góðan leik en var kannski full harðhentur í vörninni enda var hann rekinn útaf, fyrir fullt og allt, 5 sekúndum fyrir leikslok! í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild, 19. janúar. Laugardalshöll, Víkingur — IR 26:15 (11:6). MÖRK Víkings: Páll Björgvinsson 6, Sigurður Gunnarsson 5/2, Er- lendur Hermannsson 4, Árni Ind- riðason 3, Ólafur Jónsson 2, Stein- ar Birgisson 2, Óskar Þorsteinsson 2/2, Gunnar Gunnarsson 1, Þor- bergur Aðalsteinsson 1. MÖRK ÍR: Bjarni Hákonarson 6/5, Guðjón Marteinsson 2, Sig- urður Svavarsson 2, Bjarni Bjarnason 2, Pétur Valdimarsson 2, Guðmundur Þórðarson 1 mark. MISHEPPNUÐ vítaköst: Jens Einarsson varði vítakast Sigurðar Svavarssonar í f.h. BROTTVÍSANIR af leikvelli: Sig- urður Svavarsson tvívegis í 2 mínútur og einu sinni í 5 mínútur, samtals 9 mínútur, Steinar Birg- isson í 2 mínútur. - SS. Þorbjörn Guðmundsson skor aði 12 mörk er Valur lagði KR VALUR vann nokkuð öruggan sigur á liði KR i 1. deild íslandsmótsins í handknattleik á sunnudagskvöld i Laugardalshöll. Þrátt fyrir að aðeins tvö mörk hafi skilið liðin að þegar leik lauk voru Valsmenn lengst af fjórum mörkum yfir og þrátt fyrir hetjulega baráttu lokakafla leiksins tókst KR-ingum ekki að jafna metin. Lokatölur 22—20 fyrir Val eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13—8, Valsmönnum í vil. Um næstu helgi leikur Valur fyrri leik sinn við sænsku meistarana Drott í Evrópumeistarakeppninni í handknattleik og fer sá leikur fram í Svíþjóð. Verða Valsmenn að taka á honum stóra sinum ytra og sína mun betri leik en þeir gerðu á móti KR ef þeir ætla að eiga einhverja möguleika^þeim leik. Valur — KR 22:20 Fyrri hálfleikur í leik KR og Vals var eign Valsmanna. Þeir léku betur allan tímann og voru lengst af með fimm marka forystu í leiknum. Létu þeir boltann vinna vel fyrir sig og voru margar sóknir þeirra hraðar og vel útfærðar. Leikfléttur þeirra gengu upp og síðast en ekki síst var Þorbjörn Guðmundsson í miklum ham og skoraði hvert markið af öðru með miklum þrumuskotum lengst utan af velli eða þá af línunni. Áður en yfir lauk hafði hann skorað 12 mörk, og átti stórgóðan leik. Var í sannkölluðum landsliðsham. Þrátt fyrir nokkra yfirburði Valsmanna komu KR-ingar síður en svo vondaufir til leiks eftir hléið. Þeir voru fullir af baráttu og gáfust aldrei upp. Það er líka rétti andinn. Þegar síðari hálfleik- ur var um það bil hálfnaður hafði þeim líka tekist að minnka mun- inn niður í þrjú mörk og allt virtist geta skeð. En leikreyndir Valsmenn létu ekki forskotið af hendi, heldur tóku hraustlega á móti hinum baráttuglöðu KR-ing- um. Og sigur Vals var sanngjarn eftir gangi leiksins. Lið Valsmanna lék fyrri hálf- leikinn vel, en í þeim síðari fékk boltinn ekki að ganga nóg og of mikið var um hnoð. Vörn Vals svo og markvarsla Brynjars Kvaran var góð allan tímann. Bestu menn Vals voru Þorbjörn Guðmundsson sem lék nú sinn Hinn eldsnöggi Bjarni Guðmundsson Val kominn í dauðafæri. Ljósm. Rax. Handknatlielkur langbesta leik í vetur, þá var nafni hans Jensson sterkur í vörninni og bæði Bjarni Guðmundsson og Gunnar Lúðvíksson áttu ágætan leik. Lið KR missti Valsmenn of langt á undan sér í upphafi leiksins og þrátt fyrir að aldrei væri gefist upp tókst ekki að krækja í stig að þessu sinni. Lið KR var nokkuð jafnt í leiknum, Jóhannes Stefánsson átti einna bestan leik, svo og Haukur Otte- sen. Einar Vilhjálmsson sem lítið hefur leikið með í vetur kom inn á í síðari hálfleik og sýndi að hann á heima í liðinu og hefði mátt nota hann meir. Er hann sterkur varn- armaður og ógnar vel í horninu þar sem hann er örvhentur. I stuttu máli: Mörk Vals: Þorbjörn Guð- mundsson 12(4v) Bjarni Guð- mundsson 3, Þorbjörn Jensson 2, Gunnar Lúðvíksson 2, Stefán Halldórsson 2, Brynjar Harðarson 1. Mörk KR: Konráð Jónsson 4, Haukur Ottesen 4(lv) Jóhannes Stefánsson 4, Björn Pétursson 2 víti, Ólafur Lárusson 2, Símon Unndórsson 3, Friðrik Þorbjörns- son 1. Brottvísanir af leikvelli: Þor- björn Guðmundsson, Steindór Gunnarsson og Stefán Gunnars- son allir úr Val í tvær mínútur hver. Einar Vilhjálmsson KR 2 mín. Misheppnuð vítaköst: Pétur Hjálmarsson KR varði tvívegis, fyrst á 29. mínútu hjá Þorbirni Guðmundssyni, svo á 42. mínútu hjá Stefáni Halldórssyni. Brynjar Kvaran varði hjá Birni Péturssyni á 54. mínútu og Björn skaut í þverslá á 30. mínútu. Dómarar voru þeir Óli Olsen og Gunnar Kjartansson og voru þeim frekar mislagðar hendur við dóm- gæsluna að þessu sinni. — þr. • Kraftarnir ekki sparaðir, hálstak á Sæmund Stefánsson og gleraugu kappans fjúka út i loftið. Sæmundur og félagar hans hjá FH léku sér hins vegar að nágrönnunum, Haukaliðinu. Ljósm.: rax FH-ingar rassskelltu litla bróður í Firðinum ÞAÐ VAR ekki á FH-ingum að sjá í Hafnarfirði á laugardaginn, að þeir teldu íslandsmótinu í handknattleik vera lokið. Það var greinilegt á leik liðsins, að það bíður þess eins að Víkingum fatist flugið og gefi þannig á sér höggstað. FH mætti Haukum og er venjan að innbyrðisleikir Hafnarfjarðarliðanna séu spenn- andi og jafnir. Því var ekki að heilsa að þessu sinni, til þess var lið FH allt of gott og miklu betra heldur en lið Haukanna. Lið FH sýndi á sér margar góðar hliðar, en á sama tima sýndi lið Hauk anna lítið annað en skipulags- leysi sitt og veikleika. Lokatölur leiksins urðu 24—19 FH í hag. staðan í hálfleik var 12—9, einn- ig fyrir FH. Sigurinn hefði orðið enn stærri hefðu FH-ingar ekki verið kærulausir undir lokin, en um tíma í síðari hálfleik var átta marka munur. Árni Hermannsson var ekki seinn á sér að skora hjá FH á fyrstu mínútu leiksins og vantaði STAÐAN Staðan í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik eftir leiki helg- arinnar er nú þessi: ÍR—Víkingur FH—Haukar Valur-KR Fram-HK 15- 26 24-19 22-20 16- 17 Víkingur 7 7 0 0 160:122 14 FH 7 5 1 1 161:144 11 Valur 7 4 0 3 145:133 8 KR 7 4 0 3 155:148 8 ÍR 7 2 1 4 138:150 5 Haukar 7 2 1 4 143:157 5 Fram 7 0 3 4 136:146 3 HK 7 1 0 6 113:147 2 FH: Haukar 24:19 ekki að byrjunin var nógu góð hjá Haukum. En lengra náði það ekki, FH skoraði fjögur næstu mörkin, komst í 4—1 og síðan 5—2. Þá kom dæmigerð Haukasveifla og staðan var allt í einu orðin 5—5 eftir tvö snilldarmörk Andrésar af línunni og langskot Júlíusar. Síðan kvöddu FH-ingar og náðu mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik, 10—6, þrátt fyrir að þeir væru um tíma einum færri. í hálfleik stóð síðan 12—9 eins og áður hefur komið fram. Árni Sverrisson hóf síðari hálf- leikinn eins og þann fyrri, þ.e.a.s. með því að skora. Munurinn var þá aðeins tvö mörk, en fór úr því ört stækkandi. FH skoraði næstu sjö mörkin og níu af ellefu mörk- um og staðan breyttist í 20—12 og úrslitin ráðin þó að enn væri drjúg stund til leiksloka. Varnarleikur FH var um þetta leyti sannkall- aður múrveggur, vissu Haukarnir vart sitt rjúkandi ráð og var sóknarleikur þeirra aldrei verri heldur en um þetta leyti. Að þessu forskoti fengnu, fóru FH-ingar mjög að taka lífinu með ró. Haukarnir hófu að minnka muninn, en FH-ingar laumuðu inn mörkum af og til, svona rétt til að tryggja það að Haukarnir gætu ekki seilst í stig. Þegar upp var staðið hafði FH innbyrt fimm marka sigur og var það í minnsta lagi miðað við augljósan getumun á liðunum. FH lék þennan leik lengst af mjög vel bæði í sókn og vörn. Geir lék lausum hala framan af leikn- um og stjórnaði þá öllu spili liðsins, en þegar hann var síðan tekinn úr umferð fór hann út í hornið og teygði með því á vörn Hauka. Græddu Haukarnir ekkert á því að eltast við Geir, því að FH-ingar hafa þjálfað upp ráð við því að hann sé tekinn úr umferð. Hvað eftir annað löbbuðu FH-ingarnir inn og út um „vörn“ Hauka, ýmist eftir vel útfærð leikkerfi, eða eftir einstaklings- framtak. Hjá FH bar mest á þeim Svérri markverði og Kristjáni Arasyni. Sverrir varði frábærlega allan leikinn, þó sérstaklega í síðari hálfleik. Varði hann alls 19 skot í leiknum, þ.á m. tvö vítaköst. Kristján var hins vegar klettur bæði í vörn og sókn og skoraði 9 mörk. í sterku liði FH áttu einnig stórgóðan leik þeir Valgarður Valgarðsson og Pétur Ingólfsson. Þá var Guðmundur Magnússon góður að venju og Sæmundur sýndi falleg tilþrif í síðari hálf- leik. Allt var þetta hálfnöturlegt hjá Haukum að þessu sinni. Varnar- leikur liðsins var í molum og sóknarleikurinn lengst af skipu- lagslítill og laus við alla ógnun. Það var helst einstaklingsframtak Árnanna tveggja Hermannssonar og Sverrissonar sem gladdi augað. Sá síðarnefndi kom einna best frá leiknum, en einnig átti Gunnar markvörður Einarsson frambæri- legan leik. Markvarsla hans var furðu góð miðað við hvað vörnin var agaleg. Lítið kom út úr reyndum köppum eins og Stefáni Jónssyni, Herði Harðarsyni og Andrési Kristjánssyni. í STUTTU MALI: Islandsmótið í handknattleik, 1. deild FH — Haukar 24—19 (12— 9) . MÖRK FH: Kristján Arason 9/5, Valgarður Valgarðsson 5, Sæ- mundur Stefánsson og Pétur Ing- ólfsson 3 hvor, Guðmundur Magn- ússon 2, Árni Árnason, Geir Hall- steinsson 1 mark hvor. MÖRK Hauka: Árni Sverrisson 5, Júlíus Pálsson 4/2, Sigurgeir Marteinsson 3/3, Árni Hermanns- son 3, Andrés Kristjánsson og Hörður Harðarson 2 mörk hvor. VÍTI í VASKINN: Sverrir varði vítaköst frá Sigurgeir og Júlíusi. BROTTREKSTRAR: Guðmundur Magnússon FH í 4 mínútur, Sæ- mundur Stefánsson og Kristján Arason FH, Ingimar Haraldsson og Árni Hermannsson Haukum í 2 mínútur hvor. Leikinn dæmdu Árni Tómasson og Jón Steingrímsson og var frammistaðan þokkaleg. gg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.