Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980
Tenorsöngvarinn
Kristján Jóhannsson
Það er ávallt heillandi tilhugsun
ef von er á upptroðslu sem gæti
markað þáttaskil í tónlistarsögu
þjóðarinnar og þar á vonin eftir
íslenskum stórsöngvara, þ.e.a.s.
tenorsöngvara, sterkust ítök hjá
fólki. Strax og Kristján Jóhanns-
son sneri sér að söngnum varð
hann frægur um allt land. Sér-
fræðingar í söng töldu fram gall-
ana en viðurkenndu þó með sem-
ingi, að röddina hefði hann góða.
Það vill svo til að sá söngvari sem
Kristján stefnir á að verða, verður
að hafa glæsilega rödd og það
hefur hann. Hæfileikarnir eru
ekki aðeins bundnir við raddgæð-
in, heldur þarf og til tónnæmi,
sönggleði og líkamsþrek, sem
hann, eftir því sem hlustandi
getur dæmt um úr sæti sínu í
tónleikasal, hefur í ríku mæli.
Þessa þætti þarf að samæfa í
hnitmiðuðu námi, en árangur fer
mjög eftir því hversu mikla vinnu
menn leggja á sig.
Vilji og vitsmunir eru og stýr-
andi þættir í sókn til ákveðinna
markmiða. Því verður ekki móti
mælt að tóngæði raddarinnar hjá
Kristjáni eru stórkostleg og hann
hefur allt til að geta orðið stór-
söngvari og er ekki að efa að
honum muni takast að ná því
marki, ef hann hefur til að bera þá
þolinmæði, að fara ekki of
snemma að „praktisera". Að
ljúka skólanámi er áfangi en þá
ríður á að leita sér ,framhalds-
menntunar. því í skóla læra menn
fyrst og fremst undirstöðuatriðin
og að því loknu hefst mikil vinna
að þroska sig til sjálfstæðra
vinnubragða og finna sig sem
listamann. Þeim þætti hefur
mörgum orðið hált á og að vera
vanbúinn er manni skrikar fótur,
getur gert mikla vinnu að engu.
Það skiptir ekki máli að tíunda
hvað Kristján söng. Sumt söng
hann frábærlega, öðrum þræði
ofgerði hann og í sumum lögunum
kom fram vöntun á þjálfun, eins
og t.d. í lögum Schuberts, þar sem
röddin varð næstum hljómlaus á
neðra tónsviðinu. í Adelaide eftir
Beethoven sýndi hann nokkur
tilþrif og þar hljómaði röddin
Kristján Jóhannsson.
stundum á þann fegursta hátt,
sem ein tenórrödd getur hljómað,
en einnig kom fram hvað vantar í
skólunina og jafnvægi í túlkun.
Kristján hefur allt til að bera að
verða stórsöngvari og ef hann
hefur þolinmæði og leitar sér
framhaldsmentunar. ,t.d. í Vínar-
borg, og bíður í tvö til þrjú ár eftir
því að láta klappa sér lof í lófa, er
víst að sú menntun, er hann gæti
safnað sér á þeim tíma, yrði
honum drjúgt vegarnesti. Það er
eitt að syngja vel og annað að
syngja sterkt, en til þess að syngja
vel þarf að samstilla mennt og
hæfileika en raddstyrkur er miklu
meir meðfæddur hraustleiki en
hæfileiki, sem vel má sólunda og
enst hefur mörgum kraftakarlin-
um illa. Kristján hefur sungið, en
enn um sinn dregst það að heyra
hann syngja eins og stórsöngvara.
Jón Ásgeirsson.
P.S.
Það er í rauninni háðugt fyrir okkur
íslendinga að ekki skuli vera til sterkur
sjóður að grípa til þegar slík tækifæri
liggja á borðinu að eignast sniliing,
sem gæti hafið nafn þjóðar sinnar til
mikillar vegsemdar.
J. Ásg.
Gwenneth Pryor píanóleikari
Fiðluleikur
Göyrgy Pauk fiðluleikari
György Pauk er góður fiðluleik-
ari en með einhverjum hætti vill
bregða fyrir sérstæðum „rútínu-
svip“ í ætt við kæruleysi og
flaustur í flutningi hans og virðist
það vera að nokkru bundið verk-
efnunum. Tónleikar hans og
Gwenneth Pryor hjá Tónlistarfé-
laginu hófust á Sónötu í E-dúr
eftir Bach. Flutningur verksins of
rómantískur fyrir svona tigið
barokkverk. Þarna mátti heyra
sérkennileg stílbrot í gerð verks
og túlkun þess. Annað verkið á
tónleikunum var Vorsónatan eftir
Beethoven og kvað þar nokkuð við
annan tón og var flutningur 1.
kaflans með því glæsilegasta, sem
lengi hefur verið fram borið á
tónleikum hér á landi. Píanistinn
Pryor átti þarna mjög fallega
hluti. Eiginlega lauk tónleikunum
með sónötu eftir Schumann, sem á
köflum var mjög fallega leikin.
Afgangurinn af efnisskránni voru
sýningarverk eftir Kreisler og
tækniútfærsla Zimbalists á
Korsakoff. Það er annað að verða
hissa á tónlistarflutningi eða að
njóta tónlistar og ef leikgaldurinn
á að hrífa verður hann að vera
útfærður af alvöru en ekki kæru-
leysi eða leikaraskap.
mH
AKAI
RAFGEYMIR 9. ÁRATUGSINS
RAUDICAMELINN
Bylting í rafgeymum.
Þessi nýi hefur marga kosti fram yfir venjulega rafgeyma.
Ný gerö af plötum minnkar vatnsuppgufun, sem þýöir aö
nær aldrei þarf aö setja vatn á hann = viöhaldslaus.
• AUKIÐ KALDRÆSIÞOL í MIKLU FROSTI.
• FLJÓTUR AÐ HLAÐAST UPP EFTIR NOTKUN.
• ÞOLIR BETUR YFIRHLEÐSLU.
• PASSAR í ALLFLESTA BÍLA, STÆRÐ 27x17x22 CM.
• VERÐ AÐEINS KR. 37.400.
Geriö kröfur og veljiö þaö besta á markaönum.
Bílablaöiö Motor lét óháöa stofnun gera samanburö á helstu
rafgeymum á markaönum. Bílablaöiö Motor segir: „Tudor rauöi
Camelinn er besti rafgeymirinn á markaönum«. Mælum gamla
rafgeyminn þinn þér aö kostnaöarlausu. ísetning á staönum.
Útsölustaöir:
Skorri hf. Skipholti 35,
Olís bensínstöövar í Reykjavík og Akureyri,
Rafgeymaþjónustan Hringbraut 119,
Veltir hf. Suöurlandsbraut 16,
Bifreiöaþjónustan Neskaupstaö,
Vélsmiöja Hornafjaröar Hornafiröi,
Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli,
o.fl.
Skipholt 35. — Sími: 37033