Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 UM ÞESSAR mundir stendur yfir alþjóðleg og alkirkjuleg bænavika, sem lýkur á föstudaginn og hafa ýmsir söfnuðir og kirkjudeildir hérlend- is staðið fyrir sameigin- legum guðsþjónustum og bænastundum. Þannig predikaði t.d., kaþólski presturinn sr. Ágúst Eyj- ólfsson við messu í dóm- kirkjunni á sunnudag, kaþólskir, þjóðkirkju- menn og fleiri standa að bænasamkomum í kapell- unni í Hafnarfirði og í Keflavík sjá aðventistar, hvítasunnumenn og full- trúar þjóðkirkjunnar til skiptis um bænasamkom- ur í Keflavíkurkirkju svo dæmi séu tekin. Sr. Olafur Oddur Jónsson sóknarprestur í Keflavík á sæti í nefnd er kannað hefur samstarf og samvinnu Dómkirkjan var þéttsetin á sunnudag þegar fulltrúar hvítasunnumanna, aðventista, kaþólskra og þjóðkirkjunnar sameinuðust um guðsþjónustuhald. Alkirkjulega bænavikan: Sr. Ólafur Oddur sagði að samstarf af þessum toga væri nýtt hérlendis, en alla 20. öldina hefðu menn verið að ræða um og þróa sam- vinnu kirkjudeilda á ýmsum sviðum. Sagði hann sam- vinnuna byggjast einkum á þeim orðum Ritningarinnar þar sem Kristur segir að lærisveinarnir eigi allir að vera eitt. Sr. Ólafur sagði að tvennt hefði einkum ýtt und- ir þetta samstarf, annars vegar vandamál er steðjað hafa að kristniboðsstarfi víða um heim og hins vegar samvinna á sviði biblíuþýð- inga og að haldnar hefðu verið ráðstefnur til umræðu um helgihald og helgisiði. Hefði Heimsráð kirkna verið stofnað árið 1948 eftir ráð- stefnur og sætu nú í því fulltrúar 293 kirkjudeilda. sameinast um kirkjudeilda og trúflokka á íslandi. Sagði hann í samtali við Mbl. að á prestastefnu á Eiðum hefði komið fram tillaga um þessa nefndar- skipan og hefði biskup í framhaldi af því haft sam- band við aðra trúflokka og kirkjudeildir hérlendis og leitað hófanna um að koma nefnd þessari á laggirnar. Hefur nefndin, Samstarfs- nefnd kristinna trúfélaga, starfað nú í haust m.a. að undirbúningi þessarar bæna- viku og gefið út bækling sem ætlaður er til notkunar á bænavikunni og hafa hinir ýmsu söfnuðir um landið síðan skipulagt hver með öðrum ýmis konar samvinnu. Sr. Ágúst K. Eyjólfsson í ræðustól Dómkirkjunn- ar. Lítur ráðið á sig sem farveg þar sem unnið er að einingu lífs og starfs kristinna manna, en telur að mikið starf sé óunnið á kenningar- legu sviði, enda sé þar ágreiningur meiri. Sr. Ólafur Oddur Jónsson sagði að Sam- starfsnefndin myndi starfa áfram og sagði að hún þjón- aði m.a. sem umræðugrund- völlur trúfélaga. —Ég held að það sé óhætt að segja að mikill áhugi sé fyrir samstarfi sem þessu og verður sjálfsagt hugað að framhaldi á því, sagði sr. Frá vinstri: Daniel Glad trúboði hvítasunnumanna. sr. Ágúst K. Eyjólfsson kaþólski presturinn, þá sr. Þórir Stephensen dómkirkjuprestur og David West æskulýðsleiðtogi aðventista. Ágúst K. Eyjólfsson, ka- þólski þresturinn, er predik- aði við guðsþjónustuna í Dómkirkjunni. — Við getum hugsað okkur að samstarfið yrði einkum á sviði guðs- þjónustuhalds og bæna- stunda, en nefna má einnig að Hjálparstofnun kirkjunn- ar hefur átt samstarf við kaþólskar hjálparstofnanir. Það voru margir í Dómkirkj- unni í gær, margir frá öllum hópunum og nefna má að þegar hefur verið ákveðið að sr. Þórir Stephensen prediki helgihald í Landakotskirkju kl. 20:30 á föstudagskvöldið. Sr. Þórir Stephensen sagði að guðsþjónustan hefði verið tímamótaatburður þar sem þar hefði íslenskur kaþólsk- ur prestur í fyrsta sinn predikað og í guðsþjónustu margra kirkjudeilda, en hitt hefði komið fram og væri rétt að undirstrika, að sr. Habets í Stykkishólmi hefði árið 1978 verið fyrstur ka- þólskra presta til að predika hjá þjóðkirkjunni. Sr. Þórir kvaðst lengi hafa haft áhuga fyrir samstarfi sem þessu, en tilefnið að þessu sinni hefði verið alkirkjulega bænavik- an og kvað hann eðlilegt og líklegt að þeir myndu halda áfram einhverju samstarfi. Ásamt þeim sr. Þóri og sr. Ágústi komu fram í guðs- þjónustunni þeir David West æskulýðsleiðtogi aðventista, sem las kórbæn og pistil og Daniel Glad trúboði hvíta- sunnumanna sem las guð- spjall. Kirkjudeildir og trúfélög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.