Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 Atli Heimir Sveinsson Jón Þórarinsson Jón Leifs Herbert H. Ágústsson Paul Zukofsky Því hefur verið haldið fram að í skammdeginu hafi íslendingar lært að hugsa og vegna þess hve drjúgur tími gafst til umfjöllunar á sög- um og kvæðum, hafi kunn- áttan haldist um aldir og gegn myrkrinu hafi mann- eskjan eflt sálarþrek sitt með glæsileik í orðsmíði og aðdáun á hetjum og mikil- mennum. Nú hefur myrkrið verið hrakið úr vistarverum manna með því að fjötra tröllkraft íslenskrar náttúru og það sem áður skipti löndum, eða var talið vitna um nálægð dómsdags, hefur fært þjóðinni auðsæld og þægindi. Langnættið hefur öðlast nýtt inntak og er jafnvel hægt að skipta á því og suðrænni sól, enda eru sögut og ljóð ekki með sama svip og fyrrum og ekki það ein- asta í dag sem hægt er að tefla gegn þungstígri og draugalegri skammdegis- nóttinni. Vaxandi ljósmennt hefur lamað heftikraftinn í þörmum Vála og Loki er að brjótast út, svo nú nötra mannheimar af átökum og veit enginn nema að eld- krafturinn splundri heimin- um til eilífrar vistar í myrkri. Enn er langt til vors og enn finnast þeir sem reyna að stytta stundirnar með Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON sögum og söngvum. Myrkir músikdagar hófust með tón- leikum í sal Menntaskólans við Hamrahlíð og mátti þar heyra verk eftir Snorra S. Birgisson ungan og efni- legan tónsmið. Verkið kallar hann þátt fyrir blásara og slagverk og er hann þar að leita nýrra leiða fyrir sig til að tjá tónþörf sína. Verkið skiptist í nokkra kafla, þar sem smástef eru fléttuð saman í eins konar „kaos“. Annað verkið á efnisskránni var Hreinn Súm, eftir Atla Heimi Sveinsson, þar sem hann vill túlka áhrif mynd- verka, er hann segir að hafi verið svo fíngerð, „næstum ekki neitt“ og á sú skilgrein- ing einnig mæta vel við tónverkið. Þriðja verkið var lagaflokkurinn Um ástina og dauðann, eftir Jón Þórar- insson. Ruth L. Magnússon söng lögin mjög vel, þó undirritaður kunni betur við þessa góðu tónlist sungna af karlmanni. Eftir Herbert H. Ágústsson var flutt Sinfóní- etta fyrir blásara, slagverk og píanó. í þessu hressilega verki sýndu blásararnir að þeir kunna sitt fag. Því næst var flutt Sjöstrengjaljóð, eftir undirritaðan og lauk tónleikunum með tónverki eftir Jón Leifs, er kallast Þrjár myndir og er op. 44. Flutningur verksins kom á óvart og var því fagnað mjög af áheyrendum. Paul Zuk- ofsky stjórnaði tónleikunum og mátti víða merkja sterka tilfinningu hans fyrir dramatískum og sterkum augnablikum. Páll P. Pálsson Jón Nordal Kristján Stephensen Myrkir músikdagar Karólína Eiríksdóttir Ruth L. Magnússon Helga Ingólfsdóttir aðrir tónleikar Aðrir tónleikar Myrkra músikdaga voru haldnir í Bústaðakirkju og sá Kammersveit Reykjavíkur um fram- kvæmd tónleikanna. Þeir hófust á 'verki eftir Karólínu Eiríksdóttur, er hún nefnir Brot, leitandi og á köflum fallega unnið verk. Annað verkið var eftir Vagn Holmboe og nefnist það Zeit. Ruth L. Magnússon söng verkið mjög glæsilega. Þriðja verkið var Konsert fyrir sembal og kammersveit, sérstaklega samið fyrir Kammersveit Reykjavíkur og tileinkað Helgu Ingólfsdóttur og Páli P. Pálssyni. Páll stjórnaði verkinu, en Helga lék einleikshlut- verkið, sem ekki er fyrirferðarmikið frá hendi tónskáldsins, Miklos Maros. Það voru þó nokkrir góðir sprettir í hljómsveitarþættinum og mikið unnið með styrkleikabreyt- ingar milli hljóðfærahópanna. Eftir Pál P. Pálsson var flutt verk er hann nefnir Lantao, eftir samnefndri eyju í Kína, er Páll heimsótti á ferð sinni þar um slóðir fyrir skemmstu. Verkið ber þó ekki nein einkenni kínverskrar tónlistar og er samið fyrir óbó, hörpu og slagverk og var leikur Kristjáns Stephensens sérlega eftirtektarverður. Tónleikunum lauk með#Concerto lirico eftir Jón Nordal. Conserto lirico er gott verk, sem vinnur á við frekari kynni og var sérlega vel flutt undir stjórn Páls P. Pálssonar. Það sem einkum verður til íhugunar eftir þessa tónleika er hversu flytjendur allir stóðu sig vel og var flutningurinn víða frábær. Annað sem einnig kemur fram í huga manns, er hversu tilraunir í tónsmíði eru að verða mikil öfugmæli og það sem áður var uppreisn gegn ríkjandi venjum og mennt, er nú orðið skólalærdómur, sleginn kala forskriftarinnar, stundum án allra listrænna markmiða, en orðinn eltingarleikur við annarleg byggingarfræðileg smáatriði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.