Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 + Móöir okkar MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR Bjarmastíg 15, Akureyri lést í fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þ. 19. janúar. Gísli Bjarnason, Sigurbjörn Bjarnason, Lóa Bjarnadóttir, Valgerður Bjarnadóttir Gould. + Maöurinn minn og faöir okkar SIGURÐUR J. HALLDÓRSSON Hjarðarhaga 27 er látinn. Sigriður Jónsdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Jónas Sigurðsson. + Konan mín og móöir okkar ERLA MAGNÚSDÓTTIR, Sunnuvegi 33, lést 18. þ.m. Guðlaugur Jónsson og synir. + Móöir okkar, AUÐUR VÍÐIS JÓNSDÓTTIR, Eiríksgötu 4, lézt 20. janúar. Halldóra Sigurðardóttir, Bergþóra Sigurðardóttir, Siguröur Haukur Sigurösson. + INGILEIF GUDMUNDSDÓTTIR Hofsvallagötu 19, lést í Landakotsspítala 16. janúar. Jaröaförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 24. janúar kl. 1:30 e.h. Halldór Eiríksson. + Fööurbróöir okkar JÚLÍUS E. SIGVALDASON, Þórsgötu 7A, andaöist 19. janúar. Gunnar Jónsson, Guðmundur Jónsson. + HALLGRÍMUR AUGUST THOMSEN landsréttarlögmaöur í Kaupmannahöfn, riddari, af hinni íslenzku fálkaoröu Fæddur 13. maí 1899. Dáinn 10. janúar 1980. Tove Thomsen, Bjorn, Ninna og Steen Útförin hefur fariö fram. + Eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir og afi JÓN STEFÁN GUÐMUNDSSON Hátúni 4 verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. janúar kl- 1-30- Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Aðalheiður Erla Jónsdóttir, Lárus Jónsson, María S. Lárusdóttir, Lárus J. Lárusson. + Útför DOKTORS JÓNS GÍSLASONAR, fyrrum skólastjóra Verzlunarskólans, veröur gerö frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþökkuö. Þeir, sem vildu minnast hans eru beðnir um aö láta Verzlunarskóla íslands njóta þess. Fyrir hönd vandamanna, Lea Eggertsdóttir. Minning: Friðrik Gísla- son kirkjuvörður Fæddur 22. janúar 1900. Dáinn 30. nóvember 1979. Þegar mér barst andlátsfregn góðvinar míns, Friðriks Gíslason- ar kirkjuvarðar, komu mér fyrst í hug orð Jesú í dæmisögunni um pundin: „Þú góði og trúi þjónn, gakk inn í fögnuð herra þíns.“ Ekki kom okkur, sem til þekkt- um, andlátsfregn Friðriks að óvör- um. Um hálfs annars árs skeið hafði hann barist við ólæknandi sjúkdóm, sem hann vissi sjálfur að hlaut aðeins að læknast með viðskilnaði þessa lífs. En hann beið rólegur þess, er verða vildi, með karlmennsku og öryggi þess manns, er veit sig hafa „gengið til góðs, götuna fram eftir veg“. Við vitum öll að okkar jarðvist tekur enda, aðeins misjafnlega fljótt, því að „... innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið“, eins og meistarinn Hallgrímur komst að orði. Við vitum að dauðinn krefur jarðlífið fórna. En hann gerir það á tvennan hátt. Stundum birtist hann sem misk- unnarlaus, ósveigjanlegur kröfu- hafi, sem ekkert tillit tekur til aðstæðna og er þá hræðilegur, en stundum kemur hann sem hjart- fólginn vinur í neyð til þeirra sem friðar og hvíldar þarfnast. Og þannig veit ég að Friðrik Gíslason hefur brugðist við komu þessa vinar og frelsara, og tekið honum fagnandi eftir langan vinnudag, unninn af trúmennsku allt til sólarlags. Friðrik hafði fengið í hendur mörg pund, sem hann ávaxtaði með kostgæfni. Fjölhæfni hans, bæði á sviði efnis og anda var fágæt. Smiður var hann slíkur, að segja mátti að honum lægi allt í augum uppi, hvort sem um málm eða tré var að ræða, og svo útsjónarsamur og úrræðagóður, að segja mátti að hann vissi ráð við hverju sem var, og greiðasemi hans og hjálpfýsi voru án tak- markana; má því nærri geta, að oft hefur hann gengið þreyttur til hvílu, þótt ekki sæist það eða heyrðist á honum, slík var starfs- gleðin og ánægjan yfir því, að geta orðið öðrum að liði. Trúmaður var Friðrik áreiðan- lega heitur, þótt ekki flíkaði hann því að jafnaði með orðum. En verkin sýndu það, svo að ekki varð um villst; það sýndu best störf hans í Laugarneskirkju. Fáa eða enga hef ég séð umgangast helgi- dóma með slíkri lotningu og ná- kvæmni. í kirkjunni var honum allt heilagt. Sem dæmi má nefna, að aldrei sá ég hann eiga svo lítið erindi í kirkjuna, að ekki tæki hann af sér höfuðfat og skó og skildi eftir frammi. Og það var hreinasta unun að sjá Friðrik handleika helga muni kirkjunnar; það leyndi sér ekki, að þar unnu saman hugur og hönd í þess orðs fyllstu merkingu. Mjög var Friðrik umhugað um að gestir kirkjunnar kæmu þang- að til að njóta helgunar Guðs húss. Og hann gekkst fyrir því, að láta skrá yfir dyrum í forkirkju 9da versið í 14da Passíusálmi séra Hallgríms: „Þá þú gengur í Guðs húss inn“, (sem raunar ætti að vera skráð í öllum íslenskum kirkjum). Friðrik var sannur fagurkeri og unni fögrum listum, söng og hljóð- færaslætti og yfirleitt öllu því, sem bar í sér fegurð og lista- smekk; orgelleik lærði hann ungur og lék undir við ýmsar kirkjulegar athafnir þegar með þurfti. Þegar pípuorgelið var sett í Laugarneskirkju, vann Friðrik að því sem hjálparmaður hjá meist- aranum. Kom sér þá vel hin hárfíni hagleiki hans og skarpa eftirtekt, sem bar þann árangur að hann gat annast ýmsar við- gerðir, sem fyrir komu og fórst það svo úr hendi, að ekki þurfti um að bæta. Friðrik var alla tíð gæfumaður. Hann kvæntist góðri og mikil- hæfri konu, Sigríði Ásmundsdótt- ur frá Lyngum í Meðallandi, V. •Skaftafellssýslu. Þeim varð þriggja góðra og mannvænlegra barna auðið, en þau eru: Pálmi, framkv.stjóri, Reykjavík, Jó- hanna, húsfrú, Vestmannaeyjum og Bjartey, húsfrú, Reykjavík. Sigríður bjó manni sínum og börnum þeirra yndislegt heimili og vann með honum að hugðar- málum hans í kirkjunni, auk mikils starfs í Kvenfélagi Laug- arnessóknar, en hvorttveggja var sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna. Það kunni Friðrik vel að meta, enda voru þau mjög sam- Minning: Oskar Snorra- son Þorlákshöfn Fæddur 10. mars 1909 Dáinn 13. janúar 1980. í dag verður til moldar borinn Óskar Snorrason, Eyjahrauni 41, Þorlákshöfn. Óskar fæddist á bænum Steðja á Þelamörk 10. mars 1909 og voru foreldrar hans Emma Matthildur Jónsdóttir og Snorri Guðmundsson. Óskar missti föður sinn 12 ára gamall, ólst upp í foreldrahúsum til 19 ára aldurs. Var næst yngstur fimm systkina. Fluttist 19 ára til Akur- eyrar og vann við akstur bifreiða. 1935 eignast hann son, Jón Guðna Hafdal, er nú býr í Hafnar- firði. Á árunum 1938 til 1942 stundar hann ýmis störf, en þó aðallega sjómennsku er varð hans ævistarf. Á þeim árum dvaldi hann oftlega hjá Aðalbjörgu syst- ur sinni á Akureyri. 1942 stundaði hann sjómennsku frá Hvamms- tanga, kynntist hann þá eftirlif- andi eiginkonu sinni Önnu Mar- gréti Jóhannesdóttur. Hófu þau búskap þar, þá það sama ár og áttu þar heimili til ársins 1964 er þau fluttust til Reykjavíkur. Varð þeim fjögurra barna auðið. Elst er Matthildur Ingibjörg, gift Árna V. Árnasyni; Snorri Hörgdal, látinn, lét eftir sig eiginkonu, Sigríði Eggertsdóttur, og tvo syni; Jó- hanna Hólmfríður, gift Kára Böðvars, og Björk Lind, gift Pálma B. Aðalbergssyni. Jafn- framt ólst þar upp Jóhannes Heiðar sonur Önnu Margrétar. 1976 flytjast þau frá Reykjavík til Þorlákshafnar, þar vann Óskar við ýmis störf á sjó og í landi en þó alltaf tengd sjómennsku er var hans ævistarf. Mest öll sjó- mennska hans var tengd togurum, en þar var hann eftirsóttur starfs- kraftur. Á árunum 1942 til 1964, er þau bjuggu á Hvammstanga, var hann langdvölum að heiman vegna vinnu sinnar og til að bæta það upp tók hann virkan þátt í hauststörfunum. Vinnusamur var Óskar og til marks um má nefna, að á síðustu síldarvertíð vann hann alla daga frá 8 að morgni og langt fram á kvöld. Trúmaður var Óskar mikill og aldrei yfirgaf hann nokkur án þess að vera falinn Guði í umsjá. Óskar var barngóður og reyndist afa- hent og heimilislíf þeirra með ágætum. Friðrik var félagslyndur maður og framúrskarandi ráðhollur og góður vinnufélagi, glaðvær og prúður í umgengni og framkoma öll traustvekjandi, enda virtur af öllum sem kynntust honum. Deil- ur leiddi hann hjá sér, en var fastur fyrir, þegar hann vissi sig hafa á réttu að standa; munu honum hafa verið hugstæð orð Ara fróða: „að hafa það heldur er réttara reynist". Friðrik var þrekmenni, bæði til líkama og sálar. Hina löngu og erfiðu sjúkdómslegu bar hann með þreki og hugarró hins trúaða manns, sem tekur öllum stað- reyndum með jafnaðargeði, og dregur ekki í efa orð Jesú Krists: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Ekki þarf heldur að efa að hin sérstaka alúð og nærgætni eigin- konunnar, sem annaðist hann af slíkri fórnfýsi, að engin hjúkrun- arkona getur gert betur, var honum ómetanleg hjálp. Það fann hann og mat að verðleikum. Jarðarför Friðriks var gerð frá Laugarneskirkju hinn 10. desem- ber s.l. að viðstöddu miklu fjöl- menni. Veður var milt og stillt og um kvöldið þakti bjartur kvöld- roði austurloftið, og seinustu geislar kvöldsólarinnar signdu yf- ir gröf hans í Fossvogskirkjugarði. Það var fagurt sólarlag. Ég og fjölskylda mín kveðjum hinn látna góðvin okkar með virðingu og hjartans þökk fyrir alla þá órofa tryggð og góðvild, sem hann sýndi okkur meðan leiðir lágu saman. Eftirlifandi eiginkonu hans og öðrum ástvinum sendum við hjartanlegar samúðarkveðjur og biðjum herra allífsins að blessa þeim góðs manns minningu. Einar Einarsson. börnum sínum góður andlegur leiðtogi, sagði þeim sögur og söng fyrir þau. Á glaðri stund í góðum félagsskap var hann hrókur alls fagnaðar, söngmaður góður og átti létt með að setja saman vísur og kvæði um menn og málefni. Tvö atvik í lífi hans settu mjög mörk sín á hann, hið fyrra var er hann missti son sinn, Snorra, 1974. Varð hann honum mikill harmdauði. Hitt er þegar hann var sæmdur heiðursmerki sjó- mannasamtakanna fyrir vel unnin og gifturík störf. Eftirlifandi eiginkonu, börnum og barnabörnum flyt ég mínar einlægustu samúðarkveðjur í fullri vissu um að Drottinn líknar þeim og styrkir á raunastund. Á.V.Á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.