Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980
39
Páll Sigurðsson
Dalvík — Minning
Fæddur 15. apríl 1906.
Dáinn 30. október 1979.
Páll Sigurðsson málarameistari
andaðist 30. október síðastliðinn í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri.
Sama daginn málaði Drottinn
allsherjar nágrennið hvítri mjöll,
svo allt varð hreint og ferskt, rétt
eins og Páll málari væri búinn að
fara fyrstu umferð yfir stofu í
nýbyggðu húsi.
Máltækið segir að þar sem góðir
menn fari, þar séu Guðs vegir. Ef
þetta á við nokkurn mann, þá á
það við um Pál Sigurðsson, því svo
óvenju fögur og hnökralaus var
hans lífsganga að við fátt verður
jafnað.
Páll var fæddur á Göngustöðum
í Svarfaðardal 15. apríl 1906.
Foreldrar hans voru sæmdarhjón-
in Ósk Pálsdóttir og Sigurður
Einar Jónsson, sem þar bjuggu.
Systkini Páls voru sex, mikið
mannval og fríður ættbogi út af
þeim kominn. Þegar ég minnist
þessa góða vinar, kemur margt
upp í hugann sem of langt má!
væri upp að telja í stuttri grein og
verður því stilkað á stóru. Páll fór
til Danmerkur 1930, þá orðinn
meistari í húsamálun, ytra kynnti
hann sér og nam aðallega skreyt-
ingar og allslags flúrun sem lítið
var þekkt hér heima.
Á þessum árum var kreppa um
allar álfur og ekki síst á íslandi og
ekki bjart framundan fyrir lærðan
málara frekar en aðra, en Páll
gekk í hvaða vinnu sem var, milli
þess sem eitthvað féll til í hand-
verkinu. Bjartsýni var ríkjandi og
vonin um að bráðum kæmi betri
tíð með blóm í haga. Já, bjartsýni,
það var einmitt sá eiginleiki sem
einkenndi Pál umfram flesta sem
ég hef kynnst. Hann var smitandi
bjartsýnn og snillingur í að koma
auga á björtu og „kómísku" hlið-
arnar á hinum alvarlegustu og
dekkstu hlutum í lífinu.
Páll var mikið prúðmenni í
framkomu, hvort sem var við háa
eða lága, og snyrtilegur, hann var
meðalmaður á hæð, grannvaxinn
og liðlegur í hreyfingum, hann
virtist ekki þreklegur en útsjónar-
semi, handlagni og listfengi hans
hjálpuðust að svo honum unnust
vel þau verk, sem hann tók sér
fyrir hendur og þau voru nokkuð
mörg hér á Dalvík og nærsveitum.
Páll var mjög félagslyndur
maður og tók virkan þátt í félags-
málum um dagana, til dæmis var
hann einn af Stofnendum Leikfé-
lags Dalvíkur og var gjaldkeri
þess í mörg ár, auk þess ómissandi
við leiksvið og hvíslingar um
árabil, enda kjörinn heiðursfélagi
áður en yfir lauk, þá var hann
einnig stofnandi Iðnaðarmanna-
félag Dalvíkur og í stjórn þess
lengi. Páll fór ekki í launkofa með
sínar pólitísku skoðanir, hann
fylgdi Sjálfstæðisflokknum að
málum og var trúnaðarmaður á
kjörstað þegar kosið var til Al-
þingis í fjölmörg ár. Auk þess að
vera málari tók Páll þátt í at-
vinnulífinu á fleiri sviðum, hann
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á i
miðvikudagsblaði, að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera i sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn iátna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu línubili.
vann í fiski þegar því var að skipta
og á síðustu síldarárunum var
hann matsmaður og verkstjóri hjá
Söltunarfélagi Dalvíkur í nokkur
ár og fórst það vel úr hendi eins og
allt sem hann tók sér fyrir hendur.
Já, það má víða sjá handverkin
hans Páls málara, það eru fáar
íbúðir, verslanir, skólar og guðs-
hús hér um slóðir, sem hann hefur
ekki farið um sínum fagmanns-
höndum, allt framundir síðustu
ár.
Undirritaður átti því láni að
fagna að vinna tíma og tíma með
Páli og eru þær minningar kærar,
sérlega vegna þeirrar lífsgleði og
léttleika sem stafaði af mannin-
um, enda veit ég ekki dæmi þess
að hann ætti óvildarmann. Páll
var mikill trúmaður en bar það
ekki á torg að jafnaði. Honum
þótti gott vín en umgekkst það
með virðingu og sömu prúð-
mennsku sem annað.
Það eru nú minningar einar að
Páll málari gangi hér um götur
með sitt málingartrúss og gæði
umhverfið menningarblæ, en
minningin um góðan dreng lifir
þótt fenni í sporin.
Árið 1936 giftist Páll Hallfríði
Sigurjónsdóttur, þau byggðu hús í
félagi við Finn bróður hennar
1946, sem þau skírðu Laxamýri, nú
Goðabraut 8, og hafa búið þar
síðan.
Þeim varð tveggja dætra auðið,
Óskar, sem lést kornung, og Kol-
brúnar, sem búsett er á Dalvík,
gift Jóni Finnssyni útgerðar-
manni.
Ég votta þeim mæðgum og
öllum aðstandendum og frændliði
Páls samúð.
Blessuð sé minning hans.
Hjálmar Júliusson.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Við hjónin höfum verið gift í 37 ár. Nú er ég farin að
eldast og ýfast, og maðurinn minn virðist lítið kæra sig
um að vera í návist minni. Hann afsakar sig með því, að
hann sé að fara i alls konar klúbba, sem hann hafði
engan áhuga á áður. Stundum grunar mig, að hann sé að
hitta aðrar konur í stað þess að sækja fundi þá, sem hann
talar um. Hvað á ég að taka til bragðs?
Hugsanlegt er, að maðurinn yðar sé ekki að hlaupa
á eftir öðrum konum, heldur sé hann að hlaupa frá
„úfnu“ skapi yðar. Stundum halda konur, að menn
þeirra vanræki þær, af því að þær séu að eldast, en
ástæðan er nöldur kvennanna.
Kona getur ekki stöðvað tímans rás, en hún getur
haft taumhald á „úfnu“ skapi sínu. Ég er sannfærður
um, að fleiri eiginmenn yfirgefa konur sínar vegna
skapbresta þeirra, kvartana og kveinstafa en vegna
þess, að aldurinn færist yfir þær.
Hvað þér getið tekið til bragðs? Fyrst skuluð þér
biðja góðan guð að gefa yður sömu elsku og hrifandi
viðmót og þér höfðuð, er maður yðar lét heillast af
yður.
Hjónabandið getur orðið vígvöllur, ef því er ekki
haldið við með kærleika og ástúð.
En ég þekki mörg hjón, sem hafa varðveitt glóð
ástarinnar allt til efri ára — og á þeim árum. Illgresi
má ekki spretta í garði þeirra. Þannig útrýma þau
úfnu skapi og nuddi, en leggja áherzlu á ást, skilning
og ljúfmennsku.
Fjölbreytt blaö um hesta og hestamennsku
Eiðfaxi er einstætt blaö fyrir
áhugafólk um íslenska hestinn.
Vandað að frágangi og efni.
Viðtöl, greinar, frásagnir og mikill
fjöldi mynda.
Gerist áskrifendur strax í dag.
— Með því að póstsenda hjálagða
áskriftarbeiðni, — eða taka
símann og hringja í síma 91-85111
Blaðið kemur um hæl.
Pósthólf 887 121 Reykjavík
Sími 8 5111
Ég undirritaður/undirrituð óska að gerast áskrifandi að Eiðfaxa:
I Það sem til er
□ paosemtner i—i
af blöðum frá upphafi. I_I
frá áramóium 78/79
. □ frá á
áramótum 79/80.
□
frá og með
næsta tölublaði.
NAFNNUMER
I
HEIMILI
Eiöfaxi hóf göngu sina i juli 1977 og hefur komið út
manaöarlega siðan. Hvert eintak af eldri blöðum
kostar nú kr. 800, Fyrri hluti 1980, þ. e. janúar-júni, I PÓSTNÚMER
6 tbl. kostar 5500 krónur. —. — __ —
PÓSTSTÖÐ
IÐFAXI r
^Sími’
91-85111