Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 3 Samningum stéttarf élaga sagt upp án samráðs við þau FARMANNA- og Fiskimannasamband íslands sagði í nóvember upp samningum fyrir hönd aðildarfélaga sinna og þeirra á meðal Skipstjórafélags Norðlendinga. Á föstudag dró sambandið síðan þessa uppsögn til baka og mun hún hafa verið send LÍÚ á sínum tíma án þess að samráð væri haft við félagið. Á föstudaginn tilkynnti formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Ægis einnig, að Ægir hefði ekki sagt upp samningum sínum við LÍÚ. — I lok nóvember tilkynnti stjórn FFSÍ, fyrir hönd allra þeirra félaga, sem tilgreind voru, að samningum væri sagt upp frá og með 1. janúar, sagði Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, í samtali við Morgunblaðið í gær. —Svo gerist það á föstudaginn, að hingað kemur framkvæmda- stjóri FFSÍ og segir, að að beiðni Skipstjórafélags Norðlendinga, sé uppsögn samninga þeirra vegna dregin til baka. I ljós kemur að þetta hafi verið gert án vitundar og heimildar við- komandi félags. Síðar um daginn hringdi hér formaður Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Ægis og tilkynnti okkur, að svo virtist vera, að samningum hefði verið sagt upp við LÍÚ. f.h. þess félags, sem alls ekki sé rétt. FFSI hafi ekki haft neina heim- ild til þess og óskaði formaður- inn eftir að uppsögnin væri dregin til baka. — Þetta leiðir hugann að því hvernig að þessum málum er staðið. Það virðist svo, að þessi heildarsamtök ákveði og segi upp samningum þótt samnings- rétturinn sé hjá hverju félagi. Það er ekki hægt og er lögleysa að segja upp samningum nema hafa fengið til þess heimild hjá viðkomandi félagi, sem til þess þarf að taka afstöðu með lög- mætum hætti. Eru þessar upp- sagnir samninga eins og sjó- mannasamninga meira og minna löglausar eins og maður getur ímyndað sér af þessu? — í öðru lagi veltir maður því fyrir sér hvað valdi því, að félög taki sig núna saman um það, að tilkynna okkur um, að þau vilji ekki að samningar séu lausir. Það er hægt að ímynda sér, að félögin séu beinlínis hrædd við sína forystumenn og vilji ekki Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ láta draga sig út í deilur um kaup og kjör, sem þeir sjá ekki ástæðu til að breyta, sagði Krist- ján. Morgunblaðið hafði af þessu tilefni samband við Ingólf Stef- ánsson framkvæmdastjóra FFSI og spurðist fyrir um þetta mál. Ingólfur Stefánsson, framkvæmdarstjóri FFSÍ — Það er rétt að Skipstjórafé- lag Norðlendinga er ekki í hópi þeirra félaga, sem sagt hafa upp sínum samningum, sagði Ingólf- ur. — Það voru mistök hjá okkur hér í sambandinu að segja upp samningum fyrir þeirra hönd. Það var gert sökum þess, að á miðju sumri var gert samkomu- lag hér um ákveðna hluti, sem sambandið sá um. Þennan misskilning var verið að leiðrétta á föstudaginn og verður að viðurkenna, að við Norðlendinga var ekki haft sam- ráð þegar samningum var sagt upp. — Samningum er ekki sagt upp nema við fáum bréf eða símskeyti frá félögunum um uppsögn samninga. í þessum málum er ekki um neina ofstjórn okkar að ræða heldur mannleg mistök, sagði Ingólfur. Aðspurður um Skipstjóra- og stýrimannafélagið Ægi, sagði hann að þar gegndi öðru máli. FFSÍ hefði ekki skipt sér af samningum þess félags og hefði samningum þeirra verið sagt upp, þá hefðu þeir gert það sjálfir. Kristján Ragnarsson sagði hins vegar að þetta væri ekki rétt og hann hefði undir höndum bréf frá FFSÍ frá 27. nóvember þar sem samningum er sagt upp fyrir hönd Ægis. Erik Sönderholm fær styrk til að semja verk um Halldór Laxnes DANSK-islandsk Fond ákvað á fundi sínum nýlega í Kaupmannahöfn að veita nokkra styrki vegna samskipta Islands og Danmerkur á sviði vísinda og menningarmála. Samanlagt nema styrkirnir um 2,4 millj. ísl. kr. Styrkþegar eru alls 58. Hæstan styrk hlýtur Erik Sönderholm forstjóri Norræna hússins vegna samningar verks um Halldór Laxness, 365 þús. ísl. kr. Lukkudagar Lukkudagar: Vinningsnúmer sunnudaginn 20. janúar 4583. Vinningur Kodak Pocket A1 myndavél. Vinningsnúmer 21. janúar 29546. Vinningur Kodak EK 100 myndavél. Vinningshafar hringi í síma 33622. Magnús H. Magnússon: „Tillögur Alþýðubanda- lagsins of langt frá raun- vcrulcikamun" „FRÁ mínum bæjardyrum séð og okkar fleiri Alþýðu- flokksmanna", sagi Magnús H. Magnússon annar fulltrúi flokksins i vinstri stjórnar- viðræðunum, „eru tillögur Al- þýðubandalagsins of mikið í ætt við óskalista og of langt frá raunveruleikanum. Við teljum að þær skili ekki þeim árangri í baráttunni við verð- bólguna sem nauðsynlegt er að stefna að.“ Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðu- flokksins og fulltrúi flokksins í stjórnarmyndunarviðræðun- um sagðist ekkert vilja segja um stjórnarmyndunartilraun Svavars, hann hefði haft verk- stjórnina á hendi, hefði ákveð- ið að réyna þessa tilraun og það væri hans að meta hvernig hún stæði.“ VENTILL hf ARMULA 23 VALKOSTUR T0Y0TAEIGENDA VIÐ ERUM ELZTA ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI FYRIR TOYOTABIFREIÐAR Á ÍSLANDI BJÓÐUM VIÐGERÐAR- 0G VARAHLUTAÞJÓNUSTU SÉRÞJÁLFAÐIR STARFSMENN / ■■ SERHONNUÐ TÆKI FYRIR TOYOTABIFREIÐAR ÞJONUSTAN ER LANDSKUNN 0G RÓMUÐ VENTILL H/F ARMULA 23 SIMI 30690

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.