Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1980 Mikið f jölmenni við útför Vésteins Mývatnssveit, 21. janúar. ÚTFÖR Vésteins Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra Kísiliðj- unnar, var gerð frá Reykja- hlíðarkirkju i dag að viðstöddu miklu fjölmenni, þrátt fyrir mjög leiðinlegt veður, hvassa norðan- átt með hríð og skrafrenningi. TOLLGÆSLAN lagði hald á ólög- legan innflutning á siðasta ári sem hér segir og er þá Kefla- vikurflugvöllur ekki meðtalinn: 1.228 flöskur af áfengi (2.318 árið 1978), 38 þúsund vindlinga (rúma 262 þúsund 1978), 12.475 flöskur og dósir af áfengum bjór (12.505 árið 1978), 500 gr. af hassi (706 gr. 1978), og 1.256 kg af hráu kjötmeti (1.961 kg 1978). Þá lagði tollgæslan einnig hald á ýmsan annan varning, sem flutt- ur var inn ólöglega svo sem litsjónvarpstæki, heimilistæki, hljómflutningstæki, talstöðvar, hjólbarða o.fl. Á árinu 1979 leiddi rannsókn tollgæslunnar á röngum aðflutn- ingsskjölum innflytjenda til hækkunar aðflutningsgjalda um rúmar 77 milljónir króna (rúmar 64 millj. kr. árið 1978), þar af voru um 73 milljónir (223 mál) vegna rangrar tollflokkunar og fjögur mál, rúm milljón, vegna meira vörumagns í sendingu en tilgreint var í aðflutningsskjölum eða vegna vöntunar vörureiknings, Ekki komust allir viðstaddra í kirkjuna og var því gjallarhorni komið fyrir í næsta húsi þar sem fólk gat fylgst með athöfninni. Sóknarpresturinn, séra Örn Frið- riksson, flutti ræðu og jarðsöng. Margar kveðjur bárust, svo og kransar frá félögum og einstakl- tæp milljón vegna rangs EBE skírteinis og rúmar 1.600 þúsund kr. vegna rangra upplýsinga í sambandi við búslóðainnflutning. I 19 af áðurgreindum 223 málum vegna rangrar tollflokkunar var innflytjanda gert að greiða 10% af endanlegum aðflutningsgjöldum í viðurlög skv. 20. gr. tollskrárlaga og nam sú innheimta á árinu tæpum 1.700 þúsund krónum. Þessum viðurlögum er beitt ef röng tollflokkun innflytjanda er ekki talin afsakanleg en þó ekki ef hún er talin saknæm, þá fær málið sakadómsmeðferð. Tollgæslan sektaði og gerði upp- tækan ólöglegan innflutning í 151 máli á árinu 1979 og nam sektar- fjárhæð alls 5,6 m.kr. Árið 1978 var sektarfjárhæðin um 4,1 m. kr. í 210 málum. Tollgæslan hefur einungis heimild til þess að beita sektum og upptöku eignar í minni háttar málum. Stærri málum verður því ekki lokið hjá tollgæsl- unni en eru send öðrum yfirvöld- um. Upptækar vörur voru á árinu 1979 seldar fyrir rúmar 3,5 m.kr. ingum og starfsfólki Kísiliðjunn- ar. í virðingar- og þakklætisskyni við hinn látna kostaði Kísiliðjan útförina. Vésteinn Guðmundsson andað- ist í sjúkrahúsi á Húsavík 15. þessa mánaðar. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar 1967 og flutti hann þá hingað í Mývatnssveit með fjölskyldu sína. Mjög reyndi á Véstein fyrstu árin við uppbyggingu og rekstur fyrir- tækisins, enda um ýmsa tæknilega byrjunarörðugleika að ræða. Óhætt er að fullyrða að Vésteinn átti drýgstan þátt í því að sigrast var á þeim, og það var mikil gæfa Kísiliðjunnar að fá að njóta starfskrafta hans frá upphafi. Svo mjög bar hann hag fyrirtækisins fyrir brjósti að hann helgaði því nánast allan sinn tíma. Hvern morgun, jafnt helgar sem virka daga, mætti hann á vinnustað og ef fyrir kom einhverra hluta vegna að það brást fylgdist hann með framleiðslunni símleiðis. Oft fannst honum hann ekki mega taka sín lögboðnu sumarfrí, slíkur var áhugi hans fyrir velgengni Kísiliðjunnar. Hann skilaði frá- bæru starfi fyrir þetta fyrirtæki, sem seint verður fullþakkað og verður skarð hans því vandfyllt. Vésteinn Guðmundsson starfaði um árabil í stjórn Bókasafns Mývatnssveitar, svo og í húsnefnd Skjólbrekku. Þá var hann mjög virkur í Kiwanisklúbbnum Herðu- breið hér í sveit. Öll störf þessi sem önnur rækti hann af mikilli samviskusemi. Ég votta eiginkonu hans, börn- um og öllum ættingjum bæði nær og fjær innilega samúð.- Kristján. Tollgæslan náði 12000 ölflöskum 5 Heiðursfrúrnar, f.v. Guðrún Jónasdóttir. Magnea Jóhannesdóttir og Elín Guðjónsdóttir. Hveragerði: Heiðurshjón- unum þakkað Hveragerði. 21. janúar. SÍÐASTLIÐINN laugardag var haldið samsæti i Hótel Hvera- gerði til heiðurs þrennum hjón- um, þeim Stefáni Guðmunds- syni hreppsstjóra og Elínu Guð- jónsdóttur, Magnúsi Ágústs- syni lækni og Magneu Jóhann- esdóttur og Tryggva Péturssyni bankastjóra og Guðrúnu Jónas- dóttur. Fyrir hófinu stóðu vinir og kunningjar þessara hjóna, sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað hér í áratugi, eins og getið hefur verið í Morgunblað- inu. Gestir í hófinu voru á annað hundrað og nutu þeir góðra veitinga sem hótelið annaðist. Veislustjóri var séra Tómas Guðmundsson. Margir kvöddu sér hljóðs og fluttu heiðursgest- unum kveðjur og þakkir. Formaður Leikfélags Hvera- gerðis, Sigurgeir Frímann Frið- þjófsson, ávarpaði frú Magneu og afhenti heiðursskjal, þar sem leikfélagið útnefnir hana sinn fyrsta heiðursfélaga. Magnea þakkaði með ræðu en hún var formaður leikfélagsins um ára- bil. Heiðursgestirnir fluttu allir ræður og þökkuðu sýndan sóma auk þess að rifja upp ýmsa gamla hluti. Þá tóku heiðurs- gestirnir Magnús og Tryggvi lagið, við mikinn fögnuð við- staddra. Hófinu lauk um 1.30 og var það í alla staði hið ánægju- legasta. -Sigrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.