Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚÁR 1980 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sendill óskast á skrifstofu blaösins kl. 9—12. Aldur 12—15 ára. Upplýsingar í síma 10100. fltwgmiÞfitfrft Starfskraftur óskast til afgreiöslu- og skrifstofustarfa hálfan eöa allan daginn. Lysthafendur leggi nöfn sín á augld.deild blaösins meö uppl. um menntun og fyrri störf fyrir 27. þ.m. merkt: „B — 4812“. Matsvein vantar á 200 tonna línubát frá Vestfjörðum, sem fer síöar á net. Uppl. í síma 94-1308 til kl. 5 á daginn og 94-1332 á kvöldin. Vélstjóra vantar á 75 lesta línubát. Upplýsingar í síma 8489, og 8062, Grindavík eða hjá L.Í.U. Starfsfólk óskast í grillafgreiöslu. Uppl. aöeins á staðnum milli kl. 3—5 í dag. Skrínan Skólavörðustíg 12. Laust starf Óskum aö ráða starfskraft á skrifstofu, sem gæti hafiö störf í febrúar — marz. Verkefni: færsla bókhalds á Olivetti tölvu og önnur almenn skrifstofustörf. Góö vélritunarkunnátta nauösynleg. Nokkur enskukunnátta (ritmál) æskileg. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 94-3500. Sandfell h.f. ísafirði. Starf forstjóra Norræna hússins í Reykjavík Hér með er auglýst laust til umsóknar starf forstjóra Norræna hússins í Reykjavík, og verður staöan veitt frá 1. janúar 1981 til fjögurra ára. Forstjórinn á að skipuleggja og veita forstööu daglegri starfsemi Norræna hússins, en hlutverk þess er aö stuðla aö menningartengsl- um milli íslands og annarra Noröurlanda með því aö efla og glæöa áhuga íslendinga á norrænum málefnum og einnig að beina íslenskum menningarstraumum til norrænu bræöraþjóöanna. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á allt aö fjögurra ára leyfi frá störfum til aö taka aö sér stööur viö norrænar stofnanir og geta taliö sér starfstímann til jafns viö starf unnið í heimalandinu. Laun og önnur kjör ákvarðast eftir nánara samkomulagi. Frítt húsnæöi. Nánari upplýsingar um starfiö veita Guölaugur Þorvaldsson, Skaftahlíö 20, (s. 15983) og Erik Senderholm, Norræna húsinu (s. 17030). Umsóknir, stílaöar til stjórnar Norræna hússins, sendist: Nordiska ministerráadet, Kultursekretariatet, Snaregade 10, 1205 Köpenhamn K. Skulu þær hafa borist eigi síöar en 22. febrúar 1980. Norræna húsið er ein meöal 40 samnorrænna fastastofnana og framkvæmda, sem fé er veitt tll á hinni sameiginlegu norrænu menningarfjárhagsáætlun. Ráöherranefnd Noröurlanda, þar sem menningar- og menntamálaráöherrarnir eiga sæti, fer meö æösta ákvöröunarvald í hinni norrænu samvinnu um menningarmál. Framkvæmdir annast menningarmálaskrifstofa ráöherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Sölumaður Maöur óskast viö sölu og kynningu á sérstöku byggingarefni. Nokkur starfsreynsla er æskileg. Umsóknir sendist augld. Mbl. í síðasta lagi 28. janúar merkt: „Sölustarf — 4713“. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Sænskt útskoriö sófasett til sölu. Uppl. í síma 76069. Útsalan Á fatnaöi, skóm og fl. Stokkur, Skólavöröustíg 21. Al)(iI,VSINGASÍMINN ER: 22480 LjáJ JW*r0unbleþit> Innri Njarövík Til sölu 5 herb. hæö, góö kjör. Ytri Njarövík Gott iönaöarhúsnæöi á tveimur hæöum. Laust fljótlega. Vantar allar geröir fasteigna á söluskrá. Tugir kaupenda á biö- lista. Eigna- og Vsrðbréfaaalan, Hringbraut 90, Kaflavík, aími 92-3222. Þjónusta Lögg. skjalaþýö., Bodil Sahn, Lækjargötu 10, s. 10245. Hilmar Foss Lögg. skjalaþýð. dómt. Hafnar- stræti 11, sfmi 14824, Freyju- götu 37, sími 12105. Háteigskirkja Bænastund í klrkjunni í dag kl. 10.30 vegna aljþóölegrar bæna- viku 16.—25. janúar. Prestarnir RÓSARKROSSREGLAN ^ ^ A M ^ V ATLANTIS PRONAOS 2213332820. Hjálprœóisherinn Almenn bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Fíladelfía Almennur Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur Einar J. Gíslason. KRlSTILEOT ,VHRF Almennur biblfulestur aö Auö- brekku 34, Kópavogi í kvöld kl. 8.30. Gunnar Þorsteinsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. I.O.O.F. 8 = 1611238%S|. KFUK AD Fundur í kvöld kl. 20.30. Gideon konur annast fundarefni. I.O.O.F. Rb. 1 = 1291228V2— E.I. Árshátíö félags Snæfellinga og Hnappdæla veröur haldln laugard. 26. þ.m. f Domus Medica og hefst kl. 18.30. Heiöursgestur veröur Stefán Jóh. Sigurösson fram- kvæmdastj., Ólafsvík. Aðgöngu- miöar hjá Þorgilsi mlövikudag og fimmtudag frá kl. 16—19. Skemmtinefndin □ EDDA 59801227—1 Börn, ofbeldi og f jölmiðlar Úr greinargerð barnaársnefndar Sameinuðu þjóðanna Orsakir þess Það er ekki endilega svo að meira sé um ofbeldi í vestrænum þjóðfélögum í dag en var fyrir tveimur öldum. En það ofbeldi, sem nú er beitt, er annars eðlis en áður var. Hinar sálrænu orsakir sem liggja að baki því ofbeldi sem nú er beitt hafa orðið æ meira áberandi. Þetta skapar mikil vandamál, ekki hvað síst hjá börnum. Hluti af ábyrgðinni á þessu hvílir á fjölmiðlum, sér- staklega þó sjónvarpi. Þessar skoðanir koma fram í greinagerð, sem samin hefur verið á vegum Sænsku stofnunarinnar „Rádda barnen". Greinargerðin er samin í tilefni Alþjóðlega barnaársins. Hin Alþjóðlega barnaársnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur gefið þessa greinagerð út og þar er fjallað um ýmsar hliðar á afstöðu barna til þess ofbeldis sem fram kemur í fjölmiðlum. Sjónvarp og oibeldi Nefna má nokkrar tölur til þess að undirstrika hversu alvarlegt vandamál ofbeldi í sjónvarpi er (þetta svið ofbeldisbeitingar hefur verið rannsakað einna best). í löndum eins og Svíþjóð, Sviss og Vestur-Þýskalandi horfa börn að meðaltali á sjónvarp í tvær klukkustundir á dag. í Bandaríkj- unum sitja börnin fyrir framan sjónvarpskjáinn að meðaltali í 3 klukkustundir á hverjum degi. Það er aldurshópurinn frá 11 til 14 ára sem mest horfir á sjónvarp. Þar sem til eru þau börn, sem ekki hafa aðgang að sjónvarpi, þá er ljóst að þessar meðaltalstölur gefa ekki rétta mynd: Þó nokkuð mörg börn verja því meiri tíma til þess að horfa á sjónvarp. Það hefur verið reiknað út að dæmigerður 18 ára unglingur í Bandaríkjunum hafi varið 12 þús- und klukkutímum til skólasetu, en 15 þúsund klukkustundum til að horfa á sjónvarp. Á þessum' 15 þúsund klukkustundum mun hinn ungi Bandaríkjamaður hafa verið vitni að rúmlega 30 þúsund morð- um. Aðrar orsakir Þegar beiting ofbeldis hefur breytt um eðli í hinum vestrænu þjóðfélögum þá er það að sjálf- sögðu ekki eingöngu vegna áhrifa frá sjónvarpi og öðrum fjölmiðl- um. Með stöðugt vaxandi iðnvæð- ingu hefur þjóðfélagsbyggingin breyst og fjölskyldan sem félags- leg eining er ekki lengur eins sterk og áður var. Hér áður fyrr var það gjarnan svo, að ef einstaklingur beitti ofbeldi þá var venjulegast orsökin til þess félagsleg neyð eða ósk um fjárhagslegan bata, en nú hefur þetta breyst í þá veru, að ástæð- urnar að baki beitingu ofbeldis eru fremur af sálrænum toga spunnar og ekki bara það, heldur líka, að það fólk sem beitir ofbeldi finnur til meiri samkenndar með þeim sem svipað er ástatt fyrir en með fjölskyldu sinni. Afleiðingin af þessu er sú, að bæði fjölskyldan og þjóðfélagið sem heild eiga erfiðara og erfiðara með að hafa hemil á beitingu ofbeldis í hinum auðugu þjóðfélög- um. Gott eða slæmt í greinargerðinni frá barnaárs- nefnd Sameinuðu þjóðanna er rætt itarlega um það vandamál, að hve miklu leyti ofbeldi, sem sett er fram sem skemmtun eða dægra- dvöl, vekju ofbeldishneigðir eða á hinn bóginn hvort þetta hefur áhrif til þess að losa fólk við ofbeldishneigð án þess að hún fái útrás í beinu ofbeldi gagnvart öðrum. Þar er það skýrt tekið fram að vísindamenn hefur greint á um þetta allt frá dögum Platós og Aristótelesar. Hins vegar er því slegið föstu að ofbeldi í fjölmiðlum bæði í leikn- um myndum og myndum af raun- verulegum atburðum hefur mjög neikvæð áhrif á vissa hópa af börnum sem viðkvæm eru fyrir slíku. Þetta á einkum við um börn sem ekki koma úr félagslega sterku umhverfi eða þau börn sem eiga foreldra sem ekki vilja eða geta verið þeim nægilega mikið samvistum. Að því er varðar börn sem eru sólarmegin í lífinu ef svo má taka til orða virðist ekki nein sérstök ástæða til að hafa áhyggjur í þessu tilliti segir í skýrslunni. Þessi börn bíða engan skaða af því að sjá ofbeldi í sjónvarpi. En til eru þau börn sem finna til samkenndar með þeim ofbeldis- mönnum sem þau sjá á skjánum. Þá eru til þau börn sem komast á þá skoðun að best sé að leysa vandamál með ofbeldi. Nokkur börn sljóvgast. Ekki öll. Eru áhættuhóparnir nægilega stórir til þess að takast megi að gera eitthvað til að hindra það ofbeldi gegn börnum, sem fram kemur í fjölmiðlunum, — ekki síst í sjón- varpi? Það er spurning sem hver og einn verður að gera upp við sína eigin samvisku. Jörgen Larsen, U pplýsingaskrif stof u Sameinuðu þjóðanna Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.