Morgunblaðið - 22.01.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1980
Suðureyri:
Báran eyðilagð-
ist í eldsvoða
SALTFISKVERKUNARSTÖÐIN
Bára á Suðureyri við Súganda-
fjörð eyðilagðist í eldi á sunnu-
dag, en eldur kom upp þegar
verið var að þíða leiðslu með
gastæki.
Eldurinn breiddist fljótt út
þannig að slökkviliðinu gekk mjög
erfiðlega að hemja hann, sérstak-
lega þar sem mikið hvassviðri var
á Vestfjörðum um helgina.
Tjónið er gífurlega mikið, en
ekki var lokið könnun á því í
gærdag. Hjá fyrirtækinu unnu að
jafnaði 6—8 starfsmenn, sem við
þetta missa atvinnuna, en tveir
heimabátar lögðu upp hjá Bár-
unni.
Kristján Pálsson sveitarstjóri á
Súgandafirði sagði að tjónið væri
mikið og kæmi hart niðri á
starfsmönnunum, en væntanlega
yrði hægt að koma bátunum
tveimur að annars staðar.
Fjölmargar hækkunarbeiðnir opinberra þjónustufyrirtækja:
Hitaveitur 37% - Landsvirkjun 43% -
Póstur og simi 30% - Strætisvagnar 56%
Guðlaugur
í leyfi?
„ÉG HEF rætt þessi mál við
fulltrúa vinnumarkaðarins og við
menn í ráðuneytinu og ákvörðunar
af því er að vænta innan tíðar,“
sagði Guðlaugur Þorvaldsson,
sáttasemjari ríkisins, er Mbl. innti
hann eftir því hvort hann myndi
taka sér frí frá störfum meðan
hann stæði í kosningabaráttunni
vegna forsetakjörs í sumar.
MIKILL fjöldi hækkunarbeiðna
liggur nú fyrir til afgreiðslu frá
ríkisfyrirtækjum víðs vegar um
land og gera þær flestar ráð fyrir
meiri hækkunum heidur en geng-
ið er út frá í áætlun Hagstofunn-
ar um hækkun framfærsluvísi-
tölu 1. febrúar n.k.
Samkvæmt upplýsingum Krist-
mundar Halldórssonar hjá iðnað-
arráðuneytinu liggja beiðnir fyrir
frá Landsvirkjun um 43% hækkun
á heildsöluverði raforku og frá
hitaveitum um 37% hækkun, en
ekki hafa fengist hækkanir til
handa þessum aðilum síðan í
ágústmánuði sl. hjá Landsvirkjun
og í maí hjá hitaveitum. Öllum
hækkunum var frestað 1. nóvem-
ber s.l. — 43% hækkun á
heildsöluverði raforku myndi hafa
í för með sér 17,7% hækkun á
smásöluverði.
Hitaveitan sækir nú um 37%
hækkun eins og getið er að
framan, enda hefur jafnvægið
milli hitaveitu og raforku raskast
mjög síðan í maí s.l. vegna
síhækkandi olíuverðs.
Rafmagnsveita Reykjavíkur fer
ekki fram á neina sérstaka hækk-
un, aðeins hækkun sem leiðir af
hugsanlegri hækkun á heildsölu-
verði.
Síðan 1977 hefur verið miðað við
að opinberar hækkanir kæmu á
þriggja mánaða fresti, þannig að
samkvæmt því verður að taka
ákvörðun varðandi þessar beiðnir
fyrir 1. febrúar n.k.
Þess má og geta að Póstur og
sími hefur farið fram á 30%
meðaltalshækkun og Strætisvagn-
ar Reykjavíkur um 56%.
Þjóðhagsstofnun um tillögur Alþýðubandalags:
Alvarlegur halli á ríkissjóði
og misvægi á lánamarkaði
— Engar grunnkauphækkanir ráðgerðar skv. tillögunum
„ENGINN vafi er á, að með aðgerðum af þessu tagi má draga verulega
úr hækkun framfærsluvísitölu um sinn, en hins vcgar hlýtur að fylgja
þeim alvarlegur halli á ríkissjóði og misvægi á lánamarkaði, sem
kæmi fram í viðskiptahaila og/eða verðhækkunum síðar.“ Þetta er
niðurstaða Þjóðhagsstofnunar i umsögn um tillögur Alþýðubanda-
lagsms í efnahagsmalum, en
umsögn afhenta á viðræðufundi sl.
Þjóðhagsstofnun segir, að
kjarninn í tillögum Alþýðubanda-
lagsins sé sá að freista þess að
draga úr verðbólgu með auknum
niðurgreiðslum, lækkun skatta og
vaxta, auk þess sem framlög til
félags-, trygginga- og landbúnað-
armála verðí aukin verulega.
í umsögn Þjóðhagsstofnunar
segir, að í árslok 1980 gæti verð-
að vinstn viðræðum fengu þessa
laugardag.
bólguhraðinn samkvæmt þessum
tillögum verið kominn nálægt
30—35% en strax og kæmi fram á
árið 1981 yrðu bein áhrif aukinna
niðurgreiðslna og annarra niður-
færsluráðstafana búin og við
tækju verðbreytingar, sem réðust
fyrst og fremst af grundvallarskil-
yrðum í þjóðarbúskapnum, bæði
ytri og innri, þ.e. erlendum verð-
breytingum og innlendri eftir-
spurn.
í umsögn Þjóðhagsstofnunar
kemur fram, að í tillögum Alþýðu-
bandalagsins sé ekki gert ráð fyrir
grunnkaupshækkunum á þessu
ári. Niðurstaðan varðandi kaup-
máttinn er sú, að kaupmáttur
kauptaxta muni minnka um 2%
milli áranna 1979 og 1980 en að
kaupmáttur ráðstöfunartekna ein-
staklinga minnki að meðaltali um
'h % til 1 ‘h % eftir því hvort miðað
sé við tekjuskattlagningu skv.
fjárlagafrv. frá október eða des-
emberfrumvarpi.
Þjóðhagsstofnun:
Verðlag á ýmsum
frystiafurðum
stendur hölliun fæti
í umsögn þeirri, sem Þjóð-
hagsstofnun hefur gefið um
tillögur Alþýðubandalags-
ins í efnahagsmálum kem-
ur fram, að framundan
virðist hætta á hækkun
olíuverðs og jafnframt seg-
ir að „verðlag á ýmsum
frystiafurðum á Banda-
ríkjamarkaði er talið
standa höllum fæti“.
Svavar Gestsson:
„Mun skýra frá við-
ræðunum i einstök-
um atriðum síðar44
Steingrímur Hermannsson:
Vinstri stjórnar viðræðurnar í gær.
„Maður segir ekki drukkn-
andi manni að greiða sér44
LjAsmynd Mbl. ól.K.M.
AÐ loknum stuttum fundi
viðræðunefnda Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks í Þórs-
hamri á sjöunda tímanum í
gærkvöldi sagði Svavar
Gestsson alþingismaður
sem stýrði stjórnarmyndun-
arviðræðum um skipan
vinstri stjórnar að menn
hefðu gert upp stöðuna á
fundinum.
„Ég mun ræða við forseta
íslands í fyrramálið um gang
viðræðnanna og stöðuna",
sagði Svavar en ekki vildi
hann segja af eða á um það
hvort stjórnarmyndunartil-
raunum hans væri lokið.
Aðspurður um undirtektir
Alþýðuflokksmanna og
Framsóknarmanna við til-
lögum Alþýðubandalagsins
sagði Svavar að þær hefðu
verið dræmar, „en ég mun
síðar skýra frá því í einstök-
um atriðum hvernig það
gekk fyrir sig.“
„VIÐ höfum skoðað tillögur Al-
þýðubandalagsmanna mjög vel.“
sagði Steingrímur Hermannsson
formaður Framsóknarflokksins i
samtali við Mbl. í gærkvöldi,“ og
í ákveðnum málaflokkum sem
okkur þykja skipta miklu máli
höfum við kallað á ýmsa menn
sem vel þekkja til og spurt þá
álits.
í þessum tillögum er til dæmis
fjallað um aukna framleiðni, það
er fjallað um niðurfærslu í verzl-
un og vexti. Margt í tillögunum er
mjög athyglisvert, en það eru
grundvallarþættir sem ekki ganga
upp og þegar slíkt bregst vill
niðurstaðan vera skrítin.
Það er skynsamlegt að fjalla um
aukna framleiðni, en við teljum
það ekki raunhæft eins og staðan
er í dag nema að mjög litlu leyti.
Alþýðubandalagsmenn telja t.d.
að framleiðniaukning í fiskvinnslu
geti orðið 7% á árinu en við
teljum raunhæft að miða aðeins
við 2—3%. Atvinnuvegirnir þurfa
að vera sterkir ef framleiðni á að
aukast. Maður segir ekki drukkn-
andi manni að fara að greiða sér.
Þá leggja Alþýðubandalags-
menn til að niðurfærsla verð-
álagningar í verzlun verði 5—10%,
en verzlunin þolir þetta ekki.
Þetta getur ef til vill gengið hjá
toppmörkuðunum í Reykjavík sem
nýta ekki fulla álagningu í sumum
tilvikum, en þetta gæti keyrt alla
dreifbýlisverzlun um koll.“
Spurningunni um það hvort
þessum stjórnarmyndunartilraun-
um væri lokið án árangurs svaraði
Steingrímur: „Svavar hittir for-
setann á morgun, þetta var stutt-
ur fundur og það má draga sínar
ályktanir af því, nema þá að
forsetinn leggi mjög hart að hon-
um.“