Morgunblaðið - 08.02.1980, Side 11

Morgunblaðið - 08.02.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 11 SIGURBJÖRG ÓF 1 frá Ólaísfirði. Skipið cr smiðað af Slippstoðinni hf. á Akureyri og lauk smíði þess vorið 1979. Skipið er 199 brl. ojf mesta lenjíd tæplejía 55 metrar. á næstunni, verður ekki hjá því komist að enn ein holskefla nýrra innfluttra skipa skelli yfir innan tiltölulega skamms tíma. Eina viðhlítandi ráðið til að draga úr þessum sveiflum er að efla íslenzkan skipaiðnað, sem jafnt og þétt sjái útvegsmönnum fyrir þeim skipakosti, sem þeir þarfn- ast, enda gerist slíkt í fullu samræmi við ástand fiskistofna og endurnýjunarþarfar flotans vegna úreldingar hans. Til þess að ná þessu marki, hefur Félag dráttarbrauta og skipasmiðja bent á ýmsar leiðir. Vissulega er nauðsynlegt, að t.d. Fiskveiðasjóði og Byggðasjóði sé jafnan tryggt nægilegt fjármagn, þannig að fyrirgreiðsla sjóðanna standi ekki í vegi fyrir eðlilegri framvindu innlendrar nýsmíði skipa. Félag dráttarbrauta og skipasmiðja hefur þó jafnframt lagt áherslu á önnur atriði, og skal hér dreðið á nokkur þeirra. Smíði án kaupanda Skipasmíðastöðvum verður að gera kleift að hefja smíði skipa án þess að samþykktir kaupsamn- ingar liggi fyrir, enda geti viðkom- andi skipasmíðastöð fjármagnað hlut væntanlegs kaupanda, þar til gengið hefur verið frá kaupsamn- ingi og hann samþykktur af lána- stofnunum. Næði þetta brýnasta hagsmunamál skipaiðnaðarins fram að ganga hefði það m.a. í för með sér aukinn stöðugleika í verkefnum stöðvanna og meiri sveiganleika í þjónustu við flot- ann, sem aftur yrði til þess, að stöðvarnar gætu sinnt fleiri við- gerðarverkefnum, er þær annars yrðu að afsala sér vegna þess að þær eru skuldbundnar að ljúka smíði við ákveðið tímamark. Þá myndi þessi heimild stuðla að aukinni samvinnu stöðvanna, og síðast en ekki síst stytta afgreiðslutímann stórlega, en langur afgreiðslufrestur íslenzkra stöðva hefur löngum verið helsti rökstuðningurinn fyrir innflutn- ingi skipa. Lánafyrirgreiðsla út á gömul skip Brýnt er að leysa þann vanda, sem við er að etja í sambandi við fjármögnun eigin framlags út- gerðarmanna, er eiga fyrir eldri skip, en vilja endurnýja þau. Útgerðarfyrirtækið reynir að sjálfsögðu að halda í gamla skipið sem lengst, og selur það helst ekki fyrr en það hefur fengið hið nýja afhent. í þessu sambandi má benda á þá hugmynd, að Fiskveiðasjóður íslands láni út á gömlu skipin, enda verði lánsfénu varið til að fjármagna eigið fram- lag lántakans vegna nýsmíða inn- anlands. Lán þetta fylgi síðan gamla skipinu, og yrði yfirtekið af nýjum eiganda við sölu. Yrði þetta að ráði, mundi samkeppnisaðstaða íslenskra stöðva gagnvart erlend- um keppinautum batna, því sem kunnugt er, hafa erlendar stöðvar nú um alllangt skeið boðið íslensk- um útgerðaraðilum að taka gömul skip þeirra upp í kaupverð nýrra skipa. Efling Aldurslaga- sjóðs fiski- skipa og aukning úreldingarstyrkja Mikilsvert er, að fiskiskipastóll landsmanna uppfylli jafnan ítrustu kröfur hvað varðar sjó- hæfni, öryggi og hagkvæmni í rekstri almennt. Fyrir útgerðar- manninn getur þó verið ýmsum vandkvæðum bundið að taka úr notkun gömul og óhentug fiski- skip. Að undanförnu hefur þó skilningur aukist á nauðsyn þess að auðvelda útgerðarmönnum að hætta rekstri úreltra skipa. Má þar nefna lagasetningu um svo- nefndan Aldurslagasjóð, lagasetn- ingu haustið 1978, þar sem hluta gengismunar, sem myndaðist við gengislækkun skyldi varið til úr- eldingarstyrkja, og loks nýsam- þykkt lagafrumvarp um breytingu á lögum um útflutningsgjald af sjávarafurðum. Fagna ber þeirri viðleitni, sem fram hefur komið í þessum efnum, en leggja verður áherslú á, að umtalsvert fjármagn þarf til, eigi árangur að nást. Þróun íslenskra fiskiskipa — íslensk skip fyrir íslenska útgerðarmenn Aðilar Félags dráttarbrauta og skipasmiðja hafa á undanförnum árum unnið mikið átak varðandi endurbætur á framleiðsluaðferð- um skipasmíðastöðvanna sem og á skipunum sjálfum. Þótt íslensk stálskipasmíði standi hinni erl- endu síst að baki hvað varðar tæknistig og gæði almennt, er ekki nokkur vafi á því, að enn má ná fram bættum árangri, sem ekki verður aðeins mældur með sparn- aði í smíðinni heldur og í bættri veiðitækni, og rekstri skipanna. Islenskar skipasmíðastöðvar þekkja best þarfir íslenskra út- gerðarmanna. Mikið af þeim skip- um, sem flutt hafa verið til landsins, einkum þó þeirra, er segja má að hafi verið keypt í kippum, hafa reynst stórlega göll- uð bæði hvað varðar hönnun og smíði. Glataðir úthaldsdagar fiskiskipa, sem smíðuð hafa verið hér á landi hafa á hinn bóginn reynst tiltölulega fáir. í ljósi fyrri reynslu, er því full ástæða til að vara við svo stórfelldum hug- myndum um innflutning fiski- skipa, eins og virðist vaka fyrir vissum útvegsmönnum í Vest- mannaeyjum, og hætt er við, að eigi eftir að grípa um sig eins og faraldur meðal starfsbræðra þeirra um landið allt. Fyrir skömmu var haldinn al- mennur félagsfundur í Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja. Kom þar fram, að menn báru ugg í brjósti vegna þeirra fregna, sem nú berast frá Vestmannaeyjum, sem virðist ætla að verða upphafið að þeirri nýju fljóðbylgju inn- fluttra skipa, sem félagið hefur svo lengi varað stjórnvöld við. Á fundinum var samþykkt einróma tillaga þess efnis, að á grundvelli stóraukinnar samvinnu íslenskra skipasmíðastöðva verði sem fyrst komið á fót skipasmíðaátaki, er taki til framleiðslu 10 fiskiskipa, 25—30 metra að lengd, enda sam- þykki Sjávarútvegsráðuneytið og Iðnaðarráðuneytið að verkefni þetta fari af stað. Verkefnið verði unnið í náinni samvinnu við þessi ráðuneyti og aðrar opinberar stofnanir, er málið varðar. Verkefni, sem þetta gæti orðið upphafið á jafnri og skipulegri endurnýjun íslenska fiskiskipa- stólsins, fráhvarf frá stóru stökk- unum og glundroðanum, sem hingað til hafa ríkt í þeim efnum. Sigmar Ármannsson. lögfræðingur. Landssambands iðnaðarmanna. Dóra M. Reyndal söngkona. Dóra M. Reyndal syngur á Háskóla- tónleikum FJÓRÐU háskólatónleikar vetrarins verða haldnir í félagsstofnun stúdenta laugardaginn 9. febrúar kl. 17. Dóra M. Reyndal, söng- kona, og Úrsúla Ingólfs- son-Fassbind, píanóleikari, flytja lög eftir Hugo Wolf við ljóð Paul Heyse úr ítölsku ljóðabókinni og nokkur lög eftir Richard Strauss. Árni Kristjánsson Tónleikar Pinu eru í í kvöld (föstudag) mun ítalski fiðlusnillingurinn Pina Carmirelli og Árni Kristjánsson píanóleikari leika á tónleikum hjá Tónlistarfélaginu í Reykjavík kl. 9 í Austurbæjarbíói. Pina Carmirelli lék með Sinfóníu- hljómsveit íslands í gærkveldi fiðlu- konsertinn nr. 2 eftir Prokofieff. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru þrjár fiðlusónötur JohanneS Pina Carmirelli. Arna og kvöld Brahms. Pina Carmirelli og Árni Kristjánsson leika nú saman á tónleikum hjá félaginu í fjórða sinn og þykir ávallt mikill tónlistarvið- burður þegar þetta ágæta listafólk hittist og leikur saman. Þetta eru sjöundu tónleikar Tón- listarfélagsins starfsveturinn 1979—1980 og hefjast þeir klukkan 9 í Austurbæjarbíói.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.