Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980
Magnús
Kjartansson:
Forsetavéringar o.fl
Á dögunum bað ég Morgun-
blaðið að birta fyrir mig þver-
girðingsgrein til Helga Hálfdan-
arsonar, því að ég er þrasgjarn
eins og alþjóð veit og hef sér-
staka ánægju af að ávarpa þá
sem standa mér framar í þeirri
íþrótt eins og Helgi Hálfdanar-
son. Eg sagði í greinarlok að
vísast værum við Helgi sam-
mála, og í svargrein sem hann
sendir mér kemur í ljós að sú er
raunin, þótt enn sé sumt óljóst.
Fyrst vil ég þó víkja að tittl-
ingaskít. í grein sinni þykist
Helgi ekki skilja hvað felst í
orðinu reglingsmenn. Hann vitn-
ar þó sjálfur í orðabók Menning-
arsjóðs, en þar stendur „regling-
ur, -s k, smásmygli, rex um
formsatriði, fastheldni við (úr-
eltar) reglur“. Þá vill Helgi kalla
það „rangt mál“ að segja „Komið
þér sælir, Jón“. Varla myndi
nokkrum Breta detta í hug að
kalla „How do you do, John“
rangt mál (þeir þúa aðeins Guð);
röksemdafærsla Helga er mál-
fræðiröksemd, ekki skynsamlegt
mat. Það gildir einu hvort menn
þúast eða þérast, ef allir nota
sömu aðferð, jafnrétti er aðal-
atriði, ekki upprunareglingur.
Þá virðist Helgi vera setuliðs-
maður, en svo kalla ég þá sem
nota bókstafinn z-u sem aldrei
hefur haft hljóðgildi á íslandi
eftir að ritöld hófst, en þann
bókstaf elska þeir heitast sem
vilja hafa setulið á íslandi, þótt í
þeirri staðhæfingu felist engar
getsakir í garð Helga Hálfdan-
arsonar. Stafsetning skiptir
raunar miklu máli ef forðast á
andlega stéttaskiptingu, eins og
Konráð Gíslason og Bjöm M.
Ólsen hafa rakið manna best; ég
man að einn helsti leiðtogi
setuliðsmanna (í tvöfaldri
merkingu) á þingi, Gylfi Þ.
Gíslason, taldi stafsetningarað-
ferðir Breta og Frakka menning-
aratriði og virtist telja það
einstaklega eftirsóknarvert að
alþýða manna kynni ekki að
festa tal sitt á blað. Það var því
ekki að undra þótt Jónas Krist-
jánsson, Dagblaðsritstjóri og
bragðlaukafræðingur setuliðs-
manna, legði til á dögunum að
íslendingar gerðu hernaðar-
bandalag við kínverja en í
stærsta ríki jarðarinnar verða
þeir menn taldir á fingrum
annarar handar sem kunna let-
urtáknin öll. Kannski er þarna
að finna sameiginlegt stefnumál
Alþýðubandalagsmanna og
Gunnars Thoroddsens.
Helgi segir í grein sinni: „Ég
hef haldið því fram, að það sé oss
Islendingum nauðsyn að mál
vort breytist sem allra minnst,
að íslenzk tunga eigi ekki að
laga sig að breyttum tíma með
því að breytast, heldur með því
að vaxa„Það er utan við minn
skilning að vöxtur sé ekki breyt-
ing, ætli væri ekki nær að
staðhæfa að vöxtur sé algeng-
asta breyting tilverunnar. Meiri-
hlutinn af orðaforða nútímam-
anna hérlendis var landnáms-
mönnum ókunnugt tungutak, og
umtalsverður hluti af tungutaki
landnámsmanna hefur lagt upp
tærnar í tímanna rás. Þá hefur
orðið gerbylting á framburði; ef
Helgi Hálfdanarson ætti þess
kost að hitta Snorra Sturluson
myndi þá ekki tjóa að ræðast við
heldur stæðu þeir klumsa hvor
o
andspænis öðrum. Leiðin til þess
að tryggja það að þjóðin geti
notið Snorra er að prenta ritverk
hans í búningi sem hæfir
nútímamönnum, án þess að
nokkurt mið sé tekið af reglingi
setuliðsmanna og Wimmerista.
í þessari kenningu Helga þyk-
ist ég finna nokkurn keim af
sjónarmiðum hreintungumanna
svonefndra, en þeir töldu og telja
að ekkert orð sé tækt í íslenska
tungu nema það eigi sér norræn-
an uppruna (hvað sem það nú
merkir). Ég held að fáir menn
hafi verið óþarfari íslenskri mál-
þróun en þeir reglingsmenn, og
væri fróðlegt rannsóknarefni að
kanna hversu mikill hluti af
málfræjum þeirra hefur fallið í
grýttan jarðveg. Afleiðingin hef-
ur orðið sú að á fjölmörgum
mikilvægum sviðum tína menn
út úr sér ómál sem er ekki í
neinum tengslum við meginregl-
ur íslenskrar tungu. Hrein-
tungustefnan hefur verið
rökstudd með því að íslenska sé
„gagnsætt mál“, en sú villukenn-
ing leiðir til þess að menn
ímynda sér af nafngiftarástæð-
um að þeir viti skil á einhverjum
fræðum sem þeir kunna í raun
engin deili á. Aðferðin leiðir
miklu oftar til misskilnings en
skilnings. Á þessari öld hafa
íslendingar í ríkari mæli en
nokkru sinni fyrr orðið að fást
við svið sem hugsun íslendinga
hafði aldrei nálgast fyrr, og eina
vitlega aðferðin hafði verið sú að
hagnýta alþjóðleg orð sem mest,
en fella þau að öllum meginregl-
um íslensks tungutaks. Sinfóníu-
hljómsveit íslands er ágætt
dæmi um slík vinnubrögð.
Þá er komið að véringum,
ossingum og voringum. Helgi
Hálfdanarson virðist ímynda sér
að forsetar Islands véri sig af
málfræðilegum áhuga á fornri
fleirtölumynd. Þetta er fráleitur
misskilningur. Fyrsti forsetinn
var látinn véra sig til þess að
sanna að hann stæði Kristjáni
lOda danakóngi fyllilega á
sporði, en sá kallaði sig „vi“ á
dönsku. Véringar biskupsins yfir
íslandi (NB: ekki undir) eru
einnig erlend máláhrif. Mér er
alveg sama þótt þessir ágætis-
menn og aðrir veri sig ásamt
Helga Hálfdanarsyni, en hinu
mótmæli ég að þetta útlensku-
skotna tungutak sé talið til
fyrirmyndar. En kannski ættum
við að láta forsetaefnunum eftir
að kljást um þetta orðafar á
væntanlegum áróðursfundum.
Nema Helgi verði í hópnum.
6ta febrúar 1980.
Á morgun, laugardag, verður
ein sýning á íslensku kvikmynd-
unum, sem taka þátt í kvik-
myndasamkeppni Listahátíðar.
Þetta eru fjórar myndir, Bíldór
(’78), 6 mín., eftir Þránd Thor-
oddsen og Jón Hermannsson, þar
sem Gísli Alfreðsson leikur fyrir-
myndarborgara, sem breytir um
yfirbragð, þegar hann sest undir
stýri á fína bílnum sínum; Eldgos-
ið í Heimaey og uppbygging
(1978, 24 mín.) eftir Heiðar Mar-
teinsson, heimildamynd um þessa
atburði; Humarveiðar (1978, 15
mín.), einnig eftir Heiðar Mar-
teinsson, sýnir róður með hum-
arveiðibát, veiðiaðferð og verkun
aflans um borð; og að lokum Lítil
þúfa (1979, 65 mín.) eftir Ágúst
Guðmundsson, leikin mynd um 16
ára skólastúlku, sem verður ólétt
og þau vandamál, sem fylgja í
kjölfarið hjá fjölskyldum stúlk-
unnar og barnsföðurins.
Þá á einnig eftir að sýna á
hátíðinni finnsku myndina Varið
þorp 1944 og japönsku myndina
Ævi Oharu (1952) eftir Mizoguchi,
samsetta sýningu af teiknimynd-
um frá Zagreb, Júgóslavíu, og
tvær samsettar sýningar af stutt-
um myndum, leiknum og teiknuð-
um, fyrir börn, en meðal þessara
mynda er Hestarnir á Miklaengi,
sem tekin var hér á landi 1978.
SSP
Kvikmyndahátíð-
in — Nýiar myndir
Á ÞEIM fimm dögum. sem nú
lifa eftir af kvikmyndahátið
Listahátíðar í Regnhoganum (há-
tíðinni lýkur þriðjudaginn 12.
feb.) verða sýndar allmargar
nýjar og eftirtektarverðar mynd-
ir.
Skákmennirnir (Indland, 1978)
er gerð af Satyajit Ray, þekktasta
leikstjóra Indverja. Myndin gerist
á nítjándu öld og þar segir m.a.
frá tveimur indverskum yfirstétt-
armönnum, sem eyða tíma sínum
Skákmenrirnir eftir Satyajit Ray.
myndar, en í upphafi myndarinn-
ar er gerð grein fyrir ástandinu í
sögulegu samhengi. I þessari
mynd er m.a. allskemmtilegt við-
tal við Trudeau, þar sem hann
setur fréttamanninn upp að vegg
og spyr hann spjörunum úr.
Stjórn myndarinnar er í höndum
Robin Spry, þess sama og leik-
stýrði myndinni Einn á báti.
Skipanir (1975) er gerð af Mich-
ael Brault, en hann deildi leik-
stjórnarverðlaunum á Cannes
1975 með Costa-Gavras. í Skipan-
ir tekur Brault fyrir sömu atburði
og lýst er í heimildamyndinni en
hér er sagan sögð frá sjónarhóli
fimm manna, sem hnepptir eru í
fangelsi vegna grunsemda um að
vera hliðhollir FLQ. Þar er þeim
haldið án yfirheyrslu eða sakar-
gifta í nokkrar vikur. Megin-
gagnrýnin, sem þessi mynd hefur
hlotið, er að í henni sé ekki
nægilega vel greint frá bakgrunni
atburðanna og því, að herlög voru
sett. Með því að sýna báðar þessar
myndir á hátíðinni er bætt úr
þessu og fleiri sjónarmiðum kom-
ið á framfæri. Brault deilir hart á
herlögin og sýnir hvernig þau
bitna á saklausu fólki en Spry
reynir að leita eftir orsökunum
fyrir þvi, að herlögin voru sett.
Spurningin snýst um það, hvernig
stjórnvöld bregðast við starfsemi
hryðjuverkamanna, sem ógna lög-
lega kjörinni stjórn (hér er um að
ræða nákvæmlega sömu hluti og í
Þýskaland að hausti og hvort
stjórnvöld hafi þá rétt til að setja
herlög, sem aftur skerða persónu-
legt frelsi hins almenna borgara.
Albert? — Hvers vegna?
(Þýskaland 1978) er prófmynd
Josef Rödl frá kvikmyndaskólan-
um í Múnchen og hlaut myndin
Albert? — Hvers vegna?
verðlaun gagnrýnenda á kvik-
myndahátíðinni í Berlín 1978, sem
er afar óvenjulegt, þar sem um
skólamynd er að ræða. Albert er
ungur maður, sem býr í sveita-
þorpi í Bæjaralandi. Hann dvelst
um hríð á geðveikrahæli og þegar
hann kemur aftur heim, hefur
frændi hans tekið öll völd á
sveitabýli hans. Albert kann
þessu illa og hann á í útistöðum
við þorpsbúana, sem líta á hann
sem hálfvita.
í að tefla, um það leyti sem breska
heimsveldið er að seilast til yfir-
ráða í ríki þeirra. Þetta er talin
vera ein af bestu myndum Ray,
vel leikin og fyndin, þar sem tekin
eru fyrir atriði eins og ábyrgð,
völd og úrkynjun. Breski leikar-
inn og leikstjórinn Richard Att-
enborough fer hér á kostum sem
yfirmaður herafla Breta á Ind-
landi.
Frá Kanada verða sýndar tvær
myndir, heimildamyndin Action
— Októberdeilan 1970 og Skip-
anir, en þessar myndir tengjast
saman á þann hátt, að þær fjalla
báðar um þann atburð, þegar
stjórnvöld settu í gildi herlög í
Quebec í kjölfar pólitískra
mannrána, sem skæruliðar FLQ
(Þjóðfrelsishreyfingar Quebec)
frömdu. Heimildamyndin greinir
frá þessum atburði í stíl frétta-
<9 Sole lo
Skipanir
Que. OHers
To Release
c n_.______