Morgunblaðið - 08.02.1980, Síða 16

Morgunblaðið - 08.02.1980, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 iltargmiÞIftfrtfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gúnnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. Slegið á fram- rétta sáttahönd Enginn vafi er á því, aö allt fram á síðustu stund vonuöu flestir sjálfstæðismenn, að einhver málamiðl- un fyndist á ágreiningi Gunnars Thoroddsens og stuðningsmanna hans við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Undanfarna daga hafa Geir Hallgrímsson, Ólafur G. Einarsson og fleiri þingmenn átt stöðugar og ítarlegar viðræður við þá Friðjón Þórðarson og Pálma Jónsson um hugsaniegar sættir en án árangurs. Gunnar Thoroddsen mætti á þingflokksfundi í gær og kynnti þar málefnasamning stjórnar sinnar. Að máli hans loknu sagðist Geir Hallgrímsson „reiðubúinn að leggja til við þingflokkinn að hann tilnefni menn til viðræðna um framlagðan málefnasamning við aðila hans í þeim tilgangi að fá upplýsingar og ná fram breytingum, sem gætu leitt til samkomulags, enda sé ljóst, að málefnasamningurinn sé ekki lagður fram í þingflokkn- um í dag eingöngu til upplýsinga, samþykktar eða synjunar“. Gunnar Thoroddsen hafnaði þessari sáttatil- raun formanns Sjálfstæðisflokksins með þeim ummælum, að það þýddi nýja tilraun til stjórnarmyndunar, ef að þessu yrði gengið. Spurningin væri aðeins: Vill Sjálfstæð- isflokkurinn mynda ríkisstjórn á þessum grundvelli eða ekki? Eftir að Gunnar Thoroddsen hafði með þessum hætti slegið á framrétta sáttahönd Geirs Hallgrímssonar var sýnilegt, að um málamiðlun gat ekki orðið að ræða eins og á stóð. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafði sagt sitt síðasta orð í þessu máli og hélt fast við úrslitakosti sína. Morgunblaðið harmar það. Kríulöpp Málefnasamningur sá, sem samkomulag hefur tekizt um milli Gunnars Thoroddsens, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags, sýnir, að ríkisstjórn þessara aðila verður stefnulaus ríkisstjórn, hún er mynduð til þess að undirstrika þann klofning í röðum sjálfstæðismanna, sem aðgerðir Gunnars Thoroddsens hafa leitt til. Þess vegna var tilboð Geirs Hallgrímssonar á fundi þingflokks sjálfstæðismanna í gær, ekki einungis viðleitni af hálfu formanns Sjálfstæðisflokksins til þess að koma í veg fyrir klofning Sjálfstæðisflokksins, heldur var það líka tilraun til þess að tryggja að stjórnarmyndun þessi yrði byggð á traustari grunni og sterkari málefnastöðu. Því miður hafnaði Gunnar Thoroddsen þessu boði. Með því hefur hann í senn komið í veg fyrir sættir innan Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmyndun, sem hefði raunhæfan tilgang. Málefnasamningur þessi er birtur í Morgunblaðinu í dag í heild. Lesendur eru hvattir til að kynna sér efni hans. Þá munu þeir sjá, að þessi væntanlega ríkisstjórn er ekki mynduð í því skyni að ná tökum á verðbólgunni. Hún hefur ekkert ákveðið markmið í huga í málefnum landsmanna. Þjóðarskútan verður jafn stjórnlaus og hún hefur verið. Tilgangurinn með þessari stjórnarmyndun er sá einn af hálfu framsóknarmanna og alþýðubandalagsmanna að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Ríkisstjórnin er mynduð utan um tákn þessa klofnings, Gunnar Thoroddsen. Morgunblaðið mun taka afstöðu til einstakra atriða málefnasamningsins, þegar séð verður, hvað í umbúðun- um er. Eins og málefnasamningurinn liggur fyrir er hann fyrst og síðast fögur orð, en vinnubrögðin eru svipuð og tíðkast hefur við myndun vinstri stjórna: allir endar lausir eins og í slitnum netamöskvum, en það heitir kríulöpp. Friðjón Þórðarson alþingismaður: Eitt er víst: Ég er og verð alltaf sjálfstæðismaður „ÉG held að það sc fjarri okkur Pálma báðum að vilja kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Raunar var ljóst að stjórninni yrði ýtt úr vör án okkar atbeina. en við sáum hins vegar fljótlega, að fyrst málið lá þannig fyrir að við töidum. að búast mætti við nokkru af þessari stjórn, þá hlytum við að taka afstöðu til hennar. Og þegar okkur þótti sýnt, að málefnagrundvöllurinn væri viðunandi fyrir sjálfstæðismenn, þá þótti okkur langhreinlegast að styðja á beinan hátt þessa viðleitni til að binda enda á stjórnleysið í landinu,“ sagði Friðjón Þórðarson alþingismaður í samtali við Mbl. eftir þingflokksfund sjálfstæðismanna í gær. Mbl. spurði Friðjón í tilefni af yfirlýsingu hans og Pálma um þær „ítrekuðu tilraunir", sem þeir hefðu gert til að ná sam- stöðu í þingflokknum um stjórn- armyndun Gunnars. Friðjón sagði: „Við höfum ýmist báðir eða hvor í sínu lagi unnið að þessu með samtölum við menn. “ — Fengu skoðanir ykkar engan hljómgrunn? „Ég verð að segja það, að í viðtölum við einstaka menn var okkur mætt af skilningi og satt að segja missti ég ekki vonina fyrr en á þingflokksfundinum áðan. Fram á síðustu stundu vonaðist ég eftir því að af samstarfi gæti orðið og að meðal annars kæmu ráðherrar inn í stjórnina úr þingflokki Sjálf- stæðisflokksins." — Verðið þið Pálmi ekki ráð- herrar? „Ég skal ekkert um það segja á þessari stundu. Ég hefði hins vegar viljað, að aðrir kæmu til samstarfs og þá í ráðherraemb- ætti.“ — Nefnduð þið Pálmi þann möguleika í samtölum ykkar við aðra þingmenn Sjálfstæðis- flokksins? „Ég vil á þessu stigi ekkert vera að tíunda efni þessara samtala. Hitt hef ég sagt í samtali við Mbl. og get endur- tekið, að ljóminn frá ráðherra- stóli villti mér ekki sýn í þessu máli.“ — Ráðherraembætti er þá ekki skilyrði fyrir þínum stuðningi, eða hvað? „Nei. Ég sækist ekki- eftir ráðherraembætti. Ég hef hins vegar sótzt eftir sáttum í málinu og hefði talið það stórkostlegan ávinning að ná þeim. Mér varð að vísu ljóst að eftir þingflokks- fundinn á föstudaginn var erfitt að ná mönnum saman, en samt missti ég ekki vonina fyrr en á þingflokksfundinum í dag.“ — Telur þú þá útilokað að fleiri fylgi ykkur Pálma? „Því fer fjarri, að ég geti svarað því.“ — Hvað var það sem gerðist á þingflokksfundinum, sem olli því áð þú varðst úrkula vonar um sættir? „Ég vil ekkert vera að skýra frá því, sem gerist á þingflokks- fundum. En þessi skoðun er niðurstaða af því, sem þar fór fram.“ — Var þetta erfið ákvörðun að lýsa yfir stuðningi við stjórn Gunnars? „Hún var tekin að vandlega íhuguðu máli.“ — Nú telur þú málefnasamning- inn viðunandi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hverjir eru að þínu mati helztu kostir hans? „Málefnasamningurinn hefur ekki verið gerður opinber, þann- ig að ég tel mig ekki geta á þessari stundu farið út í einstök efnisatriði hans. Almennt get ég sagt, að það er auðvitað óhugsandi, þegar um samstarf þriggja aðila er að ræða, að einn fái öllum sínum málum framgengt. Það má vafa- laust margt að þessum málefna- samningi finna, ef menn vilja skoða hann bara frá sínum sjónarhóli, og ólíklega er þar tekið á öllum málum, sem þarf að fjalla um og huga að. Megin- málið er þó, að viðkomandi aðilar telji samkomulagið viðun- andi samstarfsgrundvöll og ég held, að þessi málefnasamningur sé ekki verri en gengur og gerist milli stjórnmálaflokka.“ — Hvaða mál eru það, sem þú hefur lagt sérstaklega áherzlu á í sambandi við þennan málefna- samning? „Við Pálmi höfum að sjálf- sögðu farið í gegn um öll þau meginatriði, sem fyrir liggja og metið þau. Pálmi hefur svo sérstaklega athugað landbúnað- armálin og ég skoðaði sérstak- lega til dæmis samgöngumálin. En auðvitað byggist afstaða okk- ar á samkomulaginu í heild.“ — Vinnubrögð Gunnars við þessa stjórnarmyndun hafa ver- ið gagnrýnd af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Hvað segir þú um þau? „Ég hef ekki rannsakað það mál sérstaklega. Hitt er alveg ljóst, að ef á að ná sáttum eða málamiðlun, þá þarf oftast nær að strika yfir eitthvað, sem gerzt hefur áður.“ — Ert þú með þessum stuðningi að taka Gunnar fram yfir Geir? „Því fer fjarri. Þetta er póli- tískt mál fyrst og fremst, en ekki persónulegt. Báðir þessir menn eru og hafa verið ágætir vinir mínir í mörg ár og undanfarna daga hef ég rætt við þá báða. Af minni hálfu er ekki fyrirhuguð nein breyting á þessu og ég hef ekki fundið það, að annar hvor þeirra vilji breyta til, hvað þetta snertir. Mín afstaða er einfaldlega sú, að ég tel ekki verjandi annað en að styðja þessa stjórnarmyndun og sú afstaða byggist á stjórn- málalegum staðreyndum." — Nægilega sterkum til að láta skilja milli þín og meirihluta þingflokksins? „Ég hef tekið mína ákvörðun." — Ætlar þú að halda áfram starfi í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins? „Ég mun áreiðanlega taka þátt í starfi þingflokks Sjálf- stæðisflokksins að því marki sem þessi sérstaða leyfir." — Hvað leyfir hún þegar þú ert í stjórn og hinir í stjórnarand- stöðu? „Það er ekki fyllilega Ijóst, hvað verður. Þetta fer eins og annað eftir efnum og ástæðum." — Veizt þú um undirtektir í kjördæmi þinu við þessa ákvörð- un þína? „Það, sem ég hef heyrt frá mínum kjósendum, hefur nálega allt verið á einn veg; hvatning til að nýta þetta tækifæri til mynd- unar ríkisstjórnar, sem landið þarf á að halda. Nokkrir hafa viðurkennt að þetta væri erfitt mál og stórt skref að stíga, en sagt, að þeir standi með mér, hvaða ákvörðun, sem ég tæki.“ — Þú telur þá ekki að þú sért að „fremja pólitískt sjálfsmorð" með þessu? „Ég er ekki að hugsa um mig persónulega í þessu sambandi. Ég er ekkert hræddur við að berjast fyrir þessari ákvörðun minni frekar en öðrum. Hvað framtíðin ber í skauti sínu verð- ur bara að koma í ljós. En hvernig sem allt veltur, þá er eitt þó alveg víst og það er, að ég er og verð alltaf sjálfstæðis- maður.“ Eggert Haukdal alþingismaður: Ég styð þessa stjórn „Þessi málefnasamningur er að minu mati viðunandi í höfuð- atriðum. þótt alltaf megi segja sem svo, að hlutirnir gætu verið betri. En ég styð þessa stjórn,“ sagði Eggert Haukdal alþingis- maður í samtali við Mbl. í gær. Eggert sagði málefnasamning- inn trúnaðarmál og því vildi hann ekki svara spurningum blaðsins í gær um efnisatriði hans og álit sitt á þeim í einstökum atriðum. Mbl. spurði þá Eggert, hvort það, að hann hefði ekki verið tekinn inn í þingflokk Sjálfstæðis- flokksins, hefði haft sérstök áhrif á afstöðu hans. Hann sagðist ekkert frekar vilja um málin segja að svo stöddu. Alhert Guðmundsson: Mín afstaða breytist ekkert MORGUNBLAÐIÐ spurði Albert Guðmundsson alþingismann í gærkvöldi álits á málefnasamn- ingi ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen, en Albert hefur sem kunnugt er, lofað að verja stjórn- ina vantrausti. „Ég varð nú að fara af þingflokksfundi eftir um klukkustund vegna borgarstjórn- arfundar, “ sagði Albert. „Þeim fundi lauk um sjöleytið og þá frétti ég að þingflokksfundurinn væri búinn. Ég hefi því ekki enn haft aðstöðu til að kynna mér þcnnan málefnasamning nægi- Iega vel til þess að kveða upp dóma um efni hans.“ Þá spurði Mbl. Albert álits á stuðningi Friðjóns Þórðarsonar og Pálma Jónssonar við ríkisstjórn Gunnars. „Ég lít á þá sem góða sjálfstæðismenn eftir sem áður,“ svaraði Albert. Þá spurði Mbl. Albert, hvort afstaða hans til ríkisstjórnar Gunnars kynni ef til vill að breytast yfir í stuðning. Hann sagði: „Mín afstaða breytist ekk- ert umfram það sem kom fram í mínu bréfi, hvorki til eða frá.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.