Morgunblaðið - 09.02.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.02.1980, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 V eður haml aði veiðum EKKI var veiðiveður hjá loðnu- skipunum í fyrrinótt, en tíðin hefur þó verið mjög góð undan- farið og litlar frátafir frá upp- hafi vertíðar. Aflinn losar nú 215 þúsund tonn og eftirtalin skip tilkynntu loðnunefnd um afla á fimmtudag og þar til síðdegis í gær: Fimmtudagur: Þórshamar 570, Hafrún 640, Gígja 730, Jón Finnsson 570, Helga II 500, Kap II 680, Seley 400, Sigurfari 820, Magnús 450, Svanur 670, Hilmir 520, Húnaröst 560, Þórður Jónas- son 440, Fífill 580, Faxi 80, Skírnir 40, Gullberg 500, Sigurður 1100, samtals 19 skip með 10.520 lestir. Föstudagur: Náttfari 290, Júpi- ter 600, Rauðsey 400, Stapavík 300. Mörg verkefni í sjónmáli hjá Jarðborunum ríkisins: 2—3 holur við Kröflu Jötunn til Færeyja? EINS og skýrt hefur verið frá í Morgunbiaðinu Iá við stórslysi þegar nokkrar snjóskriður féllu á veginn undir Olafsvíkurenni þegar verið var að ryðja hann vegna snjóa. Veghefill sem Ríkharður Hjörleifsson stjórnaði hentist eins og eldspýtustokkur út af veginum, niður snarbratta hlíðina áleiðis fram af bjargbrún- inni niður í sjó. Bæring Cecilsson fréttaritari Mbl. í Grundarfirði tók þessa mynd af Ríkharði við hefilinn í snarbrattri hlíðinni. — ÞAÐ ER óhætt að segja. að fleiri verkefni eru nú í sjónmáli heldur en oft áður á þessum tíma árs, en þó er óráðið hve mikið verður unnið af þessum verkum á árinu og skapast það m.a. af því ástandi, sem verið hefur í stjórn landsins, sagði lsleifur Jónsson hjá Jarðborunum ríkisins í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Stjórnarsáttmálinn: I Bjarnarflagi er ráðgert að Jötunn bori eina holu og að tvær eða þrjár holur verði boraðar við Kröflu. Um önnur verkefni er ekki að ræða á árinu fyrir þennan stærsta bor Jarðborana, nema hvað enn þá er til athugunar að boraðar verði tvær rannsóknar- holur í Færeyjum og gæti það prðið seint á þessu ári. Sagði Isleifur, að búið væri að ganga frá tillögu að fjármögnun í Færeyjum sem leggja ætti fyrir stjórnvöld. Þetta verkefni hefði staðið til um nokkurn tíma og væri ætlunin með þessum borunum að gera almenna jarðfræðirannsókn. Næg verkefni virðast vera á þessu ári fyrir gufuborinn Dofra, sem er sameign jíkis og Reykja- víkurborgar. Hann er nú við vinnu fyrir Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, hefur lokið við að bora eina holu þar frá áramótum og ætlunin er að bora þar þrjár holur til viðbótar. Þá er ætlunin að bora 3—5 holur fyrir Hitaveitu Reykja- víkur, eina í Laugardal, eina í Blesugróf, eina í Mosfellssveit og e.t.v. að Nesjuvöllum. Borarnir Narfi og Glaumur eru í Eyjafirðinum við vinnu fyrir Hitaveitu Akureyrar, en þeir bor- ar hafa verið við verkefni fyrir HA um nokkurn tíma. Fyrir þá bora liggja fyrir beiðnir um verk- efni frá hitaveitunni á Egils- stöðum, Laugalandi í Holtum, hitaveitunni á Suðureyri við Súg- andafjörð og um borun á einni holu fyrir Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum. ísleifur sagði að gert væri ráð fyrir allmörgum rannsóknarbor- unum í sumar og þá m.a. fyrir fyrirhugaðar vatnsvirkjanir. „Gengur gegn grundvallar- stefnu Sjálfstæðisflokksins44 Þingflokkur sjálfstæðismanna í andstöðu við ríkisstjórnina ÞINGFLOKKUR sjálfstæð- ismanna tók í gær formlega afstöðu gegn málefnasamningi ríkisstjórnar dr. Gunnars Thor- oddsens, enda gangi hann í veiga- miklum atriðum gegn grundvall- arstefnu Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkurinn mun því hvorki veita ríkisstjórninni stuðning né hlutleysi, heldur skipa stjórnar- andstöðu. Ályktun þingflokksins, sem samþykkt var af öllum viðstödd- Benedikt Gröndal, fráfarandi utanríkis- og forsætisráðherra: Þekki handbragð Al- þýðubandalagsins á utanríkismálakaflanum „ÉG er ákaflega fenginn. að stjórnarkreppan héfur nú leystst og í því efni má segja að við höfum oft séð hann svartan. hvað það snertir," sagði Benedikt Gröndal, fráfarandi forsætisráðherra, er Morgunblaðið ræddi við hann í skrifstofu forsætisráðherra á meðan hann beið Gunnars Thoroddsens. „Ég vona að þessi lausn reynist farsæl." „Það hefur verið athyglisverð reynsla að vera í starfsstjórn. Við störfuðum samkvæmt sam- komulagi við Sjálfstæðisflokk- inn fram að kosningum, en eftir þær á ábyrgð forseta Islands og lögfróðir menn hafa sagt — með öllum rétti og skyldum ríkis- stjórna. Við höfum komið mörg- um góðum málum til leiðar og vil ég þar nefna launajafnrétt- ismálið 1. desember, veigamiklar endurbætur á ellilífeyri og lausn á fiskverðsdeilu. Þessi ríkis- stjórn okkar hefur leyst öll tímabundin aðsteðjandi vanda- mál, þótt hún hafi af skiljan- legum ástæðum ekki hreyft við langtímavandamálunum. Eg hef ekki tölu á öllum þeim fjölda frumvarpa, sem við höfum unnið og lagt fyrir Alþingi en þau skipta tugum. Þar er m.a. að finna gamla kunningja, en auk þess ýmsar nýjar hugmyndir, sem unnið hefur verið að á þessum tíma.“ Hvað vilt þú segja um hina nýju ríkisstjórn? Benedikt Gröndal sagði: „Mér hefur nú ekki reynzt auðið að grandskoða málefnasamning hennar, en ég las hann í Morgunblaðinu í morgun. Þar er margt gott og ýmislegt varhugavert. í heild er hann ávísun á áframhaldandi verðbólgu og stjórnin verður að halda vel á spöðunum, ef henni á að takast að leysa vandamálin. Það hefur sannast að það er auðveldara að skrifa óskalista, en halda lífsreglur efnahagslífs- ins.“ „Mér sýnist við lestur málefnasamnings nýju ríkis- stjórnarinnar sem Alþýðu- bandalagið hafi komið ýmsu fram af sínum málum. Sérstak- lega þykist ég þekkja handbragð þeirra á kaflanum um utan- ríkismál. Það eru dapurlegir atburðir, ef byrjað er að verzla með utanríkis- og öryggismál þjóðarinn^ir fyrir ráðherrastóla. Ég vona aðeins, að Ólafur Jó- hannesson reynist þar tryggur og fastur fyrir, svo að það bjargist." Að lokum sagði Benedikt Gröndal: „Ég lít svo á, að ríkisstjórnin eigi að fá tækifæri. Ég óska ráðherrunum og að- standendum stjórnarinnar til hamingju og vona að ríkisstjórn- in verði þjóðinni til góðs.“ um þingmönnum flokksins, er svohljóðandi: „Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins hefur kynnt sér málefnasamn- ing ríkisstjórnarinnar og telur hann þess efnis, að flokkurinn geti ekki veitt ríkisstjórninni stuðning né hlutleysi, enda gengur hann í veigamiklum atriðum gegn grund- vallarstefnu Sjálfstæðisflokksins. — Þingflokkurinn verður því í andstöðu við ríkisstjórnina og mun gera nánari grein fyrir af- stöðu sinni til einstakra þátta málefnasamningsins." Þingflokkurinn fékk málefna- samninginn fyrst í hendur í fyrra- dag, er dr. Gunnar Thoroddsen gerði grein fyrir honum á þing- flokksfundi; og fjallaði um hann þá og aftur á formlegum þing- flokksfundi, sem hófst kl. 14 í gær og stóð til kl. 16.30 síðdegis. Á fundinum voru allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem staddir voru í Reykjavík (Jósep H. Þor- geirsson og Matthías Bjarnason voru staddir á Akranesi), utan þeir, sem tekið hafa sæti í hinni nýju ríkisstjórn (Gunnar Thor- oddsen, Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson). Albert Guð- mundsson mætti á þingflokks- fundinum en var farinn af honum áður en ályktunin kom til at- kvæða, en hún var samþykkt samhljóða. Afstaða þingflokksins til ein- stakra efnisþátta málefnasamn- ingsins verður væntanlega birt í Mbl. á morgun. 0' INNLENT Versnandi staða ullariðnaðarins — VIÐ höíum ekki sagt upp neinu starfsfólki ennþá, en hald- ið að okkur höndunum meðan stjórnarkreppan hefur ríkt og segja má að við höfum í hvorugan fctinn getað stigið og svo verður sjálfsagt enn um sinn, sagði Pétur Éiríksson forstjóri Álafoss er Mbl. innti hann eftir stöðu mála hjá þeim og hvort til uppsagna hefði komið hjá fyrir- tækinu. —Staða útflutningsiðnaðarins er slæm um þessar mundir, en við verðum að sjá til hvað gerist og hvort ný ríkisstjórn tekur málefni hans eitthvað til athugunar, sagði Pétur ennfremur. —Hér er allt í fullum gangi og nóg að gera út af fyrir sig, en staðan hefur versnað mjög síðustu 2 mánuðina, sagði Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri Iðn- aðardeildar SIS á Akureyri.— Við höfum miklar áhyggjur af þessari stöðu og ættum í raun að geta safnað í sarpinn þegar nóg er að gera, en því er ekki að heilsa og í stað þess er allt rekið með tapi og má kenna um miklum launahækk- unun og ullarverðshækkunum í desember. Stöðug hækkun hefur líka verið á allri opinberri þjón- ustu, t.d. orkuverði, en það fer eftir efnahagsþróuninni næstu mánuðina hverju fram vindur og staðan nú er mun lakari en hún var á sama tíma í fyrra, sagði Hjörtur Eiríksson að lokum. Við ullariðnað í landinu eru nú milli 13 og 1500 ársverk og hjá' báðum ofangreindum fyrirtækjum starfa nálega 500 manns við þenn- an iðnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.