Morgunblaðið - 09.02.1980, Side 10

Morgunblaðið - 09.02.1980, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 10 Guðný í hlutverki Margrétar. Með henni á myndinni er Jónas Tryggvason í hlutverki Ólafs bónda. „Þetta hóist víst allt saman á því að Ágúst Guðmundsson tók eftir mér í miðbænum. Ég vann þá í Útvegsbankanum í Austurstræti og var því mikið á ferðinni þar. Dag nokkurn kom svo Ingibjörg Briem aðstoðarleikstjóri til mín á strætisvagnabiðstöðina og sagði að verið væri að leita að stúlku í kvikmynd og spurði hvort ég vildi láta prófa mig. Ég vissi þá ekkert hvað um var að ræða en Ágúst kom síðan um kvöldið og lét mig lesa fyrir sig. Hann sagði mér ekki hvert hlutverkið væri og ég bjóst ekki við því að hann talaði við mig aftur. Ég var sjálf ekkert sérstaklega spennt fyrir þessu og gerði eiginlega bara grín að þessu öllu saman.“ Sú sem þetta segir er Guðný Ragnarsdóttir, leikkonan unga sem fór með eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Land og synir“. Guðný, sem aldrei hefur leikið áður, hefur vakið mikla athygli fyrir látlausan leik og sérlega norrænt útlit. Guðný er nemi í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Við hittum hana að máli á heimili hennar við Háaleitis- braut og hún heldur áfram að segja okkur frá aðdragandanum að því að hún fór með hlutverk Margrétar í „Landi og sonum". „Það var um verslunarmanna- helgina að Ágúst talaði við mig, en ég var að fara úr bænum. Þegar ég kom heim hafði Ágúst haft samband við móður mína og sagt henni hvaða hlutverk þetta væri. Þá fyrst fór ég að hugsa um þetta í alvöru. Næstu vikuna var ég á báðum áttum. Ágúst stakk þá upp á því að ég kæmi norður helgina eftir til þess að sjá hvað um væri að ræða og ég gæti áttað mig betur á hlutun- um. Eftir þá ferð ákvað ég að slá til. Eg var nefnilega viss um það að ef ég neitaði myndi ég sjá eftir því aila ævi.“ „Mér fannst ákaflega gaman að eiga þátt í tilurð þessarar myndar. Þetta var elskulegt fólk sem að henni stóð. Ég var að vísu svolítið feimin við það fyrst, ég hafði bara séð það í sjónvarpi, á leiksviði eða myndir af því í blöðunum. Ég kom heldur ekki norður fyrr en kvikmyndatakan var hafin og hópurinn sem að henni vann var þegar orðinn samstilltur. En þetta gekk allt saman mjög vel. Mér fannst líka gaman að sjá hversu vel Svarf- dælingarnir tóku upptöku mvnd- arinnar, hún var orðin þeim sem eðlilegur hluti af Iífinu. „Nú er ekki hægt að heyja því allir verða að vera með og leika í myndinni". Og svo voru allir ánægðir. Þetta var mjög sérstæð reynsla. — Manstu eftir einhverju sér- staklega skemmtilegu? „Það var auðvitað margt skemmtilegt sem gerðist meðan á upptökunni stóð. Til dæmis voru þrengslin oft mjög mikil þegar tekið var upp í gömlum húsum. Fyrst var það ákveðið hvar leikendurnir áttu að vera, síðan hvar kvikmyndatökuvélin átti að vera, en myndatöku- maðurinn sjálfur gleymdist. Það var oft ótrúlegt hvernig Sigurð- ur Sverrir gat komist bak við myndavélina í hinum ýmsu skúmaskotum. Það var líka mjög gaman að hundinum Týra. Hann var aldrei til í að æfa fyrir upptökurnar en þegar á reyndi stóð hann sig eins og þaulæfður leikari. — Það hefur ekkert verið sem þér þótti sérstaklega erfitt að glíma við? „Nei, ég lít á þetta allt saman sem eina heild, reynslu sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég þroskaðist mikið við að taka þátt í gerð myndarinnar og horfi nú allt öðru vísi á kvikmyndir en ég gerði áður.“ — Hvernig líka þér móttökur myndarinnar? „Ég er mjög ánægð með það hversu vel gekk að gera myndina og hversu góðar móttökur hún fær. — Það er gaman að hafa tekið þátt í að gera kvikmynd sem fær svo góðar viðtökur." — Værirðu til í að halda áfram kvikmyndaleik? „Ekki að svo stöddu, annars verður það bara að koma í ljós síðar. Ég bjóst í rauninni ekki við neinu af sjálfri mér er ég tók hlutverkið að mér. Ég hafði lesið Rætt við Guðnýju Ragnarsdóttur sem leikur í kvikmyndinni Land og synir ekki vilj'að missa af þessari revnslu Guðný Ragnarsdóttir. „Ég kveið alltaf fyrir því þegar ég átti að birtast." Ljósm. Emilía bókina og handritið og sagði við Ágúst að ég myndi gera þetta eins vel og ég gæti en vildi ekki taka að mér hlutverkið ef hann héldi að ég myndi ekki ráða við það.“ — Geturðu lýst þeirri tilfinn- ingu að setjast í Austurbæjarbíó og bíða eftir því að sjá sjálfa sig í kvikmynd? „Ég var skjálfandi á beinun- um. Maður lítur auðvitað allt öðru vísi út en maður heldur. En þetta var ekki eins hræðilegt og ég bjóst við. Fólk hafði sagt mér hversu hryllilegt því hefði fund- ist að sjá sjálft sig í fyrsta skipti í kvikmynd eða sjónvarpi svo ég bjóst við hinu versta. Mér fannst myndin náttúrulega frábrugðin öðrum kvikmyndum bæði vegna eigin þátttöku og einnig vegna íslenska landslagsins. Fyrst þeg- ar ég sá hana, kvöldið fyrir frumsýninguna, kveið ég alltaf því þegar ég átti að birtast. Ég var reyndar orðin mjög rugluð þar sem atriðin voru ekki tekin í þeirri röð sem þau eru sýnd í myndinni. En á frumsýningunni leið mér ekki eins illa þar sem ég horfði þá á myndina sem heild." — Hver er Margrét í „Landi og sonum“? „Margrét er fyrst og fremst andstæðan við eymdina, tákn horfinnar grósku og velferðar sveitarinnar. Hún er táknið fyrir hið sterka afl sem forðar sveit- inni frá því að leggjast í eyði. Af þessum ástæðum getur hún ekki farið úr sveitinni, flúið af hólmi, eins og Einar gerir. Það eitt mundi líta út eins og svik við sveitina og þar með hana sjálfa," sagði Guðný að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.