Morgunblaðið - 09.02.1980, Síða 11

Morgunblaðið - 09.02.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1980 11 Norðmenn jurrka nú íka loðnu Frá Jan Erik Laure. fréttaritara Mbl. í Noregi. 7. febrúar. TILRAUNIR með þurrkun loðnu hafa gefið svo góð fyrirheit í Noregi, að flest bendir til að þurrkuð loðna verði nýjasta út- flutningsvara landsins. Fyrir- tæki í N-Noregi hefur þurrkað 3000 kíló af loðnu og sent til Afríku til reynslu. „Hugmyndina fékk ég á íslandi,“ sagði eigandi fyrirtækisins. „íslendingar hafa gert tiiraunir með þurrkun loðnu og því ákvað ég að reyna. Viðræð- ur standa nú yfir með sölu á þurrkaðri loðnu til Afríku,“ bætti hann við. Þess má geta að í viðtali í nýjasta hefti Sjávartíðinda skýrir Bjarni Magnússon hjá íslensku umboðssölunni frá því, að samn- ingar hafi verið gerðir um sölu á níu þúsund pökkum af þurrkaðri loðnu til Nígeríu og eigi loðnan að afhendast á þessu ári. Kanadísk- ir vísinda- menn styðja Sakharov Ottawa. 7. febr. AP. ÞRJÁTÍU og fimm kanadískir vísindamenn hafa skorað á Sov- ézku vísindaakademíuna að beita áhrifum sínum til að dreginn verði til baka útlegðardómurinn yfir Andrei Sakharov. Talsmaður hópsins T.J. Blachut sagði í dag að allir félagar í Vísindaakademíu Kanada hefðu ritað undir skeyti þessa efnis. Meðal þeirra er Gerhard Herz- berg, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði 1971. Þór Whitehead sömu leið, en honum var gefinn kostur á að bæta ráð sitt. Þótt evrópskfr kommúnistar leyfi sér nú að standa uppi 1 hárinu á Moskvuvaldinu var slíkt talið svik við málstaðinn á þeim tímum sent bók Þórs Whitehead fjallar um. íslenskir kommúnistar voru í nánurn tengslum við Al- þjóðasambandið (Komintern) og fyrr en varði var það í höndum Jósefs Stalíns með öllurn þeim hörmungum sent af því leiddi fyrir þjóðir heimsins. Að býsnast yfir því að íslenskir kommúnistar hafi fengið fjárstyrki erlendis frá er aftur á móti út í hött. Það er í fyllsta máta eðlilegt, enda var hlutverk kommúnismans alþjóð- legt, ekki þjóðernislegt hvað sem menn sögðu og segja enn. Það er líka staðreynd að íslenskir kratar fengu peninga frá bræðrum sínum á Norðurlöndum. Eins og Þór Whitehead sýnir fram á töldu íslenskir Alþýðuflokksntenn danska sósíaldentókrata æskilega fyrirntynd, en þeir voru aðeins hjálparkokkar auðvaldsins í aug- unt ungra ofurhuga meðal íslenskra kommúnista. „Þetta rit er aðeins samandreg- inn fróðleikur unt nokkra efnis- þætti unnið upp úr takmörkuðum heimildum," segir Þór Whitehead um bók sína. Undir það er óhætt að taka, enda þarf mun viðameira rit til þess að allt komist til skila. Gögn vantar oft til þess að mál séu skýrð til hlítar. Heimildar- ntönnum ber að þakka margt, en helstir þeirra eru Einar Olgeirs- son, Haukur Björnsson og Þor- steinn Pjetursson. Meðal rita sem komið hafa sér vel eru fyrrnefnd bók Hendriks Ottóssonar og Vor í verum eftir Jón Rafnsson. Það vill oft verða sve í hita baráttunnar að einblínt er á vissa menn sem taka að sér forystuhlut- verk og eru nógu ráðríkir til að kveða niður allan mótþróa. Unt það vitnar bók Þórs Whitehead meðal annars. En ýntsir minni spántenn, ekki ónterkir liðsntenn, fá þó sína uppreisn þegar frarn líða stundir. Um það segir Komrn- únistahreyfingin á íslandi okkur margt. Það voru ekki bara Brynj- ólfur og Einar sem lögðu drög að öllu saman þótt sá fyrrnefndi yrði ofan á með samanlögðum klókind- um og hörku, m.a. í garð Stefáns Pjeturssonar. Þeim sem vilja fræðast um þetta atriði er bent á bók Þórs Whitehead sem ég held að verði óntissandi fyrir þá sent vilja skilja þau ntiklu áhrif sent kommúnisntinn hefur haft hér á landi og nt.a. lýsir sér í tryggu fylgi við arftaka hans í Alþýðu- bandalaginu. Peugeot hefur unniö fleiri Þolaksturskeppnir en nokkur önnur gerð bíla. Bílasýning veröur haldin í húsakynnum Hafrafells hf. Vagnhöfða 7, í dag og á morgun sunnudaginn 10. febrúar. Sýndar veröa árgerðir 1980: Peugeot 305, Peugeot 504 fólksbíll, Peugeot 504 station og nýjasti bíllinn Peugeot 505. Nýja franska línan birtist í Peugeot 505. Hann er nýtískulegur í útliti og frábærlega vel hannaður. Peugeot 505 er 5 manna, sjálfskiptur meö vökvastýri. Hann fæst einnig með dieselvél. Peugeot 505 er bíllinn, sem ber af öörum. ___________ mium Hf VAGNHÖFÐA 7 SÍMI 85211 505 Peugeot Upphaf kommúnista- hreyfingar á Islandi SAGNFRÆÐIBÓKMENNTIR Studia historica. Sagnfræðistofnun Iláskóla íslands Ritstjóri: Þórhallur Vilmundarson 5. bindi Þór Whitehead: Kommúnistahrevfingin á íslandi 1921 - 1934. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1979. Þór Whitehead hefur með sagn- fræðikönnunum sínum vakið hvað mesta athygli ungra sagnfræðinga á undanförnum árum. Kemur það ekki á óvart þegar þess er gætt að hann velur sér verkefni sem mönnum eru ofarlega í huga og vinnubrögð hans mótast af sam- viskusemi. Eg hef ekki orðið var við að Þór settist í dómarasæti í skrifum sínum. Hann leitast við að varpa ljósi á ýmis viðkvæm mál samtíðarinnar og leyfir mönnum síðan að draga sinar ályktanir. Þetta tel ég kost og fræðimann- lega afstöðu. Við höfum fengið nóg af grunnhyggnum og hávaðasöm- um boðendum. Bókin Kommúnistahreyfingin á íslandi 1921 — 1934 er að stofni til B.A.-ritgerð í sagnfræði sem lögð var fram haustið 1970. „Eins og títt er um slíkar prófritgerðir er þetta flýtisverk unnið á nokkrum mánuðum,“ skrifar Þór White- head í formála. Hann segir einnig: „Gögn Kommúnistaflokks Islands og alþjóðasamtakanna, sem sá flokkur laut, liggja ekki á lausu. Var því ekki um annað að ræða en að styðjast við prentaðar heimild- ir og samtöl við nokkra menn, sem gegndu trúnaðarstörfum í flokkn- um. Tóku þeir mér allir vel og greiddu götu mína.“ Hendrik Ottósson víkur að því í bók sinni Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands (nýlega endurútgef- in af Skuggsjá) að drengsmálið svokallaða hefði auðveldlega getað valdið byltingu á íslandi og þar Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON með valdatöku kommúnista. Olaf- ur Friðriksson tók með sér dreng- inn Nathan Friedmann úr Rúss- landsför 1921. Drengurinn reynd- ist haldinn augnsjúkdómi sem heilbrigðisyfirvöld töldu stafa smithættu af. Var því ákveðið að senda drenginn úr landi. En áður en úr því yrði urðu átök milli Ólafs Friðrikssonar og stuðnings- manna hans og lögreglu og lið- safnaðar hennar. Að mati Hend- riks Ottóssonar skipti mestu að Ólafur lét undan síga því að það hefði hann í raun ekki þurft að gera. En þessi atburður varð eins og Þór Whitehead bendir á „upp- haf skipulagðra kommúnistasam- taka á íslandi". Ólafur og fylgis- menn hans voru ekki fyrr sloppnir úr fangaklefum lögreglunnar en þeir stofnuðu Áhugalið alþýð- unnar. Að ungir menn hneigðust til kommúnisma og hefðu samúð með rússnesku byltingunni voru að vísu ekki ný tíðindi. Til marks um þennan áhuga nefnir Þór White- head bókina Byltingin í Rússlandi eftir Stefán Pjetursson sem kom út 1921. Stefán var þá við laganám í Háskóla íslands og að útgáfunni stóðu auk hans laganemarnir Stefán Jóhann Stefánsson, Jón Thoroddsen, Tómas Jónsson og Sigurður Jónasson og mennta- skólaneminn Einar Olgeirsson. Stefán Pjetursson var líklega fyrsti íslenski kommúnistinn til að átta sig á ógnarstjórninni í Kreml, enda var hann rekinn úr flokknum 1933. Þór Whitehead kallar hann „frumkvöðul „Evrópu- kommúnismans" hér á landi“. Þegar Stefán var rekinn munaði minnstu að Einar Olgeirsson færi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.