Morgunblaðið - 09.02.1980, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980
21
hækkað langt umfram verðhækk-
anir á erlendum mörkuðum, og
breyting á gengisskráningu hefur
ekki nægt til að jafna þann mis-
mun. Hér erum við komnir að
sérstæðum vanda sem íslenskur
iðnaður glímir við vegna yfirburða-
stöðu sjávarútvegs í gjaldeyrisöflun
þjóðarbúsins. Sambýlið við sjávar-
útveg hefur verið iðnaðinum erfitt
á aðlögunartímanum vegna þeirra
áhrifa sem verð- og aflasveiflur,
sem mjög setja mark sitt á þessa
atvinnugrein, hafa á gengisskrán-
ingu íslensku krónunnar. Af þess-
um sökum vil ég gera hér sérstak-
lega grein fyrir „gengisvanda"
íslensks iðnaðar.
Gengi gjaldmiðla er verðmætis-
hultfall, sem segir til um hvernig
skipta má einum gjaldmiðli fyrir
annan. Gengið tengir þannig inn-
lent og erlent verðlag saman og af
þeim sökum er hlutverk þess eink-
um að koma á samræmi milli
innlends og erlends verðlags og
kostnaðar, þannig að samkeppnis-
staða innlendra atvinnuvega gagn-
vart erlendum sé viðunandi. Á þann
hátt er lagður grunnur að jafnvægi
þjóðarbúsins gagnvart öðrum lönd-
um.
Fram til þessa hafa gengis-
ákvarðanir nær alfarið verið mið-
aðar við afkomu í sjávarútvegi og
lítið sem ekkert mið tekið af stöðu
almenns iðnaðar. Gengisskráning-
unni hefur þannig í reynd verið
beitt til stýringar á raunverulegum
tilkostnaði sjávarútvegs miðað við
tekjumöguleika hans á erlendum
mörkuðum. Þessi gengisstefna hef-
ur skapað mikinn vanda í íslensk-
um iðnaði, sérstaklega í kjölfar
samninga Islendinga við Fríversl-
unarsamtök Evrópu og Efnahags-
bandalagið, en fyrir þann tíma voru
aðrar atvinnugreinar en sjávarút-
vegur verndaður með háum toll-
múrum og innflutningshöftum. Með
þátttöku Islendinga í fríverslunar-
samtökum og þar með afnámi tolla
og hafta í utanríkisviðskiptum,
hefur þýðing gengisskráningarinn-
ar fyrir íslenskan iðnað gjörbreyst.
Gengi hefur nú nákvæmlega sömu
þýðingu fyrir afkomu í útflutnings-
iðnaði og iðnaði í samkeppni við
innflutning og það hefur fyrir
sjávarútveginn. Áðgerðir í efna-
hagsmálum, sem áhrif hafa á gengi
krónunnar, á aðlögunartíma
íslensks iðnaðar að frjálsum utan-
ríkisviðskiptum með iðnaðarvörur
hafa ekki tekið mið af þessum
staðreyndum.
Vandi íslensks
iðnaðar
Vandi íslensks iðnaðar af þessum
sökum er af tvennum toga spunn-
inn, sem nauðsynlegt er að gera
skýran greinarmun á. I fyrsta lagi
hafa tíðar og miklar afkomusveifl-
ur í sjávarútvegi endurvarpast í
gengisskráningunni, þar sem jöfn-
unarsjóðir sjávarútvegsins hafa
ekki verið notaðir nema að tak-
mörkuðu leyti í samræmi við það
hlutverk sem þeim var upphaflega
ætlað. Þessi óstöðugleiki hefur
valdið þvt, að útflutningsfyrirtæki í
iðnaði, hafa átt erfitt með að ná
þeirri fótfestu, sem er útflutnings-
fyrirtækjum í iðnaði nauðsynleg
jafnt sent fyrirtækjum í samkeppni
við innfluttar iðnaðarvörur.
Annar meginvandi, sem gengis-
stefna stjórnvalda hefur valdið
íslenskum iðnaði á undanförnum
árum, felst í þeirri tilhneigingu
stjórnvaida að fresta nauðsynlegum
gengisleiðréttingum með sérstökum
aðgerðum til að hafa áhrif til
lækkunar á tilkostnaði sjávarút-
vegs. Slíkar ráðstafanir bitna mjög
illa á útflutningsiðnaði og sam-
keppnisgreinum iðnaðar á heima-
markaði, þar sem gengisskráning
og afkoma í sjávarútvegi eru eins
nátengd og raun ber vitni og hljóta
því hagíjtæðari starfsskilyrði í sjáv-
arútvegi en iðnaði óhjákvæmilega
að skekkja gengið gagnvart iðnaði.
Dæmi um aðgerðir af þessu tagi,
HMM:2093 TNR:20‘JU:13,20 sem
ekki verður mótmælt, að eru hlunn-
indi fyrir þá sem þess njota, eru
undanþága frá launaskatti og íviln-
un í aðstöðugjaldi. Ennfremur fer
ekki á milli mála, að skattfríðindi
einstakra starfshópa verða að telj-
ast fríðindi í harðri samkeppni um
vinnuafl. Þessu til viðbótar hafa
lánskjör og aðgangur að fjármagni
verið iðnaðinum mjög í óhag á
undanförnum árum, þó þessi mis-
munun hafi stórlega minnkað á
síðustu árum.
Myndin, sem við sjáum hér, sýnir
hlutfallslegar breytingar á fram-
færslukostnaði og gengi banda-
ríkjadollars milli ára frá 1971. Á
línuritinu kemur skýrt fram að
tilkostnaður mælt á vog fram-
færslukostnaðarins vex hlutfalls-
lega mun hraðar en nemur breyt-
ingum á gengi Bandaríkjadollars á
árabilinu 1971 til 1974. Á þessu
tímabili var uppsveifla í sjávarút-
vegi og genginu lítið breytt, þrátt
fyrir verulegar innlendar kostnað-
arhækkanir. Árið 1975 snýst þróun-
in við og viss leiðrétting á misvægi
milli innlends og erlends kostnaðar
á sér stað. En fljótlega sígur í sama
farið og árið 1976 hækkar fram-
færsluvísitalan um 32,2% en gengi
dollarans hækkar einungis um
18,4%. Vitanlega var verðbólga í
Bándaríkjunum á þessum tíma, en
hún var einungis 6,5% á milli
áranna 1975 og 1976. Á milli áranna
1976 og 1977 er síðan enn meiri
munur á þróun kostnaðar innan-
lands og gengi Bandaríkjadollars.
Framfærsluvísitalan hækkar um
30,5% en gengi dollars um 9,3%.
Með þessum orðum er auðvitað
ekki átt við að eðlilegt sé, að
kostnaður hér innanlands þróist á
nákvæmlega sama veg og gengi
Bandaríkjadollars. Ýmislegt getur
komið til, sem getur raskað hlut-
falli milli gengi gjaldmiðla að
frádreginni mismunandi verðlags-
þróun milli landa. En óþarft er að
fara út í þá sálma hér, enda bar
myndin glögglega með sér að hér er
fyrst og fremst um hina svokölluðu
hagsveiflu sjávarútvegs að ræða.
Iðnaður og sjávar-
útvegur
Þegar aflaverðmæti eykst, eins
og árin 1970 - 1973 og 1976 - 1979,
hefur það þegar í stað áhrif á tekjur
sjómanna og fiskverkunarfólks og
hagur fyrirtækja í útgerð og fisk-
verkun batnar. En tekjur í öðrum
greinum atvinnulífsins aukast
einnig, bæði vegna aukningar al-
mennrar eftirspurnar vegna tekju-
aukans í sjávarútvegi og aukinnar
samkeppni og tekjusamanburðar á
vinnumarkaðnum. Kostnaðarhækk-
anir breiðast þannig út um allt
efnahagslífið jafnt til fyrirtækja í
sjávarútvegi sem öðrum atvinnu-
greinum. Afleiðingin er sú, að þau
fyrirtæki sem ekki njóta tekjuauk-
ans í formi framleiðsluaukningar,
verða að hækka söluverð vara
sinna. En verðhækkunarleiðin er
ekki vænleg, ef í hlut á fyrirtæki i
útflutningi eða heimamarkaðsfyr-
irtæki, sem keppir við innflutning.
Afleiðingin er því sú, að útflutning-
ur dregst saman og markaðshlut-
deild heimamarkaðsfyrirtækja,
sem eiga í erlendri samkeppni,
minnkar.
Lægð i sjávarútvegi gefur iðnað-
inum hins vegar visst svigrúm til
vaxtar, en grundvellinum að þeim
vaxtarbroddi, sem þannig myndast
er jafnharðan kippt undan, þegar
vel árar í sjávarútvegi og fisk-
vinnslu aftur. Þetta fyrirkomulag
veldur því að iðnaðurinn lokast inn
í vítahring, sem ókleift er
að brjótast út úr án grundvallar-
breytinga á þeim þáttum, sem eru
ráðandi um þróun gengisins.
Þessi þróun kemur skýrt fram,
þegar afkomuþróun er borin saman
við þróun gengis á Bandaríkjadoll-
ar og framfærslukostnaðar. Ullar-
iðnaðurinn er gott dæmi hér um, en
árið 1970 er hreinn hagnaður í
ullariðnaði 6,5% af framleiðslutekj-
um. Þetta afkomuhlutfall lækkar
stöðugt næstu ár á eftir á sama
tíma og kostnaður eykst stöðugt
umfram breytingar á gengi dollar-
ans. Árið 1975 vænkast hagur
fyrirtækja í ullariðnaði á ný, enda
breytist gengi dollarans meira en
kostnaður milli áranna 1975 og
1976. Frá 1975 hefur hagnaður í
hlutfalli við tekjur stöðugt minnk-
að, sem er auðvitað í samræmi við
þróun gengis og kostnaðar.I breið-
um dráttum gildir þetta almennt
fyrir útflutningsiðnaðinn, þó um
frávik sé að ræða, sem eru af öðrum
toga spunnin, ef ál- og kísilgúriðn-
aður er tekinn með.
Stórfelldar sveiflur í afkomu út-
flutningsfyrirtækja, vegna mis-
munandi þróunar á gengi og til-
kostnaði innanlands, í för með sér
verulega skerta samkeppnisstöðu
íslenskra útflutningsfyrirtækja á
erlendum mörkuðum. 011 áætlana-
gerð um sölu og rekstur fyrirtækja
verður mjög torveld og útflutnings-
starfsemin áhættusöm. Markviss
útflutningsstarfsemi krefst áætl-
ana til langs tíma á íslenska vísu
a.m.k., og nægir þar vart minna en
eins-tveggja ára tímaskyn hjá
stjórnendum fyrirtækja. Slíkt er
vart mögulegt til gagns við þær
aðstæður, sem við búum við hér á
landi. Þróunarmöguleikum fyrir-
tækja er þannig skorinn mjög
þröngur stakkur og er þar e.t.v.
hluta skýringanna að leita á því, að
útflutningsiðnaður hefur ekki dafn-
að betur en raun ber vitni.
Frumskilyrði iðnþróunar er stöð-
ugleiki í efnahagslífi, sem þýðir
m.a. að verðbólga hér á landi verður
að vera í takt við það sem gengur og
gerist í helstu viðskiptalöndum
okkar. Jafnframt tel ég forsendu
þess, að takast megi að koma
verðbólgunni niður á sama stig og í
nágrannalöndum okkar, er að
tekjusveiflur vegna verð- og afla-
breytinga í sjávarútvegi eru af
þeim sökum nauðsynleg forsenda
fyrir eflingu iðnaðar hér á landi, þó
raunhæf notkun jöfnunarsjóða
sjávarútvegsins leysa auðvitað ekki
öll vandamál iðnaðar.
Aðlögunargjaldið (3%) sem sett
var á í vor, er viðleitni til að rétta
það misvægi sem leiðir af mismun-
andi aðbúnaði atvinnuveganna. Við
álagningu gjaldsins leiðréttist
staða heimamarkaðsfyrirtækja,
sem eru í samkeppni við innflutn-
ing að verulegu leyti, en endur-
greiðslur til útflutningsfyrirtækja
og þeirra iðnaðarfyrirtækja sem
framleiða í samkeppni við innflutn-
ing sem aðlögunargjald leggst ekki
á, er ætlað að leiðrétta hag þeirra.
Álagning aðlögunargjalds er
bráðabirgðaráðstöfun til að vinna
tíma, sem þarf að nota til að finna
varanlega lausn á því misvægi sem
er á milli tilkostnaðar fyrirtækja í
iðnaði og sjávarútvegi. Ætlunin er
að fella aðlögunargjaldið niður um
árslok 1980 eða eftir rétt rúmt ár og
er nauðsynlegt að mismunun iðnað-
ar og sjávarútvegs verði þá að fullu
afnumin. Hér á ég við alla mismun-
un á hvora hliðina sem hún er, enda
er ég þeirrar skoðunar að einungis
sú iðnaðarframleiðsla, sem getur
staðist heilbrigða samkeppni eigi
rétt á sér hér á landi. Við eigum
hvorki að styðja iðnað né sjávarút-
veg sérstaklega, heldur skapa þess-
um atvinnugreinum eðlileg og jöfn
starfsskilyrði og snúa okkur að því
að koma almennum efnahagsmál-
um þjóðarbúsins á réttan kjöl.
Birt hefur verið áskorun frá
kvennasamtökum til íslenzkra
kvenna varðandi framboð konu í
embætti forseta íslands á næsta
vori.
Ég tel mig einn þeirra Islend-
inga sem bera mikla jafnréttis-
kennd í brjósti. Því er ég mjög
mótfallinn öllum öfgaáróðri
fyrir auknum rétti einum manni
til handa, á kostnað annars. Þar
á ég við að skórinn sé troðinn
niður af einum til að koma
öðrum fram. Vissulega ber að
muna að konan var misrétti
beitt um langa tíð varðandi
mannréttindi, sem karlinum
hlotnuðust.
Það er sorgarsaga, sem núlif-
andi eldra fólk kannast vel við.
Óréttlætið er ekki lengra undan
en þetta. Konur máttu sætta sig
við að hafa hvorki kosningarétt
né kjörgengi. Forystumenn í
þjóðfélaginu hafa hælt sér af því
að bæta launamisréttið. Sann-
leikurinn er sá, að þetta misrétti
var svo mikil þjóðarskömm, að
þetta átti að laga án orða og án
þess að hæla sér af. Þetta líkist
því að skila stolnum hlut til
baka, þó ekki öllum. Húsmóður-
starfið á íslandi hefur aldrei
verið metið sem skyldi.
Sannleikur málsins er sá, að
hlutverk móðurinnar er það feg-
ursta og stærsta framlag sem
Valgarður
L. Jónsson:
Hjón
eru
eitt
jafnfætis og styðja hvert annað,
farsælt hjónaband er ómetan-
legt konu og karli, og þá ekki
síður börnunum, reyndar öllu
samfélaginu. Það er sá horn-
steinn sem farsæld og mannkær-
leikur byggist á.
. íslendingar eru taldir gest-
risnir að eðlisfari, reyndar er
flest sveitafólk og fl. alið upp í
þeim anda. Það er gömul íslenzk
hefð að bóndi standi úti fyrir
heimili sínu og taki á móti gesti
sem að garði ber, bjóði til stofu,
spyrji frétta og taki við erindi
gestsins. Konan gegnir sínu
hlutverki, sem er engu minna,
lagar sig til og gengur í stofu,
heilsar gestum og býður veit-
ingar, sem hún ber fram oft af
rausn. Þessi forna íslenzka
bændamenning ætti að varðveit-
ast með íslenzkri þjóð um ókom-
in ár. Það er dýrmæt erfð
kynslóðanna, sem ber að varð-
veita. Því kynni ég því vel að
þessi gamla þjóðarhefð yrði
varðveitt á heimili æðsta manns
þjóðarinnar, forsetaheimilinu að
Bessastöðum. Ég kynni því betur
að þar mætti gestum höfðingleg-
ur karl, húsbóndi heimilisins á
bæjarhellu, hann byði til stofu,
þar gengi fram virðuleg íslenzk
kona, sem byði gesti velkomna
og veitti þeim góðgerðir, gegndi
sem ætíð sinu göfuga húsmóður-
hlutverki. Ég lít þannig á að
þarna sé um tvær verur að ræða,
sem eru reyndar eitt í sínu starfi
og lífi. Mér varð á að fá hjón sem
vígsluvotta þegar ég gifti mig.
Þegar athöfn skyldi hefjast kem-
ur prestur til mín og segir: Hvar
er annar votturinn? Ég benti á
hjónin. Hann svaraði: Hjón eru
eitt, því varð ég að fara út og fá
vígsluvott. Þetta atvik varð til
þess að síðan veit ég að hjón eru
eitt. Því kann ég því alltaf bezt
að virðuleg hjón taki á móti
gestum sínum. Það form er
allavega virðulegast á æðsta
heimili þjóðarinnar, hvaða gest-
einmg 1 em-
bætti forseta
nokkur maður á jörðinni leggur
fram. Hvað sjáum við fegurra en
sanna móðurást? Hver á stærri
hlut í friðarmusteri heimilanna
en konan? í>að er hún sem ber
sáttarorð á milli barnanna í
erjum dagsins, reyndar annarra
ef með þarf. Hún má í dagsins
önn sýna langlundargeð og þol-
gæði. Allir góðir menn bera
kærleikshug til móður sinnar.
Allir vita að hún gegnir stóra
hlutverkinu að viðhalda mann-
kyninu. Hún má leggja krafta
sína í að ganga með nýjan
þjóðfélagsþegn undir belti í 9
mánuði, við breytilegar aðstæð-
ur, oft erfiðar. Hugsum til sjó-
mannskonunnar og annarra
slíkra sem gegna foreldrahlut-
verkinu einar, lengri eða
skemmri tíma.
Jú, ég ber svo sannarlega
mikla virðingu og vinarhug til
góðra kvenna, sem vinna sitt
hlutverk af ást og umhyggju,
oftast án þess að gera kröfur til
annarra en sjálfra sín, allt of oft
á bak við tjöld fálætis, það svo
að þær nota ekki sjálfsagðan
rétt sem þær eiga hjá samfélag-
inu. Því skyldu konur vera svo
fáar, sem raun ber vitni t.d. á
Alþingi? Vegna þess fálætis og
hlédrægni sem konunni er í blóð
borin, vegna þess að hún hefur
mátt þola skert frelsi um ár og
aldir. Það tekur sinn tíma að
lagfæra hlutina.
Hefðbundin lífsvenja er líf-
seig, og enn vantar á að konur
fái sömu laun fyrir sömu vinnu
og karlar, en allt horfir þetta til
betri vegar. Sameinaðir stöndum
við, sundraðir föllum við, því á
ekki að ala á úlfúð á milli karla
og kvenna, það er hetmskulegt
athæfi. Hjón eiga að standa
ir sem eiga í hlut. Oðru máli
gegndi væri ísland einræðisríki
og hér sæti einn valdamikill
þjóðhöfðingi, karl eða kona, sem
hefði öll eða flest völd á einni
hendi.
Ef hér skipaði kona forseta-
sætið ein, og væri gift, þá gengi
hún fyrst fram mót gestum.
Hvar yrði bóndinn? Kannski
sem vinnumaður einhvers staðar
í verkunum. Því formi kynni ég
ekki. Sem fyrr segir: hjón eru
eitt og eiga að vera það í hverju
starfi, það vantar mikið þegar
vantar helminginn.
Ég trúi því að forsetahjónin
ráði sínum ráðum í félagi, einnig
varðandi embættisstörf forset-
ans. Af því sem fyrir augun ber,
getur maður sér til um að
fráfarandi forsetahjón búi við
farsælt og ástúðlegt hjónaband
og þá um leið samstarf. Það
sama var að sjá hjá fyrirrennur-
um þeirra. Allt hefur þetta tigna
fólk verið þjóð sinni til mikils
sóma, það vita allir.
Ég held að fléstir íslendingar
kunni þessu gamla formi vel.
Vissulega ber að vanda valið,
þegar Bessastaðir verða byggðir
að nýju á næstu fardögum. Þá er
gott að hafa frúna einnig og ekki
síður í huga, því hún hlýtur
heiðurinn að hálfu á móti bónda
sínum og embættið einnig. Þetta
ættu sem flestir að hafa hugfast,
bæði karlar og konur.
Við látum okkur ekki detta í
hug að gera æðsta býli íslend-
inga að einsetubæli, það væri
niðurlæging á meðan óbreyttir
stjórnarhættir ríkja á íslandi. í
starfið veljum við góð, virðuleg
hjón, sem eiga flekklausa fortíð.
óflekkað mannorð, gáfur
menntun og glæsileik.