Morgunblaðið - 09.02.1980, Side 36

Morgunblaðið - 09.02.1980, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980 36 „Þetta er saga venjulegs fólks, hjóna í basli við að koma sér upp íbúð með tilheyr- andi aukavinnu og álagi, en það gengur ekki allt of vel því freistingarnar eru marg- ar. Þetta er þeirra hörmunga- saga, en með verulega léttu ivafi á köflum, “ sagði Þór- hildur Þorleifsdóttir leikstjóri í samtali við Mbl. þegar við litum inn í Alþýðuleikhúsið eitt kvöldið í vikunni til þess að fylgjast með æfingu á Heimilisdraugunum. nýju leik- húsverki eftir Böðvar Guð- m undsson. Heimilisdra ug- arnir voru frumsýndir sl. sunnudagskvöld í Lindarbæ. „Þetta er í rauninni lýsing á viðskiptum þessara hjóna við kerfið, sem þau ráða ekkert við. Þetta eru litlar manneskjur, klaufalegar gagnvart kerfinu, en leikritið er sagt með augum barna þeirra á ýmsum aldurs- skeiðum. Við höfum grímur á þeim sem koma fram fyrir hönd kerfisins og þau gervi eru stór og ýkt. Þá er draugur í verkinu, því skotta nokkur fylgir ætt manns- ins og hann tekur það sem góða og gilda ástæðu fyrir óförunum, en sjón er sögu ríkari og við frumsýnum þetta nýja leikrit Böðvars um helgina." Þórhildur kvaðst hins vegar vilja vekja athygli á því að húsnæðisvandamál stæðu Al- þýðuleikhúsinu alvarlega fyrir þrifum. Öll aðstaða í Lindarbæ er mjög erfið vegna þrengsla og mikill tími fer í að bera leikmuni út og inn úr geymslum og alla búninga verður að sníða og sauma á göngum í anddyri. þannig fer mikil vinna í vafstur vegna húsnæðisþrengsla. Leikarar í Heimilisdraugun- um eru Björn Karlsson og Sól- veig Hauksdóttir sem leika hjón- in, Edda Björgvinsdóttir og Gunnar Rafn Guðmundsson leika börnin, Gísli Rúnar Jóns- son leikur allt kerfið og Bjarni Ingvarsson leikur vinnufélaga hans. Vinkonu frúarinnar leikur Anna S. Einarsdóttir og miðil- inn leikur Kolbrún K. Halldórs- dóttir. Einnig leika leikararnir ýmis önnur hlutverk. Leikmynd og búninga gerði Valgerður Bergsdóttir, tónlist og leikhljóð gerði Áskell Másson og grímur gerði Gísli Rúnar Jónsson. Alþýðuleikhúsið er nú með nýtt leikrit í æfingu eftir Björn Garðarsson sem er nýr höfundur í þágu Thalíu og einnig er verið að æfa barnaleikrit sem mögu- lega verður sýnt í skólum. Þessi unga stúlka, Steinunn Þorsteinsdóttir, var stödd á æfingu í Alþýðuleikhúsinu þegar við sóttum andstæða hins grímuklædda kerfis. Heimilisdraugamir á svið hjá Alþýðuleikhúsinu Sólveig Uauksdóttir i Heimilisdraugunum. Kolbrún K. Halldórsdóttir Sólveig Hauksdóttir Gísli Rúnar Jónsson Gunnar Rafn Guðmundsson Grein og myndir: Árni Johnsen Nýtt leikrit eftir Böðvar Guðmundsson Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri. Bjðrn Karlsson Edda Björgvinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.