Morgunblaðið - 09.02.1980, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1980
41
felk í
fréttum
+ Hið fræga vaxmynda-
safn Madame Tussaud í
London, kannar á ári
hverju meðal gesta sinna
hver sé ógeðfelldasta vax-
myndin í safninu. Arum
saman hefur Adolf Hitler
skipað þar efsta sætið. En
nú hefur hann verið leyst-
ur af hólmi. Nú er ógeð-
felldasti maðurinn þar
Ayatollah Ruhollah
Khomeini. Aðeins einu
sinni áður á síðari árum
hefur Hitler orðið að þoka
úr efsta sætinu. Þá var
það fyrir einræðisherran-
um Idi Amin. Vinsælasti
íþróttakappinn í Tuss-
aud-safninu hefur til
skamms tíma verið Mu-
hammed Ali. En nú hefur
honum verið skákað. Það
gerði sænski íþróttakapp-
inn Björn Borg. Þessi
mynd er kvöldmynd frá
Teheran. Hún sýnir flóð-
lýsta mynd af Khomeini
gamla framan við banda-
rísku sendiráðsbygging-
una í borginni, þar sem
Bandaríkjamennirnir eru
enn í haldi. Það er að sjá
sem gatan sé með öllu
mannlaus.
+ Tónverk, í óratóríu-
stíl, eftir Jóhannes Pál
páfa II. mun verða
frumflutt á tónlistar-
hátíð í borginni Luc-
erne í Svisslandi í ág-
ústmánuði næstkom-
andi. Verður tónlist-
arhátíðin tileinkuð
Póllandi. Þetta tónverk
páfans, sem hann
samdi fyrir 20 árum, er
um hjónabandið og ást-
ina. „Gullsmíðastofan“
heitir það. Efnið fjallar
um þrenn hjónaefni,
sem fara til gullsmiðs-
ins til að láta smíða
giftingarhringana
sína. Nú er það svo, að
um tónverk þetta hefur
verið vitað, en það er
fyrst núna sem kunn-
gert hefur verið hver
höfundur þess er, því
er það birtist fyrst,
notaði höfundurinn
dulnefni.
Diskó-
drottn-
ingin
í mál
+ Rokk- & diskó-stjarnan
Donna Reed sagði frá því
nú nýlega að þegar hún
lagði út á þessa listabraut
hefði hún verið allt í senn,
andlega og líkamlega illa
á sig komin og of reynslu-
lítil á flestum sviðum og
þá einkum á sviði við-
skipta- og peningamála.
Hyggst hún nú rétta hlut
sinn í þeim efnum. Hafi
hún verið hlunnfarin í
skiptum sínum við hljóm-
plötuútgáfu sem heitir
Casablanca Records. Ætl-
ar hún að gera fjárkröfur
á hendur fyrirtækinu
fyrir upphæð, sem nemur
10 milljónum Bandaríkja-
dala, eða 4 milljöðrum ísl.
króna.
Durante
hefur
kvatt
+ Ameriski gamanleikarinn
ncístóri, Jimmy Durante er
látinn 86 ára gamall. Segja má.
að þessi einstaklega nefstóri
maður hafi allt sitt líf verið
skemmtikraftur. Hunum er i
fréttum stórblaða vestra skipað
á bekk með Chaplin. Ilann var
frægur fyrir bráðsmellin til-
svör sín og brandara. Gerði i
því að gera grín að sjálfum sér
ef svo bar undir. Merkileg
timamót urðu í lífi þessa
spaugilega náunga árið 1950,
en þá gerði hann innrás á
heimili milljóna Bandaríkja-
manna. Það ár byrjaði hann að
skemmta í sjónvarpinu vestra.
Durante lætur eftir sig konu og
barn, sem þau ættleiddu. Hún
er 28 árum yngri en hann. Þau
giftu sig árið 1960. Þá var
Durante orðinn 67 ára og hún
39 ára gömul. Eftir áfall, sem
hann varð fyrir á árinu 1972,
hafði heilsu hans farið jafnt og
þétt hrakandi.
BLÓM
VIKUNNAR v\<<
UMSJÓN: ÁB. ® X^/flBV,
BIRKI
(Betula)
Birki er mjög útbreitt á
norðurhveli jarðar og vex
yfirleitt þar sem trja-
gróður á annað borð get-
ur þrifist. Talið er að um
40 tegundir af birki vaxi
á norðlægum slóðum. Um
norðanverða Evrópu vaxa
aðallega þrjár tegundir
þær eru: ILM-
(Betula pubes-
HENGIBJÖRK
verrucosa) og
FJALLDRAPI (Betula
nana). Tvær þessara teg-
unda vaxa villtar hér á
landi þ.e.: ilmbjörk og
fjalldrapi.
ILMBJÖRK hefur egg-
laga hærð blöð. Greinar
eru stinnar, uppstæðar,
sm
af því,
BJÖRK
cens)
(Betula
greinum 30—70
hæð. Börkurinn er
dökkgrár eða brúnn.
Árssprotar hærðir. Blöð-
in stilkstutt gróftennt
með snubbóttum bogstýf-
um tönnum, hárlaus,
dökkgræn. Fjalldrapi
hefur lítið verið notaður
sem garðrunni, en er
mjög fallegur skriðull
runni sem væri full
ástæða til að nota meira í
görðum t.d. sem lágt hekk
(30—50 sm) eða í kanta
og í steinhæðir. Maðkur
og lús sækja mjög á
ilmbjörk og fjalldrapa og
er nauðsynlegt að fylgj-
ast vel með óþrifum á
þessum tegundum og
Birki og börn í Heiðmörk.
ungar greinar oftast
hærðar. Börkurinn slétt-
ur, grár, brúnn eða rauð-
leitur. Ysta lagið flagnar
af og kallast næfrar. Ilm-
björkin er uppistaðan í
íslenskum skógum og
hefur verið mikið ræktuð
til plöntunar í skóglendi
og garða. Hún er mjög
falleg sem einstakt tré og
jafnframt prýðileg í ilm-
gerði (hekk). Birki þarf
frjósaman jarðveg þó svo
að tréð sé nægjusamt í
eðli sínu. Birki er ljós-
elskt og þarf að gæta þess
við gróðursetningu að það
njóti góðrar birtu. Birki-
viður er góður tii smíða,
þá sérstaklega til út-
skurðar og til þess að
renna úr. Fátt er betra í
brenni en vel þurrt birki.
FJALLDRAPI er jarð-
lægur runni með jarðlæg-
um eða uppsveigðum
gera ráðstafanir þar að
lútandi í tæka tíð ef með
þarf.
Talsvert hefur verið
flutt inn af ýmsum teg-
undum birkis frá norð-
lægum löndum en sá inn-
flutningur hefur ekki tek-
ist sem skyldi. Birki virð-
ist vera mjög staðbundið
tré og er mjög viðkvæmt
fyrir flutningi milli
staða. Þó eru nokkrar
tegundir sem líklegt væri
að gætu þrifist hér og
orðið að fallegum og
vaxtarmiklum trjám og
má þar nefna t.d.
HENGIBJÖRK (B. verru-
cosa) og ALASKABIRKI
(B. papyrifera). Til eru
hér á landi nokkur tré af
hvorri tegund sem lofa
góðu um vöxt og þrif
hérlendis.
V. Sigtr.