Morgunblaðið - 09.02.1980, Side 45

Morgunblaðið - 09.02.1980, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1980 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL 10— 11 FRÁ MANUDEGI ny ujjantosaa'u lí við Baldurshaga, að greiða lóðar- leigu? Hvers vegna á maður, sem á næsta land örlítið stærra, að borga vatnsskatt og Ióðarleigu? Vatn hefur aldrei verið í landinu eða á því, aðeins dropar af himn- um ofan þegar skaparanum þókn- ast. Hvers vegna á maður í sveit, sem á smá sumarhús á smá skika, að borga sýsluvegasjóðsgjald þó að hann keyri aldrei á fyrrnefnd- um vegi? Hvar verður borið niður næst? Sennilega verður skattlagt loftið, sem við öndum að okkur. Forvitin.“ • Óskiljanlegt skaup „Það hafa víst margir sjón- varpsáhorfendur vonast eftir skemmtilegri dagskrá í sjónvarp- inu á gamlárskvöld. En hvað gerist? Þessi kvöld- dagskrá var ömurieg frá upphafi til enda, svo ekki sé meira sagt. Þetta var samansett af óskiljan- legum hrærigraut af einhverju, sem átti að heita dans, og kjána- látum fjölda fólks í alla vega búningum. Þar var ekki verið að spara og væri vel hugsanlegt að í þetta væru komnar nokkrar millj- ónir þetta eina kvöld. Bessi Bjarnason var sá eini, sem kom til dyranna eins og hann var klædd- ur, og blandaði sér lítið í alla hringavitleysuna, en var þó með spaugsyrði eins og hann er vanur. Einn þátturinn í þessu verður sérstaklega gerður að umtalsefni hér. Hlé varð á og maður hélt að nú ætti að fara að gera eitthvað raunverulegt. Og ein stúlkan stillti sér upp og fór að lesa hið alkunna kvæði „Ohræsið“. En hún las ekki nema tvær ljóðlínur, þá upphófst sami vitleysisgangurinn aftur og hálfu verri en áður, því nú byrjuðu þeir á skothríð og skutu' hver annan, enda lágu nokkrir skrokkar við fætur stúlk- unnar á eftir. Mjög glæsileg upp- stilling að láta börn á barnaári horfa á það hvað sumt fullorðið fólk getur gert sig að miklum hálfvitum frammi fyrir alþjóð. Það væri ekki ólíklegt að drengjunum, sem fengu byssur í jólagjöf, þætti mjög spennandi að endurtaka þennan þátt fullorðna fólksins úr sjónvarpinu, enda læra börn það sem fyrir þeim er haft. Það væri óskandi að sjónvarpið kæmi ekki með svona uppstillingu aftur. Væri ekki reynandi að taka fallegar landslagsmyndir eða skemmtilegar myndir af atvinnu- lífi þjóðarinnar til sjávar og sveita. Þar er af nógu að taka og vel viðeigandi að kveðja gamla árið með því að sýna hvað vel er gert og hvað hefur áunnist til góðs. Eg vona að einhverjir séu mér sammála í því. Sigríður G." Þessir hringdu . . . • Milliölið er bannað Áfengisvarnaráð gerði eftir- farandi athugasemd við skrif hjá Velvakanda í gær, föstudag um milliöl í Svíþjóð: „Áfengisvarnaráði þykir miður að Velvakandi skuli athugasemda- laust og án þess að kynna sér málið birta staðleysur um fréttir frá því. Auðvelt hefði verið að afla sér réttra upplýsinga með einu símtali. Bann við framleiðslu og sölu milliöls (mellanöl) í Svíþjóð tók gildi 1. júlí 1977. Slíkt öl hafði þá verið selt í landinu í tæpan áratug. Ein helzta ástæða fyrir banninu var aukin drykkja unglinga og barna svo að til stórkostlegra vandræða horfði. Mellanöl hefur því ekki verið selt í áfengisverzl- unum sænska ríkisins síðan þá. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Bialyst- ok í Póllandi í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Kosciuks, Póllandi, sem hafði hvítt og átti leik gegn Tekkanum Meduna. 34. IIxh7+! - Rxh7, 35. Df7 (Svartur á nú enga vörn við Rg6+, því að eftir Rf8 er hann mát á g8. Hann reyndi:) b5. 36. Bd5 — Hd8. 37. Be4! - Bg7, 38. Rg6+ - Dxg6, 39. Dxg6 - Hdl+, 40. Kh2 og svartur gaf. Þess má geta að erindi eftir ritstjóra stærsta blaðs Svía, Dag- ens nyheter, birtist í Morgunblað- inu í vor sem leið og er þar bent á jákvæðar afleiðingar milliöls- bannsins. Áfengisvarnaráði ber lögum samkvæmt, að skýra frá staðreyndum jafnvel þótt það kunni að vera einhverjum til ama.“ HÖGNI HREKKVÍSI Slot drabb- aranna Hilmar Stefán Karlsson: BORG DROTTNINGARINNAR. Útgefandi höfundur 1980. Borg drottningarinnar má líta á sem eins konar stílæfingu ungs höfundar. Hilntar Stefán Karlsson tileinkar sér sérkennilegan flaumstíl með fyrndri stafsetningu á köflurn. Sögunni er að vísu skipt í kafla, en hana þarf helst að lesa í einu lagi. Þráður ef þráð skyldi kalla glatast annars. , 7 Sagan er lögð í rnunn kvenpér- sónu sem rifjar upp minningar úr sveit og borg meðan hún gengur um stræti Reykjavíkur eða tekur á móti gestum í sloti sínu. Flestar eru þessar minningar kynferðislegs eðlis, lýsa kynreynslu með óvenju- legunt hætti. Framsetningin er óljós og víða leikur að orðum og tilraun til að búa til ný orð sent tekst misjafnlega. Sumt er reyndar smellið. Það er til dæntis gaman að lesa Reykjavíkurlýsinguna sent er all- Bðkmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON nákvæm og segir frá öllum helstu hverfum borgarinnar frá Norður- ntýri til Vesturbæjar. I þeirri frásögn kynnumst við lífi krakka og unglinga sem ýmist stytta sér stundir við snúðaát eða freista þess að finna skjól til að prófa uðnaðs- semdir ástarinnar. Líkt og Pétur Gunnarsson í Reykjavíkurbókum sínum segir Hilmar Stefán Karls- son ítarlega frá kvikmyndum; önn- ur er með þeim Steve og Ali, hin er Mary Poppins. Lýsing fyrri mynd- arinnar ber hugarflugi höfundar vitni og ekki síst tekst honum að laða fram undarlega stemningu kvikmyndahússins. Hófsemi er meiri hvað varðar ævintýraheim Mary Poppins. Persónurnar í Borg drottningar- innar eru suntar hverjar litríkar og verða flestar að flokkast undir það fólk sem kennt er við undirheima og svalllíf af ýmsu tagi. Ástmann- inum Bamba er lýst svo: „Bambi allur var rnjer einn so sætur kokteill hins blásaklausa kornabarns og þess út úr kynjað- asta og drabbaðasta sem líf hafði alið. Sumpart fannst mjer dulinn ljettleikinn hans besta dæmi um allt sem heilnæmt og ólaskað var tilverunnar en hálfvegis fannst mjer einmitt þessi sami óendanlegi ljettleiki haldbetra sönnunargagn en nokkuð urn þann algjöra geðs- krankleika sem inni í þessu kám- laúsa Bambaslími hlaut að hafa öll völd.“ Undir lok sögunnar er Iýst sam- förurn kvenna og nær þar flaum- stíll höfundar hámarki og á enda vel við. Margt er vel skrifað í þessari sögu, en óneitanlega hefði lesandi kosið að höfundur skipulagði efnið betur og hefði meira taumhald á málinu. Ymiskonar sérvisku þarf hann að losna við í framtíðinni, en ástæðulaust er að líta á .þetta öðruvísi en sem dæmigerð byrj- andaeinkenni. Hilmar Stefán Karlsson er án efa vel að sér í framúrstefnulist, ekki síst nýjum bókmenntum. Hann er fulltrúi nýrrar kynslóðar sem ég spái að eigi eftir að láta æ meir að sér kveða. Borg drottningarinnar er við- leitni ungs höfundar sem urn margt er lofsverð þegar hinum augljósu göllum er sleppt. í |bl . Islands ferma skipin sem hér segir: AMERÍKA PORTSMOUTH: Bakkafosss 8. febrúar Selfoss 12. febrúar Goðafoss 21. febrúar Brúarfoss 26. febrúar Bakkafoss 28. febrúar Bakkafoss 21. mars BRETLAND/ MEGINLANDIÐ ANTWERPEN: Bifröst 8. febrúar Reykjafoss 14. febrúar Bifröst 20. febrúar Skógafoss 28. febrúar Reykjafoss 6. mars ROTTERDAM: Reykjafoss 13. febrúar Bifröst 19. febrúar Skógafoss 27. febrúar Reykjafoss 6. mars FELIXSTOWE: Stuðlafoss 12. febrúar Dettifoss 19. febrúar Mánafoss 25. febrúar Dettifoss 3. mars Mánafoss 10. mars Dettifoss 17. mars HAMBORG: Mánafoss 14. febrúar Dettifoss 21. febrúar Mánafoss 28. febrúar Dettifoss 6. mars Mánafoss 13. mars Dettifoss 20. mars WESTON POINT: Kljáfoss 13. febrúar Kljáfoss 27. febrúar Kljáfoss 12. mars. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT KRISTJ ANSSANDUR: Tungufoss 12. febrúar Álafoss 26. febrúar Úðafoss 11. mars MOSS: Álafoss 8. febrúar Tungufoss 15. febrúar Úðafoss 22. febrúar Álafoss 29. febrúar Tungufoss 7. mars Úðafoss 14. mars BJÖRGVIN: Úðafoss 18. febrúar Tungufoss 3. mars HELSINGJABORG: Háifoss 12. febrúar Lagarfoss 19. febrúar Háifoss 26. febrúar Lagarfoss 4. mars GAUTABORG: Tungufoss 13. febrúar Úðafoss 20. febrúar Álafoss 27. febrúar Tungufoss 5. mars Úðafoss 12. mars KAUPMANNAHÖFN: Háifoss 13. febrúar Lagarfoss 20. febrúar Háifoss 27. febrúar Lagarfoss 5. mars. HELSINKi: Múlafoss 21. febrúar VALKOM: Múlafoss 22. febrúar GDYNIA: [rafoss 9. febrúar Múlafoss 25. febrúar simi 27100 Frá REYKJAVÍK! á mánudögumtil AKUREYRAR ÍSAFJARÐAR á miðvikudögum tii VESTMANNAEYJA EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.