Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 Míifotfo í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Sérmerktir plattar og gripir í keramik fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Sjónvarp í kvöld klukkan 21.30 Ingvi Hrafn með Þingsjá Frá Eskifirði. Útvarp klukkan ellefu árdegis á morgun: Erindi um Fríkirkjuna á Eskifirði í útvarpi á morgun, nánar tiltekið klukkan ellefu árdegis, flytur séra Kolbeinn Þorleifs- son erindi um Fríkirkjuna á Eskifirði. Flytur hann þetta erindi í tilefni þess að 100 ár eru nú síðan fjöldi Reyðfirðinga sagði sig úr þjóökirkjunni fyrir tilstilli Jóns Ólafssonar og Séra Kolbeíiin Þorleifsson. Hans Jakobs Beck hreppstjóra. í erindinu segir frá fríkirkju- stofnunum og hugmyndum í danska ríkinu á 19. öld, og verður þar meðal annars fjallað nokkuð um Magnús Eiríksson, íslenskan guðfræðing í Kaup- mannahöfn. Þá mun séra Kol- beinn draga fram heimildir frá séra Daníel Halldórssyni á Hólmum í Reyðarfirði um að- komu hans til Hólma árið 1881, en þessar heimildir eru áður ókunnar. Að lokum verður svo fjallað um séra Lárus Hall- dórsson og brottrekstur hans úr þjóðkirkjunni árið 1883, og upp- haf hans sem fríkirkjuprests, en þess má geta að hann er afi Gísla Sigurbjörnssonar for- stjóra Elliheimilisins Grundar. I næsta erindi, sem flutt verður að viku liðinni, mun séra Kolbeinn fjalla um Fríkirkjuna í Reykjavík. í kvöld er á dagskrá í sjónvarpi þátturinn Þingsjá, en umsjónar- maður hans er Ingvi Hrafn Jónsson frétta- maður. í þáttum þessum, sem eru nýir af nálinni, verður í vetur fjallað um ýmis þau mál er efst ber hverju sinni í þjóðmála- baráttunni. Alþingismenn í anddyri þinghússins, talið frá vinstri: Friðjón Þórðarson, Benedikt Gröndal, Ragnar Arnalds, Hjörleifur Gutt- ormsson og Magnús H. Magnússon. Útvarp Reykjavík ÞRIÐJUDKGUR 19. febrúar MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Hallveig Thorlacius byrjar að lesa „Sögur af Hrokkin- skeggja“ í endursögn K.A. Múllers og þýðingu Sigurðar Thorlaciusar. 9.20 Leikfimi. 9.30. Tilkynn- ingar. 9.45. Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 „Man ég það, sem löngu leið“. Ragnheiður Viggós- dóttir sér um þáttinn. 11.00 Sjávarútvegur og sigling- ar. Umsjónarmaður: Jónas Haraldsson. Fjallað á ný um atvinnuréttindamál vél- stjóra og skipstjórnar- manna. 11.15 Morguntónleikar. Peter Katin leikur á píanó Sónötu í E-dúr eftir Scarlatti og Krómatíska fantasíu og fúgu eftir Bach / Camillo Wanausek og Pro Musica hljómsveitin í Vín leika Flautukonsert i G-dúr eftir Gluck; Michael Gielen stj. / György Peskó og Ungverska ríkishljómsveitin leika Org- elkonsert í B-dúr op. 4 nr. 2 eftir Handel; Sándor Mar- gittay stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregn- ir. Tilkynningar. Á frivaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.40 íslenzkt mál. Endurtek- inn þáttur Gunnlaugs Ing- ólfssonar frá 16. þ.m. 15.00 Tónleikasyrpa. Tónlist úr ÞRIÐJUDAGUR 19. febrúar 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Tommi og Jenni. Bandarisk teiknimynd. 20.40 Dýrlingurinn. Breskur myndaflokkur. ýmsum áttum og lög leikin á ólík hljóðfæri. 15.50 Tilkynningar 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Ungir pennar. Harpa Jós- efsdóttir Amin les efni eftir börn og unglinga. 16.35 Tónhornið. Sverrir Gauti Diego sér um þáttinn. 17.00 Síðdegistónleikar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.50. Til- kynningar. 20.00 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 21.30 Þingsjá. Umsjónar- maður Ingvi Hrafn Jóns- son. 22.30 Vetrarólympíuleikarnir Ganga (Evróvision — upp- taka Norska sjónvarpsins). 23.10 Dagskráriok. 20.35 Á hvítum reitum og svörtum. Guðmundur Arn- laugsson rektor flytur skákþátt. 21.05 „Fljúgandi diskar“, smá- saga eftir Finn Söeborg. Halldór S. Stefánsson þýddi. Karl Guðmundsson leikari les. 21.20 Samleikur í útvarpssal. Einar Jóhannesson, Gunnar Egilsson, Kjartan óskarsson og Sigurður I. Snorrason leika á klarínettur. a. „Homage to Pan“ eftir Jenö Takacs. b. „Divertimento“ eftir Al- fred Uhl. 21.45 Útvarpssagan „Sólon íslandus“ eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi. Þorsteinn ö. Stephensen les (14). 22.15 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur Passíusálma (14). 22.40 Frá tónlistarhátíðinni Ung Nordisk Musikfest í Svíþjóð i fyrra. Áskell Más- son kynnir. Fyrsti þáttur. 22.05 Á hljóðbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. Þjóðsögur ættflokka í Afríku. Söngkon- an Eartha Kitt segir fjórar sögur: Frá Hottintottum, Efik-Ibibío-mönnum, Masa- íðnum og ættbálki Ashantía. 22.35 Harmonikulög. Sone Banger leikur með hljóm- sveit Sölve Strands. 22.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.