Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 35 Þessi eru þau atriði, sem mestu máli skipta í breytingartillögum nefndarinnar. Þá er breytingartillaga þess efnis, að sjálfseignarstofnanir, íþróttafélög og fleiri slíkar stofn- anir skuli ekki skattskyldar. Þá er tillagá, sem skiptir veru- legu máli, þ.e. að endurmat það, sem atvinnufyrirtæki mega fram- kvæma nú, verði byggt á fasteignamati í árslok 1979 í stað ársbyrjunar eins og segir í lögun- um. Meginreglan er að vísu sú að endurmat skuli byggt á fram- reiknuðu kostnaðarverði, en heim- ilt er að nota fasteignamat, ef hærra er. Síðan mun fasteignamat framreiknað með sama hætti og annað í þessum lögum með verð- breytingarstuðli. Lögð er til sú breyting að þeir, sem landbúnað stunda, mega flytja söluhagnað af bújörðum innan vissra marka yfir í íbúðar- húsnæði til eigin nota, en eins og lögin eru nú, er allur söluhagn- aður bújarða skattskyldur. Þó skattstigar liggi ekki fyrir taldi nefndin rétt að leggja til að færar yrðu nokkrar frádráttar- fjárhæðir (sjómannafrádráttur, námsfrádráttur, hjúskaparfrá- dráttur o.fl.) til þess verðlags er gildir í dag. Þá er lagt til að framreikna megi rekstrartöp fyrri ára til þess verðlags, sem gildir á uppgjörs- degi, skv. verðbreytingastuðli, en frumvarpið gerði ekki ráð fyrir slíkum framreikningi. Þá eru í breytingartillögum fjallað um tillög í varasjóð, út- hlutun á arði eða tekjuafgangi o.fl. HÁ gerði grein fyrir fjölmörg- um öðrum breytingartillögum sem hér verða ekki raktar. Hann sagði að lokum að þetta frumvarp byggði á því, að atvinnureksturinn geti varðveitt sitt eigið fjármagn, ef uni það er að ræða. Það sé meginsjónarmið, að heilbrigður atvinnurekstur verði ekki skatt- lagður öðruvísi en um raunveru- lega verðmætisaukningu sé að ræða hjá honum. Fyrirvari samkomulags leitað Matthías Á. Mathiesen (S) rakti efnislega skattalöggjöf, sem sett var 1978. Hún hefði falið í sér fjölmörg nýmæli og samkomulag hefði þá verið um að halda áfram athugun og endurskoðun á tiltekn- um efnisatriðum. Frumvarp það til skattlagabreytinga, sem hér sé til umræðu, og breytingartillögur nefndarinar, séu í framhaldi af þeirri endurskoðun, þó enn sé uppi nokkur skoðanaágreiningur um nokkur atriði. MÁM rakti þær breytingar í lögum nr. 40/1978 sem varða atvinnurekstur, aðallega varðandi fyrningu og söluhagnað. Þar séu teknar upp heimilaðar fyrningar af endurmetnu stofnverði fyrnan- legra eigna, þó takmarkaðar séu hjá aðilum, sem fjármagnað hafi slíkar eignir með lánsfé og notið vaxtafrádráttar frá tekjum. Þá sé söluhagnaður gerður skattskyldur án tillits til eignarhaldstíma. Er söluhagnaður reiknaður sem mismunur söluverðs og fram- reiknaðs kaupverðs eftir verð- breytingastuðli, að teknu tilliti til fenginna fyrninga. Þá þegar var ljóst að sum þessara atriða þurftu endurskoðunar við, sagði MÁM, sem leitt hefur til þess frumvarps sem hér er til umræðu. Þetta frumvarp gerir ráð fyrir annarri meðferð í sambandi við verðbreyt- ingahagnað. Það liggur ljóst fyrir, sagði MÁM, að meðferð í sambandi við verðbreytingahagnað er viðkvæm- asta atriðið, sem hér um ræðir nú. Frumvarpið gerði ráð fyrir sér- stakri 25% fyrningu á móti verð- breytingarhagnaði. Um þetta at- riði varð ekki samkomulag í nefndinni. Þá varð ekki samkomu- lag um afskriftir vörubirgða og meðferð þeirra í uppgjöri fyrir- tækja né örfá önnur atriði. Ég tel að meginsjónarmið hafi komið fram í framsöguræðu for- manns nefndarinnar (HÁ) varð- andi afgreiðslu þessa máls. Eins og hann tók fram undirrituðu nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins nefndarálitið með fyrivara, enda ágreiningur um tiltekin atriði og nokkur fleiri, en eftir því mun leitað að ná fram samkomulagi um þau atriði milli 2. og 3. umræðu. Engan tekjuskatt á launatekjur Sighvatur Björgvinsson (A) taldi viðkomandi þingnefnd og formann hennar (HÁ) hafa unnið mikið og gott starf í flóknu og viðkvæmu máli. Þó enn sé margt óljóst í framkvæmd þessara nýju skattalaga er óhjákvæmilegt að afgreiða þessar breytingar nú, svo stór vandræði skapist ekki í sam- bandi við skttlagningu á árinu 1980. SBj sagðist ekki ætla að fjölyrða um þær breytingartillög- ur, sem fyrir lægju; sumar væru til bóta, aðrar vafasamari. Hann lagði áherzlu á að reynt yrði að ná samstöðu milli allra þingflokka við lokaafgreiðslu málsins í þing- inu. SBj sagði Alþýðuflokkinn hafa tekið jákvætt í skattalagafrum- varp MÁM 1978, enda hefðu þar verið margar breytingar til hins betra. Þá rakti hann þær tillögur sem Alþýðuflokkurinn hefði flutt í skattamálum á Alþingi hin síðari árin, þ.á.m. um niðurfellingu tekjuskatts af almennum launa- tekjum, m.a. vegna ýmissa sér- stæðna hérlendis. Hér vinni marg- ir langan vinnudag, ekki einungis vegna tekjuþarfar, heldur til að bjarga verðmætum, einkum í sjáv- arútvegi. Við slíkar aðstæður sé mjög varhugavert að íþyngja al- mennu launafólki í tekjusköttun, þannig að fólk þurfi að borga hæsta skattahlutfall af venju- legum meðalaflatekjum; eða að aukavinna vegna sérstakra að- stæðna í atvinnulífi okkar mæti nokkurs konar skattsektum. Af- nám tekjuskatts af launatekjum yrði raunhæf og hvetjandi kjara- bót. SBj kom í þessu sambandi inn á fjárlagafrumvarp og skattlaga- frumvarp, er starfstjórn Alþýðu- flokksins flutti, og gerir ráð fyrir 7.2milljarða tekjuskattslækkun frá frumvarpi Tómasar Árnason- ar (F). Frumvarpið og breytingartillögu þingnefndar voru afgreidd til 3ju umræðu í neðri deild, sem fram fer n.k. mánudag, en reiknað er með að hið nýja skattlagafrum- varp verði samþykkt sem lög frá Alþingi (úr efri deild) fyrir miðja næstu viku. Lýðveldið ísland 14.000.000 hollenzk gyllini Lán með föstum vöxtum til ársins 1995 Fjáröflun fyrir Landsvirkjun Fjáröflun þessa annaðist Bank Mees & Hope NV í samvinnu við Hambros Bank Limited Febrúar 1980 V erzlunarráð Islands AÐALFUNDUR 1980 fimmtudagur, 21. febrúar, kl. 11.10 Kristalssalur Hótel Loftleiða DAGSKRA: 11.00—11.15 Mæting og móttaka fundargagna. 11.15— 11.45 Setningarræða formanns Verzlunarráös íslands, Hjalta Geirs Kristjánssonar. 11.45— 12.15 Skýrsla um störf stjórnar V.í og fjárreiður ráðsins. 12.15— 13.30 Hádegisverður í Víkingasal. Avarp viðskiptaráðherra Tómasar Árnasonar. Fyrirspurnir. 13.30- 15.00 Framfarir og framtíðin — Atvinnulífið á nýjum áratug — LTækninýjungar á komandi áratug og áhrif þeirra á atvinnulífið: Guðmundur Einarsson, verkfræðingur. 2. Efnahagsleg skilyröi framfara: Jónas H. Haralz, bankastjóri. 3. Almennar umræðui og ályktanir. 15.00-15.30 Störf, stefna og skipulag Verzlunarráðs íslands 1980—1990. 1. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 1980. 2. Viðfangsefni 1980—1990, Ragnar S. Halldórsson. Jóhann J. Ólafsson. 3. Laga- og skipulagsbreytingar. 15.30- 15.45 Kaffi. 15.45— 16.00 Kosningar: 1. Kosning formanns V.í. 2. Úrslit stjórnarkjörs. 3. Kosin 7 manna kjörnefnd. 4. Kosnir 2 endurskoðendur. 16.00—16.30 Önnur mál. 16.30 Fundarslit. Fundarstjóri: Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri. Kosingu til stjórnar ráðsins lýkur kl. 17.00, miövikudaginn 20. febrúar. Atkvæðum skal skila til kjörstjórnar á skrifstofu ráðsins fyrir þann tíma. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 11555 vegna fjölda þátttakenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.