Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 Rússarnir ekki látnir vita af afhendingunni! SÚ HJÁKÁTLEGA staða kom upp á Ólympiuleikunum í Lake Placid á döKunum. að sovésku sigurvegararnir í skíðaRöngu- keppnunum komust ekki til verðlaunaafhendingar fyrr en allt var um garð gengið, enn eitt dæmið um slælega skipulagningu Bandaríkjamanna. óvænt, þar sem Bandaríkjamenn eru venju- lega í fararbroddi i þeim málum. Sovétmenn voru afar gramir, því svo virðist sem gleymst hafi að segja þeim hvar og hvenær verðlaun þeirra yrðu afhent. Við afhendinguna sjálfa gerðu starfsmenn leikanna sér ekki grein fyrir því að Rússana vantaði, sovéski þjóðsöngurinn var leikinn og síðan stóðu menn vandræðalegir nokkur löng augnablik, því að ekkert bólaði á Rússunum. Pukruðu menn úti í hornum um stund, en síðan var tilkynnt að afhendingunni væri lokið og þótti sumum skrýtið, því að hún var varla hafin. Það hefur sannarlega gengið á ýmsu, og Lord Killianin, írski aðalsmaðurinn og forseti alþjóða ólypíunefndarinnar, hefur ekki farið varhluta af því. Um helgina fór sá gamli í flæmingi undan áleitnum ferðamanni með suðandi kvikmyndatökuvéi, var Killianin með fullar hendurnar af verðlaunapeningum. En karlinum varð hált á snjónum, rann til, og missti gripina á kaf í skafl. Áður en að viðkomandi athöfn gat farið fram, varð því að byrja á því að grafa gripina úr fönn. Áhorfendur kól! SKIPULAG ólympíuleikanna í Lake Placid hefur verið frekar tætingslegt á ýmsum sviðum. Ekki síst hvað varðar flutning á áhorfendum um svæðið. Eitt dæmi þess er að í lok vikunnar beið fjöldi fólks eftir áætlunarbilum sem flytja átti fólkið á brunkeppni karla. Beið fólkið og beið i nístingskulda. Loks þegar rúturnar komu, varð að byrja á þvi að líta við á sjúkrahúsi Lake Placid, þar sem 10 manns hafði kalið illa á tám og fingrum! „Landamæra“skærur í Lake Placid MIKIÐ er skrifað og skrafað um skipulagsieysið í Lake Placid þéssa dagana. Til að stemma stigu við þvi hafa heimamenn gripið m.a. til þess ráðs að efla löggæslu. Er löggæslan nú slík. að mörgum þykir nóg um. Bandarískir sjónvarpsmenn og fréttamenn eru manna háværastir, segja Lake Placid vera orðið lögregluriki. Einn ljósmyndari lenti í rimmu við lögregluþjón á verðlaunaafhend- ingu um helgina. Ljósmyndarinn var að reyna að ná mynd af sigurvegurunum, en lögginn stóð á milli og neitaði að færa sig af öryggisástæðum. Nú er reynt að takmarka fjölda forvitinna ferðalanga og helst ekki öðrum hleypt inn í Lake Placid en þeim sem hafa tryggt sér miða á einhverjar greinar. Því kemur til árekstra við borgar- mörkin, þar sem lögreglan síar úr þá sem erindi eiga frá hinum sem ekki eiga erindi. Verstur viðureignar var einn sem ekki lét segjast, skrúfaði hann upp rúðuna eftir orðaskipti við lögreglu- þjón og hugðist aka áfram. En hann varaði sig ekki á því að lögregluþjónninn hafði ekki dregið til sín handlegg sinn, þann sem hann lagði inn um gluggann. Dróst vörður laganna 100 metra með bifreiðinni, eða þar til skapofsi ökumannsins-rénaði og hann stöðvaði ökutækið. Guðþjónustum var frestað GÍFURLEGUR fögnuður ríkti i Austurríki eftir sigur Ánn Marie Moser Proell í bruni kvenna og sigur Toni Innauer í stökki karla á sunnudag. ÖII dagblöð í Austurriki eru undirlögð af frásögnum frá leikunum og hver stórfyrirsögnin af annarri birtist í blöðunum þar sem afrek verðlaunahafanna cru t iunduð. Siðastliðinn sunnudag var sjónvarpað beint frá leikunum og þá var ekki neitt iifsmark á götum Austurríkis. Þar sem allt er venjulega uppfullt af skíðafólki sem leggur leið sina til fjalla um helgar. Hvar sem stungið var niður fæti, á veitingahúsum, lögregiustöðvum og víðar sat fólk yfir sjónvarpstækjunum og fylgdist með keppninni. Þetta gekk svo langt að guðsþjónustum var frestað þar sem prestarnir þurftu lika að fylgjast með. Stolti Austurríkis er borgið þar sem gullverðlaunin i bruni karla og kvenna hafna þar. fyrstu km skautahlaup Loks ólympíu- gull til Pröll — Þetta er hápunkturinn á minum ferli sagði austurríska stúlkan Anne Marie Moser Pröll með tárin í augunum er hún hafði sigrað í brunkeppni kvenna á Óiympiuleikunum í Lake Placid. PröII náði frábærum ár- angri þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður er keppnin fór fram. Hávaða rok var og gerði það keppendum mjög erfitt fyrir. Brautin sem var 2.698 metra löng var afar erfið. Pröll lét samt ekkcrt á sig fá og keyrði glæsi- lega alla leið og fékk tímann 1 mín. 37.52 og var 7/10 úr sek- úndu á undan aðalkeppinaut sínum Hanni Wenslel frá Licht- enstein. í þriðja sæti varð svo landi Pröll, Marie Teresa Nadig. Pröll hefur orðið heimsmeistari tvívegis og sex sinnum sigrað í heimsbikarkeppni. Sigur hennar vakti gífurlegan fögnuð í Austur- ríki. Þetta var hennar fyrsta ólympíugull. Hún þykir samt ein besta skíðakona sem uppi hefur verið. itii Moser Pröll besta skiðakona heims, sigraði í bruni kvenna í Lake Placid. Úrslit í bruni kvenna: Moser Pröll Austurríki 1:37.52 Hanni Wenzel Lictenstein 1:38,22 Teresa Nadig Austurríki 1:38.36 Hlaut sín c verðlaun i að þrennu NATALÍA Petrusheva frá Sovét- rikjunum sigraði í 1000 metra skauta- hlaupi kvenna í Lake Placid í gærdag. Feiknalega góður árangur náðist, 11 af 27 keppendum slógu út gamla ólympíu- metið sem Tatianna Averina frá Sovét- ríkjunum setti í Innsbruck íyrir fjórum árum. Tími hennar var 1:28,43 mínútur. Það var landi Averinu sem hirti gullið að þessu sinni, Natalía Petrush- ý eva fékk tímann 1:24,10 mínútur. Lea Múller, aldursforseti handaríska liðs- ins, 28 ára gömul, sem hreppti annað sætið og krækti þar með í önnur verðlaun sín í keppninni, en hún krækti einnig i silfur í 1500 metra hlaupinu í síðustu viku. Tími Múller var 1:25,41 mín. Hún batt enda á langan feril fyrir tveimur árum, en dró fram skautana á nýjan leik rétt fyrir leikana og er árangur hennar því mjög athyglisverð- ur. Öruggur sigur hjá Innauer í skíðastökkinu TONY Innauer frá Austurríki varð öruggur sigurvegari í 70 metra skíðastökki. Japanir eru sterkir í skíðastökki, Hirokazo Jagi var jafn Manfred Deckert frá Austur-Þýskalandi í öðru sæti og Masahiro Akimoto varð í fjórða sæti. Sem fyrr segir var sigur Inn- auers mjög öruggur, hann stökk fyrst 89 metra og fékk fyrir það 131.6 stig. í síðara stökkinu sveif hann rúma 90 metra og hlaut 134.7 stig, eða samanlagt 266,3 stig. Þeir Yagi og Deckert hlutu aðeins 249,2 stig hvor, Yagi stökk 87 metra og 83,5 metra, en Deckert skilaði 85 og 88 metra stökkum. Akimoto, sem hafnaði í fjórða sæti, hlaut 248,5 stig og Pentti Kokkoneri frá Finnlandi hafnaði í fimmta sætinu með 247,6 stig. I byrjun keppninnar kom Bandaríkjamaðurinn Jeff Davis mjög á óvart, er hann í sínu fyrsta stökki, sveif yfir 90 metra. Risa- stökk hans var þó dæmt ógilt og skreið hann ekki yfir 80 metra í næsta stökki. 11keppendurá betri tíma en ólympíumetið NATALÍA Petrusheva frá Sov- étríkjunum sigraði í 1000 metra skautahlaupi kvenna i Lake Placid í gærdag. Feiknalega góð- ur árangur náðist, 11 af 27 keppendum slógu út gamla ól- ympíumetið sem Tatianna Aver- ina frá Sovétríkjunum setti í Innsbruck fyrir fjórum árum. Tími hennar var 1:28,43 minútur. Það var landi Averinu sem hirti gullið að þessu sinni, Nata- lia Petrusheva fékk tímann 1:24,10 minútur. Lea Múller, ald- ursforseti bandaríska liðsins, 28 ára gömul, sem hreppti annað sætið og krækti þar með i önnur verðlaun sín í keppninni. en hún krækti einnig i silfur i 1500 metra hlaupinu í siðustu viku. Tími Múller var 1:25,41 mín. Hún batt enda á langan feril fyrir tveimur árum, en dró fram skaut- ana á nýjan leik rétt fyrir leikana og er árangur hennar því mjög athyglisverður. Þriðja sætið hreppti Silvia Al- brecht frá Austur-Þýskalandi en tími hennar var 1:26,46. Merkilegt er þó, að þrátt fyrir að gamla Evrópumetið félli hér ellefu sinn- um, stóð heimsmetið, sett 1975, óhaggað. Tatiana Averina á það met, en þá hljóp hún vegalengdina á 1:23,46. Það eru margir kallaðir en fáir útvaldir á Ólympíuleikum. T.d. beindust augu margra að Annie Borchink frá Hollandi, sem kom öllum á óvart í 1500 metra hlaup- inu. Hún varð þó að láta sér lynda 6. sætið að þessu sinni, fékk tímann 1:27,24. Bandaríkjamenn biðu spenntir þegar elskan þeirra, Beth Heiden, tók á rás, en hún náði aðeins 5. sætinu á tímanum 1:27,01. En það var Karin Enke sem hafnaði í fjórða sæti, hún fékk tímann 1:26,66.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.