Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 Stympingar í leik Fram og UMFG. Ljófim. Emilía. KR-sigur a elleftu stundu KR — FH 16—15 FH veitti KR verulega keppni er iiðin mættust i 1. deild kvenna í handknattleik á sunnudaginn. Arna Garðarsdóttir skoraði sig- urmark liðsins, 16—15, á síðustu sekúndunum og hafði þá staðið 15—15 í tæpar 10 mínútur. Það gekk á ýmsu þessar tíu mínútur, m.a. klúðraði Kristjana Aradótt- ir eina vítakastinu af sjö sem hún tók í leiknum. FH byrjaði af miklum krafti, komst í 4—1 og hafði lengi forystuna, mest vegna góðs leiks Kristjönu og Katrínar. KR-ingar tóku þá til bragðs að taka Krist- jönu úr umferð. Það gerði Ellý Guðjohnsen með miklum ágætum, lét Kristjana lítið á sér kræla eftir það, nema til þess að taka víti. KR vann því upp muninn og gerði gott betur, komst yfir. Undir lokin tóku FH-stúlkurnar tvo KR-inga úr umferð. Riðlaðist þá allur leikur KR og FH tókst að jafna í 15—15, en lokaorðið átti Arna fyrir KR eins og áður er sagt. í sigurliði KR var Ása í mark- inu mjög góð, einnig Ellý, Hansína og Arna. Katrín kom best frá leiknum hjá FH. Mörk KR: Hansína 5/2, Arna 4, Hjálmfríður 3, Karólína 2, Ellý og Hjördís 1 hvor. Mörk FH: Kristjana 7/6, Katrín 3, Svanhvít og Ellý 2 hvor, Sólveig 1 mark. - gg- Haukar í basli með Þórsara ÍST16-14 HAUKASTÚLKURNAR bættu tveimur stigum í sarpinn er þær tóku á móti Þór frá Akureyri í 1. deild kvenna i handknattleik um helgina. Gestrisnin náði ekki inn á leikvanginn, þar tók alvaran við og Haukar unnu sigur, 16— 14, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 6—5 fyrir Hauka. Sigur Hauka var aldrei öruggur, nema rétt undir lokin þegar sýnt var að tíminn væri hlaupinn frá dömunum að norðan. Forysta Hauka var nefnilega aldrei meiri heldur en 1—3 mörk. Þetta lagað- ist þó dálítið er á leið, sem betur fór á vellinum. Þetta lagaðist þó dálítið er á leið, sem betur fer. Valdís Hallgrímsdóttir átti góðan leik fyrir Þór, var besti maður liðsins auk KristínarÓlafsdóttur í markinu. Hanna Rúna, sem lék með Þór á ný eftir rispu með Val, kom einnig vel frá leiknum. Marg- rét Theodórsdóttir var að venju atkvæðamest hjá Haukum, en lét sig hafa það að skora 8 af 9 mörkum sínum í síðari hálfleik. Sóley í markinu kom einnig vel frá sínu hlutskipti. Mörk Hauka: Margrét 9/5, Sjöfn 3, Halldóra, Sesselía, Svanhildur og Björg eitt hver. Mörk Þórs: Valdís 5, Hanna Rúna 4/2, Harpa 2, Magnea, Þór- unn og Sigríður 1 hver. - gg. íslandsmót 1. deild kvenna 3 mörk á 80 sekúndum og FH nældi í ódýr stig FH VANN afar ósanngjarnan sigur á KR í 1. deild íslandsmóts- ins i handknattleik í Firðinum á laugardaginn. Þrjú mörk á síðustu 80 sekúndum leiksins færðu liðinu þriggja marka sigur 20—17, en það gaf ekki rétta mynd af leiknum frekar en ein- hver kúrekamynd. KR var lengst af yfir i leiknum, sýndi bæði meiri haráttuvilja og betri hand- knattleik og hafði yfir, 8—6, í hálfleik. En liðið hélt ekki ein- beitingu, hún hvarf dálítinn tíma og heimaliðið með áhorfendur á bak við sig nýtti það. KR-ingarnir ætluðu greinilega að selja sig dýrt, baráttan hjá liðinu var mikil og varnarleikur og markvarsla liðsins sló FH-inga út af laginu. Sóknarleikur heimaliðs- ins var fálmkenndur og einkennd- ist helst af fljótfærnislegum skot- um úr slíkum færum að betra hefði verið að bíða betri færa. Pétur markvörður KR-inga sá við öllum skotum fyrstu 15 mínútur leiksins, en þá skoraði FH loks og það þurfti vítakast til! Staðan var 17-16 VALUR vann sinn fimmta eins marks sigur í röð þegar valkyrj- urnar úr Val sigruðu Víking 17—16 i 1. deild íslandsmótsins í kvennahandknattleik á laugar- dag. Það var hörkuieikur, slagsmál og harka og greinilegt Guðríður skoraði 15 mörk Fram — Q1 Q Grlndavík O |......HI«J ÍSLANDSMEISTARAR Fram í kvennahandknattleik unnu enn einn stórsigurinn í 1. deild þegar Fram mætti Grindavík í Höllinni á laugardag. Stórsigur. 31—9 en það merkilega við viðureign þess- ara tveggja liða — annars vegar botnliðsins og hins vegar yfir- burðaliðsins í kvennahandknatt- ieiknum, var að Grindavík fékk óskabyrjun. Stúikurnar úr Grindavík komust í 4 —1 eftir 8 minútna leik en þær skoruðu heldur ekki fleiri mörk fyrir leikhlé. Fram hins vegar skoraði hvert markið á fætur öðru og staðan i leikhléi var 13—4. Yfirburðir Fram héldust í síðari hálfleik. Guðríður Guðjónsdóttir fór á kostum — var algjör yfir- burðamanneskja á vellinum og þegar upp var staðið hafði hún skorað hvorki fleiri né færri en 15 mörk. Þær Oddný Sigsteinsdóttir og Jóhanna Halldórsdóttir skor- uðu 4 mörk hvor, Arna Steinsen 3, Guðrún Sverrisdóttir 2 og Helga Magnúsdóttir, Kristín Orradóttir og Steinunn Helgadóttir skoruðu 1 mark hver. Sjöfn Ágústsdóttir skoraði flest mörk Grindvíkinga 5, Kristólína Ólafsdóttir 2, Svanhildur Kára- dóttir og Lóa Viðarsdóttir skoruðu 1 mark hvor. H Halls a- 20-17 þá orðin 4—0 fyrir KR, en FH-ingar tóku kipp við markið og minnkuðu muninn í eitt mark, 3—4. Haukur Geirmundsson og Einar Vilhjálmsson komu KR í 6—3 er skammt var til leikhlés, en brottrekstrafargan varð til þess að FH-ingar minnkuðu muninn í eitt mark undir lokin. Síðasta orðið átti þó Björn Pétursson er hann skoraði úr víti, 8—6 fyrir KR. Síðustu 5 mínútur hálfleiks- ins, ráku þeir Björn Kristjánsson og Óli Ólsen hvern KR-inginn af öðrum af leikvelli, yfirleitt fyrir brot sem ekki virtust alvarleg miðað við sumt sem látið var óátalið í leiknum. KR-ingar léku því með 4—5 mönnum þessar síðustu mínútur og hefði það komið KR-ingum mun verr ef heimamenn hefðu verið í ham. KR-ingar héldu sinni forystu að hvorugt lið ætlaði að gefa sig. En sigurinn féll Val í skaut. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Víkingur hafði heldur undirtökin framan af, skoraði fyrsta mark leiksins en Valur náði að jafna. Um miðjan fyrri hálfleik hafði Víkingur náð tveggja marka forustu 8—6, en Valur náði að jafna 9—9 og skömmu fyrir leikhlé að ná for- ustu, 10—9. Víkingur jafnaði metin í upp- hafi síðari hálfleiks, 10—10. Síðan var jafnt, 11—11 en Valsstúlkurn- ar náðu undirtökunum og komust í 16—13 og síðan í 17—14. Víking- ur skoraði tvö síðustu mörk leiks- ins en það breytti ekki úrslitum — Valssigur: Markverðir liðanna voru beztu menn vallarins. Þær Jóhanna Pálsdóttir hjá Val og nafna hennar Guðjónsdóttir, Víkingi vörðu oft að stakri prýði. Harpa Guðmundsdóttir skoraði flest mörk Vals, 9 — en hún skaut lika oft. Erna Lúðviksdóttir skoraði 5 mörk ok þær Marín Jónsdóttir. ÁKÚsta Dúa Jónsdóttir ok Karen Guðnadóttir skoruðu aliar 1 mark. Hjá Víkingi skoraði íris Þráinsdóttir 5 mörk, Eiríka Ásmundsdóttir og Ingunn Bernódusdóttir 4 mörk hvor ok þær Sigrún OlKeirsdóttir. Guðrún SÍKurðardóttir og Sveinbjörg Halldórsdóttir skoruðu 1 mark hver. Ánnars staðfesti þessi leikur enn að hið unga iið Víkings er á réttri braut og þess ekki langt að bíða að það skipi sér í fremstu röð. II Ilalls fram eftir síðari hálfleik, t.d. var staðan 11—9 fyrir KR þegar 12 mínútur voru liðnar. En þá var Ólafi Lárussyni vísað af leikvelli og það nýttu FH-ingar sér vel og jöfnuðu 11—11. Og þeir gerðu gott betur, eftir ótímabært skot hjá KR, skoraði Magnús Teitsson fyrir FH og liðið var nú allt í einu komið yfir. KR-ingar gáfust ekki upp, þeir jöfnuðu og komust yfir á nýjan leik, síðast 17—16 þegar 2 mínútur og 50 sekúndur voru til leiksloka. Kristján Arason jafnaði fyrir FH skömmu síðar og síðan rak hvert markið annað á lokasekúndunum eins og áður er rakið, fyrst skoraði Geir með lúmsku skoti, síðan Guðmundur Magnússon og Krist- ján Arason, báðir úr hraðaupp- hlaupum. Bestu menn þessa leiks voru markverðirnir, Birgir Finnboga- son hjá FH, sem varði 17 skot í leiknum og Pétur Hjálmarsson hjá KR sem varði 15 skot. Að öðru leyti átti lið FH mjög slakan dag og hefur oftast í vetur leikið mun betur en nú. Kristján Arason reif sig verulega upp í síðari hálfleik og kom þá í ljós, að illt er að eiga við tröllið. Þá áttu Sæmundur, Árni og Pétur góða spretti, en í heild sýndi liðið frekar lítið. KR-liðið er afar jafnt og yfirleitt ber þar enginn af. Fyrir utan Pétur í markinu má geta þess að Haukur Ottesen var atkvæðamik- ill að venju og Konráð átti góðan kafla í upphafi síðari hálfleiks. En í heildina var nýting hans ekki óð. stuttu máli: íslandsmótið í 1. deild FH—KR 20-17 (6-8) Mörk FH: Kristján Arason 6/2, Sæmundur Stefánsson 4, Pétur Ingólfsson 3, Guðmundur Magn- ússon og Geir Hallsteinsson 2, hvor, Magnús Teitsson, Árni Árnason og Valgarður Valgarðs- son 1 mark hver. Mörk KR: Haukur Ottesen og Konráð Jónsson 4 hvor, Björn Pétursson 3/1, Jóhannes Stefáns- son 2, Ólafur Lárusson, Friðrik Þorbjörnsson, Haukur Geir- mundsson og Einar Vilhjálmsson 1 hver. Víti í vaskinn: Björn Pétursson skaut í þverslá og Ólafur Lárusson gerði annað ógilt. Brottrekstrar: Einar Vil- hjálmsson, Friðrik Þorbjörnsson, Björn Pétursson og Ólafur Lárus- son KR, Kristján Arason, Árni Árnason og Sæmundur Stefáns- son FH í 2 mínútur hver. — Rg- Einkunnagjöfln V___________________________—--—------—--—------—J LIÐ FH: Birgir Finnbogason 4, Sverrir Kristinnsson 1, Kristján Arason 3, Geir Hallstcinsson 2, Sæmundur Steíánsson 2, Valgarður Valgarðsson 2, Pétur Ingólfsson 2, Árni Árnason 2, Magnús Teitsson 2, Hans Guðmundsson 1, Guðmundur Magnússon 2. LIÐ KR: Pétur Hjálmarsson 3, Friðrik Þorbjörnsson 3, Haukur Ottesen 3, Haukur Geirmundsson 2, Jóhannes Stefánsson 2, Einar Vilhjálmsson 2, Björn Pétursson 2, Konráð Jónsson 2, ólafur Lárusson 2. Dómarar: Björn Kristjánsson og Óli Ólsen 2. LIÐ ÍR: Þórir Flosason 3, Bjarni Hákonarson 2, Bjarni Bjarnason 1, Bjarni Bessason 2, Sigurður Svavarsson 2, Ársæll Hafsteinsson 2, Guðmundur Þórðarson 3, Pétur Valdimarsson 2. LIÐ Hauka: GUnnar Einarsson 1, Gunnlaugur Gunnlaugsson 1, Þorgeir Haraldsson 2, Júlíus Pálsson 2, Árni Hermannsson 3, Árni Sverrisson 1, Stefán Jónsson 2, Hörður Ilarðarson 2, Hörður Sigmarsson 1, Ingimar Haraldsson 3, Sigurgeir Marteinsson 2. VÍKINGUR: Jens Einarsson 2, Kristján Sigmundsson 4, Páll Björgvinsson 3, Árni Indriðason 4, Steinar Birgisson 2, Ólafur Jónsson 2, Erlendur Hermannsson 2, Þorbergur Aðalsteinsson 3, Magnús Guðmundsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Sigurður Gunnarsson 4, Gunnar Gunnarsson 1. FRAM: Sigurður Þórarinsson 2, Snæhjörn Arngrímsson 3, Birgir Jóhannsson 2, Björn Eiríksson 2, Jón Árni Rúnarsson 2, Sigurbergur Sigsteinsson 3, Jóhann Kristinsson 1, Egill Jóhannsson 1, Atli Ililmarsson 1, Erlendur Daviðsson 4, Andrés Bridde 3, Hannes Leifsson 3. Harkan í fyrirrúmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.