Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 GRANI GÖSLARI SN\? Viltu haía vaffhálsmál? Reikningsskil gjaldkerans fyrir síðasta ár eru bæði stutt og laggóð — póstkort frá Suður- Ameríku. BRIDGE Umsjón: PállBergsson Við úrvinnslu varnarviðíangs- efnis ert þú mcð spil suðurs en norður gaf og allir eru á hættu. Austur S. G107 H. ÁD83 T. Á8 L. ÁDG10 Suður S. D62 H. K1095 T. K1032 L. K8 Gegn fjórum spöðum spilar norður út hjartatvisti eftir þessar sagnir: NorAur Austur SuAur Vostur P 1 (írand P 3 Spaðar 1’ I Spartar Allir Pass. COSPER Sagnhafi biður um drottning- una frá blindum, þú færð á kónginn en vestur lætur fjarkann. Er nokkur möguleiki að ná fjórum Þér hefði verið nær að taka mál af rúminu áður en þú keyptir það! Sjaldan launar kálfur ofeldi „Velvakandi góður! Má ég leggja orð í belg? Það er alltaf verið að skamma útvarpið fyrir hitt og þetta, og því vil ég gjarnan taka undir með þeim sem þakka fyrir það sem vel er gert. Húsmóðir í Kópavoginum fjall- aði nýlega í dálkunum þínum um tónlistina í útvarpinu, þar sem hún fagnaði því að sígild tónlist fengi nú meira rúm en áður. Vil ég taka undir þau orð. Um áraraðir höfum við látið undan háværum kröfum um meiri dans- og dægurlög, rokk og popp, djamm og diskó og hvað það nú heitir, til flutnings í útvarpinu, — líklega fyrst og fremst til að þóknast uppvaxandi kynslóð. En menn eru nú loks farnir að átta sig á, að gengið var alltof langt í undanlátsseminni. Sjaldan launar kálfur ofeldi, segir máltækið, og finnst mér það sannast í þessu atriði, því að kröfurnar urðu því fráleitari sem meira var látið undan þeim. Ég er sannfærð um að „hinn þögli meirihluti" sem hefur ánægju af klassískri tónlist er miklu fjölmennari en menn grun- ar. Því til sönnunnar er m.a. hin mikla þátttaka í tónlistarskólum, kórum og hljómsveitum þar sem klassísk tónlist er yfirgnæfandi, svo og góð aðsókn að hljómleikum þeirra. Ég kannast vel við þá kvöl sem popphávaðinn veldur þegar hon- um er þröngvað upp á mann á vinnustað, dag eftir dag og viku eftir viku, með því að hafa útvarp- ið hátt stillt samkvæmt kröfum unga fólksins. Því eru það reglu- legar sólskinsstundir þegar bless- uð klassíkin fær að hljóma í útvarpinu. Útvarpsþulum skal hér með þakkað fyrir smekklegt plötu- val þegar þeir ráða ferðinni. Einn- ig ber að þakka ýmsa klassíska þætti með spjalli og skýringum, að slögum? Sé nokkuð að marka sagnir vesturs þá á hann að minnsta kosti ás og kóng í trompinu og eflaust tíguldrottninguna að auki. í blindum voru 18 punktar, þú ert með 11 og varla er pláss fyrir meir en einn punkt hjá makker. Þar með má gera sér í hugarlund hvernig vestur mun spila spilið. Hann svínar spaða en þú færð einn slag á hvern hinna litanna, sem þýðir, að fjórir slagir fást ekki með venjulegum aðferðum. Sagnhafi verður að hjálpa til. Norður S. 43 H. G72 T. 9754 L. 7542 Vestur S. ÁK985 H. 64 T. DG6 L. 963 Hvað á hann að halda þegar þú spilar næst laufáttu? Manngreyið, hann heldur auð- vitað, að þú eigir einspil í laufinu, þorir ekki að svína trompinu og þegar drottningin kemur ekki í trompás og kóng svínar hann örugglega laufi. Þá færðu á kóng- inn eins og búast mátti við. Eflaust grunar vestur þig þá um græsku en hann getur ekkert gert og þú bíður rólegur eftir að fá| fjórða slaginn á tígulkónginn. Maigret og vínkaupmaðurinn Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslensku — Nú skal ég segja yður dálítið Pigou — vilji maður vera óheiðarlegur er bezt að gera það i stórum stíl og með ákveðnum glæsibrag. Pigou starði enn á hann, en hann opnaði munninn eins og hann ætlaði að segja eitthvað. — Sjáið nú þetta! Takið þetta píagg. Ég hef afrit. Það er Íisti yfir þær fjórupphæðir, sem þér hafið stolið frá mér siðustu þrjú árin ... — Hér hef ég unnið í fimm- tán ár... — Haldið þér að ég viti það ekki. Og mér þætti reyndar harla fróðlegt að vita hvenær þér driíuð í að byrja á þessu smásvindli yðar og hvað kom yður til þess einmitt fyrir þrem- ur árum... Tárin runnu niður vanga Pigous og hann var náfölur 1 andliti. Hann reyndi að standa upp en Chabut skipaði hastar- lega: — Sitjið grafkyrrir! Ég get ekki þolað að tala við fólk sem stendur upprétt! Eins og þér sjáið af þessum lista hafið þér i þessi þrjú ár stolið frá mér samtals 3.845 frönkum. ósköp lítið i einu. í byrjun fimmtíu frankar á mánuði. Ekki baun i bala. Siðan er það hækkað i sjötiu og fimm og rétt stöku sinnum hærri upphæð, íer meira að segja upp í 500 franka. — Það var rétt fyrir jólin. — Og hvað með það? — Það átti að vera jólabón- usinn minn. — Ég skil það ekki. — Jú... konan mínvar hætt að vinna. Heilsufar hennar var afleitt... — Ætlið þér að segja að það hafi verið vegna konu yðar að þér stáluð? — Já. Hún var sífellt með ásakanir á hendur mér. Hún sagði að mig skorti alla met- orðagirnd, að vinnuveitendur minir misnotuðu mig og ættu að borga mér hærra kaup. — Ja, heyr á endemi. — Hún vildi endilega að ég bæði um launahækkun. — Og þér höfðuð ekki döng- un í yður til þess að gera það? — Það hcfði verið þýðingar- laust, ekki satt? — Hárrétt. Þér eruð i hópi þeirra sem eru allir eins og eruð smámenni án nokkurra kosta og nokkurs frumkvæðis. Pigou sat grafkyrr og starði fram fvrir sig. — Ég sagði við Liliane að ég hefði beðið um launahækkun og fengið 50 franka hækkun á mánuði. — Ekki hefur yfirmaðurinn farið á hausinn við það, en það er þó alténd byrjun,“ sagði hún. Giraffinn varð æ vandræða- legri eftir því sem lengra leið á frásögnina. — Þetta varð ömurlegra en orð fá lýst og eftir því sem bókarinn var niðurlægður meira eftir því færðist Oscar í aukana og varð æ kátari og hressari. — Og fyrir siðustu jól á ég sem sagt að hafa gaukað að yður bónus upp á fimm hundr- uð franka. Konan yðar hefur þá væntanlega talið að þér væruð orðinn alveg ómissandi starfs- kraftur. — Ég bið yður að íyrirgefa mér... — Það er oí seint, Pigou. í mínum augum eruð þér ekki til Iengur. Það getur vel verið að það detti í Louceck að fara að stela frá mér einn góðan veður- dag. Ég hef ekki meira traust á honum en hverjum öðrum af þessu pakki. Kannski er hann meira að segja byrjaður, en HANN er nógu kænn til að láta það ekki komast upp. Og hann er ekki að lauma i vasa sinn einhverjum smáskítaupphæðum tíl að fá konuna sina til að trúa því að hann sé meiri háttar kall. Hann mundi stela i stórum stíl og ég held að ég myndi taka ofap fyrir honum. Ég skal segja yður, Pigou, þér eruð veslingur. Þér hafið alltaf verið það og breytist ekki það sem eftir er. Veslingur og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.