Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 Þingflokkur sjálfstæðismanna: Meirihlutinn vill óbreytt framboð í stjórn Framkvæmdastofnunar Gunnarsmenn vilja koma Eggert Haukdal í stjórn SAMSTAÐA náðist á þing- flokksfundi sjálfstæðismanna í sær um kjör í nefndir, stjórnir og ráð, sem fram á að fara á Alþingi í dag, nema stjórn Framkvæmdastofnun- ar ríkisins. Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra sat þingflokksfundinn, sem er sá fyrsti, sem hann situr síðan hann myndaði ríkisstjórn sína. Friðjón Þórðarson og Páimi Jónsson sátu fundinn eins og aðra fastafundi, sem haldnir hafa verið síðan þeir gengu til liðs við ríkisstjórn Gunnars. Ágreiningurinn varðandi Fram- kvæmdastofnun ríkisins er sá, að Gunnarsmenn vilja fá fram breyt- ingu á framboði sjálfstæð- ismanna, þannig að Eggert Hauk- dal verði einn frambjóðenda, en meirihluti þingflokksins hafnaði að gera breytingu á áður ákveðnu framboði flokksins, sem þeir Matthías Bjarnason, Steinþór Gestsson og Ólafur G. Einarsson skipa. Fundur verður haldinn um kosningu í stjórn Framkvæmda- stofnunar ríkisins klukkan 13:30 í dag, en náist ekki samkomulag, geta Gunnarsmenn ekki tryggt kjör Eggerts öðru vísi en með kosningabandalagi við Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokk, sem myndi þýða, að þriðji fulltrúi sjálfstæðismanna félli. Forsætis- ráðherra skipar formann stjórnar Framkvæmdastofnunar ríkisins VÉLBÁTURINN Sævar er strandaði á föstudag við hófnina í Sandgerði hefur nú verið dæmd- ur ónýtur. en ekki tókst að ná honum af strandstaðnum og var hann tekinn að gliðna og brotna þar. Eftir nokkrar björgunartilraun- ir aðfararnótt laugardags og á laugardag var hætt að reyna að ná bátnum á flot, en þá voru borð hans tekin að gliðna og kominn í hann sjór. Björgunarsveitin Sig- urvon í Sandgerði hefur tekið að sér að reyna ná verðmætum úr bátnum og átti vinna við það að hefjast í gær. Báturinn var eikar- bátur smíðaður í Danmörku árið 1960. og samkvæmt heimildum Mbl. munu bæði alþýðubandalagsmenn og framsóknarmenn hafa sam- þykkt það við stjórnarmyndunina, að Eggert Haukdal yrði stjórnar- formaður og lýst sig reiðubúna til kosningabandalags við Gunnar og hans menn, ef samkomulag tækist ekki í þingflokki sjálfstæþ- ismanna um kjör í stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Ekki er ljóst, hvað verður með kjör í þingnefndir sem núverandi ráðherrar sitja í, þ.á.m. fjárveit- inganefnd, sem bæði Friðjón og Pálmi sitja í. Gunnarsmenn munu hafa hreyft þeirri hugmynd, að Steinþór Gestsson drægi sig til baka frá framboði í stjórn Fram- kvæmdastofnunar og yrði þá kjör- inn í fjárveitinganefnd í stað annars ráðherrans, en hættu báðir ráðherrarnir störfum í fjárveit- inganefnd yrði Eggert Haukdal kjörinn í stað hins. Sem fyrr segir hafnaði meirihluti þingflokks sjálfstæðismanna breytingum á framboði til stjórnar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins og er því óljóst, hvað verður varðandi fjárveitinganefnd, en í þingsköp- um er ekkert sem segir að ráð- herrar skuli hætta störfum í þingnefndum, þótt það hafi alla jafna orðið svo. Eggert Haukdal alþingismaður og Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra ræðast við í Alþingis- húsinu i gær. Ljfem. mu. ói. k. m. Náðist ekki af strand- stað og talinn ónýtur Listamenn og hagfra'ðingar í pallborðsumra'ðum um listir á Kjarvalsstöðum. Frá hægri: Örnólfur Árnason leikritahöfundur. Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt, Erlingur Gíslason leikari, Jóhannes Nordal hagfræðingur, Elín Edda Árnadóttir listdansari, Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur, Jón Baldvin Ilannibalsson ritstjóri, sem stjórnaði umræðum, Ásrún Kristjánsdóttir textílhönnuður, Sigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður, Kjartan Ragnarsson leikari. Rögnvaldur Sigurjónsson pianóieikari. Á myndina vantar (við borðsendann ) Ernu Ragnarsdóttur innanhússarkitekt, Þorstein Jónsson kvikmyndagerðarmann og Bjarna Braga Jónsson hagfræðing. Líf og land: Markaðsaðstaða listafólks bætt og fjárframlög aukin Sævar marar í kafi á flóðinu um helgina. Ljósm. A.R. BANDALAG kvenna stendur um þessar mundir að sýningu að Kjarvalsstöðum undir heitinu Listiðn íslenzkra kvenna og stendur hún yfir til 24. febrúar n.k. Unnur Ágústsdóttir formað- ur Bandalags kvenna í Reykja- vík segir m.a. í sýningarskrá að tilgangur sýningar þessarar sé að sameina nútíð og fortíð og á henni sé m.a. að finna verk er komi nú i fyrsta sinn fyrir almenningssjónir. Sýnd eru verk 36 kvenna mynd- verk, vefnaður, keramik o.fl. Sýn- ingardagana eru ýmis skemmti- atriði á dagskrá og verður í dag kl. 20 tízkusýning undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur og spunakonur sýna handbragð sitt. Síðar í vik- unni verða kynntar ýmsar vörur frá Heimilisiðnaðarfélagi íslands, á fimmtudagskvöld verður þjóð- dansasýning og föstudagskvöld þjóðbúningasýning. Sýningin er opin daglega kl. 14 til 22. Listiðn íslenzkra kvenna sýnd á Kjarvals- stöðum TVEGGJA daga listaþingi sam- takanna Lif og land lauk um fimm leytið á sunnudag og hafði verið mjög vel sótt. Á laugardag og fram að hádegi á sunnudag voru flutt um 30 undirstöðuer- indi, sem gefin hafa verið út i Frá sýningunni Listiðn íslenzkra kvenna sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Ljósm. Kristján bók, en á milli var listflutningur, tónlist, Ijóðalestur og gerningar. Eftir hádegi á sunnudag var svo efnt til pallborðsumræðna, þar sem fulltrúar iistgreinafélaganna og hagfræðingar ræddu um það sem fram hafði komið í erindun- um um stöðu listar, afstöðu lista- fólks og listfræðslu. Kl. 3 var gert hlé á umræðum og hlýtt á leik Þursaflokksins, en í lokin var einróma samþykkt ályktun: Listaþing á vegum samtakanna Líf og land ályktar eftirfarandi: Gerðar verði ráðstafanir til að bæta verulega markaðsaðstöðu listafólks með óbeinum aðgerðum og aukinni listfræðslu jafnframt að fjárframlag opinberra aðila til lifandi menningarstarfsemi verði aukin til muna. Þingið felur stjórn Líf og land að fylgja þessu erindi eftir við stjórnvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.