Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 5 HAFSKIP HF Hlutaflárútboð Nýtt atak til sóknar 4 * » Aö gefnu tilefni vill stjórn Hafskips hf. vekja athygli þína á mikilvægi frjálsrar samkeppni í öllum flutningum til og frá landi okkar. Skipasiglingar milli íslands og annarra landa er ein mikilvægasta líf- æð þjóðarinnar og burðarstólpi frjáls at- hafnalífs í landinu. Hafskip hf. gegnir hér mikilvægu hlutverki. Við viljum benda á, að með frjálsri samkeppni í flutningum landsmanna er m. a. hægt að stuðla að lægri tilkostnaði, betri þjónustu og mark- vissari nýtingu tækniframfara, sem leiðir til samkeppnishæfara verðlags á útflutn- ings- og innflutningsvörum. Tilvera framsækinna afla á þessu sviði er ein mikilvægasta forsenda lýðræðislegrar þróunar í atvinnulífinu. Hluthafahópur Hafskips hf. er stór, en betur má ef duga skal. Nokkur hundruð einstaklingar og •fc fyrirtæki hafa sameinast í Hafskip hf., til þess að stuðla að jafnvægi og frjálsari sam- keppni íflutningamálum lands- manna, og bættust hátt í 200 nýir aðilar í hópinn á s. I. ári. En okkur er Ijóst, að ef við ætlum að ná ár- angri í baráttu við rót- gróin einokunaröfl og verjast ofríki á flutn- ingamarkaðnum þarf að koma til ný sóknar- HAFSKIP HF Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu Sími 21160 lota. Endurnýjun skipastóls Hafskips hf. hófst með tilkomu fjölhæfniskipsins Ms. ,,Borre“. En eitt nýtt skip í flota okkar dugar ekki til að losa um einokunartök. Við verðum að taka í notkun fleiri nýskip, bæta tæknilega uppbygginu og vöru- meðferð í landi, endurbæta skipaaf- greiðsluna heima og heiman, lækka til- kostnað flytjenda og tryggja enn betra áætlana- og siglingakerfi í næstu fram- tíð. Stjórn Hafskips hf. hefur því ákveðið að leggja fram á næsta aðalfundi félags- ins, 21. marz n. k., tillögu um 250 millj. króna hlutafjáraukningu. Viljir þú leggja okkur lið, þá er stjórn og starfsfólk Haf- skips hf. reiðubúið að veita þér allar upp- lýsingar og taka við hlutafjárloforðum. Þú heldur ef til vill, að hlutafjárframlag þitt sé aðeins dropi í hafið, en hafðu það hugfast, að það kann að vera dropinn, sem tryggir okkuröllum frjálsarsiglingar um ókomin ár. Hafskip hf. heitir á allt stuðningsfólk frjálsra viðskiptahátta að standa vörð um félagið og efla það til enn virkari siglingasamkeppni. Febrúar, 1980 Stjórn Hafskips hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.