Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 i i I P í \ » UM 150 björgunarsveitar- og björgunarmönnum var sl. laug- ardag boðiö til Varnarliðsins á 'i Kefiavíkurflugvelli. Að sögn ‘I Miks Magnússonar blaðafull- ij trúa Varnarliðsins var þetta J heimboð hugsað til þess að sýna þeim fjölmörgu björgunar- mönnum sem tóku þátt í björg- unaraðgerðum á Mosfellsheiði fyrir jólin, þegar þyrla Varn- arliðsins fórst. smávægilegan þakklætisvott. Gestirnir voru frá Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavík, hjálp- arsveitum skáta, björgunarsveit- um Slysavarnafélags íslands, Slökkviliðinu í Reykjavík, Al- mannavörnum ríkisins, lögregl- unni í Arnessýslu og frá rann- sóknarnefnd flugslysa, en allir þessir aðilar tóku virkan þátt í björgunarstörfum er þyrlan fórst. Öllum þessum aðilum var í þakklætisskyni afhent sérstök veggmynd, auk þess sem öllum einstaklingum sem við björgun- ina unnu var afhent sérstakt þakklætisskjal, áritað af yfir- mönnum Varnarliðsins. Mönnum var kynntur ýmiss konar búnaður, sem þyrludeildin hefur yfir að ráða. Ingvar F. Valdimarsson formaður Flugbjörgunarsveitarinnar tekur hér við veggmyndinni úr hendi Lt.Col.Bruce Ware yfirmanns þyrludeildarinnar. Varnarliðið þakkar íslenzkum björgunarmönnum: „íslenzku björgunarmenn- irnir unnu frábært starf“ — sagði Lt.Col Bruce Ware yfirmaður þyrludeildar Varnarliðsins Það kom fram í máli yfir- manns þyrludeildar Varnarliðs- ins, lt. Cod Brnie Ware, að allir áhafnarmenn þyrlunnar væru á einu máli um að íslenzku björg- unarmennirnir hefðu unnið frábært starf og það hefði komið þeim á óvart hversu kunnáttan var mikil, miðað við að hér voru aðeins áhugamenn að verki. Það kom ennfremur fram að Banda- ríkjamennirnir þrír, sem lentu í slysinu, hafa að mestu leyti náð sér af meiðslum er þeir hlutu og eru nú í þjálfun og endurhæf- ingu í Bandaríkjunum. Varnaliðið hefur um þessar mundir tvær þyrlur til að sinna aðkallandi verkefnum, en von er á þeirri þriðju innan tíðar í stað þeirrar sem fórst. Björgunarsveitarmönnunum voru kynntar þyrlurnar og það sem í þeim er, en það kom m.a. fram að í þyrlunni sem fórst var kista, sem í var mikið af ýmiss konar hjálpargögnum, sem hefðu getað orðið að liði, ef björgunarmennirnir hefðu vitað af þeim. Það má í raun segja eftir slysið að aukið samstarf Varnarliðsins og íslenzku björg- unarsveitanna sé nauðsynlegt, Herkúlesvélar sem þessi eru búnar þannig út að hægt er að miðla úr þeim eldsneyti yfir á björgunarþyrlurnar á flugi. því hvorugur aðilinn veit nægi- lega vel um getu og búnað hins. Reyndar hefur lítils háttar sam- vinna verið t.d. milli Flugbjörg- unarsveitarinnar og björgunar- sveitarmanna Varnarliðsins í gegnum árin. Menn frá hvorum aðila hafa tekið þátt í æfingum með hinum. í þyrlusveitinni starfa nú um 45 manns, sem eru til reiðu hvenær sem er sólarhringsins og eru ófá skiptin sem þeir hafa komið til aðstoðar á neyðar- stundum. —sb. spara Á N'ÆSTA borgarstjórnarfundi verður til ákvörðunar tillaga borg- arverkfræðings og gatnamálastjóra um skiptingu fjárveitinga til þjóð- vega í þéttbýli, en í þessum tillögum er reiknað með 200 milljón kr. til byrjunarframkvæmda á vegateng- ingu Höfðabakka milli Breiðholts og Árbæjarhverfis yfir Elliðaárdal, með brú um 5 m neðan við Árbæj- arstiflu. En sú vegatenging og brúargerð í heild var ákveðin eftir mikla umfjöllun í umhverfismála- ráði, skipulagsnefnd og borgarráði á árunum 1977 og 1978. Var tillög- unni um byrjunarframkvæmdir vísað 6. febrúar sl. frá fram- kvæmdaráði til borgarráðs, sem aftur visaði henni til borgarstjórn- ar sem æðsta aðila. En samkvæmt tillögunni er miðað við að fram- kvæmdum verði mikið til lokið árið 1981. Gert hefur verið ráð fyrir þessu mannvirki í aðalskipuiagi allt frá 1965. Við endurskoðun þess aðal- skipulags var hætt við áform um veg upp Elliðaárdal í framhaldi af þáver- andi Fossvogsbraut (sem er óháð Höfðabakkatengingunni) og gengið út frá því að betra væri að láta stofnbraut ganga yfir dalinn á 1—2 stöðum í viðbót við núverandi brú heldur en að fá veg eftir endilöngum dalnum. — Umhverfismálaráð borgarinnar hafði veg og vanda af að skoða hvernig slík brú færi best, sagði Þórður Þorbjarnarson borgarverk- fræðingur í samtali við Mbl. M.a. var þversnið brúarinnar reist á 3 tré- grindum við endastöpla og miðstöp- ul, til að sem best væri að gera sér grein fyrir útliti hennar. Sú skoðun leiddi til þess að brúin var hækkuð, þannig að hún truflaði sem minnst útivistarsvæðið í dalnum. Gangandi og ríðandi fólk kemst óhindrað undir Likan af Höfðabakkatengingunni, sem tengja á Breiðholtshverfin og Árbæjarhverfi. Brúin yfir Elliðaárdalinn er neðan við gömlu stifluna frá 1921. Henni er lyft upp svo hún trufli sem minnst útivistarsvæðið við árnar. Hér eru báðar akreinarnar, en gert ráð fyrir annarri nú og sennilegt að hægt verði að sleppa hinni alveg. Höfðabakkatengingin mundi 360 rniUj. kr. á ári Deilur um brú yf ir Elliðaár vegfyllingu beggja vegna og vegurinn er lækkaður í 1 m yfir landi við Árbæjarsafn, svo að auðvelt er að gera hljóðmúr milli safns og götu og vegur gæti e.t.v. stuðlað að því að fleira fólk kæmi í safnið en raun ber vitni. Sparar 360 millj. kr. á ári En af hverju er brúin svo nauð- synleg? Þórður segir að talið sé að á árinu 1982, þegar brúin og vegurinn verða komin í samband, fari u.þ.b. 5000 bílar yfir brúna á sólarhring (en óvíst er að seinni akreinin þurfi nokkurn tíma að koma til). Og uppistaðan í umferðinni sé þá um- ferð milli atvinnu og heimila úr Breiðholtsbyggð til atvinnusvæðanna tveggja í Ártúnshöfða og Borgar- mýri. Hinn hluti umferðarinnar kemur m.a. frá Kópavogi eftir Stekkjarbakka og Neðra Breiðholti. Þessi tenging sparar u.þ.b. 360 millj- ónir kr. á ári vegna vegalengdar- styttingar. í aðalskipulagi er reiknað með 17 þúsund bíla umferð þarna á sólar- hring. Og þá verður umferð á þessari umferðartengingu margföld sú sem yrði svonefndum Ofanleitisvegi, sem mundi bera 2—3 þúsund bíla. En væntanleg aukning umferðar á Höfðabakka byggist fyrst og fremst á því að þá verða atvinnusvæðin í Ártúnshöfða og Borgarmýri full- byggð með um 300 þús. ferm atvinnu- húsnæði, en er í dag 150 þúsund ferm. Auk þess sem þá verður fyrir löngu komin tenging suður til Garða- bæjar og Hafnarfjarðar um Reykja- nesbraut, sem létta mun á Kringlu- mýrarbraut og Hafnarfjarðarvegi. Með hækkuðum tilkostnaði við sam- göngur verður krafan um greiðar samgöngur og sparnað í flutningum æ ríkari og því verður að samræma það umhverfissjónarmiðum en ekki víkja alfarið fyrir þeim, sagði borg- arverkfræðingur. Hann sagði einnig að þessi fram- kvæmd byndi hvorki Fossvogsbraut í Fossvogsdal né geri nauðsynlegt að lengja Höfðabakka gegn um brekk- una milli Breiðholtanna. Það sé eftir sem áður opið. Þessi framkvæmd gegnir margþættu hlutverki fyrir borgina. Það er öryggismál fyrir höfuðborgarsvæðið að fá aðra teng- ingu yfir Elliðaárnar, yfir árnar liggur bráðabirgðatenging aðalæðar hitaveitunnar, sem á að liggja í brúarmannvirkinu og verður það þá til fegurðarauka, og þar sem þarna verður um 4000—5000 manna akstur milli atvinnu og heimila gerir teng- ingin mögulegt að koma þar á strætisvagnatengingu. Borgarverkfræðingur sagði að ágreiningur hefði komið upp milli sín og 3 verkfræðinga, sem starfa hjá honum, sem vilja heldur leggja áherslu á svonefndan Ofanbyggðaveg en Höfðabakkaveg. En í fyrsta lagi væri sá vegur ekki þjóðvegur í þéttbýli skv. skilgreiningu vegalag- anna. Skv. öllum reglum væri hann þjóðvegur og þá á ábyrgð ríkisins, svo valið stæði ekki þar á milli. Og að auki væri þar spurningin um hvað ætti að vernda. Ofanleitisbrúin ligg- ur líka yfir Elliðaárnar ofarlega, nálægt Litla Fossi, sem hann kvaðst, ásamt mörgum öðrum, telja ekki síður viðkvæmt svæði en staðinn neðan Árbæjarstíflunnar frá 1921 sem þegar ber svip af miklu mann- virki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.