Morgunblaðið - 22.03.1980, Síða 7

Morgunblaðið - 22.03.1980, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 7 r „Þetta brölt á bak viö allt og alla“ Vesturland, málgagn vestfirzkra sjálfstæð- ísmanna, birti nýverið viðtal við Matthías Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, um stjórnmálaviöhorfið. Spuröur um aðdragand- ann aö núverandi stjórn- armyndun segir hann: „Eg vil sem minnst um þetta mál segja. Það hef- ur mikið veriö rætt og aðferðir þær sem notaðar voru í sambandi við stjórnarmyndunina sömuleiöis. Ég tel að það hefði verið mynduð sterk meirihlutastjórn með fullri aðild Sjálfstæðis- flokksins, ef flokkurinn hefði gengið heill og óskiptur til opinberra og formlegra viöræðna við andstöðuflokka okkar. Þetta brölt á bak við allt og alla hafði að mínum dómi ekkert nema illt ( för meö sér.“ Dýpra seilst í vasa skatt- borgara Matthías sagði „mál- efnasamninginn þokka- legt plagg að líta yfir“, en merginn málsins vantaði: „hvergi væri sagt ákveð- ið, hvernig eigi að vinna að framkvæmd“ efnisat- riöa hans. „Það sem skiptir mestu máli,“ sagði Matthías, „og er sýnu verst við þennan samning er að hvergi kemur fram, hvernig skuli afla fjár til að st anda straum af þeim verkefnum, sem stjórnin hyggst vinna að.“ „Við sjálfstæðismenn höfðum markað þá stefnu að ekki skyldi seil- ast dýpra í vasa einstakl- inganna til skattlagn- ingar en þegar hafði ver- iö gert. Viö höföum ákveöið að afnema þá skatta, sem vinstri stjórnin hafði lagt á. Þessi ríkisstjórn sem nú situr hyggst hins vegar viöhalda þeim sköttum öllum og ég sé ekki annað en hún eigi eftir að seilast enn dýpra í vasa okkar...“ Staöan í stjórnarsam- starfinu Vesturland spyr Matthías, hvort hann telji Matthías Bjarnason stöðu sjálfstæöismanna, sem aðild eiga að stjórn- inni, sterka innan hennar. „Nei, ég tel svo ekki vera. í fyrsta lagi verðum viö að gera okkur grein fyrir því, að staða Fram- sóknarflokksins er ákaf- lega sterk. Hann hefur fjóra ráðherra og undir hann heyra fimm ráðu- neyti af tólf: utanríkismál, sjávarútvegsmál, við- skiptamál, samgöngumál og menntamál. Alþýðu- bandalagið hefur með höndum fjármál, heil- brigðismál, trygginga- mál, félagsmál, iðnað- armál og orkumál.“ „Til þess aö gera þenn- an samanburð einfald- ari,“ segir Matthías síðar í viðtalinu, „má benda á, aö þeir Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson fara sameiginlega meö ráðu- neyti þau er Steingrímur Hermannsson haföi einn á sinni könnu í vinstri stjórninni." Auk þess svo forsætisráðherrann og það, sem undir það ráöu- neyti heyrir. „Ég held því að staða þeirra sjálfstæð- ismanna sé ákaflega veik. Og það sjá allir menn að níu ráðuneyti eru í höndum andstæö- inga okkar, framsóknar- og alþýðubandalags- manna. Og þeir eru að vonum ánægðir með Sjálfstæðisflokkinn klof- inn.“ Endurnýjun vinstri stjórnar „Ég tel að þessar aö- farir allar hafi veikt Sjálf- stæðisflokkinn og áhrifa frá stefnu hans gætir ákaflega lítið í þessari ríkisstjórn. Ég vil því líta á myndun hennar sem endurnýjun vinstri stjórn- ar samstarfsins ..Og vandi er fyrir dyrum. „Ég tel að þaö séu yfirvofandi miklir erfiðleikar, einkum þó í sjávarútvegi og öðr- um útflutningsgrein- um ... vegna verðbólg- unnar, sem er bölvaldur alls. Og ég hefi ekki neina trú á því aö þessari ríkisstjórn takist að ráöa við hana ...“ Matthías Bjarnason er stjórnmálamaður, sem hefur mjög sterka stöðu hjá almenningi, ekki sízt í sjávarplássum vítt um land. Enginn vafi er á því aö þetta mat hans á stjórnmálaviðhorfum líðandi stundar vekur verðskuldaða athygli. Handbók bænda 1980 FYRIR nokkru kom út hjá Búnað- arfclagi íslands 30. árgangur Handbókar bænda. Að vanda er bókin uppfull af fróðleik um flesta þætti landbúnaðar. Ýtarleg skrá er yfir öll helstu félög bænda og stofnanir landbúnaðarins. Jarð- ræktarráðunautar Búnaðarfélags- ins rita greinar um áburð og heyverkun. Magnús Sigsteinsson bútækniráðunautur skrifar grein um tækni við hirðingu heybagga og aðra sem hann nefnir „Létt og auðveld votheysfóðrun". Búfjár- ræktarráðunautar Búnaðarfélags- ins birta yfirlit yfir helstu kynbótagripi sem notaðir eru nú í landinu. Erlendur Jóhannsson skrifar ýtarlega grein um fóðrun mjólkurkúa og Árni G. Pétursson um fóðrun sauðfjár. Þá er grein um beitarþunga og beitarþol eftir dr. Ólaf Guðmundsson. Leiðbein- ingar fyrir ullarframleiðendur eru í bókinni eftir dr. Stefán Aðal- steinsson. Magnús H. Ólafsson arkitekt skrifar um fjárhús. Margar stuttar, athyglisverðar greinar eru um garðrækt eftir garðyrkjuráðunauta Búnaðarfé- lagsins. Á vegum samstarfshóps nokk- urra sérfræðinga eru birtar leið- beiningar um girðingar. I þessari grein er allt það sem menn þurfa nauðsynlega að vita áður en hafist er handa um að girða. Ýmislegt hagfræðilegt efni er í bókinni eftir Ketil A. Hannesson, hagfræði- ráðunaut. í lokakafla bókarinnar er skýrt frá helstu lögum og reglum sem sett hafa verið á síðustu tveim árum er varða landbúnaðinn. í þau 30 ár sem Handbók bænda hefur verið gefin út hafa þrír menn verið ritstjórar, fyrstu 10 árin var það Ólafur Jónsson fyrr- verandi ráðunautur á Akureyri, síðan var Agnar Guðnason rit- stjóri í 15 ár og nú hefur Jónas Jónsson verið ritstjóri í 5 ár. (Frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðar- Laugardagsmarkaðurinn Höfum til sölu fáeina Ply- mouth Volare 2 og 4 dyra af árgerð 1979 á sérstökum af- sláttar kjörum. Allt mjög vel útbúnir bílar. Dodge Aspen SE 1979 4 dyra 6 cyl. sjálfsk. vökvast. ek. 16 þús. km. Rauöur metallic. Chrysler LeBaron 1978 4 d. 318 cid. sjálfsk. vökvast. ek. 27 þús. Lúxusvagn. Plym. Volaró Premier station 1977 6 cyl. sjálfsk. vökvast. ek. 24 þús. km silfurgrár. Dodge Aspen Custom 1977 4 d. 6 cyl. sjálfsk. vökvast. ek. 50 þús. km rauöur/hvítur. Dodge Ramcharger 1975 318 cid beinsk. vökvast. ek. 40 þús. mílur. Brúnn. Athugiö aö Simca er bíllinn fyrir íslenskar aöstæöur sparneytinn, rúmgóður og sterkur. Simca-bíllinn sem endist. SIMCA 1508 GT ....1978 SIMCA 1307 GLS .... 1978 SIMCA 1508 GT ....1977 SIMCA 1307 GLS .... 1977 SIMCA 1307 GLS .... 1976 SIMCA 1100 LX ....1978 SIMCA 1100 Sp.....1977 SIMCA 1100 GLX .... 1977 SIMCA 1100 1974 SIMCA 1100 S.b....1974 Plym. Satelite Sebring 1972 einn verklegasti kvartmílubíli í bænum. Ný 440 cid vél, drif og sjálfsk. o.fl. o.fl. Sjón er sögu ríkari. Volvo 244 GL 1979 beinsk. meö vökvast. útv./seg- ulb. ekinn 16. ús. km. Rauöur. Volvo 244 DL .............1978 Volvo 245 Dl .............1976 Volvo 144 DL .............1972 Volvo 145 DL .............1970 Fiat 127 900/L 1978 Fiat 132 GLS .............1977 CHRYSLER-SALURINN Suðurlandsbraut 10, sími 83330 — 83454 Mercury Comet ...........1977 Mercury. Comet custom. 1974 Oldsmobile Cutlass station 1975 ekinn 48 þús, sjálfsk. vökvast. Mjög fallegur bíll. Brúnn. Toyota Cr. sjálfsk. .. ... 1978 Datsun 180 D Mazda 929 station .. ... 1976 Austin Mini sp Austin Allegro ... 1977 Bronco Sp. 6 cyl. ... . .. 1974 Bronco 6 cyl Blazer cst Ódýrir bílar: Volkswagen 1302 . .. 1971 Saab 96 .... Peugeot 504 .. 1970 Árshátíð Árshátíö Breiöfirðingafélagsins veröur haldin aö Hótel Sögu, Súlnasal föstudaginn 28. marz 1980 kl. 19.00. Heiðursgestir hátíðarinnar veröa hjónin Ragna Guðmunds- dóttir og Óskar Jóhannesson frá Svínhóli í Dölum, en frú Ragna mun flytja aöalræöu kvöldsins. Dagskrá: 1. Arvarp formaöur félagsins. 2. Heiöursgestur hátíöarinnar. 3. Sönqur í léttum dúr? aö ógleymdum fjöldasöng. 4. Ómar Ragnarsson fer á kostum, með nýtt prógramm. 5. Ragnar Bjarnason sér um dansfjörið. Aögöngumiöar veröa seldir í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 23. marz kl. 15—18, sími 16540. Upplýsingar í símum 38156, 41531, 50383 og 43536. Höldum gleöi hátt á loft. Stjórnin Öllum þeim er heimsóttu og glöddu mig á annan hátt á sextugs afmæli mínu þakka ég af alúö og vinsemd. ALFRED ELÍASSON, Haukanesi 28, Garöabæ Innilegt þakklæti til allra sem heiðruðu okkur með skeytum, blómum og fleiru á gullbrúðkaupi okkar 7. marz. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Pétursson og Sigríður E. Markúsdóttir. Reiðskóli fyrir börn á aldrinum 8—14 ára tekur til starfa 10. marz. Kennari verður Hrönn Jónsdóttir. Lagðir eru til hestar og reiðtygi. Innritun hefst mánudaginn 24. marz í Félagsheimili Fáks, sími 33679, kl. 10—12 og 13—14 í dag og næstu daga. SUNNUDAGSHADEGI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ennþá bjóöum við svínakjöt á kynn- ingarveröi. Sunnudagur23/3 Grísakóteletta Hongroise og eftirréttur Kr. 3.980.- Hálft gjald fyrir börn . BERGSTAÐASTRÆT) 37 araogyngri simi 2ion VinMmtogut pantiö borö timanloga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.