Morgunblaðið - 22.03.1980, Side 14

Morgunblaðið - 22.03.1980, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 „The Ink Spots“ og söngur þeirra Fyrir nokkrum áratugum hlust- uðum við unglingarnir á Ink Spots kvartettinn syngja og höfðum unun af. í óskalagaþáttum sendum við hvort öðru kveðjur með lögum þeirra. Það má ef til vill segja, að þeir hafi verið þeirra tíma Bee Gees. Ink Spots kvartettinn aflaði sér frægðar á árum seinni heimsstyrj- aldarinnar og var í miklum metum allan fimmta áratuginn. Eftir það var hljóðara um þá, enda skildust leiðir þeirra fjórmenninga, en einn þeirra að minnsta kosti, söng fram á sjöunda áratuginn. Þeir komu víða fram, á sínum tima, sungu í nokkrum kvikmyndum og á margar hljómplötur. Kvartettinn skipuðu: Bill Kenny tenór, Orville „Happy“ Jones, sem talaði inn á milli söngsins með sinni djúpu rödd, Charlie Fuqua, sem auk þess að syngja spilaði á gítar, og Ivory D. Watson. Þeir voru allir þeldökkir Bandaríkjamenn. Mörg lögin, sem þeir sungu eru mjög minnisstæð, má þar nefna „My Prayer", „I’ll never smile again", „Whispering" og „When the swallows come back to Capistrano." Síðastnefnda lagið heyrist stund- um sungið í útvarpinu með íslensk- um texta eftir Jón Sigurðsson: Senn fer vorið á vængjum yfir flóann, nefnist það. En lög sungin af Ink Spots kvartettinum hafa ekki heyrst lengi í útvarpinu, eftir því sem best er vitað. Er það eiginlega undarlegt, að ekki skuli hafa komið upp á yfirborðið plötur með þeim, þegar á annað borð er verið að dusta rykið af eldri dægurlögum. Það myndi áreiðanlega hlýja mörgum um hjartarætur að heyra söng þeirra Ink Spots manna og lögin sjálfsagt rifja upp skemmtí- legar stundir, þegar setið var við að hlusta á þá í góðum félagsskap hér áður fyrr. Við sungum auðvitað með, þegar við hlustuðum á Ink Spots, lærðum textana eins og páfagaukar og höfðum eftir á ensku, sjálfsagt oft án þess að gera okkur grein fyrir efninu. Það verður að minnsta kosti að játast, að lítt hugsaði dálkahöf. út í þetta Capistrano, sem þeir sungu um. En tekstinn á ensku, var að ég held á þessa leið. „When the swallows come back to Capistrano, that’s the day when I’ll be coming back to you“, o.s. frv. En Capistrano er sannarlega til, komst að því löngu seinna, það er meira að segja fornfrægur staður, miðja leið á milli Los Angeles og San Diego í Kaliforníu. Kalifornía var upphaflega undir stjórn Spánverja (og Mexicono 1822) áður en fylkið varð hluti Bandaríkja Norður-Ameríku árið 1850. Spánarkonungur vildi boða nýlendubúum fagnaðarerindið hann sendi leiðangra undir stjórn Gaspar de Portola til stofnunar trúboðs- stöðva árin 1769 og ’70, fyrstu stöðvarnar voru reistar í San Diego og Monterey. Næstu fimmtíu árin stofnuðu Spánverjar alls 21 stöð, og það tímabil jafnan nefnt trúboðs- tímabil. Árið 1776 var hafist handa við að reisa trúboðsstöðina, sem kennd er við dýrlinginn John frá Capistrano, San Juan Capistrano, sem var einn krossfaranna. Lokið var við litla kirkju eða kapellu ári seinna, en loks tuttugu árum síðar var byrjað á stærri kirkju, sem lokið var við árið 1806. En menn nutu hennar skemur en til stóð, hún eyðilagðist að mestu í jarðskjálfta sex árum síðar. Þar á meðal kirkjuturninn, sem sást langt að eða í tíu mílna fjarlægð. Við upphaf 19. aldar var dagleið á milli trúboðsstöðvana, þá miðað við ferð í vagni dregnum af uxa. En það er svo aftur af svölunum að segja, sem sungið er um í fyrrnefndu Iagi, þær koma aftur til Capistrano. Ár hvert koma þær á nákvæm- lega sama degi 19. mars, fyrstar allra fugla og því sannkallaðir vorboðar. Þær byggja sér hreiður í rústum kirkjunnar fyrrnefndu, una þar hag sínum vel og eru orðnar nokkurs- konar tákn fyrir staðinn. Af bygg- ingum upphaflegum, byggðum til dýrðar San Juan Capistrano, af reglu fransiskusmunka, stendur að- eins litla kapeilan eftir. Það má mýkja ostinn Oft kemur það fyrir, að oststykki harðnar hjá okkur við geymslu. Þannig er hann að vtsu kjörinn til að rífa á rif járni, og þarf því ekki að fara til spiliis. En vilji maður hinsvegar mýkja bitann. má reyna að ieggja hann í mjólk smástund, og þerra svo vel á eftir. Til að koma í veg fyrir að osturinn verði harður er gott að leggja ofan á hann brauðsneið og geyma hann þannig, brauðið hcldur ostinum mjúkum. Svona gerðu þeir í Frakklandi Sögur herma, að á seinni hluta miðalda i Frakklandi, hafi menn notað stórar þykkar brauðsneiðar til að borða af, í stað diska. Að máltfð lokinni fékk svo hundurinn að gæða sér á brauðsneiðinni. Þegar blómin eru vökvuð Þeir, sem eru lagnir við blóma- rækt, geta stundum miðlað okkur hinum af reynslu sinni. Kem hér áleiðis upplýsingum um vökvun, ef einhver vildi reyna: Gott á að vera að láta eggjaskurn liggja f vatni, sem síðan er notað til að vökva blóm með. Einnig á að vera gott, að hlanda smávegis af te saman við vökvunarvatnið. Þetta eru göngin, sem eftir standa í San Juan Capistrano og liggja að fögrum blómagörðum inn á milli rústanna. Þórhallur Halldórsson framkvstj. heilbr.eftirlits Reykjavíkurborgar: Urbóta er þörf Sprengidagurinn fyrir skömmu varð til þess að nokkrar umræður urðu í fjölmiðlum og manna á meðal um „bakteríur" í matvælum. Ástæðan fyrir þessu var sú, að nokkrir kaupmenn í borginní höfðu tekið upp sjálfs- afgreiðslufyrirkomulag á salt- kjöti, en það var litið óhýru auga af Heilbrigðiseftirliti borgarinn- ar. Viðbrögð manna voru nokkuð mismunandi, t.d. tóku kaupmenn ábendingu Heilbrigðiseftirlits- ins yfirleitt vel og Sigmund Morgunblaðsins sannaði ennþá einu sinni ágæti sitt. Hann getur sagt meira með einni mynd en oft er gert í langri blaðagrein. Þessi afskiptasemi virðist þó hafa fallið í miður góðan jarðveg hjá sumum er gerðu lítinn mun á nauðsynlegri handfjötlun kjöt- iðnaðarmanns á kjötinu annars vegar og afgreiðsluháttum við- skiptavinarins með sínu fingra- poti, gramsi og jafnvel ræsking- um yfir óvörðu kjötinu. Flestir viðurkenndu þó, að matvörur geta spillst, enda þótt ekki sé sannað að sýkingarhætta fylgi. sjónarmið hafi meira til síns ágætis en önnur. Að höfðum þessum formála ætla ég að varpa fram nokkrum spurning- um til umhugsunar: • Hver er þrifnaðarkennd almennings hér á landi? • Hvaða kröfur gerir neytandinn til hrein- legrar og réttrar með- ferðar neysluvöru, hvort sem er í vinnslu- stöðvum, í veitingahús- um eða á heimilum? • Nýtur heilbrigðiseftirlit eða annað eftirlit stuönings við störf sín af hálfu neytendanna? • Er heilbrigöis- og holl- ustuháttarlöggjöfin, lög og reglugeröir er varða eftirlit með neysluvör- um fullnægjandi? 1 Þannig myndi t.d. varla nokkr- | um detta í hug að drekka skolpið | úr baðkerinu heima hjá sér, | enda þótt það yrði soðið áður og | þannig tryggt, að ekki stafaði I sýkingarhætta af. í framhaldi af þessum bolla- leggingum, svo og umræðum í fjölmiðlum um gæði innfluttra og innlendra neysluvara, um hlutverk Heilbrigðiseftirlits, 1 o.s.frv. vakna ýmsar spurningar. í skrifum um þessi mál gætir oft á tíðum mikilla öfga. Annars | vegar er fullyrt, svo dæmi sé nefnt, að mesta mildi sé, að heilsuspillandi matvæli hafi ekki valdið stórslysi eða þá hins vegar, að reynt er að gera sjálfsagðár þrifnaðarráðstafanir | hlægilegar í augum almennings. Árangursríkara væri, að tekn- I ar yrðu upp umræður á breiðari | grundvelli í þeirri von, að menn j gerðu sér grein fyrir því hvar | skórinn kreppir helst að og þá hvað kynni að vera til úrbóta. Það skal þó skýrt tekið fram, að á málum þessum eru margar | hliðar og langt frá því að mín • Er miklum verðmætum árlega kastað á glæ vegna trassaháttar og vankunnáttu viö vinnslu, dreifingu og aðra meöferö matvæla hér á landi? • Gerir almenningur sér grein fyrir því, að höf- uðatvinnuvegur þjóðar- innar er matvælafram- leiðsla til útflutnings og móttaka erlendra feröamanna er ört vax- andi atvinnugrein? Hér verður látið staðar numið að sinni og reynt að svara spurningunum lítillega eins og þær koma mér fyrir sjónir. Á starfsferli mínum við heil- brigðiseftirlit um ca. 3ja áratuga skeið hef ég vissulega orðið var við aukna þrifnaðarkennd al- mennings og bætta meðferð neysluvara. Samt sem áður verð ég að viðurkenna því miður, að ég tel að enn sé allvíða pottur brotinn í þessum efnum. Starfsmenn við Heilbrigðis- eftirlitið í Reykjavík verða t.d. oft varir við lítinn skilning neytandans, svo ekki sé meira sagt, á sjálfsögðum þrifnaðar- kröfum, sem þeir eru að reyna að framfylgja í starfi sínu. Bakrými of margra fyrirtækja hér í borg svara ekki þrifnaðar- og hreinlætiskröfum dagsins í dag varðandi umgengni. Þá eru síendurtekin „slys“ í sumum framleiðslugreinum okkar á matvælasviðinu nær óskiljanleg og bera vott um kæruleysi eða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.