Morgunblaðið - 22.03.1980, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
Sterk staða Verzlunarbanka Islands
Frá aðalfundi Verzlunarbanka íslands hf.
Eigið fé er orðið 13%
af heildarinnstæðum
Vaxtaaukainnlán jukust um
102% — 51% útlána til verzl-
unar - 27% til einstaklinga
Aðalfundur Verzlunarbankans var haldinn að Hótel Söru lautrar-
da^inn 15. marz sl.
Fundarstjóri var kjörinn Hjörtur Hjartarson. en fundarritarar
voru Gunnlaugur J. Briem ok Majjnús Finnsson. Fundurinn var vel
sóttur.
Formaður bankaráðs. Pétur 0. Nikulásson ok Höskuldur Ólafsson.
bankastjóri fluttu yfirlit um starfsemi bankans á liðnu starfsári. auk
þess sem bankastjóri skýrði framlaxða ársreikninga bankans.
Hagur bankans
og rekstur
Eigið fé bankans var í árslok
1185 millj. kr. og hafði það aukist
á árinu um 631 millj. kr. Nemur
eigið fé 13% af heildarinnstæðum
í árslok.
A árinu var boðið út nýtt
hlutafé að upphæð 300 millj. kr.,
sem hluthafar skrifuðu sig fyrir
að fullu, auk þess sem jöfnunar-
bréf voru gefin út fyrir 400 millj.
kr. og var hlutafé bankans í árslok
800 millj. kr.
Hagnaður til ráðstöfunar varð
156 millj. kr. og voru 130 millj. kr..
Iagðar í varasjóð, sem í árslok er
350 millj. kr., en óráðstafað var 26
millj. kr.
Samþykkti fundurinn að greiða
hluthöfum 10% arð.
Niðurstöðutölur rekstrarreikn-
ings námu 3362 millj. kr. Vaxta-
gjöld urðu alls 2450 millj. kr., en
reksturskostnaður 731 millj. kr.
Laun og launatengd gjöld hækk-
uðu um 54% frá fyrra ári, en
annar reksturskostnaður um 60%.
Vaxtatekjur urðu alls 3111
millj. kr., en þóknun og aðrar
þjónustutekjur námu 251 millj. kr.
Bankinn er aðili að Húsi verzl-
unarinnar og var á árinu varið
124,6 millj. kr. til bygginga-
framkvæmda á eignarhluta bank-
ans.
Innlán
Aukning innlána hjá Verzlunar-
bankanum nam 2778 millj. kr. eða
liðlega 45%. Innlán voru í árslok
8974 millj. kr.
Spariinnlán námu 7149 millj.
kr., höfðu aukist um 2187 millj. kr.
og veltiinnlán námu 1825 millj.
kr., höfðu aukist um 601 miilj. kr.
Innlánsaukning varð mest í
vaxtaaukainnlánum eða nær
102%. í árslok námu þau 2108
millj. kr. eða 23,5% af heildarinn-
lánum.
Innan bankans var innláns-
aukningin hjá útibúinu að Grens-
ásvegi 13 hæst eða 95%. I upphafi
vetrar var afgreiðslu bankans í
Umferðarmiðstöðinni breytt í úti-
bú. Önnur útibú bankans eru að
Laugavegi 172, Arnarbakka 2,
Grensásvegi 13 og utan Reykja-
víkur að Vatnsnesvegi 14,
Keflavík, en aðalstrifstofur bank-
ans eru í Bankastræti 5.
Nýr innlánsflokkur. I byrjun
þessa mánaðar tók bankinn upp
nýjan innlánsflokk, Safnlán, sem
er tengdur rétti til lántöku eftir
ákveðnum reglum. Viðskipta-
maður leggur mánaðarlega inn
fyrirfram ákveðna upphæð í
ákveðinn tíma. Sparnaðartíminn
er í þriggja mánaða tímabilum,
skemmst í 3 mánuði en lengst í 48
mánuði. Að sparnaðartímanum
loknum á viðskiptamaður rétt á
láni, sem er jafnhátt þeirri upp-
hæð sem hann hefur sparað. Til
tryggingar Safnláni í 3 eða 6
mánuði þarf aðeins skuldaviður-
kenningu viðskiptamanns. Til
tryggingar Safnláni 9—18 mánuði
þarf auk þess ábyrgðarmann og
fasteignaveð fyrir Safnlán til
lengri tíma en 18 mánaða. Safn-
lánsreikningar eru við allar af-
greiðslur bankans og verður Safn-
lán veitt í þeirri afgreiðslu, sem
viðskiptamaðurinn hefur sinn
Safnlánsreikning við. Hefur bank-
inn látið gera handhægan upplýs-
ingabækling um Safnlánin og ligg-
ur hann frammi í öllum afgreiðsl-
um bankans.
Bankaráð Verzlunarbankans: Pétur ó. Nikulásson, formaður, Þorvaldur Guðmundsson, Sverrir Norland,
Guðmundur H. Garðarsson og Leifur ísleifsson.
Útlán
Útlán Verzlunarbankans námu í
lok ársins 6608 millj. kr. Aukning
þeirra á árinu var 2022 millj. kr.
eða um 44%. Útlán í formi víxla
eru stærsti útlánaflokkurinn eða
nær 49% af heildarútlánum í
árslok, á móti um 54% ári áður.
Næst eru vaxtaaukalán, sem eru
tæplega 29% af heildarútlánum
en aðrir flokkar eru liðlega 22% af
útlánunum.
í samræmi við meginstefnu
bankans er stærsti hluti útlána til
verzlunar eða 51%, til einstakl-
inga voru í árslok 27% af útlánum
bankans og höfðu þau aukist á
árinu, en útlán til annarra greina
nemur liðlega 22%.
V er zlunar lánas jóður
Útlán Verzlunarlánasjóðs, sem
er stofnlánadeild bankans námu í
lok sl. árs 1812 millj. kr. og höfðu
hækkað á árinu um 825 millj. kr.
eða um nær 84%.
Verzlunarlánasjóður vinnur að
langmestu leyti með lánsfé, aðal-
lega frá Lífeyrissjóði verzlunar-
manna og fengust frá honum 738
millj. kr. á sl. ári. Frá Fram-
kvæmdasjóði fengust á árinu 100
millj. kr. Lán til endurlána námu í
árslok 1666 millj. kr.
Lánskjör Verzlunarlánasjóðs
eru þau, að lánin eru til 12 ára og
eru verðtryggð miðað við hækkun
byggingarvísitölu, en vextir eru
3,5% á ári.
Staðan gagnvart
Seðlabankanum
Innstæður bankans á bundnum
reikningi í Seðlabanka námu í
árslok 1909 millj. kr. og höfðu á
árinu aukist um 659 millj. kr. eða
tæplega 53%. Á árinu var bindi-
skylda hækkuð úr 25% í 28% af
heildarinnlánum.
í árslok voru endurseld lán í
Seðlabanka að upphæð 150 millj.
kr. og önnur lán námu 54 millj. kr.
eða alls 204 millj. kr. Nemur þessi
upphæð 10,6% af inneign bankans
í Seðlabankanum. Eins og kunn-
ugt er, er innlánsbindingin notuð
til þess að fjármagna endurkaup
Seðlabankans á lánum til atvinnu-
veganna. Þar sem verzlunin er eigi
aðnjótandi slíkra lána er innláns-
bindingin bankanum verulega
íþyngjandi.
Úr bankaráði áttu að þessu
sinni að ganga þeir Pétur O.
Nikulásson, stórkaupmaður, for-
maður, Þorvaldur Guðmundsson,
forstjóri og Sverrir Norland, verk-
fræðingur. Þeir voru allir end-
urkjörnir til tveggja ára. Aðrir,
sem sæti eiga í bankaráðinu eru
Leifur ísleifsson, kaupmaður,
varaformaður og Guðmundur H.
Garðarsson, viðskiptafræðingur,
ritari. Varamenn í bankaráðinu
eru þeir Hreinn Sumarliðason,
kaupmaður, Hannes Þ. Sigurðs-
son, deildarstjóri, Jónas Eggerts-
son, bóksali, Sigurður Gunnars-
son, forstjóri og Víglundur Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri.
Endurskoðendur voru kjörnir
þeir Hilmar Fenger, fram-
kvæmdastjóri og Kristmann
Magnússon, kaupmaður og til vara
Jóhann J. Ólafsson, stórkaup-
maður og Magnús Finnsson, fram-
kvæmdastjóri.
Bankastjórar eru Höskuldur Ól-
afsson og Kristján Oddsson.
í lok ársins störfuðu 80 banka-
starfsmenn í bankanum.