Morgunblaðið - 22.03.1980, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
ÚTVARP
Hljóðrituð hafa verið 200
lög eftir Gunnar Þórðarson
Sá gamalkunni og ágæti út-
varpsmaður Svavar Gests verður
með þátt sinn í dægurlandi í
útvarpi í dag, eins og verið hefur
undanfarna laugardaga, og hefst
þátturinn klukkan 15.
Svavar sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í gær,
að hann myndi að þessu sinni
ræða við Gunnar Þórðarson
hljómlistarmann og dægurtón-
skáld, og flytja lög eftir hann.
Svavar sagði, að í rauninni væri
hér á ferðinni svo mikið efni, að
erfitt yrði að koma því í einn þátt.
Yrði því mjög stiklað á stóru er
rakinn yrði ferill Gunnars. Leikin
verða lög eftir Gunnar, þar sem
hann kemur sjálfur við sögu sem
söngvari, útsetjari og hljóðfæra-
leikari, og einnig verða leikin lög
eftir hann flutt af öðrum lista-
mönnum. En að sögn Svavars eru
til hljóðrituð fleiri lög eftir Gunn-
ar Þórðarson en nokkurn annan
íslending, eða nákvæmlega 200
lög, hvorki meira né minna. „Það
er raunar með ólíkindum, hve
mörg lög Gunnar hefur sarnið,"
sagði Svavar, „ekki síst með tilliti
til þess að hann er aðeins 34ra ára,
og ekki eru nema 15 ár síðan
fyrsta hljómplatan með lögum
hans kom út. En á henni voru tvö
lög, Fyrsti kossinn og Bláu augun
þín, á fyrstu plötu hljómsveitar-
innar Hljóma frá Keflavík.
Gunnar Þórðarson dægurtónskáld, hljómlistarmaður og útsetjari.
AKRANES
Þrjár bíómyndir í
Bíóhöllinni á morgun
BÍÓHÖLLIN á Akranesi verður
með sýningar á morgun eins og
aðra sunnudaga, en þar eru
sýningar sex daga vikunnar, alla
daga nema laugardaga.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá Bíóhöllinni
í gær, verða þrjár sýningar á
morgun. Klukkan tvö eftir hádegi
verður sýnd myndin Gulleyjan,
sem einkum er við hæfi yngri
kvikmyndahússgesta.
Klukkan 21 verður svo sýnd ein
hinna mörgu stórslysamynda sem
gerðar hafa verið undanfarin ár.
Þetta er myndin Snjóskriðan, og í
aðalhlutverkum eru hinir heims-
kunnu leikarar Rock Hudson og
Mia Farrow.
Þá er sýning klukkan 23.15, og
verður þá sýnd kvikmyndin Lost-
afulla poppstúlkan.
Mia Farrow leikur aðaihlutverkið i kvikmyndinni Snjóskriðan, sem
Bíóhöllin á Akranesi sýnir á morgun. Hér er mynd af Miu er hún kom
til íslands fyrir nokkrum árum, i fylgd eiginmanns sins, André
Previns, en þau eru nú skilin að skiptum.
Matreiðsiumenn Asks á Laugavegi. Þeir Guðmundur Valtýsson og Hörður Ingi Jónsson sem er
matreiðslumaður helgarinnar. í dag og á morgun litur matseðillinn þannig út: Forréttur: Frönsk
lauksúpa eða islenskur kavíar. Aðalréttur: Léttsteikt nautalæri Bordlaise með Gratinkartöflum,
Dauphinoise, salati, fylltum tómat, hlómkáli og rauðvinssósu á krónur 6.400.- eða pönnusteikt
smálúðuflök Joinville mcð humarsneiðum og sveppum á krónur 4.800.-. Desert er svo sitrónuis með
rjóma. Ljósm.: Emilía Bj. Björnsdóttir.
ASKUR
Þríréttuð veislumáltíð
á hvunndagsverði
„VEISLURÉTTIR á hvunn-
dagsverði“ er nýjung sem veit-
ingahúsið Askur Laugavegi 28
hefur tekið upp. Hér er um að
ræða þriréttaða máltíð, forrétt,
aðalrétt og heimatilbúinn ís
sem desert. Ef kjötréttur er
valinn sem aðalréttur kostar
máltiðin 6.400 kr., sé fiskréttur-
inn valinn sem aðalréttur kost-
ar máltiðin 4.800 kr. Hægt er að
velja á miili tveggja forrétta.
Veislurétturinn er á boðstólum
allar helgar.
Askur að Laugavegi 28 fékk
leyfi til vínveitinga síðustu mán-
aðamót. Húsið hefur á boðstól-
um „vín hússins" hvítvín og
rauðvín sem borið er fram á
karöflum. Einnig er hægt að fá
fordrykk og Ask-kaffi eftir
máltíð.
Sem kunnugt er tóku nýir
eigendur við rekstri Askanna, á
Laugavegi og Suðúrlandsbraut
um síðustu áramót. Verulegar
breytingar verða gerðar á
rekstri beggja staða en að sögn
eigenda verða þær gerðar smám
saman. Settur hefur verið upp
„gæðastaðall" fyrir alla rétti
beggja húsanna. Fyrstu breyt-
ingar eru hafnar að Laugavegi
28. Þar hefur innréttingum verið
breytt. Fyrir lok aprílmánaðar
verður tekin upp nýjung í rekstri
þessa staðar. Er þar um að ræða
tvo veitingastaði undir sama
þaki á sama stað. Frá kl. 09.00 til
18.00 verður fyrst og fremst um
að ræða hraðrétti með sjálfs-
afgreiðslutilhögun, en eftir kl.
18.00 verður veitt full þjónusta á
borð gesta, notaður annar borð-
búnaður og annar einkennisfatn-
aður á starfsliði. Eftir kl. 18.00
verður á boðstólum annar mat-
seðill með fjölbreyttari réttum.
Hér er um að ræða nýjung sem
tekin hefur verið upp víða er-
lendis.
Eftir páskana verður boðið
upp á enn eina nýjung á Aski á
Laugavegi. Er þar um að ræða
ostabakka fyrir tvo með völdum
ostaréttum. Ostabakkinn verður
á boðstólum frá mánudegi til
föstudags kl. 18.00 til 23.30.
HÁR
GAMLA BÍÓ
Þýsk gamanmynd
af djarfara taginu
Klipping
og
flétting
í DAG klukkan fjögur
síðdegis verður myndasýning
í veitingahúsinu Hollywood,
og er allt fólk sem áhuga
hefur á hártísku og snyrti-
vörum velkomið, að sögn
Hársnyrtiklúbbsins Medulla,
sem gengst fyrir þessari
kynningu.
Sýndar verða á myndsegul-
bandi myndir frá Tony &
Card í London, nýjustu
tískulínur í klippingum og
fléttingum. Einnig verður
snyrtivörukynning frá
Kadus.
GAMLA BÍÓ í Reykjavík mun
um þessa helgi halda áfram að
sýna myndina „Þrjár sænskar í
Týról“, sem sýnd hefur verið að
undanförnu við ágæta aðsókn.
Myndin er frá Vestur-Þýska-
landi, og telst til þeirra djarfari,
en er um leið bráðfjörug gaman-
mynd. Myndin er sýnd klukkan 5,
7 og níu, og er bönnuð börnum
innan 16 ára aldurs.
Leikstjóri myndarinnar er Siggi
Götz, en með aðalhlutverkin fara
Inge Fock, Anika Egger, Ann
Lundell, Gianni Garko sem er
ítalskur skopleikari, Alexander
Grill og Jaques HeFlin.
Þrjár sænskar í Týról sjást hér í hlutverkum sinum í kvikmyndinni
sem þessa dagana er sýnd i Gamla bió.