Morgunblaðið - 22.03.1980, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.03.1980, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 Temma Bell sýnir í Listmunahúsinu TEMMA Bell opnar mál- verkasýningu í Listmunahús- inu, Lækjargötu 2, laugardag- inn 22. marz n.k. Hún er fædd 29. júní 1945 og foreldrar hennar eru listmálararnir Le- land Bell og Louisa Matthías- dóttir, en þau eru búsett í New York. Temma stundaði nám við Boston University, Indiana Uni- versity og lauk B.F.A. prófi 1968 við Philadelphia College of A*rt. Hún hefur málað í Bandaríkj- unum, Frakklandi og á íslandi, haldið fimm einkasýningar í Bowery Gallery, New York City, og einnig tekið þátt í fjölda samsýninga um öll Bandaríkin. Temma Bell hefur verið búsett á Íslandi undanfarin ár. Þessi sýning er fyrsta sýning hennar hér á landi, en þar sýnir hún 39 olíumálverk, sem máluð eru á árunum 1972 til 1979 og eru flest málverkin til sölu. Gert er ráð fyrir að sýningin standi til 20. apríl og er hún opin alla virka daga frá kl. 10 f.h. til kl. 6 e.h., en kl. 2 til kl. 6 e.h. á laugardögum. Af sýningu Temmu Bcll í Listmunahúsinu. Greinargerð frá Samafli: Minni háttar gagn- rýni á flest atriði MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt til birtingar greinargerð frá Samafli s.v.f. þar sem athuga- semdir eru gerðar við álit tækni- manna Reykjavíkurborgar. sem fóru til Ungverjaiands til þess að skoða Ikarus-strætisvagnana. í greinargerð er m.a. skýrt frá fundi fulltrúa Samafls með Agli Skúla Ingibergssyni borgar- stjóra, en hann fór einnig í umrædda för. í greinargerðinni segir: Var það sameiginleg niður- staða fulltrúa Samafls og borgar- stjóra að flest þau atriði sem gagnrýnd voru í skýrslunni um almennan búnað IKARUS vagn- anna væru minni háttar, sem Ögri seldi í Cuxhaven TOGARINN Ögri seldi 323 tonn af fiski í Cuxhaven á miðvikudag og fimmtudag og fékk fyrir aflann 519.500 þýsk mörk eða 115 milljón- ir íslenzkra króna. Meðalverðið var 354 krónur fyrir kílóið. Uppi- staðan í afla Ögra var karfi. © INNLENT auðvelt væri að fá lagfært. Það er því okkar álit, að þau ættu ekki sem slík að standa í vegi fyrir því að taka hinu óvenjulega hag- stæða boði IKARUS. Mbl. mun gera greinargerðinni frekari skil eftir helgina. Lánskjara- vísitalan SEÐLABANKINN hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir apríl- míéanuð og er hún 147 stig, hækkar úr 143 stigum frá þeirri vísitölu, sem gilti fyrir marzmán- uð. Hækkunin er 2,8%. Gefa ágóð- ann til Von- arlands FáskrúAsfirði, 21. marz. VORSKEMMTUN Fáskrúðsfirð- ingafélagsins í Reykjavík verður haldin í Fóstbræðraheimilinu laugardaginn 22. marz. Ágóða af skemmtunum þessum, sem haldn- ar eru árlega, er varið til styrktar vangefnum á Austurlandi, þ.e.a.s. til uppbyggingar Vonarlands á Egilsstöðum, og voru nú fyrir skemmstu afhentar krónur 350 þúsund til formanns félagsins. — Albert J.C. með víðtæka starfskynningu um allt land: „Að gefa ungu fólki kost á að auka hæfni og þekkingu44 Slysavarnafélag íslands efnir til umferðarviku SLYSAVARNAFÉLAG íslands mun beita sér fyrir umferðarviku dagana 23. til 29. marz. Ætlunin er að hún nái til sem flestra um land allt. Til að svo megi verða hefur verið sent bréf til allra deilda félagsins með ósk um að þær geri það sem hægt er til að vekja athygli á umferðarviku þessari, hver á sínum stað. Hafa margar deildir nú þcgar haft samband við félagið vegna þessa máls. Prentað hefur verið veggspjald og er ætlunin að það geti hangið uppi áfram til áminningar fyrir vegfarendur. Einnig hefur verið prentaður límmiði til áminningar fyrir ökumenn um börnin í um- ferðinni. Ætlast er til að miðinn verði hafður í mælaborði eða inni í bifreið, þar sem ökumenn sjái hann að staðaldri. Dagskrá vikunnar er: Sunnudagur og mánudagur: Al- menn atriði um umferð. (Tillits- semi). Þriðjudagur: Umferð í þéttbýli. Miðvikudagur: Afleiðingar um- ferðarslysa. Fimmtudagur: Barnið og um- ferðin. Föstudagur: Akstur á þjóðveg- um. Laugardagur: Ölvun við akstur. Meðan umferðarvikan stendur yfir, verða greinar birtar í blöðum og erindi flutt í útvarp til þess að vekja fólk til umhugsunar um umferðarmálin og freista þess að draga úr slysum í umferðinni. segir Haukur Gísla- son landsforseti J.C. Island J.C. ÍSLAND gengst fyrir kynn- ingu á starfsemi sinni m.a. með fundahöldum og skcmmtunum um helgina og i tilefni þess ræddi Mbl. við Hauk Gíslason Landsforseta J.C. og innti frétta af starfinu. „J.C., Junior Chamber, er alþjóða- hreyfing, stofnuð hér á landi 1960. Nú eru starfandi á landinu 28 félög með 1200 félaga. Tilgangur hreyf- ingarinnar er að gefa ungu fólki kost á að auka hæfni sína og þekkingu. Við höldum námskeið í stjórnþjálfun fyrir einstaklinga og Hlutavelta KRISTILEG skólasamtök og Kristi- legt stúdentafélag efna í dag, laugar- dag, kl. 15 til hlutaveltu í húsi KFUM og K við Holtaveg í Reykjavík. Rennur ágóði hlutaveltunnar til húsakaupa félaganna sem gengið var frá sl. haust. Margt muna er að finna á hlutaveltunni, auk þess sem í boði eru ferðavinningar. Umræðufundur um kennslubók í íslenzkri málf ræði LAUGARDAGINN 22. mars næst- komandi efnir íslenska málfræðifé- lagið til umræðufundar um nýút- komna kennslubók Kristjáns Árna- sonar, íslenska málfræði handa framhaldsskólum. Málshefjendur verða, auk höfund- ar, Arnór Hannibalsson lektor og Baldur Ragnarsson menntaskóla- kennari. Að loknum stuttum fram- söguerindum verða frjálsar umræður. Fundurinn verður haldinn í stofu 422 í Árnagarði og hefst kl. 2 síðdegis. Öllum er heimill aðgangur og þátt- taka í umræðum. námskeið í félagsstarfi margs kon- ar. Við höfum t.d. átt frumkvæði að því að gefin hefur verið út vönduð bók um fundarsköp. Mikilvægur málaflokkur hjá okk- ur eru félagsmál og um helgina verður lögð áherslza á að kynna þann þátt og tilgang hans. Við vinnum einnig að ýmsum byggð- armálum, komum verkefnum á framfæri sem við eigum oft á tíðum sjálfir hugmynd að og mótun. Sem dæmi um þennan þátt í starfinu má nefna að JC vinnur talsvert að brunavörnum og upp- setningu vegvísa við kaupstaði með nokkrum upplýsingum um staðinn. Landsverkefnið í þessum málaflokki er Æskan til starfa. I því sambandi má benda á að J.C. í Hafnarfirði er nú að stuðla að stofnun drengjakórs. Sem dæmi um viðameiri verkefni í byggðarmálum voru J.C. félagar á ísafirði frumkvöðlar að því að hótelbygging komst á. Kjörorð alþjóðahreyfingarinnar í málaflokki æskunnar byggist á því að skapa tækifæri fyrir börn. I framkvæmd þess verkefnis höfum Ilaukur Gíslason landsforseti J.C. ísland við á beinan hátt náð til 30 þús. barna hérlendis og t.d. tókum við þátt í sérstakri dagskrá 24. okt. s.l. með öðrum í viku gegn vímugjöfum. Varð fyrir bíl og handleggsbrotnaði UM hádegisbilið á fimmtudag leggsbrotnaði og meiddist auk varð 11 ára drengur á reiðhjóli þess á fæti. Hann var fluttur á fyrir bifreið á mótum Ármúla slysadeildina til aðgerðar. og Selmúla. Drengurinn hand- Sigur hjá Mar- geiri, tap hjá Jóni MARGEIR Pétursson vann al- þjóðlega meistarann Rind frá Bandarikjunum í 5. umferð skák- mótsins í Lone Pine en Jón L. Árnason tapaði fyrir danska stórmeistaranum Bent Larsen, eftir að hafa haft gjörunna stöðu um tíma. Jón náði mjög góðum sóknarfær- um í skák sinni við Larsen og blasti sigur við. En hann eyddi miklum tíma í það að reyna að finna afgerandi vinningsleið og átti hann aðeins H4 mínútu á síðustu 18 leikina. Lék Jón síðan illilega af sér í tímahraki og varð að gefast upp. Margeir tefldi sömu byrjun gegn Rind og á Lone Pine mótinu í fyrra og vann, alveg eins og í fyrra. Geíler er efstur með 4'/2 vinning, en næstir koma Georghiu og Lar- sen með 4 vinninga, en Larsen hefur verið með ólíkindum heppinn í mótinu. Jón hefur 3 vinninga og Margeir 2xk vinning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.