Morgunblaðið - 22.03.1980, Side 24

Morgunblaðið - 22.03.1980, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Sömu aflatekjur — mismunandi r áðstöfunartekj ur Þá frumlegu kenningu má lesa út úr fréttameðferð Þjóðviljans á hækkun útsvarsstigans, sem almennt er talin fela í sér heildarhækkun útsvara um 5,1 milljarð króna, að í raun lækki útsvör á öllum þot;ra greiðenda vegna ákvæða um persónuafslátt! Engu er líkara, ef marka má kattarklór Þjóðviljans, en að hækkun útsvarsstigans úr 10% í 11% og nú í 12,1% sé gerð til að létta á skattbyrði almennings og þá til að rýra tekjustofna sveitarfélaga. Þrátt fyrir þessa skilgreiningu Þjóðviljans gengur Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, á fund flokks- bróður síns, Ragnars Arnalds fjármálaráðherra, til að knýja á um hærri útsvarsstiga á hendur gjaldendum í Reykjavík. Réttlæting forseta borgarstjórnar á bónorðsferðinni til ráð- herra, sem hann fór óumbeðinn og án samráðs við meirihluta borgarstjórnar, er sú, að tekjur skorti tii að standa undir ráðgerðri eyðslu. Hér stangast á mismunandi skilningur Þjóðviljans og borgarstjórnarforseta Alþýðubandalagsins á eðli og afleiðingu hækkunar útsvarsstigans. En blaðið og forsetinn sameinast hins vegar í þögn um þá staðreynd að þingmenn Alþýðubandalagsins og stórnarliðar allir felldu á Alþingi hækkun aukaframlags til sveitarfélaga um 4% (og til vara 2%) af innheimtum söluskatti 1980, sem átti að fleyta sveitarfélög- um út úr fjárhagsvanda án útsvarshækkana. Og þessi sameiginlega þögn spannaði jafnframt þá staðreynd, að aðhald í útgjöldum sveitarfélaga samrýmist þeim efnahagslegu mark- miðum í þjóðfélaginu, sem menn eru sammála um að stefna beri að við ríkjandi aðstæður. Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, sem lúta stjórn sjálfstæð- ismanna, hafa gengið mun skemmra bæði í álagningu útsvara og fasteignaskatta en vinstri meirihlutinn í Reykjavík; þann veg, að fólk á höfuðborgarsvæðinu með sömu aflatekjur hefur mismunandi ráðstöfunartekjur, eftir því hvers konar stjórn er í viðkomandi sveitarfélögum. Hörður Helgason ráðuneytisstjóri: Sovétmenn hafa í alm samtölum sett sig vi móti lögsögu við Jan „SOVÉZKIR embættismenn hafa komið því að í almennum samtölum, að Sovétríkin séu andvíg því að Jan Mayen fengi 200 mílur,“ sagði Hörður Helgason, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, er Mbl. spurði hann í gær, hvort hann vissi til þess, að sovézkir emb- ættismenn létu Jan Mayen málið til sín taka á bak við tjöldin. Mbl. spurði Hörð, hvort utan- ríkisráðuneytið hefði sent norsku ríkisstjórninni ein- hverjar upplýsingar um um- mæli Sovétmanna í þessa átt, en hann neitaði því. Varðandi áhuga Sovétmanna á Jan Mayen svæðinu sagði Hörður, að í samtölum legðu þeir áherzlu á að þeir veiddu aðeins kolmunna á þessu svæði. Mbl. spurði Hörð þá, hvort Sovétmenn hefðu, þegar Jan Mayen ber á góma, gefið í skyn, að þeir myndu taka afstöðu með Islendingum, ef svo færi að Norðmenn og íslendingar kæm- ust ekki að samkomulagi og Norðmenn lýstu einhliða yfir lögsögu við Jan Mayen. „Þeir hafa aðeins rætt þetta mál í óformlegum samtölum og þá komið því að, að þeir væru andvígir lögsögu við Jan Mayen,“ svaraði Hörður. „Ann- að hefur það ekki verið.“ Þá spurði Mbl. Hörð, hvort hann teldi á rökum reistar þær vangaveltur Norðmanna, að Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra: Hef ekki nokkra tj afskiptum stórvelda samningum um Jan „ÉG get ekkert staðfest í þessum efnum. Það hefur eng- inn Rússi talað við mig. Og ég held mér sé óhætt að fullyrða það, að það sé hugarburður að utanríkisráðuneytið hafi skýrt norsku stjórninni frá einhverj- um áþreifingum Sovétmanna í sambandi við Jan Mayen,“ sagði ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra, er Mbl. leitaði álits hans á fréttum frá fréttaritara Mbl. í Osló um afskipti Sovétríkjanna af Jan Mayen málinu bak við tjöldin. Mbl. spurði Ólaf þá, hvort hann teldi Jan Mayen málið slíkt einkamál íslendinga og Norðmanna, að aðrar þjóðir hefðu hvorki á því áhuga né vildu láta það til sín taka. „Það er okkar og Norðmanna að semja um Jan Mayen,“ svaraði Ólafur. „Mér er jafnljóst að það er viss áhugi hjá öðrum þjóðum að fylgjast með því, hvað gerist, eins og hjá Dönum, sem hafa áhuga á málinu vegna útfærslu við Grænland. Vafalaust hafa Sovétríkin einhvern áhuga líka.“ Mbl. spurði Ólaf þá, hvort hann teldi að slíkur áhugi gæti leitt til þess, að stórveldi reyndi að hafa áhrif á gang mála og hvort hann teldi Sovétmenn hafa það takmark öðrum þræði að reyna að spilla í milli Islands og Norges sem tveggja aðildarríkja Atlantshafsbanda- Tveir áratugir — tvenns konar efnahagsþróun Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður, gerði samanburð á verðlagsþróun hér á landi á sjöunda og áttunda áratugnum við fyrstu umræðu fjárlaga á Alþingi. Verðlags- þróun áratugarins 1960—1970, viðreisnaráratugarins, var 200% — eða þreföldun á verðlagi frá upphafi árs 1960 til upphafs árs 1970. Verðlagsþróun áratugarins 1970 til 1980 var hins vegar 1400% — eða fimmtánföldun á verðlagi. Á öndverðum síðari áratugnum tók vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar við stöðug- leika í efnahagsþróun, sem var sambærileg við nágrannalönd, en' skilaði þjóðarbúinu í yfir 50% verðbólgu eftir þriggja ára feril. Verðbólgumet vinstri stjórnar 1979 var hins vegar yfir 60% frá upphafi árs til loka þess. Matthías Á. Mathiesen minnti á varnaðarorð sín, er frumvarþ að fjárlögum ársins 1979 var til umræðu, þess efnis, að heilan tug milljarða skorti til þess að fjárlagadæmið stæðist. Þá hafi orð sín verið kölluð hrakspár. Nú sé hins vegar komið í ljós, að þrátt fyrir alla nýju skattana, sem lagðir voru á þjóðina á liðnu ári, hafi frávik frá rekstrarjöfnuði ríkissjóðs numið 9Vi milljarði króna. Hann var áætlaður jákvæður um 6,6 milljarða — en reyndist neikvæður um tæpa 3. Frávik frá greiðslujöfnuði reyndist 13 milljarðar króna. Skuldir í Seðlabanka átti að greiða niður um 5 milljarði en jukust í þess stað um 2,4. Þá sagði Matthías að fjárlagafrumvarp Ragnars Arnalds fyrir árið 1980 hækkaði meira en nokkru sinni, þótt í það vantaði veigamikla pósta, s.s. olíustyrk, gjaldaþætti til orkumála, vegamála, landbúnaðarmála, iðnaðarmála, auk félagsmálapakk- ans svonefnda. Hér er um að ræða feiknháar útgjaldasummur. Enn sé því haldið í verulegan hallarekstur, þó halda eigi öllum vinstri stjórnar sköttunum og stefnt sé að nýjum. Aðhalds gæti lítt nema í niðurskurði til fjárfestingarlánasjóða. Alvarlegast sé þó að fjárlagafrumvarpið sé ekki nýtt sem hagstjórnartæki í viðnámi gegn verðbólgu, heldur hið gagnstæða. Kjartan Jóhannsson fyrrv. sjávarútvegsráöherra: Vanhugsuð og fljótfæn breyting hjá Steingríi „Ég tel að þessi breyting Steingríms sé vanhugsuð, gerð af fljótfærni og undanlátssemi fyrir þrýstingi og muni hefna sín illilega,“ sagði Kjartan Jó- hannsson fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra, er Mbl. leitaði í gær álits hans á reglugerð, sem sjávarútvegsráðuneytið gaf út, þar sem afnumin er reglugerð Kjartans um að ekki megi veita lán eða lánsloforð til smíða eða kaupa á fiskiskipum frá útlönd- um nema með samþykki sjávar- útvegsráðuneytisins. í nýju reglugerðinni segir, að lánsfjárhæð Fiskveiðasjóðs Islands vegna skipakaupa erlend- is megi nú hæst vera 50% af mats- eða kostnaðarverði í stað 66,7% áður og einnig er áskilið að seld séu úr landi skip af svipaðri stærð og það sem keypt er. Ekki verða heimiluð viðbótarlán er- lendis til skipakaupa án sam- þykkis sjávarútvegsráðherra. „Það er grundvallarstaðréynd að hamla verður gegn stækkun fiskiskipastólsins," sagði Kjartan Jóhannsson. „Sérstakur starfs- hópur um skipaiðnaðinn lét það meira að segja koma fram einmitt þessa dagana, að draga þyrfti verulega úr stærð fiskiskipastóls- ins. Veit þá ekki vinstri höndin, hvað sú hægri gerir, ef þessi eru viðbrögð Steingríms við þeim ályktunum, sem birtast í áliti þessa starfshóps. Þetta er eins og í öfugmælavísu. Stækkun skipastólsins mun rýra kjör sjómanna og útgerðar og reyndar þjóðarinnar allrar. Eftir að hafa kynnzt þessum málum var mér Ijóst að eins og nú standa sakir heldur engin regla nema algjör stöðvun innflutn- ingsins. Ætli liggi ekki fyrir um tuttugu umsóknir um skipainn- flutning. Ásóknin er mikil. Reynslan hefur sýnt að reglan um skip úr landi í stað innflutts hefur ekki haldið og ef marka má Suðurnesjatíðindi, þá er Steingrímur þegar búinn af brjóta hana með því að skip seir áður hét Hamravík hefur nú verii endurinnflutt, þótt ég gerði meirs að segja sérstakar ráðstafanir ti að fá skipið afmáð af íslenzkr skipaskrá. Svo vel heldur nú þess: regla. Ef mæta á hluta af endurnýj- unarþörf flotans með innflutning: verður augljóslega að draga úi innlendri skipasmíði sem þv nemur. Annars vex skipastóllinrí: reynd umfram það sem annars Kór MS he VEGNA fréttar í Mbl. á þriðju daginn um Hamrahlíðarkórinn þar sem sagði að hann einn hefð starfandi kór af sambærilegurr skólum, skal tekið fram af Menntaskólinn við Sund, Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti Menntaskólinn í Kópavogi o^ Menntaskólinn í Reykjavík hafí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.